Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 17
ing á, kom í veg fyrir að flokkurinn nyti sögulegs hlut-
verks síns og færi með forystu í hreinsunarstörfum
eftir hjúin. Nýrrar ríkisstjórnar beið úrlausn stórra
verkefna, eins og þeirra að standa af sér atlögu er-
lendra kröfuhafa. Flokkarnir voru með trausta stöðu
á þingi til að heyja það stríð. Það voru heljarátök, því
fylking sú hin (ó)fríða var ekki ein í för og ekki erlend
að öllu leyti heldur. En þetta verkefni var komið af
myndarskap fyrir vind og hafa margar ríkisstjórnir
lifað fyrir minna.
Umboðsmaður tekur til
Eins og tiplað var í kringum í upphafi bréfs er ekki
mikil von um að tekið sé á móti útþenslu hins opin-
bera, eða að því sem einhvern tíma er hróflað upp sé
komið í lóg sem óþarfa.
En lengi er von á einum. Í myrkri vonleysisins glitti
óvænt í tíru. Tilkynnt var að „umboðsmaður Alþingis
hefði fellt niður „frumkvæðisathugunarmál“ sitt sem
varðaði þjónustugjöld og útfærslur þeirra. Umrætt
mál var stofnað í málaskrá embættisins árið 1996 en
ekki hefur gefist tími til þess að vinna málið sökum
þess hve fjárheimildir embættisins eru knappar. Í
stað þess að ljúka athuguninni mun umboðsmaður
taka kvartanir, er lúta að þjónustugjöldum, til með-
ferðar.“
Það er auðvitað þakkarefni í langt bréf, að umboðs-
maður hafi haft „frumkvæðisathugunarmál“ sitt til
frumkvæðisathugunar í aldarfjórðung, þótt síðari
frumkvæðisathugun hans hafi snúist um það hvort
fjárveiting væri til fyrir verkinu eða ekki. Nú, þegar
sú athugun hefur, eftir 24 ár, leitt í ljós að aldrei var til
túkall með gati fyrir frumkvæðisathuguninni, þá er
aðeins hægt að kyssa skó allra viðkomandi fyrir að
hafa brugðist hratt við, sem hlýtur að eiga við um ald-
arfjórðung í þessu tilviki, og hætt við að hefja þá at-
hugun sem umboðsmaður hafði sjálfur ákveðið, að
eigin frumkvæði, að hefja, þótt óljóst væri hvort hann
hefði fjárráð fyrir henni. Nú er ekki hægt að fullyrða
neitt, án þess að gera sjálfur frumkvæðisathugun á
því, hvort þjóðin hafi beðið með lífið í lúkunum eftir
því hvernig þessari innri baráttu á skrifstofu umboðs-
manns myndi lykta.
En þá er þess að geta að iðulega hafa dúkkað upp
hin og þessi stórmál sem hafa fengið athygli fjölmiðla
og fjöldi embætta verið þegar kominn að. Þá hefur
umboðsmaður ekki staðist eigin þrýsting og talið sér
skylt að kasta sér út í grunnu laugina, þótt ekki væri
dropi vatns í henni. Mál, sem stundum var kallað
Hönnu Birnu-málið, var eitt þeirra, en mörg önnur
mætti nefna.
Þegar umboðsmaður stóðst ekki mátið, vegna fjöl-
miðlagildis þess, og stakk sér til sunds þótt hann sæi
ekki til lands fyrir öðrum embættum sem voru þegar
komin í málið.
En spennan vex nú óneitanlega, því nú geta varla
verið nema svo sem 17-18 ár í það að umboðsmaður
gefi okkur til kynna hvort frumkvæðisathugun hans í
því máli sé endanlega lokið, sé í gangi eða jafnvel ekki
hægt að byrja á henni nærri strax vegna fjárskorts.
Ný og spennandi framhaldsmynd
Kannski væri hægt að gera um þetta framhaldsmynd,
eins og þá sem gerði landann nær vitlausan vikum
saman við að sjá lögregluna beygja fyrir horn í Nes-
kaupstað og vera þá komin til Siglufjarðar þegar hún
kom út úr beygjunni.
Við gamlir Selfyssingar komum saman til að íhuga
bænarbréf til yfirvalda um að hinn myndarlegi bíólög-
reglumaður myndi í næsta þætti bakka fyrir horn og
vera þá kominn á Selfoss.
En hætt var við málið þegar bent var á að pláss
svona nærri Reykjavík myndi aldrei fá neinn skilning.
Er ekki komið nóg?
En svo haldið sé áfram af fullri alvöru má spyrja sig
hvers vegna við séum með þennan umboðsmann sem
var tískufyrirbæri fyrir löngu, sem skotið var skáhallt
inn í stjórnkerfið, án sjáanlegrar nauðsynjar. Það má
spyrja sig hvort allir hér á landi hafi talið upplagt að
stofna til slíks embættis þegar um það var rætt í upp-
hafi.
Það var reyndar alls ekki svo.
Þegar fyrst var rætt um stofnun embættis umboðs-
manns Alþingis (eða lögsögumanns, sem gert var ráð
fyrir að embættið héti) árið 1966, komu fram mjög
andstæð sjónarmið, eins og lesa má um í fróðleiks-
námunni Stjórnarráð Íslands 1964-2004.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti þannig
efasemdum sínum um að jafnrík þörf væri á slíku
embætti hér og í stærri ríkjum og færði athyglisverð
rök fyrir sínum sjónarmiðum. Ólafur Jóhannesson
flutti fram rök fyrir málinu af þunga og festu eins og
vænta mátti. Frá því að þetta var fyrst rætt með þess-
um hætti, af þessum vísu mönnum, hefur margt
breyst. Stjórnsýslulög voru sett og upplýsingalög, auk
þess sem skipan og umhverfi dómstóla hefur batnað
stórlega. Allir þessir þættir, sem annaðhvort vantaði
eða búið var að af vanefnum þá, voru notaðir til að
réttlæta stofnun embættis umboðsmanns Alþingis,
eins og lesa má úr umræðunum.
Ekki er þó líklegt að síðustu fréttir af embættinu og
reyndar fjölmargar aðrar á undanförnum árum þyki
sterk rök fyrir tilveru þess. Varla hefði þeim Bjarna
Benediktssyni og Ólafi Jóhannessyni komið til hugar
að það embætti ætti tilverurétt, sem gæti ekki ráðið
við athugun sem það stofnað til fyrir eigin atbeina,
sem „frumkvæðisathugun“ fyrir aldarfjórðungi.
Í umræðum um stofnun þessa embættis var það ein-
mitt notað sem rök í málinu að íslenskir embættis-
menn væru býsna þaulsætnir í sínum embættum og
því heimaríkir og þyrfti af þeim sökum sérstakt emb-
ætti til að fylgjast með opinberum athöfnum þeirra og
eftir atvikum að tuska þá til. Þá hefur væntanlega
ekki verið gert ráð fyrir því að eftirlitið í mannsmynd
yrði ekki síður þaulsætið.
Atriði sem aldrei er rætt
Aldrei má gleyma því að forystumenn hreinu vinstri-
stjórnarinnar ákváðu að knýja stuðningsmenn sína á
þingi til dáða og fá þá eins og hverjar aðrar liðleskjur
til að samþykkja að draga pólitíska andstæðinga sína
fyrir Landsdóm, en hlífa samherjum sínum sem sátu
þó „undir sömu sök“. Ekki má gleyma því heldur að
smáir menn úr stjórnarandstöðu, sem stækka hægt,
þorðu ekki annað en að tölta með svo að reiði pupuls-
ins myndi ekki ella snúa sér að þeim.
Það eina sem Landsdómur treysti sér til að dæma
ákærðan forsætisráðherra fyrir snerti 17. grein
stjórnarskrárinnar: Ráðherrafundi skal halda um ný-
mæli í lögum og „um mikilvæg stjórnarmálefni“. Það
var síðari hluti tilvitnaðrar greinar sem dugði til sak-
fellingar forsætisráðherrans fyrrverandi. Það hlýtur
að slá flesta hugsandi menn eins og að verið væri með
því áfelli að finna eitthvert lítilræði svo koma mætti til
móts við meint andrúmsloft sem tekist hafði að
trekkja upp í þjóðfélaginu.
En það var ekki mikið rætt um það atriði sem stend-
ur í næstu setningu sama stjórnarskrárákvæðis: „Svo
skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar
að bera þar upp mál.“
Ráðherrar eru skv. þessu ákvæði ekki bundnir við
þau málefni sem þeir fara með í ríkisstjórn. Og það er
ekki nóg með að sérhver ráðherra geti í ríkisstjórn
rætt undir öðrum dagskrárliðum um önnur mál að
vild. Hann getur, með styrk í stjórnarskrárákvæðinu,
ráðið því að boðaður sé sérstakur fundur í ríkisstjórn
um málefni sem hann tiltekur.
Þau Jóhanna og Steingrímur reyndu að koma Geir
H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í tukthús en
brutu svo bæði ótvírætt ákvæði stjórnarskrárinnar
með því að setja útlendan mann í embætti seðla-
bankastjóra, sem Sigurður Líndal lagaprófessor benti
á að er ótvírætt brot á stjórnarskránni og hafið yfir
allan vafa. Það mál hefði runnið í gegnum Landsdóm.
Datt úr umræðunni?
En það atriði, sem er mest sláandi, en var engu líkara
en að allir hefðu gleymt, var að Jóhanna Sigurðar-
dóttir sat í ríkisstjórn Geirs H. Haarde lungann af
þeim tíma sem gera hefði mátt ráð fyrir að hann hefði
tekið málefni bankanna upp í ríkisstjórn. Hún sat
áfram í þeirri ríkisstjórn þegar þáverandi stjórnendur
Seðlabankans óskuðu eftir fundi með leiðandi ráð-
herrum ríkisstjórnar, þar sem þeir höfðu stórfelldar
og vaxandi áhyggjur af ástandi bankanna. Formaður
Samfylkingar var á meðal þeirra ráðherra sem hittu
seðlabankamenn að máli. Það er óhugsandi annað en
að formaðurinn hafi, með sínum ráðherrahóp, farið yf-
ir þá stöðulýsingu og alvöruþrungnu orð sem féllu á
þeim fundi og lesa má um í rannsóknarskýrslu Alþing-
is.
Jóhanna gat, bæði fyrir og eftir hinn fræga fund í
stjórnarráðinu, kallað eftir sérstökum fundi í ríkis-
stjórn um alvarlega stöðu bankanna og íslenska fjár-
málakerfisins. Það gerði hún ekki en lét sig samt hafa
það, ásamt Steingrími, að hafa það atriði að ákæru-
atriði gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra þeirrar
ríkisstjórnar sem hún sat sjálf í!
Þetta eru nú meiri pappírarnir.
Skyldi „það varð hér hrun“-Steingrímur hafa bent
Jóhönnu á að rétt væri að nýta tækifærið og ákæra
hana í leiðinni?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
17.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17