Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Page 19
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon prjónahópnum Ungir prjónar sem telur 10 stelpur á milli tvítugs og þrítugs sem elska að prjóna. Hvaða prjónaverkefni hafa verið skemmti- legustu verkefnin? „Skemmtilegustu verkefnin eru yfirleitt þau sem ég er með á prjónunum hverju sinni en mér finnst samt alltaf skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt. Upp á síðkastið hef ég verið að færa mig aðeins út fyrir boxið og farið eftir eigin höfði í stað þess að fylgja uppskrift- inni nákvæmlega, sem mér hefur fundist of- boðslega skemmtilegt. Núna er ég einmitt að hanna mína fyrstu uppskrift sem hefur verið ótrúlega lærdómsríkt, spennandi og skemmti- legt.“ Samfélagsmiðlarnir tengja saman og veita innblástur Ísabella sækir mikinn innblástur á Instagram en prjónasamfélagið þar er blómlegt og auð- velt að sækja innblástur þangað. Samfélags- miðlarnir hafa líka þann kost að tengja saman prjónara alls staðar að á landinu. „Ég prjóna langmest á mig sjálfa en hef einnig verið að prjóna aðeins á fólkið í kring- um mig. Oftast eru það peysur en alls konar minni verkefni læðast líka inn á milli með. Instagram er klárlega minn helsti inn- blástur í handavinnu og ég elska hvað það eru margir búnir að opna aðgang þar til að deila sínum handverkum, ráðum og inn- blæstri. Pinterest er einnig ofarlega á lista til að fá innblástur en þar eru alls konar sniðugar útfærslur á alls kyns handavinnu,“ segir Ísabella. Að prjóna sínar eigin flíkur passar vel við hugmyndafræðina um hæga tísku (e. slow fas- hion). Það heillar Ísabellu mikið. „Það tekur mun lengri tíma að prjóna flíkina heldur en að stökkva út í næstu tískuvöruverslun og kaupa sér hana, hún endist mun lengur og gæðin eru talsvert meiri. Þegar maður hefur lagt svona ótrúlega mikla vinnu, þolinmæði og tíma í að skapa sína eigin flík, þá verð ég að minnsta kosti svo ótrúlega stolt af mér þegar ég er í flíkinni. Það er líka svo gaman að geta ákveðið alveg sjálfur hvernig maður vill hafa flíkina, allt frá garni, lit og grófleika yfir í mynstur og snið,“ segir Ísabella. Hvað er mest í tísku í prjónaheiminum í dag? „Í dag eru einlitaðar flíkur, bæði einfaldar og með einlituðu mynstri, mjög áberandi. Í garni er mohair ótrúlega vinsælt, bæði eitt og sér eða sem aukaþráður með öðru garni. Svo finnst mér ekki síður mikilvægt að minnast á að taka fallegar myndir af prjóninu sínu, ætli það sé ekki bara svolítið í tísku?“ Hvaða ráð getur þú gefið þeim sem vilja byrja prjóna en vita ekki hvar þeir eiga að byrja? „Helsta ráð sem ég get gefið er fyrst og fremst að velja þér verkefni sem þig virkilega langar til að prjóna og sérð fyrir þér að þú munir nota. Það veitir manni ákveðna hvatn- ingu til að halda áfram með verkefnið, því það mun taka tíma. Svo skaltu ekki vera feimin(n) við að biðja um aðstoð! Hvort sem það er ein- hver sem þú þekkir, Instagram-skilaboð eða gúggla,“ segir Ísabella. Hægt er að fylgjast með Ísabellu á In- stagram undir nafninu Madebybellaros.Hver peysan á fætur annarri hefur dottið af prjónunum hjá Ísabellu síðan í vor. Ísabella Rós Ingimundardóttir lærði að prjóna þegar hún var ung stelpa. Áhuginn á handa- vinnu hefur fylgt henni síðan. Ísabella hefur prjónað ýmis smærri verkefni líka. ’Ég hef alltaf haft gaman afþví að sinna alls kyns handa-vinnu, en amma mín kenndi mérað prjóna og hekla þegar ég var mjög ung. Hún er mín helsta fyr- irmynd í allri handavinnu og það er gott að geta alltaf leitað til hennar hvort sem ég þarf aðstoð, innblástur eða hvatningu. “ 17.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.