Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 HREYFING Ég er gríðarlega spenntur aðbyrja aftur að spila en ásama tíma geri ég mér fulla grein fyrir ábyrgð okkar. Við verð- um að fara varlega,“ segir Stefán Freyr Stefánsson, talsmaður hóps sem komið hefur saman í ald- arfjórðung, einu sinni til tvisvar í viku, til að spila körfubolta í Vals- heimilinu á Hlíðarenda. Sunnudags- blaðið náði tali af honum skömmu fyrir fyrstu æfingu eftir hlé. Hann segir sama máli gegna um aðra í hópnum; menn brenni í skinninu að komast í hreyfingu en hafi um leið varann á. Jafnvel þótt gárungarnir tali gjarnan um körfu- bolta sem íþrótt án snertingar þá er snerting í reynd talsverð. „En sótt- varnalæknir og stjórnvöld hafa leyft boltaíþróttir á ný og við treystum mati þeirra og þau munu örugglega stöðva þetta aftur fari smitum í samfélaginu fjölgandi.“ Hann veit ekki annað en að allir í hópnum séu klárir í bátana en vilji einhverjir sitja hjá lengur í örygg- isskyni muni menn að sjálfsögðu virða það sjónarmið. Spurður um ástandið á hópnum kveðst Stefán Freyr ekki hafa heyrt af því að menn hafi verið að halda sér við efnið með því skjóta einir og sér á körfur sem finna má víða á leiksvæðum borgarinnar. „Það er allt annar hlutur að gera þetta einn en í hóp. Veðurfarið hefur heldur ekki boðið upp á það í kuldanum undanfarið,“ segir Stefán Freyr og bætir við að félagsskapurinn vegi líka þungt. Menn sæki ekki síður næringu í hann en leikinn sjálfan. Án þess þó að það bitni á keppn- isskapinu. Úthaldið er heldur ekki upp á marga fiska eftir þriggja mánaða hlé og Stefán Freyr gerir ráð fyrir að menn fari varlega af stað – reyni það alla vega. Í því sambandi kemur sér vel að mæting á fyrstu æfing- arnar ætti að verða góð og fyrir vik- ið menn til skiptana á bekknum. „Ég á von á því að þetta verði erfitt til að byrja með en það bjargar miklu að hafa varamenn.“ Að sögn Stefáns Freys er mikil aldursbreidd í hópnum en yngstu menn eru rétt rúmlega tvítugir meðan þeir elstu losa sjötugt. „Menn eru löngu farnir að koma með syni sína á æfingar en enginn hefur enn þá komið með barnabarn sitt – en það styttist örugglega í það,“ segir hann sposkur. Stefán Freyr hefur ekki átt aðild að hópnum frá upphafi en skilst að allt hafi þetta byrjað með því að Körfuknattleikssamband Íslands vildi hefja greinina til vegs og virð- ingar og bauð því nokkrum fjöl- miðlamönnum á æfingar. Það vatt upp á sig og seinna sameinuðust fjölmiðlamennirnir hópi frá Ís- lenskri erfðageiningu sem æfði á sama stað. „Síðar kom Grímur Atla- son [núverandi framkvæmdastjóri Geðhjálpar] inn í hópinn ásamt nokkrum listaspírum, þannig að hópurinn er mjög skemmtilega samsettur. Raunar hefur einn í hópnum, Stefán Stefánsson saxó- fónleikari, lagt til að ættfræði allra bumbuboltahópa á Íslandi verði kortlögð.“ Sem er ekkert verri hugmynd en hver önnur. Sendu gamalt myndband Brynjólfur „Klinsmann“ Eyjólfsson, stofnandi og stjórnarmaður í knatt- spyrnufélaginu Dickenbauch Sportverein GmbH, sem er með varnarþing í Kópavogi, var nýbúinn að fá þær ánægjulegu fréttir úr Fíf- unni að fyrsta æfing liðsins eftir rúmlega þriggja mánaða hlé gæti farið fram í vikunni þegar Sunnu- dagsblaðið náði tali af honum. Hljóðið í honum var því að vonum sérstaklega gott. „Það voru mjög jákvæðar fréttir og aldeilis vel tekið af félagsmönnum í Dickenbauch og toppmæting á æfinguna, sextán manns staðfestir aðeins örfáum stundum eftir að opnað var fyrir skráningu,“ segir Brynjólfur. Eins og aðrir bumbuboltaklúbbar hafa Dickenbauch-menn haft hægt um sig síðan í október. „Það hefur verið einstaklingsmiðuð þjálfun – hver leikmaður hefur séð um sig. Við í stjórninni sendum að vísu út gamalt þýskt fótboltamyndband en ég veit ekki til þess að neinn hafi fylgt þeim leiðbeiningum,“ segir Brynjólfur en markmið Dicken- bauch er tvíþætt; að stuðla að knattspyrnufegurð og útbreiðslu þýskrar menningar. Sjálfur hefur hann ekki snert bolta síðan í lok september. Að sögn Brynjólfs hafa hóparnir sem iðka knattspyrnu í Fífunni fengið skýr fyrirmæli frá hús- bændum og ýtrustu sóttvarna- reglum verður að sjálfsögðu fylgt; menn mega til að mynda ekki mæta á svæðið fyrr en fimm mínútum fyr- ir æfingu og þurfa að koma sér strax út úr húsinu að henni lokinni. Eftirvæntingin í hópnum var að vonum mikil fyrir fyrstu æfinguna enda ekki eins og menn séu á leið í utanlandsferðir eða annað til að brjóta upp háveturinn. „Þótt leik- urinn sjálfur sé alltaf mikilvægur þá skiptir félagslegi þátturinn ekki minna máli eftir því sem maður verður eldri. Sumir eru orðnir drag- haltir og/eða allt of þungir, ég nefni engin nöfn, en mæta samt til að vera með,“ segir Brynjólfur. Lífleg umræða er gjarnan innan hópsins á samfélagsmiðlum enda hart barist um stig og alls kyns við- urkenningar á vettvangi Dicken- bauch. „Einn úr hópnum byrjaði með jólasveinaleik á aðventunni og spunnust miklar umræður út frá honum, þar sem gamlar sögur úr boltanum voru látnar flakka. Það var greinilega uppsöfnuð þörf fyrir þessa umræðu. Við héldum einnig þýskt kynþokkakvöld á Teams í nóvember. Þar fór fram spurninga- keppni um þýska menningu, leik- greining á gömlum þýskum leikjum og fleira.“ Dickenbauch-menn koma saman einu sinni í viku yfir veturinn, á fimmtudagskvöldum, og vonar Brynjólfur að ekki þurfi að herða sóttvarnaaðgerðir aftur svo þeir geti klárað tímabilið sitt. Tímabilið skiptist í tvær annir, Herbstliga og Frühlingsliga, en nú ræða menn það af alvöru að hafa bara eitt tíma- bil, Winterliga, þar sem Herbst- ligan hófst varla að neinu gagni. Brynjólfur veit ekki til þess að neinn úr hópnum ætli að sitja áfram hjá í öryggisskyni. Þvert á móti er kominn biðlisti en gamlar kempur úr hópnum knýja nú í auknum mæli dyra hjá stjórninni og vilja komast inn aftur. Brottfallið í yngri iðk- endahópunum vegna heimsfarald- ursins, sem mönnum hefur verið tíðrætt um í fréttum, á því greini- lega ekki við í elstu hópunum. Er það vel. Bumban snýr aftur Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuvei- rufaraldursins var svo- kallaður „bumbubolti“ leyfður á ný á Íslandi í vikunni. Karlar og kon- ur þustu þá út á völlinn í stórum stíl – eins og kýr að vori. Ryðguð og úthaldslítil en alsæl. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Fer ’ann oní?“ Menn bíða með öndina í hálsinum í Valsheimilinu á föstudaginn í sínum fyrsta körfu- boltatíma í meira en þrjá mánuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Liðsmenn Dickenbauch Sportverein GmbH á sinni fyrstu æfingu í rúma þrjá mánuði á fimmtudagskvöldið. Tveir flugu á hausinn í hálkunni fyrir utan Fífuna áðir en flautað var til leiks en allir náðu að klára leik óskaddaðir. Þreyttir en sælir. Morgunblaðið/Eggert ’Við í stjórninni send-um að vísu út gamaltþýskt fótboltamyndbanden ég veit ekki til þess að neinn hafi fylgt þeim leiðbeiningum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.