Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 30. tölublað 109. árgangur
MÉR FANNST ÉG
VERA AUÐMJÚKUR
ÞJÓNN LJÓÐANNA FEÐURNIR FÁ AÐ RÁÐA
GYLFI OG ÁSGEIR
JAFNIR AÐ METUM
EFTIR MARKIÐ
FORVITNILEGAR NIÐURSTÖÐUR 10 HEIÐAR MARKAHÆSTUR 35KÓRVERK MARÍU HULDAR 36
Vetrarhátíð hófst í gærkvöldi og er áherslan að þessu sinni á
ljóslistaverk utandyra. Þannig má ganga svokallaða ljósaslóð
sem leið liggur frá Ráðhúsi Reykjavíkur á Austurvöll og upp
að Hallgrímskirkju, sem sjálf er prýdd ljóslistaverki.
Veturinn það sem af er hefur verið sá snjóléttasti í Reykja-
vík í hundrað ár, eða allt frá því snjóhulumælingar hófust í
höfuðborginni árið 1921. Hins vegar hefur allt verið á kafi í
snjó á Norðurlandi.
Í janúar var enginn alhvítur dagur í Reykjavík. Á Akureyri
voru alhvítir dagar 22, til samanburðar. Alhvítir dagar í
Reykjavík eru aðeins þrír talsins í vetur. Fyrra met er frá ár-
unum 1976-77, fimm dagar. Alhvítir dagar á Akureyri voru
orðnir 44 í janúarlok. Í Reykjavík var enginn alhvítur dagur í
október, einn í nóvember og tveir í desember. „En veturinn er
langt í frá búinn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Snjóléttasti vetur í hundrað ár í Reykjavík
Bóluefni lyfjafyrirtækisins Astra-
Zeneca er væntanlegt til landsins á
næstunni. Þetta sagði sóttvarna-
læknir á upplýsingafundi almanna-
varna í gær. Fjórtán þúsund
skammtar efnisins berist innan
skamms en alls 74 þúsund skammt-
ar fyrir mánaðamótin mars-apríl.
Fólki eldra en 65 ára verður ekki
gefið bóluefni AstraZeneca. »4
Meira bóluefni til
landsins á næstunni
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hafrannsóknastofnun gaf í gær út
lokaráðgjöf um loðnuveiðar í vetur og
rúmlega tvöfaldaði fyrri ráðgjöf. Nú
er lagt til að leyft verði að veiða sam-
tals 127.300 tonn á vertíðinni og áætl-
ar Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, að vertíðin geti gefið um 17,5
milljarða í útflutningstekjur og miðar
þá við að um 15% norska kvótans
verði unnin hér. Tvö síðustu ár hefur
orðið loðnubrestur.
Af heildarkvótanum koma alls um
69 þúsund tonn í hlut íslenskra veiði-
skipa, en um 58 þúsund tonn í hlut
Norðmanna, Grænlendinga og Fær-
eyinga samkvæmt samningum Ís-
lendinga við þessar þjóðir. Í sögulegu
samhengi er ekki um stóra vertíð að
ræða og segist Gunnþór telja að ís-
lensku útgerðirnar leggi aðaláherslu
á að veiða loðnuna á um vikutíma þeg-
ar hún nálgast hrygningu, en hrognin
eru verðmætasta afurð loðnunnar.
Hann segir það ákveðin vonbrigði
að ráðgjöfin skuli ekki vera hærri en
raun ber vitni og segir það ábyrgð-
arlaust ef ekki verði farið aftur til
loðnuleitar og mælinga, því ungloðnu-
mæling á árganginum sem ber uppi
veiðina í vetur hafi gefið fyrirheit um
góða vertíð. Ástæðulaust sé að togast
á um peninga í þeim efnum, miðað við
að hið opinbera fái um 4,5 milljarða í
sinn hlut af þeim verðmætum sem
loðnuvertíðin skapi.
Frá því í nóvember hefur ítrekað
verið farið til loðnuleitar og mælinga í
samvinnu Hafrannsóknastofnunar og
útgerða uppsjávarskipa. Í janúar-
mánuði var farið í tvo leiðangra og í
þeim síðari, í síðustu viku mánaðar-
ins, tóku átta skip þátt í verkefninu. Í
janúar voru úthaldsdagarnir rúmlega
50 á veiðiskipum og 27 á rannsókn-
arskipum.
Stefnir í um 17,5
milljarða vertíð
Veiðiráðgjöf hækkuð 69 þúsund tonn til íslenskra skipa
Ljósmynd/Daði Ólafsson
Vertíð Bjarni Ólafsson AK að veiðum
við suðurströndina veturinn 2017.
MSlegist um farma norsku ... »2
Ráðgjöf
» 30.11. 2019 – Lagt til að
upphafskvóti á vertíðinni 2021
verði 170 þúsund tonn.
» 6. október 2020 – Lagt til
að veiðar verði ekki heimilaðar
og fyrri ráðgjöf dregin til baka.
» 16. desember – Lagt til að
afli fari ekki yfir 21.800 tonn.
» 24. janúar 2021 – Ráðgjöf
hækkuð í 61 þúsund tonn.
» 4. febrúar 2021 – Ráðgjöf
um 127.300 tonna loðnuafla.
Hafrannsóknastofnun og Bench-
mark Genetics Iceland (áður Stofn-
fiskur) vinna með Maryland-háskóla
í Baltimore í Bandaríkjunum að þró-
un á nýrri aðferð til fjöldafram-
leiðslu á kynlausum laxi til notkunar
í fiskeldi, samkvæmt aðferð vísinda-
manna Maryland-háskóla. Svokall-
aðri genaþöggun er beitt á fyrstu
stigum lirfuþroska og felst aðferðin í
að slökkva á genum í kynfrumum.
Fiskarnir verða eðlilegir að öllu
öðru leyti en því að þeir mynda ekki
hrogn eða svil. Besti árangur í rann-
sókninni til þessa er að 70% hópsins
urðu ófrjó en markmiðið er að ná
100% árangri.
Benchmark Genetics framleiðir
þrílitna hrogn til útflutnings til Nor-
egs og fleiri landa en meðhöndlunin
gerir laxinn ófrjóan. Hentar hann
hins vegar ekki við allar aðstæður,
til dæmis í landeldi sem er í mikilli
uppbyggingu. Þess vegna er verið að
þróa ýmsar aðferðir við að gelda lax,
þó hann sé áfram tvílitna. Ein af
þeim er rannsóknin sem unnið er að
hjá Hafró í Grindavík. »11
Gelda lax
með gena-
þöggun
Aðferð þróuð hjá
Hafró í Grindavík