Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Í stjórnarfrumvarpi Áslaugar Örnu
Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð-
herra um breytingar á áfengislögum,
sem lagt var fram á Alþingi í gær, er
kveðið á um að smærri brugghúsum
verði leyft að selja öl á framleiðslu-
stað. Hins vegar er þar ekki veitt
heimild til innlendrar netverslunar
með vín í smásölu, líkt og upphafleg
drög frumvarpsins gerðu ráð fyrir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má rekja þá breytingu til
andstöðu samstarfsflokkanna, bæði
innan ríkisstjórnar og þingflokka.
Málið velktist mánuðum saman í rík-
isstjórn og var svo lengi á hægferð í
gegnum þingflokka framsóknar-
manna og vinstri grænna. Innan
þeirra lagðist meirihlutinn gegn inn-
lendri netverslun með áfengi, þrátt
fyrir að sú breyting horfði fyrst og
fremst til jafnrar stöðu innlendrar og
erlendrar netverslunar. Íslenskir
neytendur geta þegar keypt áfengi í
smásölu frá erlendum netverslunum í
skjóli Evrópureglna.
Handverksbruggið óumdeilt
Hins vegar var mun víðtækari
stuðningur við að gera undanþágu frá
einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslun-
ar ríkisins á smásölu áfengis hjá
smærri brugghúsum, svonefndum
handverksbrugghúsum, enda er
fremur litið á það sem styrktaraðgerð
gagnvart landsbyggðinni og ferða-
þjónustu.
Frumvarpið virtist raunar njóta
svo mikilla vinsælda meðal framsókn-
armanna, að þeir lögðu fram eigið
frumvarp þar að lútandi á þriðjudag,
að efni og orðalagi merkilega líkt
stjórnarfrumvarpi Áslaugar Örnu.
Fyrir þinginu liggur auk þess end-
urflutt frumvarp Píratans Helga
Hrafns Gunnarssonar og fleiri um
breytingar á áfengislögum, sem
heimila myndu heimabrugg.
Ölsala handverksbruggara
leyfð en ekki vefverslun
Framsókn og vinstri græn á móti innlendri vefverslun
Fyrirhuguðum breytingum á
brjóstaskimunum var mótmælt í
gær þegar undirskriftalisti var af-
hentur heilbrigðisráðuneytinu, en
um 37 þúsund undirskriftir höfðu
safnast. Alls mætti 31 kona fyrir ut-
an heilbrigðisráðuneytið í mótmæla-
skyni og báru átta þeirra svartar
húfur en hinar 23 appelsínugular.
Með því vildu þær sýna með tákn-
rænum hætti fram á þann fjölda
kvenna á aldursbilinu 40-49 ára sem
greinast með brjóstakrabbamein á
ári hverju að jafnaði og svo þær sem
greinast ekki fyrr en það er um sein-
an.
Um áramót tóku gildi nýjar regl-
ur um brjóstaskimun hér á landi sem
kveða á um að konum á aldrinum 50-
74 ára verði boðið í brjóstaskimun
en ekki konum á aldrinum 40-69 ára
eins og verið hafði. Breytingin úr 40
í 50 ár vakti mikla reiði og var hún
afturkölluð af heilbrigðisráðherra í
síðasta mánuði. Þá færðist brjósta-
skimun úr hendi Krabbameins-
félagsins og inn í almenna
heilbrigðiskerfið.
Heilbrigðisráðuneytinu afhentar 37 þúsund undirskriftir
Mótmæla
breytingu
á skimun
Morgunblaðið/Eggert
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Norska skipið Senior frá Bodö land-
aði í gær 310 tonnum af loðnu hjá
Eskju á Eskifirði. Þetta er fyrsta
loðnan sem landað er til vinnslu hér-
lendis í þrjú ár eða frá því á vertíð-
inni 2018. Metverð hefur verið borg-
að fyrir loðnu nú í upphafi vertíðar
og grimmt verið boðið í aflann.
Strax byrjað að vinna aflann
Í gær greindi Fiskeribladet/Fisk-
aren frá því að 10,65 krónur norskar
eða sem nemur rúmlega 160 krónum
íslenskum hefðu fengist á uppboðs-
markaði fyrir kílóið í farmi nóta-
skipsins Svanaug Elise. Kaupandi
var Vardin Pelagic í Færeyjum.
Eskja borgaði svipað verð fyrir afla
Seniors. Er leið á gærdaginn borgaði
fyrirtæki í Tromsö síðan 186 krónur
íslenskar fyrir kílóið í farmi norska
skipsins Gunnars Langva. Hrogna-
fylling loðnunnar er nú um 10%.
Páll Snorrason, framkvæmda-
stjóri hjá Eskju, segir að stjórnend-
ur og starfsfólk í uppsjávarfrystihús-
inu séu himinlifandi að fá fyrsta
loðnufarm ársins og var strax byrjað
að vinna aflann úr Senior. Páll segir
að vonandi verði hægt að fá fleiri
farma frá norskum skipum á næst-
unni þar til byrjað verði að veiða úr
kvóta Eskju. Hann fagnar því að
loðnukvótinn hafi verið aukinn og
segist vona að enn verði bætt við á
næstunni. Allir markaðir fyrir loðnu-
afurðir séu galtómir og mikil eftir-
spurn.
Í gær var um tugur norskra skipa
að veiðum fyrir austan land, flest út
af Hafnarnesi. 60-70 norsk uppsjáv-
arskip eiga loðnukvóta við Ísland.
Endurskoðuð ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun greindi frá
nýrri loðnuráðgjöf í gær, lokaráð-
gjöf, og er hún upp á alls 127.300
tonn. Byggt er á summu tveggja
leiðangra sem fóru fram seinni part
janúar og gáfu mat á stærð hrygn-
ingarstofns loðnu upp á samtals 650
þúsund tonn. Heildaryfirferð þess-
ara tveggja leiðangra er talin ná yfir
allt útbreiðslusvæði hrygningar-
loðnu. Það gilti ekki um mælingar í
desember og fyrri hluta janúar og
því voru niðurstöður þeirra ekki not-
aðar í þessari lokaráðgjöf.
Slegist um farma norsku skipanna
Loðna unnin hérlendis í fyrsta skipti í þrjú ár Hærra verð fyrir loðnuna en áður hefur verið greitt
Ljósmynd/Jens Garðar Helgason
Á Eskifirði Landað var úr norska skipinu Senior hjá Eskju í gær og hófst vinnsla strax í frystihúsinu. Guðrún Þor-
kelsdóttir SU 211, eitt þriggja uppsjávarskipa Eskju, sést í baksýn. Íslensku skipin eru ekki byrjuð á loðnuveiðum.