Morgunblaðið - 05.02.2021, Page 4
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Snjónum hefur verið misskipt milli
landshluta á þessum vetri. Allt er í
kafi í snjó á Norðurlandi en í Reykja-
vík hefur veturinn verið sá snjóléttasti
í 100 ár, eða allt frá því snjóhulumæl-
ingar hófust þar árið 1921.
Til tíðinda bar í nýliðnum janúar að
enginn alhvítur dagur var í Reykjavík.
Hins vegar voru 13 flekkóttir dagar,
eins og það kallast á veðurmáli. Á Ak-
ureyri voru alhvítir dagar 22, til sam-
anburðar. Alhvítir dagar á Akureyri í
vetur voru orðnir 44 í janúarlok.
Í Reykjavík var enginn alhvítur
dagur í október, einn í nóvember og
tveir í desember. Þetta gerir þrjá al-
hvíta daga í allan vetur.
Stendur metið eða fellur?
„Jú, þetta eru óvenjufáir dagar og
hafa ekki verið jafnfáir þessa þrjá
mánuði (nóv.-jan.) áður, næsta tala
fyrir ofan er 5, það var sömu mánuði
1976 til 1977. En veturinn er langt í
frá búinn. Að meðaltali eru 29 alhvítir
dagar í febrúar til apríl í Reykjavík.
Alhvítu dagarnir voru fæstir 1976 til
1977 – 10 alls allan veturinn. Við eig-
um enn fræðilegan möguleika á að slá
það met – en mér finnst samt fremur
ólíklegt að það gerist,“ segir Trausti
Jónsson veðurfræðingur í samtali við
Morgunblaðið.
„Árið 1976 var einn dagur alhvítur í
desember, fjórir í janúar 1977, enginn
í febrúar, enginn í mars, en svo 5 í apr-
íl (lengi von á einum),“ bætir Trausti
við.
Mælingar á snjóhulu og snjódýpt
hófust 25. janúar 1921 í Reykjavík,
eða fyrir nær sléttri öld. Á tímabilinu
hefur snjóhula nær allan tímann verið
metin kl. 9 að morgni, segir Trausti í
pistli á Moggablogginu. Nú er miðað
við að tún Veðurstofunnar við Bú-
staðaveg sé alhvítt að morgni. Vor og
haust verður stundum alhvítt um
stund yfir blánóttina – við missum af
slíku, segir Trausti.
„Að sjálfsögðu er það svo að athug-
unar- og mæliraðir þessara veð-
urþátta geta engan veginn talist galla-
lausar. Gallarnir eru af ýmsu tagi,
mælingarnar hafa verið fram-
kvæmdar á mismunandi stöðum í
bænum, við mismunandi mengunar-
og traðkskilyrði auk þess sem reglur
um mat á snjóhulu hafa ekki verið ná-
kvæmlega þær sömu allan tímann –
og eru þar að auki nægilega óljósar til
þess að athugunarmenn eru ekki al-
veg samstíga í matinu,“ segir Trausti.
Hann segir að fyrst svo vitað sé hafi
orðið alhvítt að hausti (eða síðsumars)
þann 8. september. Það var árið 1926,
reyndar varð bara hvítt í rót sem heit-
ir. Síðast að vori varð alhvítt 16. maí,
en flekkótt jörð var einu sinni talin 28.
maí.
Það er á tímabilinu 21. desember til
8. mars sem líklegra er að dagur sé al-
hvítur en alauður í Reykjavík.
Snjóléttasti veturinn í höfuðborginni
Aðeins hafa komið þrír alhvítir dagar í Reykjavík í vetur Hafa ekki verið eins fáir síðan mæl-
ingar hófust fyrir 100 árum „Veturinn er langt í frá búinn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavík Algeng sjón í vetur. Klambratúnið alautt og snjó hefur varla fest.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Algeng sjón í vetur. Fólk að moka bíla sína úr stórum sköflum.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagði á upplýsingafundi almanna-
varna í gær að hann hygðist senda
heilbrigðisráðherra minnisblað um
vægar tilslakanir á sóttvarnalögum
öðrum hvorum megin við helgina.
Hann tjáði sig þó ekki frekar um
hvers eðlis tilslakanirnar yrðu.
Í ljósi góðrar stöðu í faraldrinum
hér á landi sagði Þórólfur að mesta
ógnin stafaði af landamærunum; þar
greindust flest virk smit í saman-
burði við smittölur innanlands. Þá
nefndi Þórólfur einnig hættuna af
bresku afbrigði veirunnar, sem leik-
ur nú margar nágrannaþjóðir okkar
grátt, enda talið meira smitandi en
hefðbundið afbrigði kórónuveiru.
Engin leiðindi
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
bað landsmenn um að sýna starfs-
fólki verslana skilning hvað grímu-
skyldu varðar. Hann segir grímu-
notkun yfirleitt hafa gengið vel en
benti þó á að tilkynningar hefðu bor-
ist frá starfsfólki verslana um að því
væri í einhverjum tilfellum sýnd
mikil óvirðing og ókurteisi. Þá hafa
borist tilkynningar um ofbeldi í garð
starfsfólks.
„Ekki vera þessi týpa sem er með
leiðindi við starfsfólk í búðum. Not-
um bara grímuna. Það skiptir mestu
máli að við séum almennilegt fólk og
komum vel fram hvert við annað.
Kærleikur er það sem mun koma
okkur áfram í þessu,“ sagði Víðir.
Tillögur um tilslakanir til ráðherra
Ljósmynd/Almannavarnir
Sóttvarnir Þórólfur sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Von á 14 þúsund skömmtum frá AstraZeneca innan skamms og 74 þúsund fyrir mánaðamótin mars-
apríl Fer hægt í tilslakanir Víðir minnir á að sýna starfsfólki verslana virðingu með grímunotkun
Tilkynnt var í gær að bóluefni AstraZeneca/Oxford yrði
ekki notað við bólusetningu 65 ára og eldri hér á landi.
Er þar fetað í fótspor sumra Evrópuríkja.
Í þessum mánuði er von á bóluefni AstraZeneca til
landsins, sem á að duga til bólusetningar 7.000 manns.
Það er þó ekki svo að sérstök hætta fylgi bóluefni
AstraZeneca fyrir fólk á efri árum, heldur er hér um sér-
staka varúð að ræða, sem mörg ríki telja óþarfa, enda
hefur bóluefnið þegar verið notað á milljónir ellilífeyris-
þega í Bretlandi án vandkvæða.
Ástæða þessarar varúðar er að við prófanir á bóluefninu smituðust að-
eins tveir 65 ára og eldri, sem eru góðar fréttir út af fyrir sig, en var talið
til marks um að ekki hefðu nógu margir í þeim aldurshópi verið prófaðir í
rannsókninni og því liggi nytsemi bóluefnisins ekki fyrir. Öryggi þess er
hins vegar talið óyggjandi. Betri tölfræði ætti að liggja fyrir á næstu vik-
um, svo ekki er ósennilegt að það verði gefið öldruðum hér síðar.
Viðtekin varúð vegna 65 ára+
BÓLUEFNI ASTRAZENECA/OXFORD
Alcoa Fjarðaál, AFL starfsgreina-
félag og Rafiðnaðarsamband Ís-
lands undirrituðu í gær nýjan
kjarasamning. Samningurinn gildir
til þriggja ára og er afturvirkur um
eitt ár. Í samningnum felast bæði
launahækkanir og vinnutímastytt-
ing, hvort tveggja í líkingu við það
sem samið hefur verið um hjá hin-
um tveimur álverunum á Íslandi.
Þá er samningurinn einnig í sam-
ræmi við lífskjarasamninginn.
Tor Arne Berg, forstjóri Alcoa
Fjarðaáls, segir í fréttatilkynningu
að hann sé ánægður með að samn-
ingurinn sé í höfn og að hann feli í
sér mikla kjarabót fyrir starfsfólk
Fjarðaáls auk þess sem hann bæti
jafnvægi milli vinnu og einkalífs
sem er mikilvæg breyta fyrir fjöl-
breyttan vinnustað. Berg segir
einnig að þrátt fyrir að samninga-
ferlið hafi verið langt, ekki síst
vegna heimsfaraldursins, þá hafi
samskipti við verkalýðsfélögin ver-
ið góð og aðstoðin frá ríkissátta-
semjara hafi hjálpað við að ná
niðurstöðu.
Nýr kjarasamningur
afturvirkur í eitt ár