Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
Nýlega voru fréttir sagðar uppúr fréttatilkynningu Íslands-
deildar Transparency Inter-
national um árlega mælingu á
spillingu undir fyrirsögninni
„Staða Íslands
versnar enn“. Í
Viðskiptablaðinu
í gær birtist
fréttaskýring
Andreu Sigurð-
ardóttur um
þetta, en af
henni er ljóst að sú ályktun er
röng, nánast fals.
Vísitalan er reiknuð upp úr ýms-um vísitölum öðrum, en
Transparency International sjálft
segir að munurinn milli ára sé ekki
tölfræðilega marktækur og að fall
Íslands niður listann stafi aðallega
af framförum í öðrum löndum. Hin
ógagnsæja Íslandsdeild, sem ekki
svaraði fyrirspurnum blaðsins,
kynnti það þó ekki þannig.
Merkilegast er þó að ástæðunafyrir lækkun vísitölu Íslands
má einvörðungu rekja til einnar
undirvísitölunnar, sem kemur frá
Bertelsmann-stofnuninni, en þar
hefur Ísland lækkað ört, ár frá ári
síðan 2012, án þess þó að fyrir því
séu færð rök.
Samkvæmt upplýsingum um að-ferðafræði [Bertelsmann] meta
tveir íslenskir sérfræðingar spill-
ingu Íslands til stiga, hvor um sig
út frá eigin huglægu mati […] Ís-
lensku sérfræðingarnir tveir sem
hafa metið spillingu á Íslandi til
stiga í áraraðir eru Þorvaldur
Gylfason, prófessor við Háskóla Ís-
lands, og Grétar Þór Eyþórsson,
prófessor við Háskólann á Akur-
eyri.“
Það er sem sagt til þeirra fræða-þula, sem rekja má spill-
inguna á Íslandi.
Spilling
spillingarinnar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra hefur lagt fram stjórnarfrum-
varp um brottfall ýmissa úreltra
laga. Lagabálkarnir eiga ekki lengur
við vegna breyttra aðstæðna og hafa
lokið hlutverki sínu, samkvæmt
greinargerð með frumvarpinu. Tíu
þeirra eru frá 1900-1949, tólf frá
1950-1999 og þrír frá 2000 og síðar.
Lagt er til að fella úr gildi ellefu
lög um bæjarstjórnir í jafnmörgum
kaupstöðum. Eins gömul lög um
tekjur sveitarfélaga. Þá er lagt til að
fella úr gildi níu lög um kaupstaða-
réttindi. Einnig á að fella úr gildi lög
um sjálfvirkan síma, tvenn lög um
jöfnunargjald vegna alþjónustu og
lög um sölu ríkissjóðs á hlutafé í
Landssíma Íslands.
Lög um kirkjustarf grisjuð
Björn Leví Gunnarsson, þingmað-
ur Pírata, og fleiri hafa aftur lagt
fram frumvarp um brottfall og
breytingu á ýmsum lögum og ákvæð-
um um presta, trúfélög og lífsskoð-
unarfélög. Alls eru lagabálkarnir 25
sem lagt er til að verði felldir brott
og eru margir frá 18. og 19. öld. Ekki
á það þó við um öll lögin því lagt er til
að lög um Kristnisjóð o.fl. frá 1970,
lög um sóknargjöld frá 1987 og lög
um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð-
kirkjunnar frá 1997 falli einnig brott.
Einn lagabálkur sker sig úr en Pí-
ratarnir leggja til að lög um útrým-
ingu sels í Húnaósi frá 1937 verði
felld brott.
Þá eru lagðar til breytingar á lög-
um um meðferð sakamála þar sem
forstöðumenn trúfélaga og lífsskoð-
unarfélaga fá sömu stöðu og prestar.
Í lögum um fullnustu refsinga verði
bannað að hlera símtöl fanga við lög-
mann, fulltrúa trúfélags eða lífsskoð-
unarfélags, heilbrigðisstarfsfólk, op-
inberar stofnanir eða umboðsmann
Alþingis. gudni@mbl.is
Tillögur um grisjun í lagasafninu
Stjórnarfrumvarp um brottfellingu laga Píratar vilja grisja lög um kirkjumál
Tveir hermenn eru með fasta við-
veru á Íslandi. Annar er hermála-
fulltrúi Bandaríkjanna og starfar í
bandaríska sendiráðinu. Hinn er
norskur tengiliður NATO og Noregs
á Íslandi. Hann er með vinnuaðstöðu
á öryggissvæðinu á Keflavíkur-
flugvelli. Þetta kom fram í svari ut-
anríkis- og þróunarsamvinnuráð-
herra við fyrirspurn frá Andrési
Inga Jónssyni þingmanni.
Ráðuneytið telur að föst viðvera
herliðs hér á landi feli í sér fasta bú-
setu sömu einstaklinga á árs-
grundvelli eins og átti við um varn-
arliðið sem var hér með fasta
viðveru til ársins 2006.
Dagleg viðvera yfir lengri tíma
felur í sér tímabundna dvöl mismun-
andi einstaklinga sem tengjast tíma-
bundnum verkefnum, að mati ráðu-
neytisins. Loftrýmisgæsla er
algengasta dæmið um slík verkefni.
Viðvera hennar vegna miðast yfir-
leitt við 4-8 vikur í senn. Fámennur
hópur getur dvalið lengur við kaf-
bátaeftirlit eða í allt að sex mánuði
sem er hámarksdvöl kafbátaeftirlits-
sveita í Evrópu. Hermennirnir koma
án fjölskyldna og dvelja í skamm-
tímagistingu.
„Samið var við Bandaríkin árin
2006, 2016 og 2017 og við Atlants-
hafsbandalagið árið 2007 um upp-
byggingu á öryggissvæðinu á Kefla-
víkurflugvelli og stuðning við
tímabundna viðveru erlends liðsafla
hér á landi. Aðildarþjóðir Atlants-
hafsbandalagsins eru nú þjálfaðar
og útbúnar fyrir tímabundna við-
veru enda mun ódýrari rekstur og
umhverfisvænni en föst viðvera,“
segir í svarinu. Þar kemur líka fram
að föst viðvera herliðs hér á landi
hafi ekki komið til umræðu enda hafi
ekki verið talin þörf á henni.
Þingmaðurinn spurði einnig um
viðveru erlends herliðs hér á ár-
unum 2018-2020. Samkvæmt
svarinu fór mest fyrir loftrýmis-
gæslu NATO, kafbátaeftirliti, her-
æfingum og undirbúningi þeirra á
tímabilinu. gudni@mbl.is
Tveir hermenn með
fasta viðveru hér
Tímabundin við-
vera vegna verkefna
Ljósmynd/Ítalski flugherinn
Loftrýmisgæsla Hennar vegna
koma hópar hermanna tímabundið.