Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
22:47 FLÝTIVAL FYRIR
KVÖLDMATINN
SLÖKKT Á LEIKJATÖLVU
KVEIKT Á
BORÐSTOFULJÓSUM
DYRUM LÆST
Kvöldmatur
kerfi virkt
SAMSTARFSAÐILI
Sérsniðið öryggiskerfi fyrir þitt
heimili, enginn binditími.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bret-
landi og Ástralíu kölluðu í gær eftir
rannsókn á framferði Kínverja gagn-
vart Úígúrum vegna fréttaskýringar
breska ríkisútvarpsins BBC, þar
sem því var haldið fram að konur
sem tilheyrðu þjóðflokki Úígúra
hefðu mátt sæta kerfisbundnum
nauðgunum, kynferðisofbeldi og
pyndingum í fangabúðum sem Kín-
verjar sett á laggirnar í Xinjiang-
héraði.
Fréttaskýring BBC á miðvikudag-
inn byggðist á frásögnum kvenna
sem sendar höfðu verið í „endur-
menntunarbúðir“ kínverskra stjórn-
valda, og greindu þær frá upplifun
sinni frá fyrstu hendi. Sagði ein
þeirra að konur væru færðar frá
fangaklefum sínum á hverri nóttu í
hendur grímuklæddra karlmanna
sem nauðguðu þeim. Þá var einnig
rætt við fyrrverandi fangaverði í
búðunum, sem sögðust geta staðfest
frásagnir um pyndingar þar.
Wang Weibin, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins, hafn-
aði ásökununum sem birtust í frétta-
skýringunni samdægurs og sakaði
BBC um að fara með lygar og rang-
færslur, auk þess sem viðmælendur
fréttastofunnar væru „leikarar sem
dreifðu röngum upplýsingum“.
Ítreka afstöðu um þjóðarmorð
Ónefnd talskona bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði hins vegar
við Reuters-fréttastofuna að Banda-
ríkjamenn „hryllti við“ frásögnum
kvennanna um kerfisbundið kyn-
ferðisofbeldi gegn úígúrskum kon-
um og öðrum múslimum í Kína.
Ítrekaði hún afstöðu Bandaríkja-
stjórnar um að Kínverjar hefðu
framið „glæpi gegn mannkyni og
þjóðarmorð“ í Xinjiang-héraði.
„Þessi voðaverk fylla samviskuna
hryllingi og kalla á alvarlegar afleið-
ingar,“ sagði hún við Reuters, en tók
ekki fram hverjar þær afleiðingar
gætu orðið.
Kallaði hún jafnframt eftir því að
Kínverjar leyfðu þegar í stað óháða
rannsókn alþjóðlegra eftirlitsaðila á
því hvort ásakanirnar um nauðganir
væru réttar, auk annarra ásakana
um voðaverk sem framin hefðu verið
í Xinjiang-héraði.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra í
ríkisstjórn Donalds Trump, sakaði
Kínverja um að hafa framið þjóðar-
morð á Úígúrum, degi áður en
Trump og Pompeo létu af embætti
og Joe Biden tók við embætti Banda-
ríkjaforseta. Kínverjar brugðust við
með því að setja viðskiptaþvinganir á
Pompeo og nokkra aðra háttsetta
embættismenn í ríkisstjórn Trumps,
og sökuðu Pompeo um að hafa reynt
að „eitra brunninn“ fyrir Biden og
samskiptum nýrrar ríkisstjórnar
Bandaríkjanna við Kínverja.
Biden gaf hins vegar fljótlega til
kynna að ekki yrði um mikla stefnu-
breytingu að ræða gagnvart Kín-
verjum og að áfram yrði þrýst á þá
um að skipta um stefnu í ýmsum
mannréttindamálum, þar á meðal
hvað varðaði meðferð Kínverja á
Úígúrum.
Rannsókn hefjist þegar í stað
Marise Payne, utanríkisráðherra
Ástralíu, tók undir kröfu Banda-
ríkjamanna um rannsókn á málinu í
gær og sagði að veita þyrfti Samein-
uðu þjóðunum tafarlausan og
óhindraðan aðgang að Xinjiang-hér-
aði til þess að komast að hinu sanna.
Umræður spunnust í neðri deild
breska þingsins í gær um málið eftir
fyrirspurn Nus Ghani, þingmanns
Íhaldsflokksins, til Nigels Adams,
undirutanríkisráðherra Bretlands í
málefnum Asíuríkja, þar sem hún
spurði hvort breska ríkisstjórnin
myndi lofa því að „dýpka ekki“
tengsl sín við Kína á nokkurn hátt
fyrr en dómstólar hefðu fjallað um
þessi mál.
Sagði Adams í svari sínu að í
fréttaskýringunni hefði verið greint
frá „augljósum illvirkjum“ sem hlytu
að valda öllum sem á horfðu hugar-
angri. Adams bætti við að Bretar
væru í fararbroddi þeirra ríkja til að
draga Kínverja til ábyrgðar fyrir
meðferðina á Úígúrum, og að Bretar
myndu áfram vinna með ríkjum Evr-
ópu og Bandaríkjunum til þess að
beita Kínverja þrýstingi vegna með-
ferðar sinnar á Úígúrum.
Neita öllum ásökunum
Kínverjar settu fangabúðir sínar á
laggirnar árið 2014 eftir að aðskiln-
aðarsinnar úr röðum Úígúra höfðu
staðið að röð hryðjuverka í héraðinu.
Segja þeir búðirnar vera einungis
hugsaðar til „endurmenntunar“ og
starfsþjálfunar, sem m.a. komi í veg
fyrir að íslamismi festi rætur meðal
þjóðflokksins, sem játar íslam.
Áætlað hefur verið að meira en ein
milljón Úígúra og annarra minni-
hlutahópa hafi verið færð til slíkra
búða, en Kínverjar hafa m.a. verið
sakaðir um að hafa gert fanga ófrjóa
og stundað fóstureyðingar gegn vilja
þeirra.
AFP
Fangabúðir Kínverjar segja búðirnar einungis vera til „endurmenntunar“ og starfsþjálfunar fyrir Úígúra.
Kalla eftir rannsókn
Bandaríkin, Bretland og Ástralía lýsa yfir áhyggjum vegna frásagnar BBC af
kerfisbundnu kynferðisofbeldi gegn Úígúrum Kínverjar saka BBC um lygar
Herforingjastjórnin í Búrma, sem
einnig er þekkt sem Mjanmar, skip-
aði í gær fyrir um að netveitur lands-
ins yrðu að loka á Facebook-aðgangi
landsmanna, en samfélagsmiðlinum
hefur verið lýst sem nokkurs konar
„kaffistofu“ landsins. Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna lýsti í gær yfir
„þungum áhyggjum“ sínum vegna
valdaránsins á mánudaginn, en for-
dæmdi það ekki beinum orðum.
Ákvörðunin um að loka Facebook
var tekin eftir að andstæðingar valda-
ránsins höfðu notað síðuna til þess að
samhæfa andófsaðgerðir gegn valda-
ráninu, en hermenn hafa gætt þess
vandlega að ekki sé efnt til fjöldamót-
mæla gegn herforingjastjórninni á
götum helstu borga.
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í
fyrrinótt að hann hygðist þrýsta á
herforingjana að hætta við valdarán
sitt. „Við munum gera allt sem í valdi
okkar stendur til að fá alla lykil-
leikendur og alþjóðasamfélagið til að
beita Mjanmar nægum þrýstingi til
að tryggja að valdaránið misheppn-
ist,“ sagði Guterres í samtali við
bandaríska dagblaðið Washington
Post.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundaði fyrst á þriðjudaginn um mál-
ið, en Bretar, sem nú fara með forsæti
í ráðinu, höfðu lagt fram tillögu þar
sem valdaránið var fordæmt. Ekki
fékkst hins vegar niðurstaða í ráðinu
þann daginn, þar sem Rússar og Kín-
verjar báðu um meiri tíma til þess að
„fínpússa“ orðalag ályktunarinnar.
Eru allir aðilar hvattir í endanlegri
ályktun til að taka upp viðræður um
framtíð Búrma, og að þeim sem tekn-
ir hafa verið til fanga vegna þess verði
sleppt úr haldi, þar á meðal Aung San
Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins
NLD.
Lokað á Face-
book í Búrma
Öryggisráðið lýsir yfir þungum áhyggjum
AFP
Búrma Lokað hefur verið á Facebook
vegna andófs gegn valdaráninu.
Svíar tilkynntu í gær að þeir hygð-
ust þróa rafræn vottorð um bólu-
setningu gegn kórónuveirunni, sem
gætu veitt leyfi til ferðalaga. Til-
kynning Svía kom degi eftir að
dönsk stjórnvöld höfðu ákveðið hið
sama, en bæði ríki hafa gefið í skyn
að vottorðin gætu einnig nýst til
þess að kanna hvort einstaklingur
væri bólusettur ef sá vildi sækja
menningar- eða íþróttaviðburð.
Danska ríkisstjórnin hefur ekki
tekið endanlega ákvörðun um hvort
„kórónuvegabréfin“ yrðu nýtt í
öðrum tilgangi en til ferðalaga, en í
yfirlýsingu Dana segir að tilgang-
urinn með þeim sé að tryggja jafna
og örugga „enduropnun“ eftir far-
aldurinn.
DANMÖRK OG SVÍÞJÓÐ
AFP
Bóluefni Danir og Svíar íhuga að taka
upp „bólusetningarpassa“.
Skoða rafræna
„bóluefnapassa“
Joe Biden
Bandaríkja-
forseti hefur
ákveðið að hætta
við fyrirhugaðan
heimflutning
12.000 hermanna
frá Þýskalandi,
en Donald
Trump, fyrir-
rennari hans,
hafði skipað fyrir um að slíkt yrði
gert.
Sagði Jake Sullivan, þjóðarör-
yggisráðgjafi Bidens, að engar
frekari ákvarðanir yrðu teknar um
heimflutning hermanna frá Þýska-
landi fyrr en Bandaríkjaher hefði
lokið greiningu á hvernig best væri
að ráðstafa herafla sínum. Þá vildi
Biden bæta samskiptin við banda-
menn Bandaríkjanna.
BANDARÍKIN
Hættir við að kalla
hermenn heim
Joe Biden