Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 16

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 YfirgengilegviðbrögðEvrópusam- bandsins (ESB) við bóluefnavandræð- um þess í liðinni viku hafa orðið mörgum tilefni til umhugsunar um eðli sam- bandsins og þá sérstaklega yfir- stjórnar þess. Ofan á furðulegt andvaraleysi og seinagang í miðjum heimsfaraldri bættist ótrúlegt dómgreindarleysi og bráðlæti, sem hefur fellt bæði framkvæmdastjórn ESB, Ur- sulu von der Leyen forseta hennar og Evrópusambandið sjálft í áliti um allan heim og innan sambandsins líka. Það er segin saga – bæði í mannheimum og meðal ríkja eða alþjóðastofnana – að það er vandasamt og tímafrekt að afla trausts. Því er hins vegar hægt að glata eins og hendi sé veifað. Að endurheimta fyrra traust er svo enn erfiðara og tekur enn lengri tíma. Frammi fyrir þeim vanda stendur Evrópusam- bandið nú, því það er og verður réttilega dæmt af framgöng- unni síðustu daga. Bætiflákar um að hótanir um útflutningsbann á bóluefni og landamæri á Írlandi hafi aðeins verið misskilningur eða smá- vægileg mistök eru hlálegir og gera málstað framkvæmda- stjórnarinnar verri en hann var þó fyrir. Engar afsökunarbeiðn- ir hafa fram komið í Brussel og af orðum ráðamanna þar er ljóst, að hið eina sem hryggir þá er gagnrýnin. Og þeim mun sárari er hún vitaskuld þegar hún kemur frá dyggum Evr- ópufrömuðum á borð við Michel Barnier og Carl Bildt eða virt- um þýskum blöðum eins og Der Spiegel og Die Zeit, einu helsta málgagni Evrópusamrunans. Bóluefnahneyksli ESB koma efasemdarmönnum um Evrópu- samrunann ekki á óvart. Þeir hafa um árabil varað við því að Evrópusambandið sé martrað- arkennt möppudýraveldi, vígi verndarstefnu og pilsfaldakapí- talisma, þar sem sóun og stöðn- un haldist í hendur, kjötkatla- klúbbur afdankaðra 3. flokks stjórnmálamanna, án lýðræð- islegrar tilsjónar almennings álfunnar sem fær að gjalda fyrir dýru verði. Það er ekki nýtt, en á síðustu vikum hafa afhjúpast sönnunargögn fyrir öllu þessu. En hvað hafa Evrópusinnar til málanna að leggja um þetta? Hverjar eru varnir þeirra fyrir Evrópusambandið og þessi af- leitu vinnubrögð og viðbrögð? Hvernig skýra þeir þessa van- hæfni, fautaskap og vanvirðu við alþjóðarétt? Hér á Íslandi er það ráðgáta, því þeir hafa allir þagað þunnu hljóði. Í Evrópu hafa þeir marg- ir verið þegjandalegir, en ekki þó allir. Viðbárurnar eru hins vegar ekki ýkja sannfærandi. Sumir málsvarar ESB segja að fram- kvæmdastjórninni hafi vissulega orðið á, en af hinum bestu hvötum: að verja líf og heilsu þegnanna. Það stenst þó ekki, því þá hefði ESB leitað samvinnu frekar en skylminga, sem í þokkabót hefðu í engu bætt hlut Evrópu- búa heldur aðeins skaðað Breta og aðrar þjóðir, sem útflutn- ingsbannið átti að beinast að. Kannski réði bræðin þar, en hugsanlega voru þetta aðeins hefðbundin heimsveldis- viðbrögð, að hóta hnefarétti frekar en rétti. Þar má ekki á milli sjá hvort er verra. Aðrir Evrópusinnar hafa raunar hent heimsveldistilgát- una á lofti og játað að fram- kvæmdastjórnin hafi komið illa fram og ekki af góðum hvötum, en það séu einmitt raunsæisrök- in fyrir því að vera hluti af heimsveldi, að betra sé að vera þar innan garðs en utan. Það stenst þó ekki heldur, eins og auðvelt er að sjá af því hvernig sum ríki ESB hafa talið sig miðlungi bundin af Evrópusam- starfi um bóluefni en krefjast þess að önnur minni hviki í engu frá því. Eða hvernig fram- kvæmdastjórnin ætlaði fyrir- varalaust að reisa múr á Ír- landi, án þess svo mikið sem að upplýsa írsk stjórnvöld um það. Þetta síðastnefnda ætti raun- ar engum að koma á óvart, en er rétt að ítreka við íslenska Evr- ópusinna ef þeir skyldu nú ein- hvern tímann fá málið aftur. Það hefur nefnilega verið regl- an undanfarin ár, að hin stóru kjölfesturíki ESB fara sínu fram gagnvart hinum minni á jaðrinum þegar það hentar. Þetta mátti sjá á Írlandi í fjár- málakreppunni, enn frekar þó á Grikklandi þar sem lýðræðið mátti líka víkja fyrir Brussel- valdinu, rétt eins og á Ítalíu þar sem þessa dagana er einmitt verið að dubba upp enn einn landstjóra ESB sem forsætis- ráðherra og búið að fresta kosn- ingum. Í Austur-Evrópu mega svo nýfrjálsu ríkin þar beygja sig undir hagsmuni Þjóðverja með lagningu Nord Stream- gasleiðslunnar og eins þurftu Danir, Pólverjar, Tékkar og fleiri evrulausar þjóðir að ábyrgjast stórfenglega lántöku til þess að bjarga evrunni enn eina ferðina. Evrópuhugsjónin kann sum- um að hafa virst fögur í upphafi, en hún hefur snúist upp í and- hverfu sína, þar sem hin mátt- ugu ríki ráða því sem þau vilja og núningurinn eykst, en van- hæfni og vanmáttur hinnar ólýðræðislegu valdastéttar í Brussel eru orðin að sérstökum vanda. Þögn íslenskra ESB- sinna um klúður ESB er æpandi} Evrópusambandið, vandi Evrópu greiðum við með þessari þjónustu, sem við teljum þó afar mikilvæga þjónustu á orkustöðvum okkar,“ segir Hinrik. Tækin úreldast fljótt N1 og Krónan eru bæði í eigu Festi hf. og frekari samþætting í orkusölu og verslunarekstri Krón- unnar er í undirbúningi, að sögn Hinriks. Í Reykjavík helst sú þró- un í hendur við vilja borgaryfir- valda að fækka bensínstöðvum. Þar er til dæmis til skoðunar að setja upp bensínsjálfsala og raf- hleðslustöð við verslunar Krón- unnar á Fiskislóð í stað bensín- stöðvar við Ægisíðu. Svipað gæti orðið upp á teningnum víðar þar sem aðstæður leyfa. Hafa verði þá í huga að allur búnaður sem teng- ist rafbílavæðingu þróast hratt. Tækni dagsins, svo sem raf- hleðslustöðvarnar, úreldist fljótt og þeim þarf þá að skipta út fyrir nýjar. „Við viljum og teljum nauðsyn- legt að fylgja þróun orkuskiptanna eftir. Allt þetta þarf líka að taka í stóru samhengi við annað. Þegar rafmagnsbílum fjölgar þarf færri bensínstöðvar. Við erum í við- ræðum við borgina um fækkun bensínstöðva og vegna verðmætis lóða getur það verið hagkvæmt fyrir alla. Á sama hátt erum við líka spennt fyrir að fjölga raf- hleðslustöðvum og að þær verði jafnvel 4-5 á helstu og fjölsóttustu þjónustustöðvum okkar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason. Fyrirtækin taki þátt í tækniþróun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hleðsla Hinrik Örn Bjarnason hleður bíl á þjónustustöð N1 við Háholt í Mos- fellsbæ. Þróunin er hröð, segir framkvæmdastjórinn um framvindu mála. FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rafhleðslustöðvarnar eruhluti af almennri þjón-ustu við viðskiptaviniokkar, en þó ekki síður hluti af tækniþróun sem nútíma- fyrirtæki verður að taka þátt í. Meira en helmingur nýrra bíla í dag er rafknúinn, svo sem allir þeir mest seldu. Þróunin á þessu sviði er hröð og hér ætlum við að vera þátttakendur,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Hleðsla fyrir 100 kílómetra á hálftíma Rekstur á hraðhleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á nokkrum þjónustustöðvum N1 var nýlega yfirtekinn af félag- inu sjálfu. Þetta eru stöðvarnar á Hvolsvelli, við Háholt í Mos- fellsbæ, í Borgarnesi, Staðarskála og á Blönduósi. Hleðslustöðvar ON á Ísafirði, Sauðárkróki, Egils- stöðum, Kirkjubæjarklausti og Vík færast svo væntanlega yfir til N1 fyrir sumarið, skv. því sem Hinrik greinir frá. Viðskiptavinir geta því nú tekið hleðslu á bílinn og greitt fyrir með N1-korti eða -lykli og svo almenn- um greiðslukortum. Hver kílóvatt- stund á hleðslustöðvunum kostar 45 kr., algeng áfylling eða hleðsla á rafhlöðu er 50 kW og drægi hennar á algengum fjölskyldubíl er um 200 kílómetrar í akstri. „Að hlaða bíl fyrir 100 kílómetra akstur tekur kannski 20-30 mín- útur, svipaðan tíma og fólk stopp- ar gjarnan á þjónustustöðvum okkar við þjóðvegina,“ segir Hin- rik. Stefnu N1 segir hann að vera orku- en ekki olíufélag. Hluti af því séu meðal annars kaup N1 á fyrirtækinu Íslenskri orkumiðlun sem gengu í gegn á síðasta ári. Fyrirtækið, sem er sérhæft í sölu á grænni raforku, er nú orðið hluti af N1 og þar með stefnumörkun fyrirtækisins. „Ætlunin var frá upphafi að N1 tæki sjálft við rekstri hleðslu- stöðvanna af ON að fenginni nokkurri reynslu. Þetta ferli tekur tíma og eins og staðan er í dag Alls 9.369 nýir fólksbílar voru skráðir á Íslandi í fyrra. Þar af voru 2.356 einvörðungu knúnir rafmagni, og 2.861 notar bland- aða orkugjafa; þ.e. bensín og raf- magn. Nýskráðir bensínbílar í fyrra voru 2.139 borið saman við 6.482 árið á undan, skv. tölum Samgöngustofu. Í heildina talið fækkaði nýskráningum bíla nokkuð milli 2019 og 2020, sem breytir samt ekki því að rafbílum fjölgar hratt. Rafbílavæðing er lykilatriði í loftslagsstefnu Íslands sem á að uppfylla sett takmörk í Parísar- samkomulaginu frá 2015 um loftslagsbreytingar og viðspyrnu gegn þeim. Miklum fjármunum er árlega varið til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri nauðsynlegra að- gerða í orkuskiptum. Fjölgar hratt RAFBÍLAR SENN RÁÐANDI Bílar Umferðin á Miklubraut streym- ir í einni röð, öll til orkuskipta. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í frumvarpi stjórnlagaráðs er bætt við auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í því frumvarpi er kveðið á um „fullt gjald til hóflegs tíma í senn“ fyrir leyfi til hagnýtingar auðlinda eða takmark- aðra almannagæða. Það hefur komið fram mál- efnaleg gagnrýni á þetta orðalag vegna auð- linda sem leyft er að hagnýta í almannaþágu, en ekki í ábataskyni, eins og t.d. hitaveita eða berjatínsla. Þess vegna var lagt til að talað yrði um „eðlilegt gjald“. Viðbrögðin við þeirri tillögu voru fyrir- sjáanleg. Fólk hugsaði strax til sjávarauðlind- arinnar og hvernig stjórnmálamenn gætu áfram hlíft stórútgerðinni við því að greiða fullt gjald af þeirri auðlind, á meðan kvótakóngar græddu á tá og fingri í staðinn. Síðan þá hefur þessi grein, fremur en allt annað, verið stíflan sem allar breytingar á stjórnarskrá stranda á. Í umræðunni í gær, þegar forsætisráðherra var að kynna sitt frumvarp og var að fara yfir sína útgáfu af auð- lindagreininni, þar sem stendur að með lögum skal kveða á um gjaldtöku til nýtingar „í ábataskyni“, áttaði ég mig á því að þar væri ný hlið á umræðunni um fullt og eðlilegt gjald. Er ekki eðlilegra að fyrir auðlindir sem stjórnvöld ákveða að hagnýta – í ábataskyni – sé greitt fullt gjald til hóflegs tíma í senn? Aðrar auðlindir, sem eru ekki hag- nýttar í ábataskyni heldur með samfélagslegum sjón- armiðum, eru þá háðar eðlilegu gjaldi. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur þinginu mörk. Ef þjóðin biður um fullt gjald til hóflegs tíma þá hlýtur það augljóslega að eiga við hagnýt- ingu auðlinda í ábataskyni. Það gæti til dæmis þýtt að handfæraveiðar gætu verið frjálsar, ef þær eru ekki í ábataskyni. Þú ferð með þín handfæri og veiðir eins og þú getur, með þeim takmörkunum sem fylgja þeim sjálfbæru veið- um, og það teldist aldrei ábatastarfsemi þó þú seljir aflann. Það er af því að allir aðrir geta gert það á sama hátt líka. Stjórnvöld geta ákveðið að þær veiðiheim- ildir sem gefnar eru út í kvótakerfinu verði boðnar upp til aðila sem starfa í ábataskyni. Það er þá ákvörðun sem væri mörkuð af kröfu stjórnarskrárinnar um fullt gjald til hóflegs tíma. Þegar stjórnvöld takmarka aðgengi að hagnýtingu auðlindar í ábataskyni, á þann hátt að bara sumir komast að, þá er eðlilegt að að- gengið sé til hóflegs tíma í senn og að greitt sé fullt gjald fyrir þann aðgang. Munurinn liggur í því hvort allir hafi aðgang eða bara sumir og hvort tilgangurinn sé ábati eða ekki. Þar liggur munurinn á fullu gjaldi eða eðlilegu. Þess vegna er aug- ljóst að það ætti að stigskipta auðlindaákvæðinu. Almenna reglan er eðlilegt gjald fyrir nýtingu auðlinda og fullt gjald ef hagnýtingin er í ábataskyni. Slík skipting í auðlinda- ákvæðinu gæti verið lausnin sem losar um stífluna um breytingar á stjórnarskrá. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Auðlindir í þjóðareign Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.