Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
Framkvæmdir Unnið er að byggingu nýs Marriott-hótels á svokölluðum Hörpureit í miðbæ Reykjavíkur. Það verk er ekki fyrir lofthrædda að vinna eins og ljósmyndari Morgunblaðsins komst að.
Eggert
Þegar Alexei Navalní, kunn-
asti stjórnarandstæðingur
Rússa, var að ná sér í Þýska-
landi, eftir að Alexander Pútín
Rússlandsforseti reyndi að láta
drepa hann með eitri, fór hann
til Dresden við gerð myndbands
um Pútín, valda- og eignagræðgi
hans.
Í myndbandinu er rifjað upp
að Pútín var KGB-foringi í
Dresden þegar Berlínarmúrinn
hrundi. Þar varð hann vitni að
afleiðingum þess fyrir einræðisstjórn að hún
spornaði ekki af hörku við mótmælaaðgerð-
um. Minningar um það hljóta að sækja að
Rússlandsforseta nú þegar hann sigar lög-
reglunni hvað eftir annað á friðsama borgara
sem vilja að stjórnkerfi Pútíns virði borg-
araleg réttindi og gæti hags almennings en
þjóni ekki aðeins hagsmunum þeirra sem
sópa til sín fé og eignum í krafti valds og að-
stöðu.
Fyrst reyndi Pútín að láta drepa Navalní
(44 ára) með gömlu sovésku efnavopni. Síðan
reyndi hann að losa sig við hann með því að
leyfa þýskum hjálparsamtökum að fljúga með
hann til Berlínar frá Omsk í Síberíu undir lok
ágúst. Þýskir læknar björguðu lífi Navalnís
sem sneri heim til Moskvu frá Berlín 17. jan-
úar 2021. Hann var handtekinn á flugvell-
inum fyrir að hafa ekki komið til skráningar
á skilorðsskrifstofu á réttum tíma þótt hann
væri undir læknishendi í Berlín. Navalní var
loks dæmdur 2. febrúar 2021 til tveggja og
hálfs ár fangelsisvistar fyrir brot á skilorði.
Myndband Navalnís, Höll Pútíns, sem
meira en 100 milljón sinnum hefur verið
skoðað á YouTube, sýnir risahöll og glæsi-
aðstöðu á skaga við Svartahaf. Navalní segir
að þar megi sjá minnisvarða um spillinguna
sem einkenni stjórnarhætti Pútíns. Forsetinn
segir höllina ekki sína eign. Laugardaginn 30.
janúar sagðist rússneskur auðmaður, Arkadíj
Rotenberg, byggingarverktaki
og æskuvinur Pútíns, eiga öll
mannvirkin sem sýnd eru á
myndbandinu. Rotenberg hefur í
fimm ár verið á refsilista Vest-
urlanda vegna skuggalegra um-
svifa í þágu Pútíns.
Í varnarræðu við réttarhöldin
2. febrúar 2021 sagði Navalní:
„Skýringin [á réttarhöldunum]
er hatur og ótti eins manns –
eins manns sem felur sig í byrgi.
Ég móðgaði hann ákaflega með
því að halda lífi. Ég hélt lífi,
þökk sé góðu fólki, flugmönnum
og læknum. Og síðan bætti ég
gráu ofan á svart með því að hlaupa ekki í
felur. Loks gerðist það sem er sannarlega
hrollvekjandi: ég tók þátt í rannsókn á eitur-
árás á sjálfan mig og okkur tókst að sanna að
í raun bar Pútín ábyrgð á þessari morðtilraun
með því að nota rússnesku öryggislögregluna
[FSB]. Og þess vegna er þjófótta smámennið
í byrginu að verða viti sínu fjær. Vegna þessa
er hann einfaldlega að ganga af göflunum.“
Fjöldamótmælin
Myndbandið magnaða og hvatningar
Navalnís leiddu til mótmæla um allt Rússland
sunnudaginn 24. janúar. Öryggislögregla
handtók um fjögur þúsund manns og myndir
birtust af hörkulegri framgöngu hennar.
Þegar dró að sunnudeginum 31. janúar
birti Navalní bréf á vefsíðu sinni og sagði:
„Drífið ykkur út, ekkert er að óttast. Enginn
vill búa í landi harðstjórnar og spillingar.
Meirihlutinn stendur með okkur.“ Tugþús-
undir manna urðu við áskorun Navalnís og
drifu sig út til mótmæla sunnudaginn 31. jan-
úar. Lögreglan handtók þá rúmlega 5.000
manns og sýndi meiri hörku en áður.
Vegna réttarhaldanna 2. febrúar var fjöl-
mennt öryggislið á götum Moskvu og vega-
tálmar voru víða um borgina. Fólki var haldið
sem lengst frá dómhúsinu. Um 1.400 voru
handteknir víðs vegar um landið, þar af 1.000
í Moskvu.
Allt sýnir þetta að Pútín ætlar ekki að
brenna sig á því sama og gerðist í Austur-
Þýskalandi sumarið og haustið 1989 þegar
lögregluríkið hrundi allt í einu innan frá
vegna máttleysis yfirvaldanna og skorts á
stuðningi frá Moskvu. Pútín hefur oftar en
einu sinni harmað þá atburðarás alla.
Mótmæli menntamanna
Vegna mótmælanna og hörku lögreglunnar
í tilefni af handtöku Navalnís tóku vísinda- og
fræðimenn innan og utan Rússlands höndum
saman og birtu opið bréf í byrjun þessarar
viku.
Þar er mótmælt beitingu efnavopna gegn
Navalní og þar með broti gegn alþjóðalögum.
Litið er á hörkuna gegn Navalní sem dæmi
um hnignandi réttaröryggi rússneskra borg-
ara, yfirvöld rannsaki hvorki mál né upplýsi,
loki menn inni eða drepi, banni opinberar
umræður og beiti valdi í stað viðræðna til
þess að treysta sig í sessi með almennum
stuðningi. Þetta valdi einungis meiri spennu í
þjóðfélaginu og kunni auðveldlega að leiða til
„þjóðaruppreisnar“. Hætta verði refsiaðgerð-
um gegn friðsömum mótmælendum.
Minnt er á nauðsyn alþjóðlegrar samstöðu
til að sigrast á Covid-19-farsóttinni. Innan
Rússlands hafi mistekist að sameina fræði-
og vísindamenn og almenning gegn farsótt-
inni. Þjóðinni hafi þar með ekki nýst mikil-
væg leið til að draga úr alþjóðaspennu með
samvinnu gegn veirunni. Þess í stað megi
greina viðleitni stjórnvalda til að virkja al-
menna borgara til átaka við sameiginlegan
ytri óvin. Þetta hafi alvarleg áhrif á fræði- og
vísindastörf sem ekki sé unnt að stunda á ár-
angursríkan hátt í einangrun. Rússland megi
sín einskis án vísinda.
Menntamennirnir vitna í lokin til orða
frægasta sovéska andófsmannsins, mannvin-
arins, vísindamannsins og Nóbelsverðlauna-
hafans Andreis Sakharovs, sem sagði: „Frið-
ur, framfarir, mannréttindi – þessi þrjú
markmið eru órjúfanlega tengd: Það er ekki
unnt að ná einu þeirra séu hin tvö höfð að
engu.“ Þetta verði rússnesk yfirvöld að hafa
að leiðarljósi.
Minsk og Moskva
Í nágrannaríkjunum Hvíta-Rússlandi og
Rússlandi takast einræðisherrar á við borg-
ara landa sinna. Alexander Lúkasjenkó var
kjörinn forseti Hvíta-Rússlands 9. ágúst 2020.
Síðan hafa mótmælendur farið út á stræti og
torg og sakað forsetann um kosningasvindl.
Stig af stigi hefur forsetinn hert gagn-
aðgerðir lögreglu með aðstoð frá Vladimir
Pútín sem lét eins og hann hefði framtíð Lúk-
asjenkós í hendi sér. Nú glíma einræðisherr-
arnir í Minsk og Moskvu við svipaðan vanda
á heimavelli. Þótt upptökin séu ólík er hvat-
inn sá sami. Fólk sættir sig ekki við stjórnar-
hætti valdhafa sem treysta á efnavopn, pynt-
ingar og skipulega aðför að mannréttindum
til að halda völdum.
Réttarhöldunum yfir Navalní er líkt við
sýndarréttarhöldin í Moskvu á fjórða ára-
tugnum þegar Jósep Stalín útrýmdi andstæð-
ingum sínum. Munurinn er þó sá að áróðurs-
vélin í þágu einræðisherrans er veikari nú en
þá, þar á meðal utan Rússlands. Meira að
segja hér á landi heyrast þó hjáróma raddir
um að Navalní sé loddari en ekki hugaður og
snjall baráttu- og áróðursmaður sem hættir
eigin lífi á þágu málstaðarins.
Fráleitt er að líkja mótmælum í tveimur
síðustu einræðisríkjum Evrópu við það sem
gerist í réttar- og lýðræðisríkjum þegar þjóð-
félagsspenna myndast. Þar treysta menn því
að grunngildi séu virt og velja sér nýja for-
ystu á lýðræðislegan hátt.
Eftir Björn
Bjarnason » Fólk sættir sig ekki við
stjórnarhætti valdhafa sem
treysta á efnavopn, pyntingar
og skipulega aðför að mann-
réttindum.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Navalní ógnar og hræðir Pútín