Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 21

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 21
sársaukinn rétt áður en einhver syngur uppáhaldslagið okkar. Söknuðurinn þegar einhver sér bók sem við mæltum með, hlut- irnir sem við sköpuðum. Við er- um orðin sem við notuðum, regl- urnar sem við kenndum og andlitin sem við skiljum eftir. Við erum allir heimskulegu, litlu, merkilegu hlutirnir sem aðrir muna eftir. Afi minn er látinn. Ég man eft- ir brauðinu sem hann gaf kind- unum, ég man eftir veiðibjöllunni sem ég vissi aldrei hvað var, ég man eftir löngum sumardögum, endalausum faðmi og stöðugum hrekkjum. Og ég man eftir app- elsínum. Kristján Már Gunnarsson. „Elsku Ármann afi, Það er ótrúlega sárt og óraunverulegt að nú hafir þú kvatt þennan heim, en sem betur fer eigum við frábærar minningar til að gleðj- ast yfir. Ég man eftir því hvað þú hafðir gaman af kindum en þrátt fyrir takmarkaðan áhuga hjá mér, fannst mér alltaf jafn gam- an að fara með þér inn í Graf- ardal og hjálpa þér að smala. Ég minnist þess einnig þegar þú og Veiga amma bjugguð á Steins- stöðum og voruð enn með fjárbú- skap þar og baggavélin var enn í fullri notkun, það var yfirleitt einn af hápunktum sumarsins að taka þátt í heyskap, þó fór reynd- ar mestur tími hjá mér í byggja hús úr heyböggum, svokallað baggahús. Það er alveg óhætt að segja að við nafnarnir brölluðum ýmislegt saman, þar má nefna að horfa saman á Trölla í sjónvarp- inu, leggja kapal í tölvunni og borða appelsínur saman. Í seinni tíð eftir að ég stofnaði fjölskyldu var mjög gaman að koma og hitta þig. Ég minnist þess einna helst þegar við tveir fórum saman á rúntinn á Akra- nesi í dágóða stund og þú sagðir mér hvaða sveitabæir og hús stóðu í bænum í fyrri tíð og skipti engu máli hvar í bænum við vor- um, alltaf vissir þú hvað stóð þar áður fyrr. Eina skilyrðið sem þú settir var að við færum á Subaro- bílnum þínum þar sem Subaro var eini almennilegi bíllinn að þínu mati. Eftir að þú fluttir inn á hjúkr- unarheimilið Höfða kom ég oft með fjölskylduna mína til að hitta þig, mér fannst alveg yndislegt hvað þú varst alltaf þakklátur fyrir það. Ég er mjög þakklátur fyrir allan þann tíma sem við átt- um saman og að börnin mín og unnusta mín hafi fengið að kynn- ast þér. Hvíldu í friði, elsku afi. Ármann Steinar Gunnarsson. Ég lærði það ungur á Akra- nesi að það þætti sérstakur gæðastimpill að vera kenndur við Steinsstaði. Ármann Gunnars- son, sem nú hefur kvatt eftir gifturíka ævi, var sjaldnast kall- aður annað en Ármann á Steins- stöðum. Foreldrar hans reistu þar nýbýli og gerðu garðinn frægan með sínum öfluga og stóra barnahópi. Ármann hélt merkinu á lofti með Veigu sinni og börnum. Alla sína starfsævi vann Ármann hjá fyrirtæki Har- aldar Böðvarssonar. Þar lágu leiðir okkar saman í áratugi. Ármann var vandaður og góð- ur maður í öllum skilningi þeirra orða. Tryggur var hann og trúr enda naut hann bæði virðingar og vinsælda samstarfsmanna sinna. Hann var maður sem lét ekki mikið fyrir sér fara, en það munaði svo sannarlega um hann, bæði í leik og í starfi. Hann var launfyndinn og gat lyft hvers- dagsleikanum upp með úthugs- uðum og hnyttnum innskotum sem hittu í mark. Það kom sér- stakt blik í augun rétt áður en hann lét flakka því það var stutt í prakkarann sem hann fór þó ávallt vel með. Það þurfti ekki stórhátíð til að hann styngi upp á að nú væri rétt að taka lagið. Þó að sá sem þess- ar línur ritar teljist ekki lagviss, þá naut ég gleðinnar og samtaka- máttarins sem fylgdi í kjölfarið. Kraftur söngsins er magnaður komi hann frá hreinu hjarta. Mér er það ógleymanlegt í 70 ára af- mæli Ármanns þegar systkini hans sungu saman raddað; það var falleg sjón og unun á að hlýða. Þótt ævistarf Ármanns hefði verið á vélaverkstæði HB, lengst af sem yfirmaður, þá var bóndinn í honum sterkur. Hann naut sín á Steinsstöðum við ýmiss konar bústörf, var mikill ræktunarmað- ur og dýravinur. Þegar voraði átti sauðburðurinn hug hans all- an og karlarnir á vélaverkstæð- inu fylgdust spenntir með. Hann uppskar eins og hann sáði og að hausti fengum við fjölskyldan oft að njóta uppskerunnar. Á kveðjustund er mér þakk- læti efst í huga. Það er ómetan- legt að kynnast manni eins og Ármanni, manni sem kunni að njóta lífsins á fallegan og hóg- væran hátt. Síðustu árin voru honum og hans nánustu þung, en hann átti góða að og var Sólveig hetjan hans. Nú hefur hann feng- ið hvíld og ég trúi því að hann hafi sofnað inn í birtu og yl. Minning um góðan dreng mun lifa. Megi blessun vera með öll- um þeim sem hann unni. Haraldur Sturlaugsson. Hann Ármann Gunnarsson frændi okkar er látinn. Þar er genginn góður maður sem við systkinin vorum svo heppin að eiga að á okkar uppvaxtarárum. Alltaf var góður samgangur á milli okkar í Klapparholti og fjöl- skyldunnar á Steinsstöðum. Margs er að minnast og kemur fyrst upp í hugann að alltaf var maður velkominm að þvælast með Ármanni hvert sem hann var að fara, alltaf var já svarið. Það skipti ekki máli hvort það var verið að fara upp í holt að marka eða upp í sveit að hitta mann og annan. Alltaf var nóg pláss á morgnana fyrir okkur þegar við fengum far í skólann í Moskvits- eða rússajeppa. Þó að stundum hafi þeir verið erfiðir í gang á morgnana. Oft sagði hann „passið ykkur á hurðinni, hún er kviklæst“ en það var bara til að fullkomna öryggið fyrir okkur svo við lægjum ekki á hurðinni. Ármann var þeim hæfileika gæddur að hann gat gert við allt og alltaf var verið að dytta að og lagfæra bæði húsakost og tæki. Sauðfjárbúskapur var honum mjög hjartfólginn og hugsaði hann vel um bústofninn, passaði upp á að allt fóður og aðbúnaður málleysingja væri sem best. Og sannast það sem sagt er að allt sem hugað er að og gefin athygli vex og dafnar. Ármann varð oft sposkur á haustin þegar hann bar saman vigtarseðla við bræður sína og hafði gaman af. Vigtarseðlarnir fengu stundum að vera í veskinu fram að næsta fengitíma. Allir sem kynntust Ármanni fundu fljót að hann var sann- gjarn, auðmjúkur og þægilegur í samskiptum, hafði gaman af mönnum og málefnum. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Ármanni þar sem hann var bæði víðlesinn og fróður á mörg- um sviðum. Við systkinin minn- umst Ármanns með hlýju og eig- um eftir að sakna hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sólveig, Gunnar, Kristín og Bjarni, við sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum tímum. Kveðja frá Klapparholtssystk- inum, Guðráður Gunnar Sigurðsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 ✝ Páll Stefánssonfæddist í Miðhúsum í Vatns- fjarðarsveit, N-Ís. 28. apríl 1932. Hann lést á Landspít- alanum 22. janúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Pálsson, f. 7.2. 1890, d. 31.10. 1967, og Jónfríður Elíasdótt- ir, f. 8.10. 1893, d. 20.12. 1975. Systkini Páls voru: Árni, f. 25.12. 1921, d. 24.1. 2016; Arndís, f. 30.1. 1923, d. 11.5. 1997; og Kristín, f. 17.4. 1929, d. 14.10. 2004. Páll kvæntist hinn 24.12. 1955 Kristínu Eyvindsdóttur, f. 18.1. 1923, d. 14.8. 2014. Hún var dóttir hjónanna Eyvindar Eiríkssonar, f. 14.11. 1884, d. 5.11. 1948, og Katrínar Bjarnadóttur, f. 14.10. 1882, d. 14.7. 1970, frá Útey í Laugardal. Börn Páls og Kristínar eru: 1) Stefán, f. 24.1. 1956, maki Sigrún dóttur, eiga þau soninn Styrmi Laufdal. 4) Páll Svavar, f. 16.3. 1968, maki Birna Huld Helga- dóttir, f. 25.5. 1971. Dætur þeirra eru: a) Jóhanna Lilja. b) Eygló Ósk. Páll ólst fyrstu árin upp á Mið- húsum í Vatnsfirði og flutti svo til Hnífsdals 1945. Rúmlega tvítugur flutti hann til Reykjavíkur og nam bifvélavirkjun hjá Agli Vil- hjálmssyni. Varð hann síðar einn af eigendum bifvélaverkstæðisins Spindils og rak það í mörg ár. Páll og Kristín höfðu mjög gaman af því að ferðast um land- ið og þekktu mjög vel til allra staðhátta. Seinni árin ferðuðust þau mikið erlendis og nutu þess að vera á sólríkum stöðum. Höfðu þau hjónin mikið dálæti á bók- menntum. Síðustu árin dvaldi Páll á Boðaþingi. Jarðsett verður frá Linda- kirkju 5. febrúar klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins aðstandendur og nánustu vinir viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á slóðinni: https://www.lindakirkja.is/utfarir Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Lilja Jónsdóttir, f. 13.3. 1968. Börn þeirra eru a) Páll Ingi, hann á tvo syni, Magnús Inga og Rósant Má. b) Svanfríður Sunna, maki Axel Rafn Benediktsson. c) Gunnþór, maki Guð- rún Sóley Vals- dóttir, þau eiga Amöndu Sigrúnu. 2) Katrín, f. 23.12. 1958, maki Ás- geir Árnason, f. 28.4. 1958. Börn þeirra eru: a) Kristín, á hún eina dóttur, Söru Björk. b) Árni, maki Anna Margrét Ólafsdóttir, eiga þau þrjú börn, Davíð Ágúst, Katr- ínu Láru og Iðunni Margréti. c) Unnur Lára, maki Rut Herner Konráðsdóttir, eiga þær tvo syni, Kristin Herner og Hákon Herner. 3) Jónína f, 8.1. 1961, maki Guð- jón Kolbeinsson, f. 15.2. 1957. Börn þeirra eru: a) Kristín Ósk, í sambúð með Gabríel Erni Er- lingssyni. b) Kolbeinn Ingi, í sam- búð með Söru Laufdal Arnars- Það var fátt sem Páll tengdafaðir minn ekki vissi. Þó að hann hafi ver- ið einn fámæltasti maður sem ég hef hitt stóð aldrei á svari hjá hon- um. Það nægði að sýna honum mynd af fjalli eða dal og þá fékk maður allar staðreyndir sem til voru um staðinn. Páll var rólyndismaður, vinnu- þjarkur og fróður. Hann var ljúfur og hafði góða nærveru. Hann hafði yndi af að ferðast um landið með Stínu sinni og seinni árin bættust við utanlandsferðir. Kanarí var fastur liður einu sinni á ári og svo var farið til Tenerife eða Ítalíu um haustið. Á sumrin var ferðast um landið þvert og endilangt, fyrst í tjaldi og svo í tjaldvagni. Og þá var ekkert verið að gista á fjölmennum ferðamannastöðum heldur var frekar valið að tjalda í rólegum eyðidal þar sem náttúran umvafði þau í allri sinni dýrð. Hvort sem ferðast var innan- lands eða á erlendri grund var saga staðanna grandskoðuð og allir áhugaverðir staðir heimsóttir. Því- líkur fróðleikur sem safnaðist þar hjá þeim hjónum. Páll hafði mikinn áhuga á ættfræði og lásu þau Stína ættfræðibækur sér til skemmtunar og fróðleiks og spáðu mikið í tengsl og tengingar. Þau stóðu alltaf fyrir þorrablóti þar sem kátt var á hjalla og frægt er það innan ættarinnar er Páll fór með Afríku-Kobba (Hjá blámönnum eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) utanbókar, öll 12 erindin. Páll var bifvélavirki og átti og rak verkstæðið Spindil í mörg ár og þegar þeir félagar seldu fasteignina og hættu með verkstæðið breyttist heimilislífið mikið hjá þeim Stínu, enda var Páll hörkuduglegur og vinnusamur. Árið 2012 breyttist allt þegar Páll varð fyrir því óláni að detta og þurfti að leggjast inn á spítala. Þá kom í ljós að elsku Stína var farin að missa ansi mikið minnið og gat ekki búið ein. Hafði þetta ástand farið versnandi í nokkur ár en aldrei var kvartað eða kveinað eða látið hafa fyrir sér og tókst þeim að halda þessu leyndu. Fór það að endingu svo að Stína fékk pláss á Sunnuhlíð. Því miður hafði líkaminn ekki við álaginu og sagði stopp. Hugurinn alltaf klár en svo árið 2014 fékk Stína hvíldina og eft- ir var Páll einn og flutti á Boðaþing. Síðustu árin liðu við hlustun á hljóðbókum, helst sögur að vestan og íþróttaáhorf í sjónvarpinu. Páll hafði mest gaman af fótboltanum og svo voru frjálsar íþróttir í uppá- haldi. Hins vegar þótti honum ekk- ert gaman að körfubolta eða golfi en það eru einmitt þær íþróttir sem stundaðar eru af börnum hans og barnabörnum. Við trúum því að Páll sé hvíldinni feginn, hann er sameinaður elsk- unni sinni henni Stínu og í hug okk- ar og hjarta eigum við góðar minn- ingar um góðan mann. Birna Huld Helgadóttir. Páll Stefánsson ✝ Jóhannes Eð-valdsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 3. september 1950. Hann lést á sjúkrahúsi í Glas- gow 24. janúar 2021. Hann var son- ur Eðvalds Hinriks- sonar Mikson sjúkraþjálfara, f. 12. júlí 1911, d. 27. des- ember 1993, og Sig- ríðar Bjarnadóttur sjúkranudd- ara, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990. Búbbi var næstelstur fjög- urra systkina. Elstur var Bjarni Þ. Jónsson vaktmaður (sam- mæðra), f. 8. nóv. 1941, d. 28. júlí 2016, kvæntur Öldu Sigurðar- dóttur, hann átti einn son, Stefán Pétur. Atli Eðvaldsson íþróttakenn- ari/þjálfari, f. 3. mars 1957, d. 2. september 2019. Hann átti fjögur börn, Egil, Sif, Söru og Emil. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir/ hjfr., f. 15. desember 1958. Gift Gísla Á. Guðmundssyni og eiga þau fjóra syni, Eðvald Inga, Cape Town í Suður-Afríku þar sem hann var í sex mánuði. Eftir það kom hann heim aftur og lék með Val í tvö ár og var fyrirliði Valsmanna um skeið. Hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu þar sem hann spil- aði 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og var einnig fyrirliði landsliðsins. Búbbi fór svo til danska liðsins Holbæk og þaðan í Glasgow Celtic þar sem hann lék frá árinu 1975 til 1980. Þaðan flyst hann til Tulsa í Oklahoma þar sem hann spilaði um árabil. Á leiðinni aftur til Skotlands kom hann við í Hannover í Þýskalandi og síðast í Motherwell í Skotlandi áður en atvinnumannsferlinum lauk 1984. Þau hjónin ráku hótel í Inverness í Norður-Skotlandi frá 1985. Eftir að hann fékk heilablóðfall 42 ára gamall gat hann ekki stundað vinnu. Hann helgaði sig þá föðurhlutverkinu. Útför Jóhannesar verður gerð frá Craigton Crematorium í Glasgow 5. febrúar 2021 og hefst hún kl. 12.30. Streymt verður frá athöfninni: https://www.wesleymedia.co.uk/ webcast-view Order ID: 72708 lykilorð: jzjtehap Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Fannar, Garðar og Pálmar. Jóhannes (Búbbi) var kvæntur Cat- herine Bradley Ed- valdsson, f. 30. júní 1963. Börn þeirra eru Ellen Sigríður, f. 22. janúar 1993, Anna Elisabeth, f. 12. september 2001, og Andrew Atli, f. 8. ágúst 2004. Frá fyrra hjónabandi átti Búbbi Joey (Johannes), f. 13. apríl 1979. Hann er í sambúð með Paula Di- ver. Jóhannes lauk námi frá Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni 1969. Hann kenndi íþróttir í Stykkishólmi 1969- 1970, þaðan fór hann að kenna við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Á þeim tíma lék hann með körfu- knattleiksliði Hauka. Hann var kjörinn körfuknattleiksmaður Hafnarfjarðar það ár. Árið 1975 var hann kosinn Íþróttamaður ársins á Íslandi. Fyrsta atvinnu- mannatilboðið fékk hann frá Ég vil minnast góðs drengs og skemmtilegs félaga, Jóhannesar Eðvaldssonar. Ég hitti Búbba eins og hann var alltaf kallaður í fyrsta sinn á þjóðhátíð í Eyjum 1972. Þar hitti ég þá félaga Búbba og Þóri Jóns úr FH, síðar í Val, ásamt öðrum Völsurum. Áttum við skemmtilegar stundir saman. Þórir og Búbbi spiluðu saman í einhvern tíma með Val og landsliðinu. Í Sandgerði voru menn stór- tækir og metnaðarfullir í fótbolt- anum. Sigurður Jóhannsson, for- maður knattspyrnufélags Reynis, réð Leif Helgason þjálfara og Búbba sem framkvæmdastjóra til að styrkja liðið. Þegar leið á sum- arið fannst mönnum þurfa að styrkja liðið aðeins betur. Í sam- ráði við Leif fékk Búbbi til lands- ins tvo skoska leikmenn og við það fór liðið upp um deild. Ég fékk þann heiður að aðstoða Búbba í ýmsum málum, t.d. að tryggja skosku leikmönnunum fæði og húsnæði og auglýsingar og styrkt- araðila á völlinn. Ég átti mjög góðar stundir með góðu fólki og Búbbi alltaf hress- astur allra. Hvíl í friði félagi. Ég votta fjölskyldu og aðstand- endum innilega samúð. Grétar Mar Jónsson. Það er skammt stórra högga á milli. Mér finnst ég svo vera nýbú- inn að kveðja Atla minn, þegar sú fregn berst að Búbbi bróðir minn hafi líka tapað sinni baráttu. Bræð- ur mínir, sem í minningu minni unnu sigra í flestum keppnum sem þeir tóku þátt í, töpuðu sinni bar- áttu allt of ungir. Ég vil meina að þeir hefðu hvorugur þurft að fara svona ungur, ef þeir hefðu spilað öðruvísi síðustu lífskeppni sína Ég var bara 9 ára þegar Búbbi fór að heiman. Hann fór í lýðhá- skóla í Noregi og síðan í Íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni og fljótlega í atvinnumennskuna eftir það. Ég man hversu stolt ég var af þessum stóra bróður mínum, sem spilaði fótbolta í útlöndum. Ég man einnig eftir því þegar mamma og pabbi sátu miður sín í stofunni heima Því Búbbi hafði víst ekki verið með stimpilinn í vegabréfinu sínu þegar hann fór til Suður-Afr- íku, þar sem hann hafði gert samn- ing um að spila fótbolta. Hann ætl- aði bara að klappa landamæravörðunum á öxlina og fá þá til að hleypa sér inn í landið, en nei, þannig var ekki unnið í Suður- Afríku. Hann sat í einangrun í sól- arhring, þar til honum var bjargað um vegabréfsáritun og inn í landið fór hann. Mamma sagði mér alltaf, að í Suður-Afríku hafi sólin verið svo sterk að hún hafi brennt hvirf- ilinn á honum og þess vegna hafi hann fengið skalla. Það er nefni- lega í ættinni að búa til góðar sögur af því, sem mögulega er ekki alveg að falla rétt inn í ættartréð. Ég man þegar ég fór til Glasgow til að heimsækja hann þegar ég var tán- ingur. Það var ekkert smá gaman að heimsækja stórstjörnuna sem allir fótboltaunnendur þekktu. Hann dekraði mig og kom færandi hendi með útlensk tískuföt, til að gleðja uppáhaldssysturina þegar hann kom til að spila landsleiki. Ég man þegar hann skoraði stórkost- legasta mark fyrr og síðar með hjólhestaspyrnunni. Ég sat uppi í stúku sem stoltasta systirin. Ég man þegar hann var kosinn íþróttamaður ársins. Sannarlega verðugur þess heiðurs. Búbbi var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. Svo vinsæll í leik og í starfi. Hann spilaði á gítar og söng, Bítlasöngvar voru hans uppáhald. Hann var aðeins 42 ára þegar hann fékk heilablóðfall. Mikið var rætt um það hvernig stæði á því, að svona ungur maður fengi heilablóð- fall. Getgátur eru um að knatt- spyrnumenn sem voru „skalla- menn“ þar sem heil æfing var þannig, að teknar voru spyrnur til að æfa skalla í teig með níðþung- um, oft blautum, leðurboltum, fengju frekar skaða á æðar í heila, sem gætu sprungið. Eftir þessa raun fannst mér Búbbi breytast. Hann hlustaði minna á það sem aðrir höfðu að segja, en talaði kannski því meira. Hann hægði á sér, mátti ekki keyra bíl og átti á hættu að fá flog ef hann fór ekki vel með sig. Hann kom reglulega til Ís- lands og tvisvar kom hann með fjölskylduna sína. Hann gisti alltaf hjá okkur Gísla í þeim ferðum. Síðast gisti hann í Gauksásnum vikuna áður en Atli bróðir okkar dó. Það var erfiður tími og mikil sorg sem hann átti mjög erfitt með að tala um. Hann, sem alltaf hafði verið svo opinn, lokaði á raunveru- leikann og hélt í vonina fram á síð- ustu stundu. Síðustu samskipti okkar Búbba voru á Skype, tveimur dögum fyrir andlátið. Ég kveð bróður minn með sorg í hjarta. Sorgin er mikil hjá Cathy eig- inkonu hans og börnunum, þeim Joey, Ellen Sigríði, Önnu Elísa- beth og Andrew Atla. Blessuð sé minning bróður míns. Þín systir, Anna Eðvaldsdóttir. Meira á www.mbl.is/andlat Jóhannes Eðvaldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.