Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
✝ Guðni PéturGuðnason var
fæddur í Reykjavík
10. nóvember 1989.
Hann lést af slysför-
um á gjörgæslu-
deild Landspítalans
21. janúar 2021.
Foreldrar hans eru
Guðni Heiðar
Guðnason, f. 30. jan-
úar 1963, og Sigrún
Drífa Annieardótt-
ir, f. 19. febrúar 1961. Bræður
hans eru Edgar Smári (sam-
mæðra), f. 11. desember 1981, og
Bjarki Enok, f. 3. september
1995.
Guðni Pétur var ókvæntur og
barnlaus. Hann stundaði nám á
listabraut Borgarholtsskóla og
nam húsgagnasmíði
við Tækniskólann.
Hann vann ýmis
störf, en síðustu ár-
in sem stuðnings-
fulltrúi hjá Reykja-
víkurborg, á heimili
fyrir karlmenn með
geðraskanir.
Útförin fer fram
frá Grafarvogs-
kirkju 5. febrúar
2021 klukkan 15.
Vegna aðstæðna í samfélaginu
og fjöldatakmarkana verða að-
eins nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir. Athöfninni verður
streymt á slóðinni:
https://youtu.be/SwN9JcNNnFY
Einnig má nálgast hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat
Við gengum upp tröppurnar að
heimili okkar í Grafarvoginum, ég
staldraði við á stigapallinum,
horfði á hrímhvíta Esjuna og fann
nístandi kuldann bíta í kinnar
mínar. Hann var betri þessi kuldi
en sá sem nísti sál mína. Aldrei
yrði neitt eins og áður, Pétur okk-
ar, eða Buddi, eins og hann hafði
kennt litla bróður að kalla sig þeg-
ar sá litli átti erfitt með að segja
Pétur, hann hafði verið tekinn frá
okkur.
Pétur ólst upp í Grafarvogin-
um, gekk í Engjaskóla, Borga-
skóla, svo í Borgarholtsskóla þar
sem hann var á listabraut. Hann
var afar listrænn, teiknaði mikið,
hafði yndi af leiklist og eftirherm-
um og lék sér með orð og setn-
ingar. Setningarnar voru oft
tengdar djúpum pælingum hans
um lífið og tilveruna og leit hans
að sátt eftir að hann hafði misst
einn besta vin sinn sem féll fyrir
eigin hendi 2015. Spurningarnar
voru svo margar, hver var til-
gangurinn, hvers vegna þessi
harmur? Um tíma var eins og
harmurinn myndi buga hann en
hann var ákveðinn, frið skyldi
hann finna. Hann sökkti sér í alls
konar fróðleik er varðaði mann-
lega hegðun og hugsun, enda fróð-
leiksfús með afbrigðum og því
sem hann einu sinni las eða horfði
á, gleymdi hann ekki. Enda var
hann eins og alfræðiorðabók,
maður bara spurði Pétur og hann
vissi svarið. „Hvernig veistu
þetta?“ „veit það ekki,“ var stund-
um svarið og hann brosti sínu
undurfallega brosi sem náði svo
fallega til fjörlegra augnanna sem
ávallt lýstu af ástúð og mann-
gæsku. Hann elskaði fólkið sitt,
vini sína og var ófeiminn við að
tala mál kærleikans, lagði natni
við samskiptin, vildi innihaldrík
samskipti, augnsamband og var
ekki síðri hlustari en ráðgjafi. Svo
var það leiftrandi húmorinn og
kaldhæðnin sem oft beindist að
rétttrúnaði ýmiss konar. Þoldi
ekki yfirborðsmennsku, lærða
hegðun eða óverðskuldað lof, vildi
koma til dyranna eins og hann var
klæddur og ætlaðist til hins sama
af öðrum. Sárnaði ef fólk sagði eitt
og gerði annað, hreinn og beinn,
ekkert kjaftæði, æðrulaus. Vildi
öllum vel og elskaði bæði fólk og
dýr, enda naut litli hundurinn
hans, Nói, takmarkalausar ástúð-
ar og natni. Pétur elskaði útivist,
þó svo að hann gæti líka setið við
tölvuna tímunum saman og horft
á kvikmyndir, oft og tíðum list-
rænar og tormeltar en hasarinn
átti líka upp á pallborðið, sérstak-
lega Sci-fi-myndir. Í því samhengi
kom safnarinn Pétur vel í ljós en í
fórum sínum átti hann ýmislegt
sem tengdist því sem hann hafði
áhuga á. Náttúran skapaði sinn
sess og sem barn var hann óþreyt-
andi við að kanna allt mögulegt
sem henni tengdist og var fjaran á
milli Gorvíkur og Geldinganess í
miklu uppáhaldi sem og sveitin
hjá afa og ömmu í Fljótshlíðinni.
Sem snáði dró hann endalaust
með sér heim steina og annað sem
tengdist ferðum hans um náttúr-
una, svo mikið að stundum fannst
foreldrum hans að nú væri nóg
komið, allir þessir hlutir hafa í dag
öðlast nýja merkingu og tilgang.
Hugmyndafluginu, tilgangi hluta
og notagildi virtust engin tak-
mörk sett, allt lék í höndum þús-
undþjalasmiðsins og skipti þá
ekki máli hvort hann var með
hamar í hönd eða stóð í elda-
mennsku.
Pétur hjólaði allt sem hann fór
en eftir að hafa kynnst því að eiga
bíl valdi hann bíllausan lífsstíl,
fannst bílar leiðinlegir og bara til
trafala og til þess fallnir að heimta
endalaus fjárútlát. Hjólaði allt og
skipti hann engu máli hver árstíð-
in var eða hvernig viðraði.
Guðni Pétur hafði þurft að
kljást við lífið eins og svo margur
annar og leitaði svara við tilgangi
og tilvist. Eftir að hafa þvælst um
heiminn, verið í skóla í Kanada,
hitt alls konar fólk í Bandaríkj-
unum, unnið í Noregi og búið um
tíma í Danmörku, þá var eins og
starfið á heimilinu á Flókagötunni
hefði gefið honum ákveðna ró og
festu. Það var eins og hann hefði
náð sátt við lífið og tilveruna og
horfði hann til þess að ljúka námi
og jafnvel mátti sjá glitta í löngun
til þess að stofna fjölskyldu.
Það er erfitt að stöðva flæði
minninganna, enda verður það
þannig að þótt skrif þeirra verði
ekki lengri núna, þá er svo margs
að minnast. Í þakklæti kveðjum
við elskaðan, kærleiksríkan og
yndislegan son með kveðjunni
sem honum var svo töm, „Góða
nótt, Guð geymi þig, ég elska þig.“
Sjáumst hjá Jesú, Buddinn minn,
þín
pabbi og mamma.
Elsku besti stóri bróðir minn
og vinur. Orð geta ekki lýst því
hvað ég sakna þín. Þú varst svo
frábær og góður stóri bróðir sem
passaði alltaf upp á litla brósa sinn
þó hann væri kannski orðinn alltof
gamall fyrir það. Þú kenndir mér
svo margt og eiginlega bara allt
sem ég kann í dag og ég vildi óska
þess að þú gætir kennt mér og
sagt mér fleira því þú veist svo
margt. Eins og hvernig maður
eldar hið fullkomna „chili con
carne“ sem þú eldaðir svo oft fyrir
okkur tvo þegar við vorum einir
heima og svo margt annað því þú
varst svo sannarlega eðalkokkur.
En ég man samt enn þá nokkrar
uppskriftir frá þér, eins og til
dæmis „Doritos chili“-samlokuna
sem þú sýndir mér þegar við vor-
um pollar.
Ég leit svo upp til þín, Pétur, og
ég þráði það svo að geta orðið jafn
mikill snillingur og þú. Þú sem
gast lagað eða bætt allt á milli
himins og jarðar, en þá sérstak-
lega flottu heyrnartólin þín sem
þér fannst svo gaman að eiga og
safna, áttir meiri segja auka
gesta-„headphones“ ef einhvern
skyldi vanta. Svo varstu svo mikill
skemmtikraftur, gleymi aldrei öll-
um eftirhermunum sem þú tókst
við vel valin tækifæri og við gátum
hlegið svo mikið að. Það var aldrei
leiðinleg stund með þér, elsku
bróðir minn, jafnvel þó við værum
ekki að gera neitt. Það var bara
eitthvað við það að vera í þinni
nærveru sem var svo gott og ég
veit að það hefur kannski stund-
um verið pirrandi að hafa litla
bróður sinn hangandi á öxlinni á
sér allan liðlangan daginn.
Ég mun aldrei gleyma þér og
öllum minningunum sem við átt-
um saman, elsku Buddi minn, og
ég veit að við munum sjá hvor
annan aftur einn daginn. Þar til
næst, elsku Pési minn, Guð geymi
þig og ég elska þig.
Þinn bróðir,
Bjarki Enok.
Lífið er hverfult og veruleikinn
verður stundum of kaldranalegur
til að vera bærilegur. Það voru
vondar fréttir sem okkur bárust
til eyrna að Pési, Guðni Pétur
Guðnason vinur okkar, frændi og
kærleiksbolti, hefði drukknað í
Sundhöll Reykjavíkur. Við höfum
þekkt hann frá því hann fæddist
og ferðast með honum og fjöl-
skyldunni hans árum saman út
um allar koppagrundir, innan-
lands sem erlendis.
Hann stóð varla út úr hnefa
þegar við sáum að í honum bjó
náttúrubarn. Minningar um lítinn
dreng skoppandi um í ferðunum
okkar með nefið ofan í jörðu að
leita að einhverju spennandi,
steinum, skeljum eða skordýrum
eru ljóslifandi sem og minningar
um ungling, glettinn og stríðinn
en þó ekki meinfýsinn því hann
vildi öllum vel, sem sjá má á vali
hans á vinnu eftir að hann full-
orðnaðist en hann vann við
umönnun geðfatlaðra, þeim var
hann sem vinur, ekki bara um-
sjónaraðili.
Það er sárt að horfa á eftir slík-
um gæðadreng fara svona allt of
snemma, lífið var fram undan með
öllum sínum ævintýrum og tæki-
færum sem ætluð voru honum.
Nú eigum við bara góðar minn-
ingar um góðan dreng, þær eru
allt í einu dýrmætur fjársjóður
sem gott er að dvelja við.
Við vottum allri fjölskyldunni,
vinum og ættingjum okkar dýpstu
samúð og biðjum Guð um að gera
ykkur lífið bærilegt fram undan.
Pési minn, hafðu miklar þakkir
fyrir allt og allt.
Erling og Erla.
„Ungt fólk á ekki að verða
minning“ eru orð sem hafa verið
mér mjög ofarlega í huga síð-
ustu tvær vikur eða allt frá því
að ég heyrði af því að elsku
Guðni Pétur frændi minn væri
farinn frá okkur. Hvernig á
maður bara að setjast niður og
skrifa minningargrein sem er
svona ótímabær?
Þegar ég horfi til baka á ég
óteljandi minningar um Pésa.
Allt frá því að við vorum lítil
krakkaskott að leika okkur í
Reyrenginu, útlandaferðirnar
og svo allar útilegurnar sem við
fórum í fram á unglingsárin. Ég
man sérstaklega eftir því þegar
við vorum lítil hvað Pésa fannst
ósanngjarnt hvað ég var miklu
hærri en hann, en verandi næst-
um því árinu eldri var það
kannski ekkert skrýtið á þeim
tíma.
Að mörgu leyti var Pési svo-
lítið eins og bróðirinn sem ég
átti aldrei og var góður í því
hlutverki. Hann lét sig hafa það
að leika hund í leik sem mér datt
í hug á Mallorca þegar við vor-
um átta ára, þar sem við hlupum
um allt, þóttumst heita Týri og
Tinna og leituðum að margfætl-
um sem var ótrúlega forvitni-
legt að sjá hringa sig og verða
að litlum kúlum.
Við vorum ekkert lítið montin
af okkur nokkrum árum seinna
þegar við unnum sandkastala-
keppni á Spáni eitt skipti, þar
sem við ákváðum að stytta okk-
ur leið og skella sandi utan á
stóran stein á ströndinni og
skreyta, ekki vitandi að dómar-
arnir héldu að við værum að
líkja eftir kastalanum í Guada-
lest og lýstu okkur sigurvegara í
keppninni.
Eitt sem einkenndi Pésa var
mikill húmor og útsjónarsemi,
ég gleymi ekki strax í æsku þeg-
ar hann var farinn að byggja
hvaðeina úr legokubbum og
reyndi að útskýra fyrir mér
hvernig allt virkaði með mótor-
um og hinu og þessu sem ég
hafði engan skilning á. Hann var
mikið náttúrubarn og ævintýra-
gjarn, sem skilaði mér svo dýr-
mætum og skemmtilegum
minningum af allskyns prakk-
arastrikum sem mér hefði lík-
lega seint dottið í hug.
Eins og til dæmis það að
reyna að komast alveg inn að
Skógafossi, nánast undir foss-
inn, þar sem við vorum sann-
færð um að væri hellir með fjár-
sjóði sem við ætluðum okkur að
finna.
Eins og gerist stundum
misstum við aðeins sambandið
þegar unglingsárunum lauk og
fullorðinsárin tóku við. En það
er ég sannfærð um að hann vissi
nákvæmlega hvað mér þótti
vænt um hann. Það var alltaf
gaman að hitta hann og spjalla.
Hann mátti ekkert aumt vita og
var svo góð manneskja. Yfirleitt
í einhverjum ævintýrum, á leið
til Noregs að vinna eða með eitt-
hvað spennandi í pípunum.
Elsku Pési, takk fyrir allar
minningarnar sem þú gafst okk-
ur í kringum þig. Heimurinn er
sannarlega miklu fátækari eftir
að þú fórst og skarðið sem þú
skildir eftir verður aldrei fyllt.
Ég skal viðurkenna það núna,
þú ert löngu orðinn hærri en ég.
Bæði líkamlega og sem persóna,
þessi góði maður sem þú varst.
Ég hlakka til að hitta þig hinu-
megin, þá klárum við allt sem
var eftir. Þangað til þá, takk fyr-
ir allt.
Hrefna Hrund Erlingsdóttir.
Elsku yndislegi frændi okkar
hann Guðni Pétur er látinn og
það langt fyrir aldur fram. Það
er sárara en tárum taki hvernig
dauða hans bar að og ekki hægt
að réttlæta á neinn hátt. Pési -
eins og hann var oft kallaður -
var hjá okkur á Varmalandi ein-
hver sumur ásamt fleiri frænd-
um og yngri drengjunum okkar.
Alltaf var glatt á hjalla í frænd-
systkinahópnum, mikið hlegið
og mikið leikið. Pési var mikill
náttúruunnandi, svo mikill að
frænku þótti stundum nóg um,
alla vega þegar hann vildi fá að
koma með köngulær eða önnur
agnarsmá gæludýr inn í hús, að
vísu í krukku, en það passaði
ekki vel þar sem frænka var
frekar hrædd við þessi „óarga-
dýr“ og reyndi að leiða drengn-
um það fyrir sjónir að þau hefðu
það mun betra utandyra. En þá
var bara fundið upp á einhverju
öðru og þar kom skógurinn
sterkt inn enda uppspretta ótal
ævintýra. Eins var hægt að fara
í sundlaugina sem var óspart
notuð - og nú grætur hjarta mitt.
Svo liðu árin og börnin stækk-
uðu og áhugamálin breyttust en
náttúran heillaði alltaf. Elsku
besti Pési, okkur finnst óendan-
lega sárt að þú sért farinn, við
munum aldrei gleyma þér og
okkur þykir óendanlega vænt
um þig.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Helgi Hálfdanarson)
Elsku Heiðar bróðir minn og
Sigrún okkar, Edgar og fjöl-
skylda, Bjarki og nánustu vinir
Pésa. Skarðið er stórt, sorgin er
mikil, en minning um yndislegan
dreng mun alltaf lifa.
Elskum ykkur, Guð geymi
ykkur.
Rebekka, Ásgeir og börn.
Mig langar að minnast míns
kæra bróðursonar, Guðna Pét-
urs Guðnasonar, með nokkrum
fátæklegum orðum. Síðast hitti
ég hann glaðan og brosandi eins
og ég ávallt minnist hans í nóv-
ember á síðasta ári. Þá var hann
að hjálpa pabba sínum í sumar-
landinu í kerlingarima. Þar var/
er fjölskyldan þeirra að byggja
sér unaðsreit í faðmi sunn-
lenskra fjalla. Það var auðséð á
honum hvað hann var sáttur og
líkaði vel að vera með pabba sín-
um á gamla verkstæðinu hans
afa Guðna. Bros lék um andlitið
sem náði djúpt inn í augun sem
sýndu svo mikinn kærleika. Ég
man hvað mér fannst hún sér-
stök og yndisleg þessi sterka til-
finning um heila, sterka, kær-
leiksríka persónu.
Nú þegar við þurfum að horfa
á bak honum kemur mikill sökn-
uður upp í hugann en um leið
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast honum og vera samtíða
honum á lífsgöngunni en þó í allt
of stuttan tíma.
Vitna hér í ljóð Sigurbjörns
Þorkelssonar:
Ekkert fær hrifið þig
úr frelsarans fangi
sem foreldrar þínir forðum
af einskærri ást
færðu þig í.
Þú varst nefndur með nafni
og nafnið þitt var letrað
í lífsins bók
með frelsarans hendi.
Himnesku letri
sem ekki fæst afmáð
og ekkert strokleður
fær þurrkað út.
Þér var heitin eilíf samfylgd
í skjóli skaparans.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Heiðar, Sigrún, Bjarki,
Edgar og fjölskylda.
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur með stóru faðmlagi. Megi góð-
ur Guð umvefja ykkur í þessari
miklu og erfiðu sorg.
Már og Anna.
Það er frekar erfitt fyrir mig
að skrifa minningarorð um vin
minn Pétur því það er af svo
mörgu að taka, hvar á ég hrein-
lega að byrja eftir svo langa vin-
áttu!
Þetta er mér allt frekar
skrýtið að vera í þessari stöðu.
Frá því að vera ungir krakkar
og þroskast í unga menn.
Það var alltaf mjög þægilegt
að vera í kringum Pétur, hann
hafði hlýja og góða nærveru.
Það var oft þægilegt að koma
heim til hans þrátt fyrir að lítið
væri sagt; að hlusta á hann
skrifa á lyklaborðið eða dunda
sér við að laga hluti, Pétur var
nefnilega mjög handlaginn og
gaf gömlum hlutum oft nýjan
tilgang. Hann gat safnað að sér
alls kyns dóti og drasli en fann
alltaf notagildi fyrir hlutina
sem aðrir hefðu jafnvel hent.
Hann gat því verið mikið einn
með sjálfum sér að laga og
fannst það fínt.
Pétur gaf mikið af sér, hvort
sem það var að veita vinum sín-
um ráðleggingu eða í starfi sínu
að aðstoða veikt fólk. Þegar
Pétur gaf ráð gaf hann sér tíma
í að hlusta og kom svo með orð
sem dæmdu aldrei heldur létu
mann hugsa, en þannig orð lét
hann falla að maður fattaði
svarið sjálfur.
Hann var eins og sálfræðing-
ur af náttúrunnar hendi. Pétur
var ævintýramaður mikill, þótti
oft gaman að bregða sér í hlut-
verk þegar hann var að segja
frá eða jafnvel skamma vini sína
en yfirleitt var það í gríni gert,
Pétur var nefnilega með
skemmtilegan húmor sem
kannski ekki allir föttuðu nema
hans nánustu. Hann var mjög
hreinskilin persóna og sagði
hvað honum fannst. Honum
leiddist óheiðarlegt fólk. Fólk
sem var falskt.
Pétur hafði sterkar skoðanir
á mismunandi sviðum og lét sér
ekkert segjast væri hann
ákveðinn, það gat því oft verið
erfitt að draga hann út væri
hann ekki til í það. Þó gat hann
verið uppátækjasamur, sér-
staklega á sínum yngri árum,
eins og þegar við fórum skyndi-
lega til Akureyrar, eða að finna
hinar og þessar náttúrulaugar á
Suðurlandi, farið út að hjóla,
jafnvel ganga eða farið upp á
fjöll.
Mér fannst Pétur alltaf
ganga undir mörgum nöfnum,
Oft heyrði ég Guðni, Pési, Duni,
Guðni Pétur … en hann var allt-
af Pétur fyrir mér. Virkilega
elskuleg mannvera og sérstak-
ur í alla staði.
Ævintýri mín með Pétri
verða mér alltaf ógleymanleg,
það að hann sé fallinn frá er mér
mikil þyngsli, hann hafði svo
miklu meira að segja og fullt
meira að gera. Hann átti eftir
að kenna mér svo mikið og deila
með mér nýjum hlutum, ég get
ekki hugsað annað en enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Hvað heimurinn er fá-
tækari í dag. Blessuð sé minn-
ing Péturs vinar/bróður míns.
Aron Hólm Söebeck.
Guðni Pétur
Guðnason
Einlægar þakkir til ykkar sem gátu verið við
kveðjustund og útför elskulegs bróður
okkar og frænda,
GUNNARS B. KRISTJÁNSSONAR
frá Bugðustöðum í Hörðudal,
Dalabyggð,
laugardaginn 23. janúar.
Þökkum einnig öllu því góða fólki sem veitti aðstoð sína og
þeim er sendu hlýjar kveðjur.
Góður Guð veri með okkur öllum.
Erla Guðrún, Kristín Inga, Ásdís Erna
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR
bókasafnsfræðingur,
Breiðuvík 41,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
29. janúar.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
8. febrúar klukkan 13.
Stefán Gíslason
Anna Þóra Gísladóttir Örn Arnarson
Hannes Orri Arnarson