Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 26
✝ Kristjana Heið-berg
Guðmundsdóttir
fæddist 20. janúar
1932 á Siglufirði.
Hún lést 29. janúar
2021 á Hrafnistu
við Sléttuveg.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Guðmundsson, f.
6.4. 1905, d. 9.11.
1967, stór-
kaupmaður og Anna Lilja Stein-
þórsdóttir, f. 9.12. 1906, d. 4.8.
1980, matráðskona. Kristjana
átti tvö hálfsystkini, samfeðra,
þau Sigríði Theodóru Guð-
mundsdóttur, f. 14.2. 1931,
hjúkrunarfræðing og Guðmund
Eiríksson Guðmundsson, f. 8.3.
1934, d. 18.3. 1989, lög-
regluþjón.
Eiginmaður Kristjönu var
Snorri Ásgeirsson, f. 15.7. 1926,
d. 4.5. 1989, rafverktaki. Synir
þeirra eru Björgvin Gylfi
Snorrason, f. 7.7. 1951, mynd-
höggvari og Ásgeir Valur
Snorrason, f. 28.12. 1961, svæf-
ingahjúkrunarfræðingur. Eig-
inkona Björgvins Gylfa er Guð-
finna Alda Skagfjörð, f. 2.11.
1953, viðskiptafræðingur. Börn
þar til janúarmánuðar 1978. Frá
1979 starfaði hún sem fulltrúi
hjá innheimtudeild Landsímans.
Árið 1986 var hún ráðin sem
deildarstjóri innheimtudeild-
arinnar. Í júlí 1990 vann hún sig
upp í stöðu skrifstofustjóra hjá
innheimtunni. Því starfi sinnti
hún allt til starfsloka árið 2002.
Kristjana var öflug í ýmsum
félagsstörfum. Hún starfaði
mikið með Félagi íslenskra
símamanna og sat þar í ritnefnd.
Hún var hjálparliði hjá Al-
mannavörnum um árabil. Þá
hélt hún utan um hóp afmæl-
isárgangs Siglfirðinga fæddra
árið 1932 sem hittust á fimm ára
fresti frá árinu 1982.
Eftir starfslok starfaði hún
hjá Félagi eldri borgara í Kópa-
vogi. Fyrstu tvö árin var hún
gjaldkeri og tók hún svo við
störfum formanns félagsins í
mars 2007. Kristjana var for-
maður Félags eldri borgara í
Kópavogi í sjö ár og var hún
gerð að heiðursfélaga þann 22.
nóvember 2013.
Útför Kristjönu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 5. febrúar
2021, klukkan 15. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu geta ein-
ungis nánustu vinir og ættingjar
verið viðstaddir athöfnina. At-
höfninni verður streymt af slóð-
inni:
https://www.skjaskot.is/kristjana
Hlekk á streymið má nálgast
á:
https://www.mbl.is/andlat
þeirra eru Karen
Lilja, f. 14.4. 1985,
viðskiptafræðingur
og Eva Björk, f.
28.11. 1988, stærð-
fræði-hagfræð-
ingur. Maki Karen-
ar Lilju er
Christian Guterres,
f. 16.5. 1984,
viðskiptafræðing-
ur. Synir þeirra eru
Tao, f. 2012, Soul, f.
2014, og Matti, f. 2019. Eig-
inmaður Evu Bjarkar er Anders
Ødum, f. 18.12. 1987, líftækni-
fræðingur og eiga þau eina dótt-
ur, Solveigu, f. 2019.
Eiginkona Ásgeirs Vals er
Hildur Gunnarsdóttir, f. 26.9.
1965, sjúkraliði. Dætur þeirra
eru Þorbjörg, f. 22.11. 1990,
sagnfræðingur, Dagný, f. 3.8.
1996, læknanemi og Anna Lilja,
f. 16.9. 2002, menntaskólanemi.
Kristjana ólst upp á Siglufirði
hjá móður sinni og flutti síðan til
Reykjavíkur þegar hún var 13
ára. Kristjana gekk í Verzl-
unarskóla Íslands í þrjá vetur.
Í apríl 1959 hóf Kristjana
störf á Langlínumiðstöð Land-
símans. Árið 1972 hóf hún störf
sem landsímavörður og starfaði
Móðir mín átti mig ung, gift-
ist þunguð og með forsetaleyfi,
önnur voru afskipti fram-
kvæmdavaldsins af hjónaband-
inu ekki. Við vorum í 70 ár
ferðafélagar, líka þegar fjar-
lægðir urðu langar og bréf
fylgdu skipaferðum. En því
lengri sem fjarlægðir voru, því
styttra virtist milli okkar. Hún
var móðir, sem vera ber, góð
eiginkona föður míns, sem ekki
er sjálfgefið. Þeim hjónum get
ég líka þakkað ágætan bróður,
tíu árum yngri. Ég man fyrst
eftir mér sitjandi í bakpoka á
baki föður míns, en við þurftum
að ganga yfir heiði á Norður-
landi, í djúpum snjó þar sem
ófærð var og eini ferðamögu-
leikinn var flug frá Blönduósi.
Þá var ég kannski eins árs, ég
man enn þá þung skref foreldra
minna og hvítt landslagið. Þau
hjónin fluttu fyrstu árin milli
byggðakjarna, hann sem raf-
magnsmeistari, hún t.d. sem rit-
ari á bæjarskrifstofunni á Eyr-
arbakka. Hún hafði einstaklega
fallega rithönd, skrifaði skýrt og
fallega á góðri íslenzku. Hún
hafði mjög gott minni, snögg og
nákvæm, enda fædd á Siglufirði
í síldarævintýrinu með þeim
anda sem því fylgdi. Hún orti,
spilaði á gítar og söng. Í allri
handiðn var hún skapandi og
vandvirk. Hún var meistari í
mannlegum samskiptum og fé-
lagslynd. Hún var svo fróðleiks-
fús að ekki var nálgast safnhús
án þess að líta inn, og hún var
ófeimin að leita nánari upplýs-
inga hjá starfsfólkinu. Þar fund-
ust ekki framandi tungumál og
enginn misskilningur. Hún fang-
aði fólk við fyrstu kynni.
Það sem hún hafði mesta
ánægju af var að dansa, helst
heilu kvöldin og fram á nótt, á
háum hælum og best með háum
herra, Snorra að nafni. Síðasta
dansinum hérna megin er lokið,
hann var langur með stuttum
enda. En dauðadansinn dansaði
hún með stolti.
Móðir góð, ég sakna þín. Ég
sakna þín sem ferðafélaga. Við
höldum áfram hvort um sig okk-
ar löngu ferð.
Björgvin Gylfi.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum móður og
tengdamóður. Hún var dóttir
einstæðrar alþýðukonu á Siglu-
firði sem vann í síld. Þegar hún
var 13 ára fluttu þær suður.
Kristjana fór í Verslunarskólann
og framtíðin virtist björt. Hún
skemmti sér með ungu fólki og
var í Tívolí með vinum sínum
þegar ungur maður féll fyrir
henni. Fyrir honum var þetta
ást við fyrstu sýn en sú ást var
ekki gagnkvæm til að byrja
með. Svo fór að hún féll fyrir
hávaxna granna manninum og
þá hófst farsælt og ástríkt sam-
band sem hafði staðið í 39 ár
þegar hann féll frá árið 1989.
Hún syrgði hann alla ævi og
aldrei fann hún sér annan mann.
Fyrstu ár þeirra einkenndust af
basli, enda var lífið ekki létt á
þessum haftatímum. Nánast alla
starfsævi sína vann hún á Land-
símanum. Tryggð, trúmennska
og eljusemi einkenndu störf
hennar. Hún vann oft langt
fram eftir kvöldi í sjálfboða-
vinnu í þágu ríkisins. Í starfi
sínu á Innheimtunni kom samúð
hennar gagnvart fólki í erfið-
leikum sterkt fram. Hún gekk
oft langt í að semja við fólk um
greiðslur og þurfti oft að verja
sitt mál gagnvart yfirmönnum
sínum. Sagði hún að ánægja við-
skiptavina væri mikilvæg og að
þeim ætti að vera umhugað um
orðspor fyrirtækisins. Svo fór að
hún var kosin starfsmaður árs-
ins hjá Símanum og þótti henni
vænt um þann heiður. Hennar
ljúfustu stundir voru þó á fjöll-
um með fjölskyldunni. Þannig
fór að þau hjónin keyptu fram-
byggðan Willys-jeppa. Og þá
hófst tímabil fjallaferða. Ef um
var að ræða einhverja sólar-
glætu var farið út úr bænum,
stundum stutt en oftar lengra
en áætlað var. Ferðast var á
jeppanum, farnar styttri og
lengri gönguferðir, löngu áður
en það komst í tísku. Stundum
tók hún gítarinn með og alltaf
voru þjóðsögur Jóns Árnasonar
ómissandi ferðafélagi og fann
hún þá hryllilegustu draugasög-
urnar til að segja í tjaldinu fyrir
háttinn. Þannig voru gömlu
hjónin hálfgerðir hippar sem
festu sig ekki við veraldlega
hluti.
Kristjana eignaðist fimm
barnabörn og fjögur langömmu-
börn. Þau voru alla tíð ofarlega í
huga hennar. Dætur okkar
minnast góðra stunda með
henni. Hún var okkur hjónunum
ómetanleg og vildi alltaf verða
að gagni. Ef eitthvað kom upp á
stóð hún alltaf sem klettur við
hlið okkar og verður það aldrei
fullþakkað eða metið.
Síðustu árin bjó hún í Fann-
borg 8 í Kópavogi. Margir minn-
ast hennar þar sem hún var á
ferðinni á rafskutlunni sinni í
Hamraborginni í miðbæ Kópa-
vogs. Okkur stóð ekki alltaf á
sama. Það fréttist af henni í
Smáralind, hún þurfti að skjót-
ast í pósthúsið og sinna erind-
um. Stundum var orðið lítið raf-
magn á skutlunni þegar hún
komst heim. En hún missti aldr-
ei móðinn og gafst aldrei upp.
Heilsan gaf sig smám saman og
að lokum var henni ekki stætt á
að búa ein. Hún fór á sjúkrahús
en endaði á Hrafnistu við
Sléttuveg. Í gegnum árin hefur
hún þurft að þiggja margvíslega
þjónustu. Þar kynntist hún
mörgum sem reyndust henni
ómetanlega vel og ekki er
mögulegt að telja upp hér. Við
þökkum þeim allt sem þeir
gerðu fyrir hana og okkur.
Ásgeir Valur og Hildur.
Ég kveð ömmu mína, Krist-
jönu Heiðberg Guðmundsdóttur,
með miklum söknuði. Það er
sárt að sjá á bak ömmu sem var
ein helsta stoð og stytta okkar
fjölskyldu. Hún var með ein-
staklega sterkan og ákveðinn
persónuleika og gekk strax í
verkin með heilum hug. Hún var
mikill vinnuþjarkur og mínar
æskuminningar eru af henni í
dökkbláu Símaflíspeysunni með
farsímann við eyrað.
Okkur ömmu kom ekki alltaf
vel saman, enda báðar skapstór-
ar. Við vorum líkar og ólíkar í
senn; báðar þverar en innst inni
með viðkvæmt hjarta. Það átti
til að koma upp ósætti á milli
okkar en vorum fljótar að fyr-
irgefa hvor annarri.
Við stelpurnar fórum oft í
ævintýri með ömmu. Hún lagði
upp úr því að við fengjum
fræðslu og skemmtun í senn.
Stundum gekk ýmislegt á þegar
við fórum í þessar ævintýraferð-
ir. Einu sinni fór hún með okkur
á Náttúrufræðisafn Íslands.
Þegar við vorum á leið á safnið
lentum við í hvassri vindhviðu
sem steypti okkur um koll.
Amma fékk stór blæðandi sár á
hnén. Þegar við komumst loks-
ins inn á safnið hefur eflaust
verið sjón að sjá okkur. Full-
orðin kona með tvö grátandi
börn og stór lykkjuföll á næl-
onsokkabuxunum. Safnvörður-
inn hefur eitthvað aumkað sig
yfir okkur en það eina sem hann
gat boðið okkur var smávegis
bútur af plástri. Það var mikið
hlegið að þessu og töluðum við
um þetta sem „rokævintýrið
mikla“.
Svo má ekki gleyma steina-
hoppi, en amma fór stundum
með okkur að Kópavogskirkju
og leyfði okkur að hoppa á milli
steinanna fyrir utan kirkjuna.
Oft á tíðum týndi amma gler-
augunum sínum þannig að við
þurftum að eyða dágóðri stund
að leita að þeim. Þau fundust
ekki alltaf þrátt fyrir mikla leit.
Við amma fórum oft tvær
saman í bíó. Hún hafði ótrúlega
gaman af því að fara á sögu-
legar stríðs- og ævintýramyndir.
Oftar en ekki vorum við einu
konurnar í bíósal fullum af karl-
mönnum og var amma yfirleitt
aldursforsetinn.
Hún var óendanlega stolt af
barnabörnunum sínum og
studdi hún okkur í öllu því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Hún hefði sjálf viljað stunda
nám við háskóla sem hún hefði
lokið með sóma. Amma var ein-
staklega vel lesin og fróð um
ýmis málefni. Oftast sofnaði hún
með gleraugun á nefinu og bók í
hendi.
Það er svo margt sem ég er
henni þakklát fyrir, sérstaklega
að hafa ávallt trú á mér. Ég tel
það forréttindi að hafa alist upp
með ömmu sem fyrirmynd. Hún
var ein sterkasta kona sem ég
þekki og gekk hún í gegnum líf-
ið án þess að láta neitt stoppa
sig. Hennar síðustu ár voru erf-
ið og var heilsu hennar farið að
hraka. Hún var oft verkjuð og
átti erfitt með gang. Minnið var
hægt og bítandi að tapast og
fannst mér á síðustu mánuðum
eins og partur af henni væri
þegar farinn frá okkur. Þótt hún
hafi verið orðinn mikill sjúkling-
ur náði hún oft að setja upp það
yfirbragð að hún væri hressari
en hún var í raun. Innst inni var
hún ung kona í blóma lífsins og
var því erfitt fyrir hana að láta
eftir það sjálfstæði sem hún
barðist svo lengi fyrir. Ég trúi
því að hún sé komin á betri stað
þar sem henni líður betur og
hefur loksins fundið hvíldina.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þorbjörg Ásgeirsdóttir.
Amma var alveg einstök
kona. Hún gerði allt sem hún
gat fyrir alla þótt hún þyrfti á
meiri aðstoð að halda en þeir
sem hún hjálpaði, jafnvel þótt
hún hefði aldrei viðurkennt það.
Hún gerði allt fyrir mig og hin
barnabörnin sín. Þegar ég var
lítil fórum við í „leiðangur“
hverja helgi. Það byrjaði ávallt
með kjötsúpu í Perlunni þar
sem við borðuðum og skipulögð-
um daginn. Hún fór með mér í
bíó, Þjóðminjasafnið, steinahopp
og margt fleira. Ég man að
uppáhaldið mitt var steinahopp
fyrir framan Kópavogskirkju,
hún var svo hrædd um að ég
myndi detta en vildi samt að ég
hefði gaman. Einnig gætu enn
verið einhver gleraugu sem hún
týndi þarna.
Hún var alltaf til staðar fyrir
okkur, ef mamma og pabbi voru
að fara eitthvað kom hún heim
með ferðatöskuna eða var búin
að gera allt klárt heima hjá sér
fyrir okkur til að gista. Hún var
svakalegur ökumaður og ég veit
að ef ég hefði verið eldri hefði
ég verið mjög hrædd með henni
í bíl. Það var í einu skiptin sem
ég sá hana pirraða og oft villt-
umst við og vissum ekkert hvert
við vorum að fara en þá sagði
hún alltaf að þetta yrði bara
nýja ævintýrið okkar. Hún fór
með mig á marga staði og ekki
aðeins í raunveruleikanum; með-
an við keyrðum bjuggum við oft
til sögur saman eða fórum með
gátur. Hún var alltaf að spyrja
okkur um námið. Hún hefði
elskað að stunda meira nám.
Hún hafði áhuga á öllu, hvort
sem það var saga, stærðfræði
eða hvað sem er. Hún vildi vera
til staðar við alla viðburði, hún
hefði viljað sjá okkur allar stelp-
urnar klára nám, giftast, eignast
börn o.fl. en það mun víst vera á
annan hátt en við vorum að von-
ast til. Ég elska hana svo mikið
og ég mun sakna hennar svo
mikið.
Anna Lilja Ásgeirsdóttir.
Ein af fyrstu minningunum
sem ég á af ömmu Kristjönu var
þegar við sátum í eldhúsinu
hennar í íbúðinni sem hún og afi
Snorri höfðu byggt sjálf, amma
sitjandi í appelsínugula stólnum
sínum og ég á litlum brúnum
stól að mala kaffibaunir í gam-
alli kaffikvörn. Hún var mikil
kaffikona en passaði þó alltaf
upp á að kaupa sér kaffibaunir
því að hún vissi hversu gaman
mér þætti að mala þær fyrir
hana.
Amma var ein gjafmildasta
manneskja sem til var. Hún
vildi allt fyrir mig og systur
mínar gera, hvort sem það var
að fara með okkur á náttúru-
gripasafn í hávaðaroki eða vera
með okkur í steinahoppi til mið-
nættis. Ófá skiptin bauð hún
okkur í bíó og kom við á víd-
eóleigu í heimleiðinni, við mik-
inn fögnuð okkar.
Mér og ömmu kom alltaf
óskaplega vel saman. Þegar ég
var um fimm ára gömul byrjaði
ég að hafa áhuga á öllu því sem
gerðist „í gamla daga“. Ég vildi
fá að vita allt um hvernig lífið
var í gamla daga og leitaði ég
því oft til ömmu Kristjönu sem
var algjör viskubrunnur. Við
fórum saman á söfn þar til við
þekktum þau betur en lófana á
okkur, flettum í ættfræðibókum
og myndaalbúmum og fórum
með vísur og kvæði.
Amma var alltaf mjög æv-
intýragjörn og hvatvís kona.
Það gerðist oft að amma tók
mig með í sunnudagsbíltúr og
áður en við vissum af vorum við
komnar austur fyrir fjall. Einnig
fórum við í nokkrar ferðir með
Félagi eldri borgara í Kópavogi,
þar sem ég var langyngsti far-
þeginn.
Margar af mínum bestu
æskuminningum eru ævintýrin
sem ég átti með ömmu Krist-
jönu. Þó mun ég sakna góð-
mennskunnar hennar mest,
hversu tilbúin hún var alltaf að
hjálpa hverjum sem þurfti á
henni að halda og hversu heitt
og innilega hún elskaði fjöl-
skylduna sína. Söknuðurinn er
mikill og sár en það veitir hug-
arró að hugsa um ömmu í app-
elsínugula stólnum með kaffi-
bollann sinn. Ég vona að afi
Snorri standi sig vel við að mala
kaffibaunirnar.
Dagný Ásgeirsdóttir.
Elsku amma Kristjana.
Það var alltaf fjör að vera
með þér. Við munum sakna þíns
góða skaps sem fylgdi þér hvar
sem þú varst. Þú hafðir ótrúleg-
an hæfileika til að fá alltaf bestu
þjónustuna, hvort sem við vor-
um á veitingastað eða í mat-
vörubúð. Þú hafðir einlægan
áhuga á öðru fólki og það hefur
gefið þér marga góða vini og
góðar stundir í gegnum lífið.
Allt sem þú gerðir, gerðir þú
með athygli á smáatriðum og
allt var gert af mikilli vand-
virkni. Þetta endurspeglaðist
bæði í starfsævi þinni, þar sem
þú stóðst þig alltaf til fullnustu
og fékkst mikla viðurkenningu
fyrir störf þín, en einnig í öllu
sem þú gerðir fyrir okkur, þar
sem ekkert var nógu gott.
Þú passaðir alltaf upp á að
hlutirnir væru gerðir en ekki
gleymdust í minnisbókinni. Ef
við nefndum hugmynd eða
nokkrar hugsanir við þig, þá leið
aldrei langur tími áður en hún
var vakin til lífsins með hjálp
þinni. Þú hefur alltaf verið frá-
bær til að efla sjálfstraust okk-
ar, hrósa okkur og styðja okkur
í öllu sem við höfum gert.
Þrátt fyrir að við byggjum
langt í burtu komst þú oft að
heimsækja okkur til Danmerkur
og sást til þess að við ættum
ógleymanlega dvöl þegar við
vorum hjá þér. Við munum eftir
„sleep overs“ hjá þér með
frænkum okkar þegar við vor-
um litlar. Við fengum okkur
pizzu, sáum Kitty Kitty Bang
Bang og fórum í óvissuferð um
bæinn í Draumaprinsinum. Við
vissum aldrei hvað kvöldið
myndi bera í skauti sér, en það
endaði alltaf með því að það
voru óvænt og ógleymanleg
kvöld. Það var alltaf rosalega
gaman og þú stjanaðir við okkur
og gerðir allt fyrir okkur.
Í maí 2019 giftum við Anders
okkur hér á Íslandi. Þetta var
yndislegur dagur sem við mun-
um alltaf muna eftir og getum
við sérstaklega þakkað þér fyrir
það. Þegar ég nefndi það við þig
að við vildum halda brúðkaupið
á Íslandi varstu fljót að hjálpa
okkur að finna hinn fullkomna
stað og láta hlutina gerast. Á
sjálfan brúðkaupsdaginn varst
þú eins og alltaf í fínustu föt-
unum þínum (og jafnvel með
smá háa hæla, þar sem maður
getur ekki komið í brúðkaup án
hárra hæla). Það var ABBA
show í næsta sal og þú og Ás-
geir byrjuðuð dansinn og sáuð
til þess að við fengum ógleym-
anlega veislu.
Þú hefur alltaf verið hluti af
lífi okkar og það heldur áfram
gegnum þær góðu minningarnar
sem við eigum um þig. Það
verður ekki það sama að koma
til Íslands án þess að sjá þig og
njóta samveru þinnar.
Eva Björk.
Þú varst frábær kona. Eins
og í FRÁBÆR. Þú varst góð,
gjafmild, víðsýn, ævintýraleg og
skemmtileg. Þú varst aðgerða-
manneskja og vildir alltaf gera
hlutina strax og hjálpa fólki til
að koma vandamálum sínum í
lag. Þú varst mikilvæg mann-
eskja í lífi mínu og ég mun
sakna þín óskaplega núna þegar
þú ert ekki lengur hjá okkur.
Jafnvel þó að við byggjum langt
í burtu léstu mig finna að ég var
elskuð og mikils metin. Ég mun
sakna okkar löngu samtala í
síma og synir mínir munu sakna
langömmu sinnar. Þeir tala allt-
af mjög elskulega um þig og þó
að þeir séu ungir þá mun ástin
og viðurkenningin sem þeir
fundu frá þér hafa áhrif – rétt
eins og það hefur haft á mig.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig. Ég man að ég hef
alltaf haft svo gaman með þér,
sem barn og sem fullorðinn.
Ferðir okkar um Ísland í gömlu
bláu Lödunni þinni, sitjandi í
aftursætinu og borðandi alls
konar nammi og við stoppuðum
á leiðinni til að klappa köttum,
hestum og kindum. Fórum í
berjamó til að finna dýrindis
bláber. Hestaferðirnar sem við
fórum, bara þú og ég. Þú varst
alltaf tilbúin í ævintýri og vildir
sjá til þess að fólkið í kringum
þig upplifði mikið. Eitt sumarið
skráðir þú mig í reiðskóla og ég
elskaði það – ég er svo þakklát
fyrir þá reynslu sem ég fékk,
þökk til þín. „The Sleepovers“
með frænkum okkar heima hjá
þér, við klæddum okkur í fal-
legu fötin þín og settum á okkur
fínu skartgripina þína. Þú fórst
með okkur í bíó, sund og á flotta
veitingastaði. Hvað sem það var,
þú gerðir allt skemmtilegt.
Þú skilur eftir tómarúm í
mínu lífi en þú munt lifa í minn-
ingunni og ég mun halda áfram
að láta þig hvetja mig til að
verða betri manneskja. Ég er
þér að eilífu þakklát og ljós þitt
mun stöðugt skína í hjarta
mínu.
Karen Lilja.
Kæra vinkona. Nú eru liðin
rúm 30 ár síðan við hittumst á
námskeiði hjá Jónu Rúnu Kvar-
an, – allar þangað komnar til að
sjá aðeins meira af alheiminum.
Ákveðið var þá, að loknu nám-
Kristjana Heiðberg
Guðmundsdóttir
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021