Morgunblaðið - 05.02.2021, Page 35

Morgunblaðið - 05.02.2021, Page 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021  Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara- liðs Breiðabliks í knattspyrnu og tekur við starfinu af Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvenna. Vilhjálmur var annar tveggja yfirþjálfara barna og unglinga hjá félaginu síðustu tvö ár. Ólafur Pétursson, Aron Már Björns- son og Úlfar Hinriksson verða áfram í þjálfarateymi liðsins. Kristrún Lilja Daðadóttir mun þjálfa Augnablik en samstarf er á milli liðanna.  Ragnar Leósson knattspyrnumaður frá Akranesi er genginn til liðs við Fjölni eftir að hafa leikið með Ringköb- ing í Danmörku í hálft annað ár. Ragn- ar, sem er 29 ára miðjumaður, lék áður með Fjölni á árunum 2013-15 en einnig með ÍA í tvígang, með ÍBV, HK, Leikni R. og Kára.  Grindvíkingar hafa fengið til sín ástralskan körfuboltamann, Marshall Nelson. Hann er 27 ára gamall bak- vörður og á að fylla skarð Dags Kárs Jónssonar sem verður frá vegna meiðsla næstu vikurnar. Nelson, sem er með belgískt ríkisfang, hefur m.a. leikið í Svíþjóð og Ástralíu.  Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað að það hafi verið rangt af Mike Dean dómara að reka Jan Bednarek, miðvörð Southampton, af velli í 9:0 ósigri liðsins gegn Man- chester United á þriðjudagskvöldið. Bednarek fer því ekki í leikbann.  Finnski knatt- spyrnumaðurinn Elias Tamburini sem hefur leik- ið með Grindvík- ingum undan- farin þrjú ár er genginn til liðs við Skagamenn. Tamburini er 25 ára gamall vinstri bakvörð- ur eða kantmaður og lék áður með yngri landsliðum Finnlands. Eitt ogannað EM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Sterkt lið Grikklands reyndist núm- eri of stórt fyrir lið Íslands þegar lið- in mættust í undankeppni EM kvenna í körfuknattleik í gær en leik- ið var í Ljubljana í Slóveníu. Íslenska liðið lék vel lengst af í fyrri hálfleik og leikurinn var í járn- um fram í annan leikhluta. Að honum loknum var staðan 43:31 eftir góða rispu Grikkja í öðrum leikhluta. Þær grísku stungu af í síðari hálfleik og unnu stórsigur, 95:58. Úrslitin koma ekki sérstaklega á óvart þar sem gríska liðið er í fremstu röð og ís- lenska liðið hefur ekki náð góðum úr- slitum síðustu árin. Þar að auki má Ísland illa við því að vera án Helenu Sverrisdóttur enda hefur hún lengi verið í sér gæðaflokki meðal ís- lenskra leikmanna. Eitt af því sem gerði íslenska lið- inu erfitt fyrir var að í byrjunarliðinu var enginn eiginlegur miðherji. Hild- ur Björk Kjartansdóttir er góður leikmaður nærri körfunni en hún er hins vegar framherji í grunninn. Þegar þessi lið mættust í nóvember 2019 vann Grikkland 89:54 og því var kannski fyrirséð að erfitt yrði fyrir íslensku vörnina að verjast sóknum Grikkja. Leikur íslenska liðsins framan af leik var engu að síður nokkuð sem byggja má ofan á. Ákefðin var til staðar og íslenska liðið hékk í því gríska fram í annan leikhluta. Getu- munurinn á leikmönnum er bara of mikill til að halda spennu lengi fram eftir leiknum. Mér fannst ég sjá mun á sóknarleik íslenska liðsins frá síð- ustu leikjum í nóvember. Ef til vill var spilamennskan þá lítt marktæk þar sem íslensk lið voru í æfinga- og keppnisbanni. Margt gott mátti sjá í sóknum Íslands í fyrri hálfleik. Liðið sýndi klókindi í því að búa til skot- færi gegn sterkum andstæðingi. Sara Rún Hinriksdóttir var áræðin eins og hún þarf að vera og Hildur Björg Kjartansdóttir stendur iðulega fyrir sínu. Þóra Kristín Jónsdóttir er orðin mun öruggari í hlutverki leikstjórn- anda. Henni var ungri treyst fyrir því hlutverki og er það að skila sér. Þá átti Bríet Sif Hinriksdóttir góðan leik og skoraði 11 stig á þeim fjórtán mínútum sem hún var inni á. Ísland mætir Slóveníu á sama stað á laugardaginn en Ísland er í neðsta sæti A-riðils án stiga. Slóvenía hefur unnið alla fimm leikina. Góð byrjun var ekki nóg  Öruggur sigur Grikkja í Slóveníu Ljósmynd/FIBA Stigahæst Sara Rún Hinriksdóttir lék á köflum vel í sókninni gegn sterku liði Grikklands í gær. Sænska knattspyrnufélagið Sirius er í þann veginn að kaupa Aron Bjarnason af Újpest í Ungverja- landi, samkvæmt heimildum Fot- bollDirekt í Svíþjóð, fyrir eina milljón sænskra króna. Aron, sem er 25 ára kantmaður, var í láni hjá Val frá ungverska félaginu á síð- asta ári og skoraði sjö mörk í átján leikjum þar sem hann varð Íslands- meistari með Hlíðarendaliðinu. Si- rius er frá háskólabænum Uppsala og varð í tíunda sæti af sextán lið- um í sænsku úrvalsdeildinni á síð- asta ári. Aron á leiðinni til Svíþjóðar Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Aron Bjarnason fer vænt- anlega til Sirius frá Uppsala. Handknattleikskonan Stella Sig- urðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar eftir að hafa rif- beinsbrotnað í leik liðsins við FH fyrir skömmu. Hún var ekki með í leikjunum við KA/Þór og Stjörn- una, eftir að hafa spilað gegn ÍBV og FH, og staðfesti við Vísi í gær að hún yrði væntanlega frá keppni í fjórar til sex vikur. Stella hóf að leika handbolta á ný í janúar- mánuði eftir tæplega sjö ára fjar- veru en leikurinn gegn FH var að- eins hennar annar leikur eftir endurkomuna. Stella frá í nokkrar vikur Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Meiðsli Stella Sigurðardóttir í hörðum slag í leiknum við FH. Stozice Arena, Ljubljana, Slóveníu, undankeppni EM kvenna, A-riðill, fimmtudag 4. febrúar 2021. Gangur leiksins: 17:22, 14:21, 17:28, 58:95. Ísland: Sara Rún Hinriksdóttir 17, Hildur Björg Kjartansdóttir 13, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Þóra Kristín Jónsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3, Hallveig Jóns- dóttir 2, Lovísa Björt Hennings- dóttir 2. ÍSLAND – GRIKKLAND 58:95 Grikkland: Anna Spyridopoulou 18, Artemis Spanou 15, Eleanna Christinaki 13, Eleni Bosgana 12, Maria Fasoula 10, Anna Stamo- lamprou 8, Angeliki Nikolopoulou 7, Ioanna Diela 6, Aikaterina Sot- iriou 4. Dómarar: Michal Proc, Póllandi, Andrei Sharapa, Hvíta-Rússlandi, Mikhel Männiste, Eistlandi. Áhorfendur: Ekki leyfðir. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson og Ásgeir Sig- urvinsson, tveir af fremstu knatt- spyrnumönnum Íslandssögunnar, hafa nú skorað nákvæmlega jafn- mörg mörk í deildakeppni erlendis eftir að Gylfi skoraði fyrir Everton í sigri á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, 2:1. Gylfi skoraði þar sitt 96. deilda- mark á ferlinum. Þar af eru 64 í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, Swansea og Tottenham, 19 fyrir Reading í B-deildinni, þrjú fyrir Crewe í C-deildinni og eitt fyrir Shrewsbury í D-deildinni. Til við- bótar skoraði Gylfi 9 mörk fyrir Hof- fenheim í efstu deild Þýskalands. Mörk Ásgeirs í deildakeppni er- lendis voru líka 96 og öll í efstu deild. Þar af 57 fyrir Standard Liege í Belgíu, eitt fyrir Bayern München og 38 fyrir Stuttgart í Þýskalandi. Fimm Íslendingar hafa skorað fleiri deildamörk erlendis en Ásgeir og Gylfi. Heiðar Helguson er marka- hæstur með 133 mörk en á eftir hon- um koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Arnór Guð- johnsen og Viðar Örn Kjartansson. Morgunblaðið/Bjarni 1990 Ásgeir Sigurvinsson – 96. Gylfi Þór jafnaði metin við Ásgeir  Báðir með 96 deildamörk erlendis AFP 2021 Gylfi Þór Sigurðsson – 96. Grill 66 deild karla Haukar U – HK .................................... 16:27 Staðan: Víkingur 7 6 0 1 184:166 12 HK 7 5 0 2 200:153 10 Fjölnir 7 4 2 1 199:183 10 Valur U 7 5 0 2 204:196 10 Kría 7 4 1 2 194:188 9 Haukar U 7 3 0 4 172:177 6 Selfoss U 7 2 1 4 193:202 5 Hörður 5 2 0 3 153:158 4 Vængir Júpíters 7 1 0 6 141:189 2 Fram U 7 0 0 7 174:202 0 Meistaradeild karla A-RIÐILL: Meshkov Brest – Flensburg ............... 26:28  Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg. B-RIÐILL: Veszprém – Barcelona........................ 34:37  Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Barcelona. Danmörk Skanderborg – Aalborg...................... 33:29  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Pólland Kwidzyn – Kielce................................. 24:34  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Kielce hefur unn- ið alla ellefu leiki sína í vetur. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.