Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Opel Astra Enjoy ST ‘17, sjálfskiptur, ekinn 108þús. km. Verð: 2.090.000 kr. 591062 Verð ................................ 2.090.000 kr. Greitt m/notuðum ........ 600.000 kr. Eftirstöðvar ................... 1.190.000 kr. Afborgun á mánuði ..... 29.305 kr.** SsangYongTivoli XLVHLX ‘17, sjálfskiptur, ekinn 74þús. km. Verð: 2.690.000 kr. OpelMokkaX Innovation ‘18, sjálfskiptur, ekinn 40þús. km. Verð: 3.990.000 kr. 445632 Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 5 ára lán hjá Lykli. Útborgun 600.000 kr. með notuðum bíl. Opel Insignia Limousine ‘16, beinskiptur, ekinn 83þús. km. Verð: 2.390.000 kr. 5906254X4 Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 600.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Not að ur up pí ný le ga n 00.000Við tökum gamlabílinn uppí á 590990 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að einhver íslensku loðnu- skipanna haldi til veiða um miðja næstu viku. Mestur þungi verði hins vegar í veiðunum þegar loðnan nálg- ast hrygningu þegar líður á mánuð- inn og reynt verði að gera sem mest verðmæti úr aflanum. Eftir loðnu- brest í tvö ár var heildarkvótinn auk- inn í 127.300 tonn eftir umfangsmikl- ar mælingar í janúar. Í sögulegu samhengi er þó ekki stór loðnuvertíð framundan. Frystingu á um 300 tonnum af loðnu úr norska skipinu Senior lauk hjá Eskju á Eskifirði í fyrrakvöld. Loðnan var flokkuð og síðan komið fyrir í nýrri frystigeymslu fyrir- tækisins. Líklegt er að hrygnan fari á markað í Asíu, en hængurinn á Austur-Evrópu. Japanskir mats- menn fylgdust með vinnslunni á Eskifirði og tóku sýni. Þeir eru fyrir nokkru komnir til landsins, en áður en þeir héldu austur á firði fóru þeir í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví. Mikilvægt fyrir samfélagið Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, und- irritaði í gær reglugerð um veiðar á loðnu. Íslenskum skipum er heimilt að veiða alls 69.834 tonn, en 57.466 tonn koma í hlut Norðmanna, Græn- lendinga og Færeyinga í samræmi við gildandi samninga. Endurskoðuð lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er upp á 127.300 tonn og var hún gef- in út að loknum loðnumælingum í síðustu viku. Haft er eftir ráðherra að þessi ákvörðun sé afrakstur umfangs- mestu loðnuleitar seinni árin. „Þetta er vissulega ekki mikið magn í sögu- legu samhengi, en þetta er gríðar- lega mikilvægt fyrir íslenskt sam- félag enda útflutningsverðmæti upp á hátt í 20 milljarða. Öflugt samstarf stjórnvalda, sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunar og fyrirtækja í sjáv- arútvegi við þessa leit hefur verið lykillinn að þessum árangri.“ Fylgst verður með Hafrannsóknastofnun fer ekki til mælinga að nýju að óbreyttu en mun fylgjast með fréttum af miðunum og bregðast við ef vísbendingar koma um nýjar loðnugöngur, segir í frétt ráðuneytisins. Guðmundur J. Óskarsson, sviðs- stjóri á Hafrannsóknastofnun, segir að með yfirgripsmiklum mælingum á loðnu á stóru svæði í janúar sé komin heildarmæling á göngu loðnunnar og því hafi verið talað um lokaráðgjöf. Komi fréttir eða vísbendingar um nýjar göngur sem ekki hafi áður ver- ið mældar verði staðan metin. Hann segist þó telja ólíklegt að stór ganga bætist við. Áhersla lögð á að skapa sem mest verðmæti úr loðnunni  Þeir fyrstu líklega til veiða um miðja næstu viku  Öflugt samstarf lykill að árangri Ljósmynd/Benedikt Jóhannsson Metið og vegið Japönsku eftirlitsmennirnir Takuya Saegusa og Takanori Oya meta gæði og hrognafyllingu loðn- unnar í uppsjávarfrystihúsi Eskju á Eskifirði á fimmtudaginn. Markaðir í Asíu eru mikilvægir fyrir loðnuafurðir. Áfram falla met hvað verð fyrir loðnu áhrærir. Þannig geiddi norska fyrir- tækið Pelagia AS 14,52 krónur norskar eða sem nemur um 219 íslenskum krónum fyrir kílóið. Fyrirtækið rekur verksmiðjur á nokkrum stöðum í Noregi og keypti fimm farma á þessu verði. Fiskeribladet/Fiskaren greindi frá því í gær að Norðmenn hefðu nú heimild til að veiða tæplega 42 þúsund tonn af loðnu við Ísland. Aukn- ingin í fyrrakvöld hefði skilað norskum útgerðum 80 milljónum n.kr. (um 1,2 milljörðum) miðað við 10 krónur norskar fyrir kílóið. 219 krónur fyrir kílóið METIN FALLA DAGLEGA „Þetta verður vertíð, og við er- um ánægð með það fyrir land og þjóð,“ segir Jón Björn Há- konarson, bæj- arstjóri í Fjarða- byggð, um loðnuveiðar. Samkvæmt ráð- leggingum Haf- rannsóknastofnunar og ákvörðun sjávarúvegsráðherra verður heimilt að veiða samtals 127.300 tonn af loðnu á vertíðinni sem nú er að fara af stað af alvöru. Má vænta að sá afli skili þjóðarbúinu 17,5 milljörðum króna í útflutningstekjur. Í Fjarðabyggð eru þrjár stórar loðnuvinnslur, það er Síldarvinnslan í Neskaupstað, Eskja á Eskifirði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. Eft- ir tvö loðnulaus ár, það er 2019 og 2020, var ekki gert ráð fyrir tekjum af loðnu í fjárhagsáætlun Fjarða- byggðar. Því eru peningar sem loðn- an skilar nú í bæjarsjóð allir í plús miðað við þær væntingar sem fyrir voru. „Þetta skilar milljörðum inn í hag- kerfið hér á svæðinu. Þetta eru líka peningar sem koma sér vel vegna ýmissa framkvæmda á vegum sveit- arfélagsins sem nú standa yfir. Þar má nefna byggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og stækkun leikskóla á Eskifirði. Við höfum haldið striki í fjárfestingum til að halda uppi at- vinnu á svæðinu og loðnupening- arnir koma sér því vel nú,“ segir Jón Björn. sbs@mbl.is Loðnan er fyrir land og þjóð  Ánægja með loðnu- kvóta í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson Morgunblaðið/Börkur Kjartanssson Loðnuveiðar Stórskip úr Austfjarða- höfnum við veiðar úti á miðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.