Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 11
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt afnota-
samning um lóðina Kleppsmýrarveg 11
í Laugarnesi.
Fram kemur í greinargerð eigna-
skrifstofu borgarinnar að um sé að
ræða 1.569 fermetra lóð sem er í eigu
Faxaflóahafna. Samkvæmt deiliskipu-
lagi er gert ráð fyrir allt að þremur
smáhýsum (ca. 35 m2 hvert) á lóðinni.
Smáhýsin verða nýtt sem búsetuúrræði
fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs.
Reykjavíkurborg tekur lóðina á leigu til
næstu fimm ára og greiðir krónur
926.851 á ári fyrir afnotin.
Nú þegar er búið að koma fyrir fimm
smáhýsum í Gufunesi. Gert er ráð fyrir
að koma fyrir 15 smáhýsum til viðbótar
á völdum stöðum í borginni á þessu ári,
segir í greinargerð eignaskrifstofunn-
ar.
Þessi áform um smáhýsi í borginni
hafa verið umdeild eins og margoft hef-
ur komið fram í fréttum. Það á einnig
við um smáhýsin fyrirhuguðu við
Kleppsmýrarveg.
Eignarhaldsfélagið Sigtún hefur í
bréfi til borgarinnar haft uppi mótmæli.
Bendir bréfritari á að nú þegar sé mikill
bílastæðavandi á þessum slóðum og bíl-
um sé lagt við gangstéttarkantsteina
meðfram umferðargötum (Köllunar-
klettsvegi og Héðinsgötu), inni á einka-
lóðum og hverju því svæði sem hægt sé
að koma bíl fyrir. Fyrirhuguð bygg-
ingalóð, sem ætluð sé undir smáhýsin,
sé eina svæðið í hverfinu sem skilgreint
sé sem almennt bílastæði (28 bílastæði).
„Nú þegar er stórhætta á þessu svæði
fyrir jafnt gangandi og akandi vegfar-
endur og er svæðið á engan hátt tilbúið
til búsetu,“ segir m.a. í bréfi Sigtúns.
Þingvangur ehf., eigandi þriggja lóða
á svæðinu, mótmælir einnig. Ljóst sé að
smáhýsin feli í sér íbúðarnot sem eigi
ekkert skylt við bráðabirgðaúrræði.
Aform um smáhýsi geti leitt til verð-
mætarýrnunar á lóðum Þingvangs.
Ítrekar Þingvangur mótmæli og
sömuleiðis er ítrekað boð um að sér-
tæku búsetuúrræði verði komið fyrir
tímabundið á annarri lóð í eigu fyrir-
tækisins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smáhýsin Fyrstu húsin fyrir heimilislausa voru tekin í notkun í Gufunesi
haustið 2020. Fleiri hús verða sett upp.
Þrjú smáhýsi verða
sett upp í Laugarnesi
Borgin leigir lóð af Faxaflóahöfnum Mótmælt að bíla-
stæði sé tekið undir húsin Eina bílastæðið á öllu svæðinu
Skipholti 29b • S. 551 4422
TRAUST
Í 80 ÁR BUXUR-
BUXUR
GARDEUR DINA2
OG GERRY
WEBER DE-LUXE
ÚTSALAN
OFURTILBOÐ
60%-70%
AFSLÁTTUR
Skoðið laxdal.is
Námskeið/Andlitsnudd
Kennsla í andlitsnuddi (sjálfsnudd). Áhrifaríkt sjálfsnudd
sem lífgar ekki aðeins upp húðina og styrkir, heldur hefur
það einnig slakandi og endurnærandi áhrif á líkama og sál.
Innifalið: Kennsla í andlitsnuddi, lífræn illmkjarnaolía fyrir
andlit, fróðleikur, listasýning og léttar veitingar.
Námskeiðið er fyrir litla hópa, og áhugasama einstaklinga sem
vilja koma saman, staldra við og njóta þess að vera til.
Kristín Þórarinsdóttir, námskeiðshaldari
Kristín er svæðanuddari, sérfræðingur
í heilsugæsluhjúkrun og gæðastjóri
Námskeiðin eru frá kl.17:00-21:00
Bókanir og upplýsingar um næstu námskeið
í síma 896 1135 / stinasigga@gmail.com
Staðsetning: Skorradalur
Öllum sóttvarnarreglum fylgt.
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝ SENDING
Opið 11-14
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
. .
Str. S-XXL • 4 litir
Peysur
r 6 99
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Kjarasamningar sjómanna í Sjó-
mannasambandi Íslands hafa verið
lausir í rúmt ár. Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri SSÍ, segir að við-
ræður við Samtök fyrirtækja í sjávar-
útvegi séu í gangi og ef ekki fari að
þokast í samkomulagsátt líði að því að
deilunni verði vísað til ríkissáttasemj-
ara. Nokkurrar óþreyju sé farið að
gæta hjá félagsmönnum.
Hólmgeir segir að kröfugerð sam-
bandsins hafi legið fyrir í febrúar í
fyrra og aðilar hafi hist nokkrum
sinnum til að fara yfir málin. Hann
segir að hægt hafi gengið og kórónu-
faraldurinn og óvissa samfara honum
eigi þátt í því að rólegt hafi verið yfir
viðræðum. Enn sé ekki farið að reyna
á hvar eða hvort menn strandi í þess-
um viðræðum.
Hluti af vinnunni sé að fara yfir
bókanir sem gerðar voru við samn-
ingsgerð að loknu verkfalli í febrúar
2017. Með þeim hafi m.a. verið ætl-
unin að einfalda samningana og gera
þá aðgengilegri fyrir þá sem eiga að
vinna eftir þeim. Sum þessara atriða
séu flókin og krefjist vinnu, en um
önnur geti orðið ágreiningur. „Menn
eru farnir að hotta á okkur að klára
málin og á einhverjum tímapunkti
verður að spýta í lófana. Menn reyna
sitt besta, en ef það dugar ekki fer
málið í ákveðinn feril,“ segir Hólm-
geir.
Mál fyrir Félagsdómi
Málflutningur var fyrir Fé-
lagsdómi 2. febrúar vegna ágrein-
ings um einn lið kjarasamningsins.
Þar er kveðið á um að þegar afli er
seldur til skylds aðila sé skiptaverð
0,5% hærra en þegar afli er seldur
óskyldum aðila. Hólmgeir segir að
SFS haldi því fram að um tímabund-
ið ákvæði hafi verið að ræða sem
hefði átt að falla út 1. desember 2019.
Sjómannasambandið haldi því hins
vegar fram að ákvæðið sé enn hluti
kjarasamnings. Viðtekin venja sé að
ef nýr samningur sé ekki gerður áð-
ur en síðastgildandi samningur
rennur út þá gildi eldri samningur.
SFS dregur lappirnar
Fjallað var um stöðuna í kjaravið-
ræðunum í pistli á heimasíðu Fram-
sýnar á Húsavík í lok janúar þar sem
sagt var frá aðalfundi sjómannadeild-
ar félagsins. Þar segir að SFS hafi
dregið lappirnar með því að ganga
ekki að sanngjörnum kröfum sjó-
manna. „Viðræður við útgerðarmenn
hafa vægast sagt gengið mjög illa og
því lítið að frétta. Allar tillögur frá
samtökum sjómanna til SFS varðandi
það að liðka til í samningamálum hafa
verið slegnar út af borðinu nánast án
þess að þær væru skoðaðar frekar,“
segir í pistlinum.
Um málið sem nú er fyrir Félags-
dómi segir að steininn hafi tekið úr
þegar SFS hafi ákveðið einhliða að
hluti kjarasamnings gildi ekki lengur
og falli út úr samningnum. „Slík
vinnubrögð hafa ekki verið viðhöfð áð-
ur í sögu kjarasamninga sjómanna á
Íslandi, það er að annar samningsað-
ilinn taki út grein úr kjarasamningi
þar sem hún hentar honum ekki leng-
ur,“ segir á heimasíðunni.
Viðræður ganga hægt og
óþreyju er farið að gæta
Samningar Sjómannasambandsins og SFS lausir í rúmt ár
Allt um sjávarútveg