Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
SVIÐSLJÓS
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Menntaskóli Borgarfjarðar í Borg-
arnesi (MB) hóf starfsemi sína í ágúst
2007. Skólinn er einkahlutafélag og
eru hluthafar hans um 160 talsins.
Upphaflega voru stærstu hluthaf-
arnir Sparisjóður Mýrasýslu og
Borgarbyggð en nú fer Borgarbyggð
með langstærstan hlut. Strax var haf-
ist handa við að byggja glæsilegt
mennta- og menningarhús, sem ætl-
að var til að hýsa skólann ásamt
menningarstarfsemi í héraði. Húsið
sem fékk heitið Hjálmaklettur er á
besta stað í Borgarnesi.
Auk hefðbundins starfs framhalds-
skóla hefur MB bryddað upp á ýms-
um nýjungum. Síðastliðið haust hófu
MB og Síminn samstarf undir heitinu
„Síminn skapar tækifæri fyrir sitt
fólk“. Markmið þessa verkefnis er að
styðja starfsfólk Símans til að afla sér
frekari menntunar. Starfsfólk Sím-
ans sem ekki hefur lokið formlegu
námi (stúdentsprófi eða iðnnámi) get-
ur nú skráð sig í fjarnám við MB
samhliða störfum sínum hjá Síman-
um.
Samningur Símans og MB felur í
sér að þessir nemendur fá aukna at-
hygli umsjónaraðila innan skólans
ásamt því að Síminn skuldbindur sig
til að veita sínu starfsfólki svigrúm
svo námið sitji ekki á hakanum.
Sautján starfsmenn Símans eru
skráðir nemendur MB í gegnum
þessa námsleið nú á vordögum.
Bragi Þór Svavarsson, skólameist-
ari MB, segist í samtali við fréttarit-
ara leggja áherslu á að við upphaf
námsins sé farið mjög vandlega yfir
feril einstaklinga og lagt mat á fyrra
nám og reynslu, t.d. er litið til raun-
færnimats en með slíku mati geta
nemendur fengið einingar vegna
reynslu sem þeir hafa öðlast í störf-
um sínum. Allir þessir nemendur
hafa farið í gegnum raunfærnimat á
vegum Símenntunarmiðstöðvar
Vesturlands.
Að valdefla nemendur
Um áramótin var svo undirritaður
samningur við ráðgjafarfyrirtækið
KVAN til þriggja ára um menntunar-
og þjálfunarverkefnið „Lífsleikni
KVAN“.
Að sögn Braga felur samstarfið í
sér að valdefla nemendur, gera þeim
kleift að vinna út frá eigin styrk-
leikum, ekki eingöngu í námi heldur
einnig í samskiptum. Kynnast hópn-
um, kunna að meta fjölbreytileikann
og verða betri liðsfélagi og nemandi.
Þjálfa viðhorfið í að sjá hversu öfl-
ugur viðkomandi er, en á sama tíma
geta lyft öðrum upp. Þjálfa heilbrigt
sjálfstraust, samkennd og sjálfstæða
hugsun sem er nauðsynleg færni í
framtíðarverkefnum. Samstarfið
beinist einnig að kennurum skólans.
Fyrir liggur að á vorönn 2021 muni
KVAN koma að lífsleiknikennslu
allra nemenda í staðnámi auk þess að
halda námskeið með kennurum skól-
ans. Næstu tvö ár verður svo KVAN
með aðkomu í áfanganum „lífsleikni“
sem er skylduáfangi allra nýnema.
Eins er stefnt að námskeiðum á
hverju ári fyrir kennara.
Bragi segir að MB líti það mjög já-
kvæðum augum að koma til móts við
fólk sem hefur af einhverjum orsök-
um ekki náð að klára nám. Það sé
mikilvægt hlutverk menntastofnana
að finna leiðir sem henta sem flestum
og ekki síður ef það er hægt að gera í
samvinnu við atvinnulífið.
Nemendum fjölgar
Bragi er fjórði skólameistarinn við
skólann og hefur nú lokið sínu fyrsta
starfsári. Hann segir að allt frá upp-
hafi undirbúnings Menntaskóla
Borgarfjarðar hafi verið lögð áhersla
á að skólinn færi ótroðnar slóðir í
starfsháttum og yrði í fremstu röð
framhaldsskóla í uppeldi og kennslu.
„Það kom í ljós að skólinn varð vin-
sæll valkostur nemenda í héraði.
Fyrsta skólaárið voru nemendur í
kringum 70, en flestir hafa nemendur
verið um 170 skólaárið 2010-2011.
Segja má að á þessum árum hafi skól-
inn verið að sinna uppsafnaðri þörf,
því hann sóttu nemendur sem ekki
höfðu haft tækifæri til að sækja nám
síðustu ár. Að jafnaði hélst svo nem-
endafjöldi í kringum 130, en nú í
haust og á vorönn eru 155 nemendur
skráðir í skólann og hafa ekki verið
jafn margir í mörg ár. Ég tel að auk-
inn sýnileiki MB ásamt samdrætti á
vinnumarkaði sé meðal annars
ástæða fjölgunar nemenda,“ segir
hann.
„Það er ljóst í mínum huga að MB
leikur mjög stórt hlutverk í sínu nær-
samfélagi og gerði það frá upphafi.
Tölur sýna að hlutfall þeirra sem
sækja sér framhaldsnám hefur
hækkað mikið eftir stofnun skólans.“
Fara ótroðnar slóðir
Bragi segir það í raun vera forrétt-
indi að hafa tekið við starfi skóla-
meistara.
„Við skólann starfar samhentur
hópur starfsfólks sem ber hag skól-
ans fyrir brjósti. Hópurinn er sam-
bland af nýju fólki en einnig starfa
hér ennþá aðilar sem stóðu í stafni við
stofnun skólans. Innandyra er því til
staðar mikil reynsla en einnig mikill
kraftur og áhugi fyrir nýjungum. Að
fara ótroðnar slóðir er sú menning
sem er við lýði innan skólans og því
mjög auðvelt að hrinda í framkvæmd
hugmyndum og breytingum hvort
heldur er í skipulagi náms og kennslu
eða námsframboði. Það fyrsta sem ég
tók mjög alvarlega eftir að ég hóf
störf var að kynna skólann vel í sínu
nærumhverfi og utan þess. Skólinn
hefur margt fram að færa og er að
gera marga hluti frábærlega.“
Á vordögum 2020 stóð MB fyrir
netráðstefnunni Menntun fyrir störf
framtíðarinnar sem var haldin í sam-
vinnu við Sóknaráætlun Vesturlands
og steymt á heimasíðu skólans. Á
ráðstefnunni var sjónum beint að því
hvernig ætlunin er að undirbúa nem-
endur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir
örar breytingar næstu ára, og hvort
Covid-19 myndi flýta þessum breyt-
ingum. Áhugaverður hópur fyrirles-
ara ræddi sína framtíðarsýn, fjöldi
manns horfði á og tók þátt í um-
ræðum.
Byrja klukkan níu
„Menntaskóli Borgarfjarðar hefur
síðastliðið ár staðið fyrir ýmsum
áskorunum sem tengjast Covid-19 en
þær áskoranir hafa líka gefið okkur
mörg tækifæri,“ segir Bragi og telur
þau hafa eflst mjög í tækni við fjar-
kennslu í að nýta ýmsa miðla til að
eiga samskipti við nemendur. Hann
segir að þessar nýju aðferðir séu
komnar til að vera. Á þessari önn
voru til að mynda gerðar breytingar
á stundatöflu og kennslufyrir-
komulaginu. Í stað þess að hafa tvær
40 mínútna kennslustundir í einu er
ein klukkustundar kennslustund og
tvisvar í viku fara nemendur í vinnu-
stofur. Við þessar breytingar opn-
aðist sá möguleiki að hefja kennslu
seinna að deginum eða klukkan níu.
Um er að ræða tímabundið til-
raunaverkefni, segir Bragi,og verður
fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta muni
hafa á líðan og námsárangur nem-
enda.
Allir vinna lokaverkefni
Í skólanum eru alls sex náms-
brautir í boði og allar í staðnámi.
Þetta eru; opin braut, félagsfræða-
braut, náttúrufræðibraut og íþrótta-
fræðibraut til stúdentsprófs, fram-
haldsskólabraut og starfsbraut.
Innan náttúrufræðibrautar geta
nemendur valið búfræðisvið og innan
íþróttafræðibrautar geta nemendur
valið félagsfræðasvið eða náttúru-
fræðisvið. Frá upphafi hefur skólinn
haft framsækni að leiðarljósi og farið
ótroðnar slóðir í kennsluháttum og
námsmati. Engin lokapróf eru við
skólann, þess í stað er áhersla lögð á
verkefnavinnu og smærri próf en
námsmatið er í formi leiðsagnarmats.
Samstarf við aðrar stofnanir
Í MB er lögð áhersla á að eiga í
margvíslegu samstarfi við aðrar
stofnanir. Í nokkur ár hefur skólinn
boðið upp á sérstaka námsbraut,
náttúrufræðibraut með búfræðisviði.
Á þeirri braut taka nemendur fyrstu
tvö árin (4 annir) í MB þar sem meg-
ináherslan er á kjarnagreinar til
stúdentsprófs og valdar greinar á
sviði raungreina.
Seinni tvö árin taka nemendur bú-
fræðibraut við Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri. Nemendur
brautskrást með stúdentspróf frá
MB og búfræðipróf frá LBHÍ. Nú
hefur enn verið bætt við þetta sam-
starf og nemendur geta útskrifast
með stúdentspróf og sem garðyrkju-
fræðingar frá LBHÍ.
Að vera í takt við tímann
Spurður um framtíðarsýn skólans
segir Bragi hana vera í stuttu máli að
stækka og eflast.
„Við viljum vera í samstarfi við
stofnanir, skóla og fyrirtæki í héraði
og utan héraðs. Við viljum einnig
þróa okkur, efla sérstöðu skólans,
koma til móts við nýjar þarfir í
menntun ungs fólks, efla ímynd skól-
ans, fjölga nemendum og laða að fjöl-
breyttari hóp nemenda. Ég og mitt
samstarfsfólk í MB viljum að nem-
endur okkar, ungt fólk og okkar
framtíð, fái það út úr náminu sem það
þarf í nútíma- og framtíðarsamfélagi.
Við viljum vera viss um það að þegar
nemandi kemur í MB þá fái hann þær
áskoranir sem hann þarf. Okkar
áskorun er að vera í takt við tímann
og að bjóða nám og kennsluhætti í
takt við þarfir nútímans og framtíð-
arinnar. Ég held að við þurfum að
þróa okkar kennsluhætti, námsefni
og námslínur hraðar en við gerum
núna. Ég vil að skólakerfið okkar að-
lagist ekki bara fjórðu iðnbyltingunni
hratt heldur ekki síður þörfum og
kröfum okkar yngsta fólks,“ segir
Bragi að endingu við Morgunblaðið.
Skóli sem fer ótroðnar slóðir
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur náð að skapa sér sérstöðu Er í samstarfi við Símann um
menntun starfsmanna Skólinn gerði samning við ráðgjafarfyrirtæki um verkefni í lífsleikni
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Skólameistari Bragi Þór Svavars-
son segir skólann standa vel.
Borgarnes Nemendur
Menntaskóla Borgarfjarðar
hafa góða aðstöðu
Marinó Þór Pálmason er formað-
ur nemendafélags MB. Hann seg-
ir að félagslífið í ár hafi verið
öðruvísi en samt mjög gott.
„Þrátt fyrir að það hafi verið
færri viðburðir og öðruvísi en
vanalega hefur mætingin verið
virkilega góð. Þátttaka nemenda
er það sem heldur félagslífinu
gangandi og hún hefur verið frá-
bær það sem af er skólaári. Við
erum núna að gefa út skólapeys-
ur og stefnum á að hafa árshátíð
um leið og sóttvarnareglur leyfa.
Einnig stefnum við á að hafa
marga smærri viðburði líkt og
skíðaferð, LAN og fleira,“ segir
Marinó.
Félagslífið öðruvísi
Eins og gefur að skilja hefur
félagslífið á Covid-tímum verið
allt öðruvísi en vanalega og hef-
ur stjórn nemendafélagsins þurft
að leita nýrra leiða til að geta
haldið viðburði innan þeirra sótt-
varnatakmarkana sem gilt hafa.
Marinó segir að þau hafi til að
mynda haldið bílabíó sem var
mjög vel sótt, verið með
instagram-stigaleik og haldið
pub-quiz í beinni á netinu.
„Þetta hefur þrátt fyrir allt
verið mjög góð reynsla sem mun
nýtast okkur í framtíðinni þar
sem það er krefjandi að þurfa að
hugsa í lausnum í þessum að-
stæðum.“
Nú þegar nemendur mega
mæta aftur í skólann telur hann
að þeir séu almennt mjög sáttir
við það og að fá að umgangast fé-
lagana og sinna sínu námi. Hann
segir að í haust, þegar kennslan
fór meira og minna öll fram á
Teams, hafi verið komin mikil
þreyta í mannskapinn. Nýjasta
breytingin í skólahaldinu að
byrja klukkan níu á morgnana
fer mjög vel í alla nemendur
skólans og hefur Marinó bara
heyrt jákvæðar umræður um
það.
„Þar sem flestar æfingar og
annað félagslíf hjá nemendum
fer fram seint á kvöldin er það að
mínu mati mjög gott að byrja að-
eins seinna vegna þess að svefn
unglinga er mjög mikilvægur.“
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Nemendur Marinó Þór Pálmason
er formaður nemendafélagsins.
Reynsla sem
nýtist í framtíðinni
Félagslífið hefur mikið breyst