Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Strákar standahöllum fæti ííslensku skólakerfi. Á það hefur margsinnis verið bent og Ísland sker sig heldur ekki úr að þessu leyti. Þessi vandi veldur víða áhyggjum og leita menn svara við því hvað valdi og reyna um leið að átta sig á hvað sé til bragðs. Í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins hafa þessi mál verið tekin fyrir í blaðinu nú um helgina og fyrir viku og verður þeirri umfjöllun haldið áfram í næsta blaði. Þar kom fram að árið 1975 hefði kynjahlutfall þeirra, sem luku stúdentsprófi á Íslandi, verið jafnt, en árið 2018 var hlutfall kvenna orðið 60%. Breytingin er enn meira afger- andi í háskólanámi. Árið 1973 voru 76% þeirra sem luku námi karlar, árið 1985 var hlutfallið jafnt og nú er hlutfall karla, sem ljúka háskólanámi, 36%. Lykilvandi í grunnskólum er hvað lesskilningi er ábótavant, sérstaklega hjá drengjum. Sam- kvæmt alþjóðlegu PISA- könnuninni, sem lögð var fyrir 15 ára nemendur árið 2018 hafði hlutfall nemenda á Íslandi sem ekki ná grunnhæfni í lesskiln- ingi hækkað úr 22% í 26% milli kannana. Hjá drengjum var hlutfallið komið upp í 34% úr 29%. Það er skuggalega há tala. Finnar hafa verið einna at- kvæðamestir í að leita lausna á þessum vanda um leið og þeir hafa verið duglegir að efla hjá sér skólakerfið og gera það skil- virkara. Þar í landi standa ung- lingar sig einna best í PISA- könnuninni. Finnskir drengir eru þar ofar stúlkum á Íslandi í lesskilningi, en samt eru þeir langt á eftir finnskum stúlkum, eins og kom fram í viðtali við Hermund Sigmundsson, pró- fessor í lífeðlisfræðilegri sál- arfræði við Háskólann í Reykja- vík og Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi, í Sunnudagsblaðinu fyrir viku. Hermundur hefur farið ræki- lega ofan í saumana á þessum málum og þráfaldlega bent á leiðir til úrbóta. Hann vill auka hreyfingu og leggja áherslu á valgreinar til að kveikja ástríðu og hjálpa nemendum að tengja við námið. Þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir drengi. Það þurfi að hjálpa börnum og ung- lingum að finna fjölina sína og því fyrr sem það gerist því betra. Í umfjölluninni var athyglis- vert innlegg frá Tryggva Hjaltasyni, formanni Hugverka- ráðs og starfsmanni tölvuleikja- fyrirtækisins CCP. Hann bendir á að enginn iðnaður verji jafn miklum tíma og peningum í að skilja hegðun og áhugasvið drengja og tölvuleikjaframleið- endur. Þeirra markmið sé að kenna þeim á flóknar vörur þannig að þeir njóti þess að læra og virkja drifkraft þeirra. Tryggvi segir að vitaskuld sé ekki hægt að yf- irfæra þetta beint, en hins vegar megi nýta sér þessa þekkingu og reynslu. Þar vegi tilgangur þungt: „Ef þú hefur skýran tilgang fyrir því af hverju þú ert að læra og taka þátt í þessum nýja heimi þá margfaldast líkurnar á því að þú sért tilbúinn að leggja á þig fórnir og njótir þess að læra,“ segir Tryggvi í viðtalinu. Í blaðinu fyrir viku var meg- ináherslan á skólana, en í Sunnudagsblaðinu nú um helgina er fjallað um mikilvægi foreldra og að gott samstarf sé milli þeirra og skólanna. „For- eldrar eru fyrstu og mikilvæg- ustu kennarar barna og hafa úr- slitaáhrif á líðan þeirra og námsárangur,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem hefur velt vanda drengja í íslenska skóla- kerfinu mikið fyrir sér. Mikil áhersla hefur verið lögð á að leiðrétta slagsíðu og mis- munun gagnvart konum og hef- ur mikið unnist í þeim efnum þótt enn sé verk að vinna. Til- gangurinn er vitaskuld að ná jafnvægi, en ekki að pendúllinn sveiflist þannig að til verði ný slagsíða. Í lok janúar birtist frétt um að konur hjá Strætó væru með 16,4% hærri laun heldur en karlar að meðaltali hjá fyrir- tækinu. Kom fram að ástæðan væri sú að hjá Strætó væru kon- ur í meirihluta í í sérhæfðari stjórnunar- og sérfræðistörfum. Þegar breytur á borð við mennt- un og ábyrgð í starfi hefðu verið teknar út væri óútskýrður launamunur aðeins 0,3% konum í hag. Kynjaskipting hjá Strætó er 80% karlar og 20% konur. Konur sinna hins vegar sér- fræði- og stjórnunarstörfum í 67% tilvika hjá fyrirtækinu, en karlar í 33% tilvika. Þetta eru nokkurn veginn sömu hlutföll og eru milli kvenna og karla sem nú ljúka háskólanámi. Skekkjan í skólakerfinu getur orðið afdrifarík. Miklu púðri er eytt í menntun og það er grát- legt að hún nýtist ekki til að tryggja að sem flestir nái að njóta sín og nýta hæfileika sína til fulls. Það gengur ekki að kerfið sé þannig uppbyggt að annað kynið njóti sín betur en hitt. Allt of margir átta sig ekki á því hvar hæfileikar þeirra liggja fyrr en seint og um síðir og eiga þá að baki mörg ár þar sem þeir hafa þurft að glíma við vanmetakennd og erfiðleika vegna þess að þeir náðu sér ekki á strik í skólanum. Þessi skekkja getur líka haft graf- alvarlegar afleiðingar fyrir sam- félagið allt. Það er ekki nóg að vita af vandanum, það þarf að bregðast markvisst við og það er mikið í húfi. Drengir njóta sín ekki í íslenska skóla- kerfinu og það getur haft alvarlegar afleiðingar} Skekkja í skólakerfinu Í nýrri úttekt um heilsu út frá jafn- réttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við lakara heilsufar og minni lífsgæði en karlar og að ástæður þess megi rekja að hluta til félagslegrar og efnahagslegrar stöðu þeirra í samfélaginu. Í úttektinni eru gerðar ýmsar tillögur til úrbóta þar sem áhersla er lögð á að auka heilsufarslegan jöfnuð og stuðla að jöfnu aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Í fyrra fól ég Finnborgu S. Steinþórsdóttur, doktor í kynjafræði, að vinna fyrir heilbrigðis- ráðuneytið úttekt þar sem heilsufar kynjanna er kortlagt út frá kynja- og jafnréttissjónar- miðum og lagt mat á það hvort heilbrigðis- þjónustan mæti ólíkum þörfum kynjanna. Að mínu mati var bæði tímabært og mikilvægt að leggjast í slíka vinnu, og það er fagnaðarefni að úttektin liggur nú fyrir. Rúm 20 ár eru frá útgáfu skýrslu um heilsufar kvenna sem nefnd heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra árin 1995 til 2000 vann. Í þeirri skýrslu var fjallað um heilsufar kvenna í alþjóðlegu samhengi og stöðu heilsufars kvenna hér á landi. Úttekt Finnborgar byggist á fyrirliggjandi gögnum frá ýmsum stofnunum og starfsemi, rannsóknum og skýrslum sem varpa ljósi á heilsu og heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þar kemur fram að samspil launaðrar og ólaunaðrar vinnu hefur mikil áhrif á lífsgæði og heilsu kvenna. Bent er á mikla atvinnuþátttöku hér á landi. Árið 2019 voru um 85% kvenna og 92% karla á aldrinum 25-64 ára virk á vinnumarkaði en mun hærra hlutfall kvenna (30%) er í hlutastarfi en karlar (7%). Konur verja mun meiri tíma en karlar í ólaunaða vinnu sem tengist heimilishaldi og umönnun. Bent er á að umönnunarábyrgð sé mikil á Íslandi, sérstaklega meðal kvenna. Í samanburði við önnur Evr- ópulönd er Ísland með hæst hlutfall fólks sem veitir veikum, fötluðum eða öldruðu skyldfólki reglulega umönnun. Fæðingarorlofstaka foreldra er ein birtingarmynd kynjaðrar umönnunar- ábyrgðar, en konur nýta frekar sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs og eru líklegri til að vera frá vinnumarkaði til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Fyrir liggur að fjárhagsleg staða fólks hefur áhrif á aðgengi að heilbrigðisþjónustu og þá sér- staklega kvenna. Aðrir samverkandi þættir, s.s. menntun, stétt og uppruni, hafa margfeldisáhrif á félagslega og efna- hagslega stöðu fólks og vísbendingar eru um að jaðarsettir hópar búi við lakari heilsu og verra aðgengi að heilbrigðis- þjónustu hér á landi. Kynjaðir áhrifaþættir hafa áhrif á heilsu og líðan kynj- anna, og úttekt Finnborgar veitir okkur dýrmæta þekk- ingu um það málefni. Með því að taka markviss skref í þá átt að stuðla að úrbótum á þessu sviði bætum við heilsu og líðan og síðast en ekki síst aukum við jafnrétti kynjanna. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilsa út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Búrma, sem einnig er þekktsem Mjanmar, er líklegaeitt besta dæmi um þver-stæðu alþjóðastjórnmála þar sem aðgerðir hinna frjálsu lýð- ræðisríkja til stuðnings lýðræð- issinnum og mannréttindum hafa beinlínis orðið til þess að Búrma halli sér í sífellt auknum mæli í átt að al- ræðisríkinu Kína, sem nú hefur komið sér í lykilstöðu gagnvart her Búrma, sem fyrir fáeinum dögum tók völdin í landinu á ný. Herstjórnin í Búrma hafði frá valdatöku sinni 1962 fram að lýðræð- isumbótum á 21. öld unnið að því að halda landinu lokuðu og staðið gegn of djúpu efnahagssamtarfi við erlend ríki. Hefur herinn talið það ógna full- veldi ríkisins að verða of háð erlend- um öflum. Áhrif Kína í landinu urðu hins vegar sífellt meiri þar sem Búrma varð sífellt einangraðra á al- þjóðavettvangi vegna viðskipta- þvingana og annarra aðgerða Vest- urlanda sem miðuðu af því að styðja lýðræðisumbætur í landinu. Þetta breyttist þegar aðgerðum Vesturlanda var aflétt á síðasta ára- tug í kjölfar töluverðra breytinga á stjórnarfari Búrma sem hófust við samþykkt nýrrar stjórnarskrár 2008. Thein Sein, síðasti leiðtogi herfor- ingjastjórnarinnar, var búinn að opna landið og leyfði til að mynda andmæl- um almennings að stöðva fram- kvæmdir við Myitsone-vatnsaflsvirkj- unina í eigu kínversks ríkisorkufyrirtæki árið 2011, en ásælni kínverskra fyrirtækja í auð- lindir Búrma höfðu hlotið töluverða gagnrýni. Með velvild hersins Kosningar fóru fram 2010 en Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna, fékk ekki að bjóða sig fram til þings fyrr en 2012 og náði hún kjöri í emb- ætti forseta árið 2016. Ekki má þó telja að herinn hafi með öllu gefið frá sér völdin þar sem herinn skipaði áfram meðal annars stóran hluta þingmanna óháð niðurstöðum kosn- inga og var honum veitt neitunarvald að því er varðar breytingar á stjórn- arskrá landsins. Suu Kyi var með öðr- um orðum gert að stýra landi í átt að aukinni velmegnun og lýðræðis- umbótum, á sama tíma og hún þurfti að tryggja að allar ákvarðanir fengju blessun yfirmanna hersins til að við- halda stöðugleika og tryggja að í land- inu væri stjórn með vott af lýðræðis- legu umboði. Leiðtogi lýðræðissinna, Suu Kyi, var því milli steins og sleggju árið 2017 þegar herinn hóf að beita þjóð- flokk Róhingja ofsóknum og grófu of- beldi, sem sumir tala um sem þjóð- armorð. Til að halda í einhverja von um stöðugleika innan Búrma gat hún ekki opinberlega gert það sem íbúar lýðræðisríkja ætluðust til af henni; mótmæla aðgerðum hersins. Þetta leiddi til þess að Búrma var á ný beitt ýmsum þvingunaraðgerðum af hálfu Vesturlanda. Líklega ekki stutt af Kína Hentaði þetta kínverskum yfirvöld- um ágætlega sem tóku á móti Búrma með opnum örmum, enda höfðu lýð- ræðisumbæturnar valdið kínverskum stjórnvöldum höfuðverk með því að tefja langtímaáætlanir kínverskra yf- irvalda. Ummerki um breyttar áherslur sáust greinilega í síðasta mánuði en 11. janúar var Wang Yi, ut- anríkisráðherra Kína, mættur til Búrma og hét því að styðja ríkið í bar- áttunni gegn kórónuveirunni og hvatti mjanmörsk yfirvöld til að hraða upp- byggingu á „efnahagsgöngum“ Kína og Búrma, sem eru innviðaverkefni sem eiga að tengja kínverska hag- kerfið við Indlandshaf. Greinendur takast nú á um hvort valdarán hersins 1. febrúar hafi verið framkvæmt með velvild kínverskra yfirvalda og hefur ýtt undir slíkar kenningar að Kína hafi á þriðjudag beitt neitunarvaldi í öryggisráðinu gegn ályktun þar sem meðal annars er krafist að kjörnir fulltrúar verði látnir lausir úr haldi hersins. Benda sumir greinendur einnig á þá hags- muni sem Kína hefur af því að hafa vinveitta stjórn í Búrma. Hins vegar gekk kínverskum yfirvöldum vel að rækta gott samband við Búrma fyrir valdatöku hersins einmitt vegna ein- angrunar ríkisins síðustu ár og er tal- ið ólíklegt að opinber heimsókn hafi átt sér stað í janúar ef vitað var hvað myndi gerast við mánaðamót. Arkitekt ódæðisverka Nýlegar yfirlýsingar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, um að beita landið frekari þvingunaraðgerðum vegna valdaránsins eru líklega ekki til þess fallnar að grafa undan áhrif- um Kína. Kínverska ríkið er í þeirri stöðu að geta aukið áhrif sín sama hvernig fer og teflir því nú sjálfu sér fram sem sáttasemjara. Hneykslun, fordæming, réttlætiskennd og til- heyrandi aðgerðir vestrænna lýðræð- isríkja hafa því í raun ekki gert annað en að styðja við áhrif andlýðræðis- legra afla. Eitt er þó ljóst og það er að Róh- ingjar í flóttamannabúðum í Bangla- dess sem fögnuðu handtöku Suu Kyi hafa litla ástæðu til að gleðjast. Leið- togi nýju herstjórnarinnar, herfor- inginn Min Aung Hlaing, er sá sem skipulagði og sá um framkvæmd að- gerða hersins gegn Róhingjum. Her- inn hefur allt frá 1982 níðst á þessum minnihluta en þá voru Róhingjar sviptir ríkisborgararétti. Áhrif Kína í Búrma efld af Vesturlöndum AFP Ágreiningur Aung San Suu Kyi, forseti Búrma, og Min Aung Hlaing, yfir- maður hersins í Búrma, áður en sá síðarnefndi rændi völdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.