Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
✝ GuðríðurÁgústsdóttir,
Ríta, fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1942. Hún
lést á líknardeild
Landspítala 16.
janúar 2021. For-
eldrar hennar voru
Ágúst Jónsson frá
Hákonarbæ, f. 8.8.
1896, d. 6.9. 1969,
og Magda María
Balzeit Jónsson frá Þýskalandi,
f. 17.8. 1910, d. 4.8. 1966.
Systkini Rítu: 1. Jón T., f.
25.4. 1936, d. 5.7. 2017, 2. Theó-
dór Helgi, f. 3.3. 1938, 3. Hans,
f. 25.7. 1939, d. 25.10. 1968. 4.
Ríta ólst upp í Grjótaþorpinu,
Mjóstræti 10, „Hákonarbæ“, í
Reykjavík. Hún byrjaði ung að
vinna í prentsmiðjunni PÁS.
Eftir að börnin fæddust var
hún heimavinnandi fram til
1980 en þá lagði hún stund á
tækniteiknun. Hún vann við
teiknun í nokkurn tíma en hóf
síðan störf í Flataskóla í Garða-
bæ sem skólaliði. Ríta var
handlagin, prjónaði mikið,
lærði tréskurð og svo málaði
hún myndir. Ríta og Gunnar
voru frumbyggjar í Neðra-
Breiðholti og fluttu síðar í
Garðabæinn. Síðustu æviárin
bjuggu þau í Kópavogi.
Útför Rítu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 6.
febrúar 2021, klukkan 14.
Streymt verður frá útför á:
https://youtu.be/RyLAv-PlCUQ
Virkan hlekk á streymi má
finna á
https://www.mbl.is/andlat
Ágústa, f. 8.8. 1944,
5. Torfi H., f. 25.3.
1946, 6. Geir, f.
22.9. 1949.
Ríta giftist Gunn-
ari Jónssyni, f.
26.11. 1940, d. 4.11.
2008, þann 19. apríl
1962. Börn Rítu og
Gunnars eru 1) Ari
Guðjón Gunnarsson,
f. 12.1. 1963, maki
Guðlaug Rakel Guð-
jónsdóttir, dætur þeirra eru
Gyða Rut, Karen Birna og Bryn-
dís. 2) Helga Gunnarsdóttir, f.
11.2. 1965, maki Leifur Að-
alsteinsson, börn Helgu eru
Sara Hrund og Gunnar Helgi.
Elsku mamma, takk fyrir allt
sem þú kenndir mér, það er
sárt að þurfa að kveðja en við
fjölskyldan munum ylja okkur
við góðu minningarnar og sam-
gleðjast þér að vera farin til
pabba, sem þú saknaðir svo
mikið. Við systkinin fengum
gott atlæti og skemmtilegt upp-
eldi. Við vorum alltaf hvött til
að standa okkur vel og prófa
alls konar hluti. Við stunduðum
mikla útivist og ferðalög voru
stór hluti af æsku okkar. Allar
ferðirnar í Fljótstungu, þar sem
við gerðumst matvinnungar. Þú
hugsaðir alltaf um börnin í
sveitinni, að þau fengju eitthvað
smá gotterí þegar okkur gest-
ina bar að garði. Jólagjafirnar
frá ykkur pabba tengdust yf-
irleitt útiveru eða íþróttum,
skautum, sleðum, skíðum, borð-
tennisspöðum og svo mætti
lengi telja. Þú lagðir mikla
áherslu á að skilja aldrei neinn
út undan, gera aldrei upp á milli
og hlúðir vel að okkur börn-
unum þínum svo ég tali nú ekki
um barnabörnin, sem áttu hug
og hjarta þitt frá fyrstu stundu.
Það væsti nú ekki um þau hjá
ömmu sinni. Mér finnst alltaf
gaman að rifja upp þegar ég var
6 ára og Guðjón 8 ára, þá var
tekin sú ákvörðun að kaupa
skíði á alla fjölskylduna, keypt
voru Elan-skíði með gorma-
bindingum og Iðunnarskór, síð-
an var hóað í skíðakennara og
þessi fjögurra manna fjölskylda
skundaði í Hveradali til að læra
á skíði. Skíðaferðirnar urðu síð-
an æði margar, í Bláfjöll, Skála-
fell, á Hengilssvæðið, Akureyri
og svo til Austurríkis. Fyrsta
ferðin til Akureyrar er mér
mjög kær, þar gistum við í
skíðaskálanum uppi í fjalli, nut-
um lífsins og áttum svo ótrúlega
skemmtilega stund við gítarspil
og söng á kvöldvöku og er þetta
ein skemmtilegasta ferð æsku-
minninganna. Ég man lítið eftir
því að hafa búið í Hraunbænum,
en man mjög vel eftir því þegar
við fluttum í Eyjabakkann sem
frumbyggjar í Neðra-Breið-
holti. Þar var nú líf og fjör, fót-
bolti og brennó á stóra túninu
og svo skautað á stóra bílaplan-
inu yfir vetrartímann. Þú varst
heimavinnandi uppvaxtarárin
okkar og kallaðir alltaf á okkur
um miðjan dag með orðunum
„drekkutími“, þá stökk maður
inn og skóflaði í sig marmara-
köku og mjólkurglasi áður en
rokið var aftur út að leika. Þú
varst mjög natin við að sitja
með mér yfir heimalærdómnum
og hvattir mig ætíð til að gera
mitt besta. Það var pínu sjokk
að rífa sig upp úr Breiðholtinu
og flytja í Garðabæinn, þar sem
þið pabbi ákváðuð að byggja í
Hlíðarbyggðinni, en það var
mikið gæfuspor og eiginlega
eins og að flytja út í sveit. Þar
var allt annar bæjarbragur,
dúfnakofar, njósnaraleikur, hjó-
latúrar í náttúrunni í kring og
móanum fyrir neðan húsið. Þið
pabbi gerðuð náttúrulega allt
sjálf eftir að húsið varð fokhelt
og lærði maður því snemma að
taka til hendinni með ykkur.
Þið lögðuð mikla áherslu á að
búa okkur gott uppeldi og góð-
an grunn fyrir lífið. Í Hlíðar-
byggðinni var oft mikið fjör,
það var borðtennisborð í kjall-
aranum og þar skemmtum við
okkur vel og svo var nú líka smá
keppni. Ég fékk hest í ferming-
argjöf og svona mætti lengi
telja.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín
Helga.
Elsku mamma. Þú ert farin í
ferðalag til fundar við pabba.
Líf þitt breyttist eftir að pabbi
fór, þú saknaðir hans og beiðst
eftir endurfundum.
Það er margs að minnast og
margar góðar minningar. Ég
spurði þig einu sinni þegar ég
var lítill: Af hverju ertu heima-
vinnandi, væri ekki skemmti-
legra að vinna einhvers staðar?
Svar þitt var stutt og hnitmið-
að: Hver á þá að sjá um ykkur
systkinin? Þú vildir vera til
staðar þegar við kæmum heim
úr skólanum og hjálpa okkur
við lærdóminn.
Þú hafðir áhuga á því að fjöl-
skyldan sameinaðist í áhuga-
málum. Á veturna fórum við
saman á skíði og skauta og á
sumrin fórum við um hverja
helgi eitthvað út úr bænum í
útilegu eða Borgarfjörðinn. Þú
hafðir svo mikinn áhuga á öllu
sem tengdist útivist, sennilega
hef ég fengið eitthvað af því í
gegnum móðurmjólkina.
Þegar þú greindist í lok nóv-
ember með illvígan sjúkdóm
breyttist líf þitt – undirbúning-
ur undir lokaferðina. Það er
skrýtið að segja það að við átt-
um svo dýrmætar samveru-
stundir eftir að þú veiktist. Það
var ýmislegt rætt og rifjað upp
sem mér þykir sérstaklega
vænt um. Við notuðum tæknina
til að hringja í vini og ættingja,
þú spurðir alltaf hvort ég ætlaði
að vera með einhvern fíflagang
og fórst að hlæja. Í hvert sinn
sem ég spurði hvernig þér liði
svaraðir þú því að þér liði vel,
værir sátt og allir væru svo góð-
ir við þig. Þvílíkt æðruleysi sem
þú sýndir á lokametrunum, því
er ekki hægt að lýsa með orð-
um.
Hvíl í friði.
Þinn sonur,
Guðjón.
Elsku amma, þegar ég hugsa
til baka þá eru margar góðar
minningar sem ylja um hjartað.
Tíminn með ykkur afa í Hlíð-
arbyggðinni var svo dásamleg-
ur. Við barnabörnin alveg í ess-
inu okkar með alla athyglina
ykkar. Við fengum öll að
blómstra á okkar hátt eins ólík
og við öll erum. Stundirnar sem
við áttum saman voru svo marg-
ar og góðar eins og að spila
borðtennis, spila í fótbolta-
spilinu, úti í garði í alls konar
leikjum og kíkja á jarðarberin,
réttirnar og alls konar útivist.
Þér fannst svo mikilvægt að
hver og einn karakter fengi að
njóta sín. Þegar ég var lítil var
ég hrædd við marga hluti og
hlédræg, en þú vildir svo mikið
draga mig út úr skelinni. Við
klifruðum saman í trjám og ég
fékk að fara upp á húsþak á
Hlíðarbyggðinni og þú hvattir
mig til að hafa minni áhyggjur
og vera meira frjáls. Ég sagði
krökkunum í skólanum mínum
stolt frá því að ég ætti sko
ömmu sem klifraði í trjám og
hefði verið indíáni í fyrra lífi.
Þegar ég eignaðist strákana
mína varstu dugleg að koma til
mín og vera með okkur. Þú
varst algjör barnagæla og gafst
öllum börnunum mínum óskipta
athygli og hlýju. Þér fannst svo
mikilvægt að þeim liði vel. Þú
passaðir mikið upp á Magneu,
að hún fengi nú næga athygli
þegar Heiðar Már og Fannar
Már fæddust. Á afmælum
barnanna fengu hin systkinin
líka smá pakka svo engum
fannst hann út undan, sem var
nákvæmlega eins og þið afi
gerðuð þegar við systurnar
héldum upp á afmælin okkar,
alltaf að passa að öllum börn-
unum liði vel.
Tíminn sem ég átti með þér á
líknardeildinni var svo dýrmæt-
ur, þakklætinu og ástinni sem
þú sýndir síðustu dagana mun
ég ekki gleyma. Við rifjuðum
upp svo margar minningar sam-
an og hlógum svo mikið að eitt
sinn fannst þér við þurfa að af-
saka okkur við starfsfólkið;
okkur fyndist bara svo gaman
að vera saman og fá að fíflast
aðeins og njóta stundarinnar
saman.
Ég kveð þig með ást og þakk-
læti í hjarta. Takk fyrir að trúa
alltaf á mig og vera til staðar.
Þín
Gyða Rut.
Elsku hjartans amman mín
besta.
Fjölskyldan var án efa það
mikilvægasta í þínu lífi og skein
það í gegn í hvert sinn sem ég
hitti þig eða fékk símtal frá þér.
Þá var mikið spurt út í það sem
maður væri að gera, og láta vita
hvernig aðrir hefðu það og hvað
þeir væru að gera. Það skipti
þig miklu máli að öllum liði vel.
Þér á ég svo ótal margt að
þakka; einlægnina, kærleikann,
minningar, hlustunina, ráðlegg-
ingar, geymd leyndarmál og
vinskapinn. Ég man úr Hlíðar-
byggðinni hvað það var alltaf
gott að koma til ykkar afa. Þú
tókst á móti manni með hlýju
faðmlagi og skokkaðir um gang-
ana með bros á vör. Sem barn
var ómetanlegt að fá svona ein-
læga og fallega athygli sem þú
gafst í hvert sinn sem maður
var með þér. Mér þótti svo
gaman að dunda með þér og
afa. Ýmist í borðtennis, horfa á
slide show, horfa á Indíánann í
skápnum eða eiga ykkur fyrir
mig og spila fyrir ykkur á bláa
banjóið, hvött áfram til hins
ýtrasta. Ég gleymdi mér alveg í
ævintýrahúsinu ykkar. Mér
fannst algjör lúxus þegar ég
fékk brauð með kæfu sem þú
bjóst til og ískalda mjólk.
Eftir að ég varð eldri þá átt-
um við okkar „ömmu-miðviku-
daga“, þá sóttirðu mig í skólann
og þá átti ég þig alveg út af fyr-
ir mig í heilan dag. Fastir liðir
voru snúður með glassúri og
spila við þig sequence og ræða
um daginn og veginn. Þú varst
án efa mín mesta klappstýra.
Eftir að ég byrjaði í náminu
mínu þá fannst þér svo gaman
að vita hvað ég væri að gera og
læra. Þú varst alltaf með putt-
ann á púlsinum um hvað aðrir í
tónlistargeiranum væru að
gera, þeirra nám og bakgrunn.
Þú varst svo áhugasöm um
þetta allt saman að þú vissir
alltaf miklu meira en ég og það
er svo fallegt. Ef ég verð ein-
hvern tíma mamma og amma,
þá hef ég lært svo mikið af þér.
Þú sagðir við mig á spítalanum
að maður ætti alltaf að hafa
börnin í forgangi. Það skein svo
innilega í gegn í okkar sam-
verustundum, því barnabörnin
voru alltaf í forgangi. Eins og
þú sagðir við mig á líknardeild-
inni þá höfum við alltaf átt mjög
sérstakt samband og töluðum
oft um hluti sem okkur fannst
gott að tala um hvor við aðra.
Það voru umræðuefni sem fóru
aðeins okkar á milli og töluðum
við báðar um hvað okkur fannst
það gott. Takk fyrir fallegu orð-
in sem þú sagðir við mig á
krabbameinsdeildinni, þau
munu lifa með mér. Ég er svo
þakklát að hafa fengið að vera
mikið með þér á líknardeildinni,
í gegnum símann, þó ég hafi
verið svo langt í burtu.
Takk fyrir að hafa sagt alltaf
í lok símtala að þú elskaðir mig
og kalla mig „ljúfan, dúllan eða
stelpan mín“. Takk fyrir að hafa
verið amma mín, takk fyrir að
trúa á mig, takk fyrir þig.
Ég veit að afi hefur tekið á
móti þér með opnum örmum.
Guð geymi þig um alla tíð -
þangað til næst, elsku engillinn
minn.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin
mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
(Höf. ók.)
Þín
Bryndís.
Guðríður Ríta Ágústsdóttir
systir og mágkona lést 16. jan-
úar 2021.
Hugurinn leitar til barnæsku
í Mjóstræti 10.
Uppeldi í mannmörgu
Grjótaþorpi, jafnvel sjö börn á
fleiri heimilum. Leikvöllurinn
milli toghlera í Glaskov-porti og
í grunni Morgunblaðshússins.
Vinna í prentsmiðju PÁS var
gott innlegg í uppeldi okkar
systkina.
Ferðalög með Úlfari Jakob-
sen vöktu áhuga okkar á nátt-
úru Íslands. Þar kynntust þau
Ríta og Gunnar Jónsson og
urðu fljótt hjón.
Við horfum til fyrri stunda,
ánægjulegt sambýli í Eyja-
bakka 3 og 11. Fallegt heimili.
Ferðalög eru okkur minnis-
stæð. Skíðaferðir til Ítalíu í
góðra vina hópi.
Tíminn líður hratt, börnin
vaxa úr grasi og allt í einu
stöndum við gömul og kveðjum.
Þökkum margar glaðar stundir.
Minning Rítu lifir í hjörtum
okkar.
Innileg samúð til Guðjóns,
Helgu og fjölskyldna þeirra.
Margrét og
Torfi H. Ágústsson.
Kær mágkona og vinkona
okkar, Guðríður Ágústsdóttir,
lést þann 16. janúar sl. Margs
er að minnast þar sem við höf-
um átt samleið í yfir 50 ár.
Fyrstu kynni okkar voru þegar
Gunnar bróðir minn kom heim
til foreldra okkar og kynnti
kærustu sína, sem ávallt var
kölluð Ríta, fyrir fjölskyldunni.
Kom fljótt í ljós að þau höfðu
sömu áhugamál, að skoða landið
okkar og síðar meir að skoða
áhugaverða staði í Evrópu. En
einn var sá staður í lífi þeirra og
það var að fara í Borgarfjörðinn
eða þá í Fljótstungu þar sem
þau voru ávallt velkomin eins
og aðrir heimamenn, það var
þeim afar kært að geta komið
með börnin sín, Guðjón og
Helgu, í sveitina og leyft þeim
að njóta sveitasælunnar. Oft
fórum við saman í ferðalög og
börnin okkar ávallt með, hvort
heldur í tjaldútilegu, á skíði eða
í Fljótstungu, og yfir 40 ár höf-
um við farið í Fljótstunguréttir,
sem við förum árlega í ásamt
fjölskyldu Halldóru systur okk-
ar Gunnars, og alltaf stækkar
hópurinn. Um tíma bjuggum við
í sama stigagangi, það var árið
1969 sem við kaupum okkur
íbúð við Eyjabakka í Breiðholt-
inu sem styrkti vináttu okkar
og barnanna.
Ríta var afar fróðleiksfús og
hafði gaman af að segja frá því
sem hún upplifði eða hafði lesið
um. Einnig var hún mjög list-
ræn og eru til eftir hana fal-
legar vatnslitamyndir og þau
hjón skilja eftir sig mjög falleg
trélistaverk sem þau skáru út.
Árin liðu og eftir andlát Gunn-
ars í nóvember 2008 sem var
erfitt kynnti Ríta sér hvað væri
í boði hjá eldri borgurum og þar
fann hún sig vel, þá sérstaklega
við spilamennsku og þar naut
hún sín í góðra vina hópi. Nú er
komið að kveðjustund, kæra
mágkona og vinkona. Þökkum
allar góðar stundir og vináttu
sem við áttum saman.
Sigurður og Ágústa.
Elsku Ríta. Tilvera okkar er
undarlegt ferðalag, við erum
gestir og hótel okkar er jörðin.
Ferðalagið hefur verið við-
burðaríkt, það er margs að
minnast – fjöldi samverustunda.
Kveðjustundin er endanleg,
engu hægt að breyta né bæta
við. Eftir sitja hlýjar og fallegar
minningar sem lifa um ókomin
ár.
Ég man eins og það hafi
gerst í gær þegar við sáumst
fyrst. Það var þegar við Guðjón
komum í fyrsta skipti saman til
ykkar í mat í Hlíðarbyggðinni.
Man hvað þið tókuð okkur fagn-
andi, gleðin var einlæg og gagn-
kvæm.
Fyrir þér var fjölskyldan
númer eitt og ekki síst barna-
börnin sem voru líf þitt og yndi.
Þú varst svo glöð þegar Gyða
Rut, fyrsta barnabarnið, kom í
heiminn. Þegar ég byrjaði að
vinna aftur varst þú boðin og
búin að gæta Gyðu Rutar, það
væsti nú ekki um hana hjá þér.
Þar sem hún var fyrirburi varst
þú svo ötul við að örva hana á
allan hátt – alltaf svo stolt af
framförunum. Síðan fjölgaði
barnabörnunum, þú veittir þeim
öllum óskipta athygli og sýndir
áhuga á öllu því sem þau tóku
sér fyrir hendur. Fyrir þetta er
ég þér óendanlega þakklát.
Það er ekki hægt að lýsa þér
í fáum orðum. Þú varst sterkur
persónuleiki, hafðir ákveðnar
og ígrundaðar skoðanir. Þú
varst mikill náttúruverndar-
sinni, menningarsinni og mann-
vinur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(KN)
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð þig.
Þín tengdadóttir,
Rakel.
Guðríður
Ágústsdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát