Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 9.30. Athugið breyttan tíma – klukkan hálftíu. Gunnbjörg Óla- dóttir guðfræðingur og séra Sigurður Jónsson leiða samverustundina. Fermingarbörn að- stoða. Kaffisopi og djús í Ási á eftir. Tveggja metra regla og grímuskylda í gildi. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinu, Steinunnar og Þorbjargar. DÓMKIRKJAN | Alla þriðjudaga er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu. Tíðasöngur á fimmtu- dögum kl. 17 með séra Sveini Valgeirssyni. Á sunnudögum er Dómkirkjan opin klukkan 11- 12 og virka daga 10-14. Gott að koma í kirkj- una og njóta í íhugun og bæn. Virðum fjöldatak- markanir og sóttvarnatilmæli. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 7. febrúar verða í boði tvær altarisgöngur. Sú fyrri verður kl. 11 en sú seinni kl. 12. Fylgt verður öllum sóttvarnareglum og er nauðsynlegt að skrá sig áður. Það er hægt að gera á netfang- inu grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is. eða í síma 587-9070. Gott er að koma með sinn eigin bolla eða glas. Prestar kirkjunnar þjóna. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskólinn verður í streymi kl. 11. Um- sjón með honum hafa Ásta Jóhanna Harðar- dóttir og Hólmfríður Frostadóttir. GRENSÁSKIRKJA | Sameiginlegt barnastarf Fossvogsprestakalls í Bústaðakirkju kl. 11. Helgistundir og hugleiðingar á netinu. Kyrrð- arstund í Grensáskirkju kl. 12 á þriðjudag, nú- vitundarstund á fimmtudag kl. 18.15. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Orgelandakt við kertaljós kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel. Minnt er á fjöldatakmarkanir og grímuskyldu fyrir 16 ára og eldri. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina. Lenka Má- téová kantor kirkjunnar sér um tónlistarflutn- ing. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. NESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá sr. Steinunnar A. Björnsdóttur og Ara Agnars- sonar. Gengið er beint inn í safnaðarheimilið. Helgistund í kirkjunni kl. 11 í umsjá sr. Skúla S. Ólafssonar. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgel. Gengið er beint inn í kirkjuna um aðaldyr. Sóttvarnareglum verður fylgt. Spritt er á staðn- um, fjarlægðarmörk haldin og hámark 20 full- orðnir og 50 börn á hvorri stund. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á facebook-síðu Seltjarnarneskirkju á Biblíudaginn kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor og gídeon- maður, flytur hugleiðingu. Eygló Rúnarsdóttir syngur. Margrét Albertsdóttir og Guðmundur Einarsson lesa ritningarlestra. Ingólfur Ár- mannsson gídeonmaður les bænir. Tæknimað- ur er Sveinn Bjarki Tómasson. Bænastund í streymi á facebook-síðu Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 12. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Prestbakkakirkja Messur á morgun Félag lífeindafræð- inga hefur vakið at- hygli á illa ígrunduðu yfirfærsluferli í skim- un fyrir legháls- krabbameini sem tók gildi 1. janúar 2021. Heilbrigðisráðherra hefur fullyrt að með útvistun sé verið að auka öryggi sem við drögum í efa. Við höf- um óskað eftir viðtali við heilbrigðisráðherra og land- lækni vegna breytinganna og upp- lýsingum frá Sjúkratryggingum vegna samninga vegna útvistunar á rannsóknum tengdum legháls- frumsýnum en ekki fengið. Í Læknablaðinu, 2. tbl. 107. árg. 2021, skrifar Reynir Tómas Geirs- son læknir og bendir á það glopp- ótta ferli sem er nú í gangi við yf- irfærslu í skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabba- meinsfélagi Íslands til heilsugæsl- unnar í landinu. Hann spyr mik- ilvægra spurninga: „Er heilsugæslan tilbúin með þjálfað starfslið og réttan búnað? Eru skoðunarstólar og ljósgjafar eins og best verður á kosið á heilsugæslustöðvum landsins? Hvernig verður tryggt að upplýs- ingagjöf sé samræmd fyrir allar heilsugæslustöðvar, eftirfylgd af- brigðilegra sýna virk og innköll- unarkerfi og skráning meinsemda eða for- stiga þeirra sé sem best? Hvar á frum- umeinafræðin að vera og hver sér um úr- vinnslu HPV- greininga? Hvernig á að reka frumumeina- rannsóknirnar og hvar? Hvernig tengj- ast frumurannsóknir upplýsingum úr HPV- sýnum? Á að endur- meta sýnatökutímann í ljósi nýrra al- þjóðlegra rannsókna og um leið fyrri og vonandi nýrra íslenskra rannsókna?“ Hann bendir einnig á þá ómet- anlegu reynslu lífeindafræðinga og sérhæfðra frumumeinafræðinga og þá hættu sem skapast, ef reynsla og þekking frumurannsóknarstof- unnar færist úr landi. Að frum- umeinafræðirannsóknir leggist meira eða minna af á Íslandi, sem aftur hefur áhrif á uppbyggingu nauðsynlegrar sérnámsleiðar fyrir lækna og lífeindafræðinga í meina- fræðigreinum. „Reynsla af útvistun er ekki endilega alltaf góð og ábyrgð- arferlar alls ekki skýrir ef eitthvað fer ekki eins og það á að fara í skimuninni, – sem er óhjá- kvæmilegt að verði. Margt í grein- ingu og lækningum sjaldgæfari til- vika í heilbrigðisþjónustu ætti alls ekki rétt á sér á Íslandi ef einungis ætti að miða við fjölda tilvika.“ Ekkert í heilbrigðisþjónustu er gert með 100% öryggi. Hins vegar er hægt að gera ferla sem byggja á stöðlun, með skráðum innleið- ingar-, eftirfylgni- og umbótaáætl- unum sem lágmarka mistök og tryggja rekjanleika. Lífeindafræðingar sem starfa við og eru sérfræðingar í meðhöndlun lífsýna vita að tryggja þarf gæði og öryggi í söfnun lífsýna, geymslu þeirra og flutningi til að þau nýtist í þær rannsóknir sem þarf að gera á þeim. Við spyrjum hvort og þá með hvaða hætti slíkt sé tryggt? Nú köllum við eftir samvinnu fagstétta við yfirfærsluferlið þar sem sérfræðiþekking okkar er nýtt til góðs svo ekki verði undirritaður margra ára bindandi samningur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heilsu og líf íslenskra kvenna og fjölskyldna þeirra. Eftir Öldu Margréti Hauksdóttur » Spurningar vegna skimunar fyrir leg- hálskrabbameini, útvist- unar rannsókna, taps á þekkingu og mögulegra áhrifa þess á heilsu kvenna. Alda Margrét Hauksdóttir Höfundur er formaður Félags lífeindafræðinga. fl@bhm.is Sérfræði- og fagþekking lífeindafræðinga ekki metin að verðleikum Samtök sveitarfé- laga á höfuðborg- arsvæðin eru að þjappa saman fólki sínu. Hús skulu nú reist upp í loftið svo fleiri íbúðir rúmist á hverjum hektara og meiri fasteignagjöld streymi í kassann. Fólk á ferð skal einnig taka færri fermetra á vegunum svo því skal þjappað saman í hina stóru vagna Borgarlínu þegar hún kemur en pakkað saman þangað til í biðröðum umferðartafa. Meðan á þessari bar- áttu stendur má umferðin ganga á hraða snigilsins. Borgarlína bætir lítið. Þó henni séu ætlaðar sér ak- reinar sem enginn annar má nota flýtir það aðeins för milli þess sem hún stoppar á öðru hverju götuhorni svo hún nær aðeins lágum hraða. Höfuðborgarsvæðið er sett í hæga- gang og menn spyrja: hvað með kostnaðinn? Fátt er um svör. Mikil- vægum upplýsingum um tafakostn- að í umferðinni upp á tugi milljarða á ári er leynt. Skýrsla Mannvits og COWI frá 2020 um félagslega greiningu Borg- arlínu vakti, þrátt fyrir vafasamar forsendur, athygli á því að beinan kostnað af umferðartöfum má meta til fjár. Í skýrsluna vantaði hins veg- ar tölur um heildarumferðartafir á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að þær hafi ótvírætt verið reiknaðar við gerð hennar hafa þær ekki verið birtar, enda óþægilegt fyrir Reykja- víkurborg sem hefur staðið gegn áhrifaríkum aðgerðum til að greiða fyrir umferðinni innan sinna vé- banda. Því var svipast um eftir upp- lýsingum sem gætu gefið til kynna hve miklar tafirnar væru og þær fundust. Vegagerðin hefur á heimasíðu sinni upplýsingar um umferð á höf- uðborgarsvæðinu, magn hennar og dreifingu yfir sólahringinn, til eru alþjóðlegar mælingar og verkfræði- stofan VSÓ gerði árið 2017 á vegum SSH umferðarspá fyrir höfuðborg- arsvæðið og gekk þá út frá grunn- upplýsingum frá árinu 2012. Þessar upplýsingar má setja saman í reikni- líkan og kemur þá í ljós, að það líkan skilar nánast sömu niðurstöðum um umferðartafir grunnárs VSÓ eins og þeirra umferðarlíkan gerði og var í samræmi við þá fyrirliggjandi um- ferðarmælingar. Munurinn er innan við 10% og breytir það litlu um heildarmyndina. Niðurstaðan úr þessum reikn- ingum er sú, með núverandi að- stæðum í umferðinni, að félagslegur kostnaður ársins 2020 vegna um- ferðartafa hefur legið skammt neðan við 30 milljarða króna eftir að hafa legið þar yfir í þrjú ár samfleytt vegna meiri umferðar. Þessi kostn- aður mun síðan vaxa upp í nærri 50 milljarða árið 2030. Tímakostn- aður tekur mið af laun- um fólks á millitekjum en væri hærri ef flutn- ingabílar og aðrir vinnubílar væru teknir með í reikninginn. Þetta eru mun hærri tölur en áður hafa sést. Til dæmis gaf Samband iðnrekenda út töluna 15 milljarða ár- ið 2017 og þótti nóg um. Þarna er um að ræða beinan samfélagslegan kostnað umferðartafa en við hann má bæta auknum eldsneytiskostnaði sem gæti hækkað fyrrnefndar tölur í grennd við 10%. Hinn beini tafakostnaður er þó ekki allt. Umferðartafir eru afar óreglulegt fyrirbrigði og gerir það bæði einstaklingum og fyrirtækjum erfitt um vik við áætlunargerð. Af þessum sökum verður til töluvert af dauðum tíma sem erlendar rann- sóknir benda til að geti orðið um 65% af beinu töfunum. Þeir erfið- leikar koma t.d. fram í auknum kostnaði við framkvæmdir og má sem dæmi nefna byggingu nýrra íbúða og vega á byggðum svæðum, að ekki sé talað um framkvæmdir eins og nýja háskólasjúkrahúsið við Landspítalann. Hér er ekki verið að tala um þann kostnað sem verður vegna þrengsla á framkvæmda- svæðum, aðeins dauðan tíma vegna erfiðleika í áætlunargerð og tafir á aðföngum. Heildarmyndin er því sú að kostn- aður sem umferðartafir valda getur nú þegar verið kominn upp í stærð- argráðuna 50 milljarðar króna á ári og verði ekkert að gert vex sú tala í 80 milljarða eða meir á næstu 10 ár- um. Það munar um minna sagði ein- hver en viðbrögðin eru jafnan þau að „Borgarlínan reddar þessu“. Það er af og frá, hún bætir í tafirnar og kostnaðinn þar með. Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akreinar fyrir sig, sem nýtast auð- vitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í dag stoppandi á öðru hverju götuhorni. Fólk er ekki farið að flýja úr einkabílnum enn yfir í strætó og vafasamt að sérakreinar Borgarlínu flýti svo för að hlutur hennar í umferðinni fari langt yfir 5% ferða. Fólk flykkist ekki í Borg- arlínuna fyrr en hún sparar umtals- verðan tíma á við einkabílinn, slíkir eru yfirburðir hans þegar kemur að þægindum, sveigjanleik og flutningi farangurs. Fyrirliggjandi gögn gefa mjög sterka vísbendingu um að kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgar- svæðinu sé kominn langt yfir öll ásættanleg mörk. Það er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að hella yfir almenning hverjum auglýsinga- bæklingnum á fætur öðrum og hverri sérfræðiskýrslunni af annarri án þess að gerð sé grein fyrir því hver kostnaðurinn af töfunum er og allri þessari baráttu um flatarmálið yfirleitt. Það er deginum ljósara að tafirnar hafa verið reiknaðar en nið- urstöður ekki birtar, enda er kostn- aður sem gæti legið á bilinu 50 til 80 milljarðar króna á næsta áratug of hár til að horfa fram hjá honum. Það eru stjórnmálamenn sem ráða þess- ari leynd og tími kominn til að þeir bæti ráð sitt. Baráttan um flatarmálið Eftir Elías Elíasson Elías Elíasson » Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akrein- ar fyrir sig, sem nýtast auðvitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í dag. Höfundur er verkfræðingur. Ef dæma má af leiðaraskrifum Morg- unblaðsins eru Evr- ópusambandinu al- mennt mislagðar hendur og nú einkum á dreifingu bóluefnis gegn Covid-19- faraldrinum, sem enn er skortur á. Þá á það væntanlega ekki síður við allt það mikla regluverk sem tryggir frjálsan innri markað ESB og þar með í EES og er að verulegu leyti grunn- ur þátttöku Íslands í alþjóðlegu viðskipta- og efnahagslegu sam- starfi. Því hefur hingað til verið tekið sem óhrekjanlegri staðreynd að það hafi ekki hvað síst verið einörð barátta okkar sem gerði að 200 mílna fiskveiði- lögsaga var við- urkennd sem alþjóða- réttur. Með aðild Íslands að EFTA og EES lögðum við okkar lóð á vogarskálarnar til að viðskiptafrelsi fyrir útflutningsvörur okkar næðist. Og er- um við ekki einir við gjörvallt Atlanshaf að marka sjálfbæra stefnu í fisk- veiðum með að viðhafa aflahámark og fisveiðiheimildir? Annars vegar eru ákvarðanir annarra ríkja til samstarfs vegna eigin hagsmuna og hins vegar af- staða þeirra til þátttöku Íslands í því samstarfi. Það var síður að vilja annarra að föst, samningsbundin fríverslun er um sjávarafurðir í Evrópu, rétt eins og 200 mílurnar eru alþjóðalög, oft kennd við Ís- lendinga.Vissulega sló þar í hart þótt „bræði“ eða „hnefaréttur“ séu fremur spaugileg lýsing á því sem Bretar hafa fremur tilhneigingu til að líta á sem niðurlægingu. En Evrópusambandið er ekki við eigin sögulok. Síður en svo. En það ríkir óvissa á alþjóðasviðinu og til- efni til að athuga nánar okkar tengsl við Evrópusambandið og þá sérstaklega myntina. Andlát Evrópuhugsjóna ? Eftir Einar Benediktsson »Evrópusambandið er ekki við eigin sögu- lok. Síður en svo. Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.