Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is „ÞAÐ ER Í LAGI MEÐ MIG, HALLFRÍÐUR. ÞETTA ER BARA TRIX TIL AÐ MUNA NAFNIÐ ÞITT.” „ATKVÆÐI ÞITT ER ATKVÆÐI TIL STYRKTAR LITLA MANNINUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa alltaf á björtu hliðarnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SÆLL, JARÐARBÚI NÆR ÞESSI STRENGUR ALLA LEIÐ TIL PLÁNETUNNAR ÞINNAR? JÁ REYNDAR STRENGJA BRÚÐURNAR ERU AÐ GERA INNRÁS BJARGAÐU SÁL ÞINNI Á MEÐAN ENN ER TÍMI TIL! NEI, BRÓÐIR ÓLAFUR! HAPPY HOUR ENDAR EFTIR FIMM MÍNÚTUR! HVERS VEGNA ER ÉG EINU SINNI AÐ REYNA? með fjölskyldunni heima hjá dóttur sinni. Fjölskylda Eiginkona Jóns var Kristbjörg Jakobsdóttir, f. 16.5. 1926 í Lundi á Akureyri, d. 5.1. 2009, húsmóðir og starfsmaður Háskóla Íslands. Fyrsta heimili Jóns og Krist- bjargar var á Keflavíkurflugvelli en svo fluttust þau til Hafnar- fjarðar þar sem heimili þeirra stóð jafnan síðan á Sunnuvegi 9. For- eldrar Kristbjargar voru hjónin Jakob Karlsson, 17.8. 1885, d. 22.6. 1957, skipaafgreiðslumaður og bóndi í Lundi á Akureyri, og Krist- ín Sigurðardóttir, f. 1.11. 1881, d. 30.1. 1957, húsmóðir frá Lundi í Fnjóskadal. Dóttir Jóns og Kristbjargar er Kristín Jónsdóttir, f. 30.12. 1961, félagsráðgjafi. Maki: Ásbjörn Sig- þór Snorrason rafeindavirki. Barnabörn eru Kristbjörg Tinna, f. 1985, Jón, f. 1992, Tindur Orri, f. 1995, og Ylfa Hrönn, f. 1997. Barnabarnabörn eru Styrmir Ási Kaiser, f. 2008, og Jón Flóki Páls- son, f. 2020, synir Kristbjargar Tinnu. Sambýlismaður hennar er Páll Kristjánsson lögmaður. Systkini Jóns voru Þuríður, f. 27.7. 1915, d. 25.9. 1993, húsmóðir og skrifstofumaður; Birgir, f. 19.5. 1919, d. 1.6. 2010, alþingismaður og forseti sameinaðs Alþingis; Ásta, f. 10.9. 1919, d. 1.11. 2007, verslunar- maður; Ingibjörg, f. 19.10, 1921, d. 30.6. 2003, húsmóðir og skrifstofu- maður; Finnur, f. 29.1. 1923, d. 23.10. 2000, kennari. Foreldrar Jóns voru hjónin Finnur Jónsson, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951, póstmeistari á Ísafirði, síðar framkvæmdastjóri, alþingis- maður og ráðherra, og Auður Sig- urgeirsdóttir, f. 2.4. 1888, d. 30.6. 1935, húsmóðir. Finnur kvæntist aftur og var síðari kona hans Magnea Magnúsdóttir, f. 21.11. 1914, d. 23.6. 2002. Jón Finnsson Sigurður Jónsson bóndi í Miðkoti í Svarfaðardal Helga Símonardóttir húsfreyja í Miðkoti Þuríður Sesselja Sigurðardóttir húsfreyja á Stóra-Eyrarlandi, Harðbak og Akureyri Jón Friðfinnsson bóndi á Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilshr., og á Harðbak á Melrakkasléttu, síðar sjómaður og verkamaður áAkureyri Finnur Jónsson framkvæmdastjóri, alþingismaður og ráðherra Rósa Guðmundsdóttir húsfreyja á Vöglum Friðfinnur Jósefsson bóndi á Vöglum í Hrafnagilshr., Eyj. Þórunn Helgadóttir húsfreyja á Hofi Magnús Árnason bóndi á Hofi á Flateyjardal Þuríður Friðrika Magnúsdóttir húsfreyja á Hallgilsstöðum og Ytra-Hóli Sigurgeir Indriðason bóndi á Hallgilsstöðum og Ytra-Hóli í Fnjóskadal Jóna Jónsdóttir húsfreyja á Végeirsstöðum Indriði Sigurðsson bóndi á Végeirsstöðum í Fnjóskadal Úr frændgarði Jóns Finnssonar Auður Sigurgeirsdóttir húsfreyja áAkureyri og Ísafirði Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Letiblóð mun leynast hér. Líka nafn á viði. Lítill steinn í ljánni er. Leikur grind í hliði. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Draugur latur drengur er. Draugur nafn á viði hér. Draugur steinn er loks í ljá. Líta draug í hliði má. Þá er limra: Hún Lauga gamla á Laugum kvað lifandis býsn af draugum fylgja Sveini, en fylgja Steini framliðna, sem hún laug um. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Öðlingi og eðla frú, yngispilti og hnátu, í vikulok að vanda nú vil ég senda gátu: Náskyldur hann okkur er. Afar mikill þurs er sá. Versti auli virðist mér. Í vefstólnum hann finna má. Í fyrsta tölublaði tímaritsins Skjaldar er fjallað um Sigurð Pét- ursson sýslumann (1759-1827), sem nú er helst minnst fyrir að vera upphafsmaður leikritunar á Ís- landi. Hann var kímniskáld gott og eru Stellurímur helsta verk hans í bundnu máli. Þar er þessi fallega staka: Lömbin svona leika sér með list um græna haga, þegar þau vita að ekki er úlfurinn þeim til baga. Í ljóðmælum Sigurðar eru þessar stökur: Fæ ég ekki að faðma þig? Flest trúi ég að drengi bagi. Ástin lætur innan um mig eins og naut í flagi. Fæ ég ekki að faðma þig? Faldablóminn ljósi, ástin drynur innan um mig eins og kýr í fjósi. Þegar Sigurður var í Danmörku missti hann skatthol ofan á fót sér og var bagaður alla ævi: Þó ég fótinn missi minn mín ei rénar kæti. Hoppað get ég í himininn haltur á öðrum fæti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fáir eru draugar dagljósir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.