Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tvær sýningar verða opnaðar í dag í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, annars vegar sýning Bjargeyjar Ólafsdóttur, Rófurass, og hins vegar Troika, samsýning þriggja mynd- listarmanna, þeirra Kristjáns Stein- gríms, Péturs Magnússonar og Tuma Magnússonar. Troika er rúss- neskt orð og þýðir hópur þriggja og er stundum þýtt þríeyki. Segir í til- kynningu að það geti einnig átt við rússneskan þjóðdans þriggja dans- ara eða ungverskan hestvagn dreg- inn af þremur hestum sem séu beisl- aðir með löngu bili á milli framan við sleða eða vagn. Yfirleitt sé miðju- hesturinn látinn brokka á meðan ytri hestarnir séu á stökki. Orðið sé einnig notað í yfirfærðri merkingu til að lýsa þrem jöfnum leiðtogum sem vinni saman í hópi: þríeyki. „Það skiptir ekki máli hvaða skil- greiningu á orðinu við veljum, troika þýðir alltaf hraðvirkur og samheld- inn hópur,“ segir í tilkynningu og að sýningargesta sé að velja hver lista- mannanna þriggja sé á brokki. Sýn- ingarstjóri beggja sýninga er Svíinn Jonathan Habib Engqvist. Einhvers konar taug tengir allt saman Kristján Steingrímur segir blaða- manni að samskipti þríeykisins við sýningarstjórann hafi byrjað með nútímafundaháttum, í gegnum netið. „Síðan kom hann til landsins við illan leik, í gegnum nokkur lönd með til- heyrandi sóttkvíadvölum,“ segir Kristján kíminn. Hugmyndina að samsýningunni hafi Tumi átt upp- haflega og hún endað í safninu í Hveragerði. Upp úr því hafi Eng- qvist verið kallaður til. „Það sem tengir okkur þrjá saman er eiginlega bakgrunnur okkar,“ segir Kristján um þríeykið. „Við er- um aldir upp af fluxus- og konsept- listamönnum á sínum tíma og síðan dettum við eiginlega inn í nýja mál- verkið, við töldum það mikla frelsun fyrir okkur. Nýja málverkið var vissulega ákveðið andóf gegn ríkjandi liststefnum en það reið fljótt yfir, tók skamman tíma. Við er- um með þennan sérkennilega bak- grunn,“ segir Kristján og að þeir vinirnir hafi unnið úr þessum áhrif- um hver með sínum hætti. Hann segir sýningartitilinn frá sýningarstjóranum kominn. „Okkur fannst þetta áhugaverður og skemmtilegur titill sem hefur ýmsar merkingar,“ segir Kristján. Merk- ingarnar megi svo heimfæra upp á verkin á sýningunni. „Ég held að einhvers konar taug, sem hefur með okkur að gera, tengi þetta allt saman þótt við séum á margan hátt ólíkir listamenn því við erum líka á marg- an hátt líkir. Við erum einhvers kon- ar blanda af þessum bakgrunni sem ég nefndi við þig, einhvers konar nú- tímaútgáfa af því þótt við séum komnir á miðjan aldur,“ segir Krist- ján glettinn og nefnir að lokum að á morgun, sunnudaginn 7. febrúar, verði boðið upp á listamannaspjall með sýningarstjóra klukkan 14. Eigum heima í náttúrunni Á sýningu Bjargeyjar, Rófurass, má sjá teikningar, ljósmyndir, skúlptúr, kvik- myndir, málverk og hljóðverk og því mikil fjöl- breytni í miðlum. Samhliða sýning- unni kemur út bók þar sem finna má sömu verk sem og fleiri, að sögn Bjargeyjar. Hún er beðin um að útskýra tit- ilinn Rófurass, hvaðan hann komi. „Þetta er bara svo geggjað orð og náttúrlega gæluorð í íslensku, notað yfir lítil dýr með rófur og ég hef heyrt fólk nota þetta yfir lítil börn líka,“ segir Bjargey. Blaðamaður nefnir að verkin á sýningunni séu unnin í mjög marga miðla og segir hún sýninguna þá fyrstu þar sem hún sameini alla þá miðla sem hún hafi unnið í. En hvað tengir verkin saman? „Þetta snýst allt um hunda og hundinn hið innra, spendýrið og villidýrið í okkur,“ svarar Bjargey. Verkin snúist um alls konar voffa, m.a. samójed-hunda sem eiga uppruna sinn að rekja til Síberíu. Ljós og myrkur leika líka hlut- verk í sýningunni sem kemur fram í myndskeiði frá 16 mm filmu og í fósfór-málverkum. „Með þessu breytist andrúmsloft verkanna frá því að snúast um hreina gleði yfir í að sýna uggvænlegan andlegan undirtón sem liggur eins og rauður þráður í gegnum sýninguna,“ stend- ur í tilkynningu og fremst í henni er vitnað í orð Orhan Pamuk þess efnis að hundar tali en aðeins til þeirra sem kunni að hlusta. „Ég hef alltaf verið mikill dýravin- ur,“ segir Bjargey blaðamanni og að hún fari að ráðum fyrrum ofurfyrir- sætunnar Helenu Christiansen sem sagðist í viðtali hlusta á hroturnar í hundinum sínum til að slaka á. Enda gæludýr bæði góður félagsskapur og andlega nærandi. „Við eigum í grunninn heima í náttúrunni með hinum dýrunum,“ nefnir Bjargey að lokum. Hún verður viðstödd opn- unina og tekur þátt í fyrrnefndu listamannaspjalli á morgun. Hressir Félagarnir Kristján Steingrímur, Tumi Magnússon og Pétur Magnússon í Listasafni Árnesinga í vikunni. Voffi Hluti verks eftir Bjargeyju. Tveir á stökki, einn á brokki og Bjargey  Sýningarnar Troika og Rófurass opnaðar í Listasafni Árnesinga  Þrír vinir með svipaðan bak- grunn og hundavinurinn Bjargey Ólafsdóttir  Titlar vísa í þríeyki og krúttleg dýr og ungbörn Bjargey Ólafsdóttir Kaffisopi Hluti verks eftir Tuma. Surtsey Hluti verks eftir Kristján. Náttúra Hluti verks eftir Pétur. Aulos Flute Ensemble heldur tón- leika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi á morgun, sunnu- dag, kl. 17. „Það er með mikilli eftirvæntingu sem Aulos heldur norður enda hafa margir fyrir- hugaðir tónleikar hópsins verið felldir niður vegna heimsfaraldurs- ins. Til að mynda varð ekkert af tónleikaferð Aulos til Tókýó í Jap- an sem var á dagskrá í mars á síð- asta ári. Það er þó enn ferðahugur í Aulos og mætir hópurinn með tvö glæný verk til frumflutnings fyrir Akureyringa, eftir þá Oliver Kentish og Harald V. Sveinbjörns- son. Að auki verða leikin verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Kolbein Bjarnason, Steingrím Þórhallsson og Fabio Mengozzi sem skrifuð voru fyrir Aulos,“ segir í tilkynn- ingu og að einnig verði leikin ein af perlum flautusamspils, Flutes en vacances, Flautur á ferðalagi, eftir J. Castéréde. Flautur halda í ferðalag norður Flautusveit Aulos Flute Ensemble. Fantasía Flamenca heldur tónleika í Hörpu á Sígildum sunnudögum á morgun kl. 16. Á þessum tónleikum flytur tónlistarhópurinn Fantasía Flamenca hefðbundna flamenkó- tónlist í bland við nýrri verk. Tón- mál og taktur tónlistarinnar eru frábrugðin því sem við erum vön að heyra, segir í tilkynningu, og að gjarnan sé sungið um ólgandi ástir og harmþrungna þrá um betra líf. Efnisskráin inniheldur ýmsar stíltegundir flamenkótónlistar- innar og ólík form hennar, m.a. Bulerias, Soleares, Dansa Mora og Tangos. Flutt verða verk eftir nokkra helstu meistara þessarar tónlistarhefðar. Hljómsveitina skipa gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Ívar Símonarson, söng- konan Ástrún Friðbjörnsdóttir, Kristberg Jóhannsson, slagverks- leikari og Hrafnkell Sighvatsson bassaleikari. Ýmsar stíltegundir flamenkótónlistar Flamenkósveit Fantasía Flamenca. Bandaríski leik- arinn Chadwick Boseman, sem lést úr krabba- meini í ágúst í fyrra, braut í gær blað í sögu SAG-verðlaun- anna með því að hljóta fjórar til- nefningar fyrir leik í kvikmyndum á einu og sama árinu. Enginn leikari hefur hlotið svo margar tilnefningar fyrir störf sín á einu ári. Boseman er tilnefnd- ur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Ma Rainey’s Black Bottom, aukahlutverk í Da 5 Bloods og einnig sem liðsmaður leikhóps í báðum myndum sem Netflix fram- leiddi. SAG eru samtök „skjáleikara“ í Bandaríkjunum, þ.e. leikara í kvik- myndum og sjónvarpsefni, og þykja verðlaunin hafa forspárgildi hvað Óskarsverðlaunin varðar. Segir í frétt Deadline að tilnefningar SAG bæti upp fyrir það sem vantaði í til- nefningar Golden Globe, þ.e. fjöl- breytni þegar kemur að kynþáttum en um helmingur tilnefndra hjá SAG er þeldökkt fólk eða fólk af as- ískum uppruna. En líkt og með Golden Globe hlaut streymisveitan Netflix lang- flestar tilnefningar fyrir verk sín og kvikmyndirnar Ma Rainey’s Black Bottom og Minari flestar en af sjónvarpsþáttum var það Crown sem stóð upp úr. Boseman brýtur blað í sögu SAG Chadwick Boseman Tónlistarborgin Reykjavík og nokkrir tónleika- staðir í borginni hafa fengið fimm milljóna króna styrk frá framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins undir átakinu Music Moves Europe: Co-operation of Small Music Venues. Með því að stuðla að nýsköpun og auknu sam- starfi á milli tónleikastaða er talið að til verði sjálfbærara umhverfi fyrir lifandi tónlist, þar sem sam- keppnishæfni staðanna eykst og sömuleiðis færni þeirra til að rata um það reglugerðarumhverfi sem þeim er búið. Fjöldi umsókna barst víða að um stuðning en umsókn Tónlistar- borgarinnar er ein af 12 sem fékk brautargengi. Tónleikastaðirnir sem sóttu um ásamt Tónlistarborginni eru Gauk- urinn, Mengi, Dillon og Hannesar- holt en verkefnið verður þó unnið með öllum áhugasömum tónleika- stöðum í borginni. Markmiðin eru að búa til vett- vang þar sem stofnanir og skrif- stofur innan borgarinnar miðla þekkingu til tónleikastaðanna; að stuðla að uppbyggilegu samtali á milli þessara aðila og tónleikastað- anna; og að fræða rekstraraðila og tónlistarfólk um tónleikahald og kynningu og markaðsmál. Tónleikastaðir fá Evrópustyrk Tónleikar í Mengi Samsýningin „Dýpsta sæla og sorgin þunga“ sem er í Kling & Bang í Marshall- húsinu verður opin í 12 tíma í dag, frá hádegi til miðnættis. Með því geta gestir horft á myndbandsverk Ragnars Kjart- anssonar, Sælu, í heild en það er tólf tíma langt. Á sýningunni eru myndverk eftir skáldið Anne Carson, Höllu Birg- isdóttur og Margréti Dúadóttur Landmark, auk Ragnars. Myndbandsverk Ragnars var frumsýnt á dögunum bæði hér- lendis og í gallerí Ragnars, Lu- hringAugustine, í New York. Verk- ið sýnir Ragnar ásamt hópi óperusöngvara og hljóðfæraleikara endurflytja stöðugt síðustu aríuna úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í 12 klst. Í þessari þriggja mínútna undurfögru aríu er fyrirgefningin í stöðugu uppgjöri við ofbeldi og fals. Verkið var tekið upp í RED- CAT í Los Angeles á Fluxus-hátíð Los Angeles Fílharmóníunnar vorið 2019. Með aðalhlutverkin fóru Kristján Jóhannsson og Laurel Irene, studd hópi annarra söngvara auk hljóðfæraleikara. Kling & Bang verður opið í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. 20 manns mega vera í salnum í einu og þar er grímuskylda. Sæla Ragnars sýnd í 12 tíma Ragnar Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.