Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 1
Spenna á fasteignamarkaði! Minna framboð en eftirspurn hefur hækkað verð á fasteignum.
Föstudagur 26. febrúar 2021
mbl.is/fasteignir
Fasteignir
Innlit, viðtöl, flutningarhönnun og margt fleira.
HEIÐRA MYNDLISTARMENN
VERÐLAUN AFHENT 28
F Ö S T U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 48. tölublað 109. árgangur
LÆSTIST INNI
Í KASAKSTAN
Í FARALDRINUM
RÚNAR MÁR 27
Margir hafa miklar áhyggjur af
því að ungt atvinnulaust fólk verði
algerlega út undan á vinnumark-
aðnum og virkniúrræði eru því
mjög mikilvæg fyrir þann hóp, að
sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ.
Það geti orðið mjög dýrkeypt að
fanga ekki þennan hóp. Í janúar var
17,1% atvinnuleysi meðal 16 til 24
ára, hæsta hlutfall í þeim aldurs-
hópi í janúar frá árinu 2012. »2
Gætu orðið alger-
lega út undan
Tveir aðilar
hafa lýst yfir
áhuga á rekstri
hjúkrunarheim-
ila á Akureyri.
Viðræður við
þessa aðila
standa nú yfir, að
sögn Maríu
Heimisdóttur,
forstjóra Sjúkra-
trygginga Ís-
lands.
Sjúkratryggingar auglýstu 1.
febrúar eftir viðræðum við aðila,
fyrirtæki, félög eða stofnanir sem
hefðu áhuga á að taka við rekstri
hjúkrunarheimila í Vestmanna-
eyjum, Fjarðabyggð og á Akureyri.
Áhugasamir voru beðnir um að gefa
sig fram fyrir 15. febrúar. Þessi
hjúkrunarheimili hafa verið rekin
af sveitarfélögunum sem sögðu upp
samningum um reksturinn.
„Enginn lýsti áhuga á rekstri
hjúkrunarheimilanna í Vestmanna-
eyjum og í Fjarðabyggð og eru mál-
efni þeirra til skoðunar hjá heil-
brigðisráðuneytinu.
Sjúkratryggingar vænta þess að
niðurstaða í öllum þessum málum
liggi fyrir mjög fljótlega. Þá er gert
ráð fyrir að nýr aðili taki yfir rekst-
urinn á Hornafirði innan skamms,“
sagði í skriflegu svari Maríu.
Morgunblaðið fjallaði nýlega um
óánægju sveitarfélaga og félaga
sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga
með samskipti þeirra við Sjúkra-
tryggingar. María svarar þeirri
gagnrýni í blaðinu í dag. »6
Tveir sýndu áhuga á
hjúkrunarheimilum
María
Heimisdóttir
gær og verður hann starfræktur til 14. mars nk. Að
venju var mikið um að vera á fyrsta deginum, enda
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda
hófst í nýju stúkubyggingunni á Laugardalsvelli í
úrvalið þá mest og fínt tækifæri fyrir bókaorma
og lestrarhesta til þess að næla sér í góðar bækur.
Morgunblaðið/Eggert
Gósentíð fyrir bókaorma og lestrarhesta
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Lögregla telur að 15 skipulagðir
glæpahópar séu starfandi í landinu,
en skipulögð brotastarfsemi hefur
mjög færst í aukana undanfarin ár.
Þeir eru af mörgu þjóðerni og starfa
flestir innan lands sem utan. Við því
hefur verið brugðist, segir Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála-
ráðherra og boðar frekari aðgerðir
og fjárframlög í því skyni á næst-
unni, en sérstakt 350 milljóna króna
framlag í löggæslusjóð verður veitt
til þess að efla lögregluna á þessu
sviði.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í grein sem dómsmálaráð-
herra ritar í Morgunblaðið í dag.
Hún segir ekki nóg að horfa til
glæpastarfseminnar einnar, því
margir hópanna stundi jafnframt
löglegan rekstur af ýmsu tagi, gagn-
gert til þess að þvo illa fengið fé eða
stuðla að frekari glæpum. Hóparnir
eru af ýmsu þjóðerni og starfa flestir
bæði innanlands og utan.
Fram kemur að ríkislögreglu-
stjóra hafi verið falið síðastliðið
haust að efla samstarf og samhæf-
ingu innan lögreglu gegn skipulagðri
glæpastarfsemi, í þeirri baráttu
þurfi að samnýta mannafla og búnað
og lögreglan verði að hafa þekkingu
og getu til að fást við umfangsmikil,
flókin og þaulskipulögð mál.
Sérstakur stýrihópur hefur verið
settur á laggirnar til þess að koma
því í kring, en í honum sitja fulltrúar
helstu lögregluembætta. Þá hefur
ríkislögreglustjóri sett verklagsregl-
ur um samvinnu og samstarf lög-
reglu um aðgerðir gegn skipulagðri
brotastarfsemi.
Fyrrgreindar 350 milljónir króna
komu í hlut lögreglu frá bandarísk-
um yfirvöldum vegna aðstoðar í
„Silk Road“-málinu, þar sem glæpa-
hringur á myrkravefnum var upp-
rættur. Ríkisstjórnin samþykkti til-
lögu Áslaugar Örnu um að verja
þeim til að bæta búnað og aðstöðu,
þar sem „ógn vegna skipulagðrar
brotastarfsemi [hefði] aukist hér á
landi sem og nauðsyn alþjóðlegrar
samvinnu við rannsóknir sakamála“.
Lögreglan hefur þegar greint og for-
gangsraðað þörf fyrir ýmsan búnað.
Auk þess voru árið 2019 lagðar 80
m.kr. til lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu til að styrkja aðgerð-
ir gegn skipulagðri glæpastarfsemi
með sérstaka áherslu á aðgerðir
gegn fíkniefnasölum, innflutningi og
framleiðslu, en með fjárlögum 2020
var framlagið gert varanlegt. Aukin
áhersla hefur verið lögð á rannsóknir
til að sporna við skipulagðri glæpa-
starfsemi og glæpahópum, bæði
hvað varðar rannsóknir, beitingu
sérstakra rannsóknaraðferða sem og
í fjármálagreiningar og peninga-
þvættisrannsóknir.
Skera upp herör
gegn glæpahópum
15 glæpahópar í landinu Framlög til lögreglu stóraukin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðherra Áslaug Arna boðar frek-
ari aðgerðir gegn glæpahópum.
MVerkefni sem við tökum … »14
Sprengigosið mikla sem varð í
Öræfajökli 1362 var öflugasta eld-
gos Íslandssögunnar og ólíkt flest-
um eldgosum á sögulegum tíma.
Það er vegna þess hve ákaft það var
og eins vegna umfangs gjóskuflóða
sem því fylgdu. Gjóskuflóð og gust-
hlaup voru fyrstu flóðin sem mynd-
uðust í eldgosinu.
Brýnt þykir að aðlaga áhættu-
greiningu og rýmingaráætlanir í
samræmi við það, samkvæmt nýút-
kominni skýrslu um eldgosið. »14
Öflugasta eldgos
Íslandssögunnar
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2