Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Atvinnuleysi meðal 16-24 ára í janúarmánuði 2011 til 2021 20% 15% 10% 5% 0% 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Heimild: Hagstofa Íslands 12.2% 19.7% 12.3% 16.6% 9,0% 6.9% 11.4% 4.2% 11,0% 8.5% 17.1% Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kórónuveirukreppan hefur bitnað hart á ungu fólki og hefur atvinnu- lausum ungmennum fjölgað mikið á umliðnu ári. Tölur úr vinnumarkaðs- könnunum Hagstofu Íslands sýna að í seinasta mánuði mældist 17,1% at- vinnuleysi meðal 16 til 24 ára og er það hæsta hlutfall í þeim aldurshópi sem mælst hefur í janúarmánuði frá árinu 2012. Ráða má af tölum úr atvinnuleys- isskrá Vinnumálastofnunar að at- vinnulausu ungu fólki á aldrinum 20- 24 ára sem er á atvinnuleysisskrá fjölgaði um 1.100 manns frá janúar í fyrra og voru 2.151 talsins um sein- ustu mánaðamót. Til samanburðar voru þar 659 í sama mánuði fyrir tveimur árum. Sumir sem voru í vanvirkni í seinustu kreppu eru þar enn Margir hafa miklar áhyggjur af því að ungt fólk sem er án atvinnu verði algerlega út undan á vinnu- markaðinum og virkniúrræði eru því mjög mikilvæg fyrir þann hóp að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna skeri sig úr í öll- um tölum um ríkjandi atvinnuleysi og séu þeir hópar sem eru í við- kvæmastri stöðu. Setja þurfi meiri drifkraft í náms- úrræði fyrir ungt fólk og stuðning til náms og beina sjónum sérstaklega að iðn- og tæknigreinunum. „Við vitum líka að það er töluvert af ungu fólki sem fór í vanvirkni í seinustu kreppu sem er þar enn þá í dag. Það getur því orðið mjög dýr- keypt að fanga ekki þennan hóp,“ segir Drífa. „Það þarf töluvert átak fyrir þennan hóp, það þarf í rauninni maður á mann nálgun við stóran hluta af þessum hópi,“ segir hún. Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar mældist árstíða- leiðrétt atvinnuleysi meðal lands- manna í janúar 8,2% og jókst úr 6% í desember. Ungmennum án vinnu fjölgar  17,1% fólks á aldrinum 16-24 ára atvinnulaust í janúar  Hæsta hlutfall frá árinu 2012  Forseti ASÍ segir það geta orðið mjög dýrkeypt að fanga ekki þennan hóp  Meiri drifkraft þarf í námsúrræði Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Frá því að skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í fyrradag höfðu mælst um fjögur þúsund skjálftar í sjálfvirku staðsetningarkerfi Veður- stofu Íslands þegar blaðið fór í prent- un. Fimm jarðskjálftar höfðu sömu- leiðis mælst yfir þremur að stærð í gær fyrir prentun blaðsins. Enginn þeirra var þó yfir fjórir að stærð, tveir voru 3,5, annar klukkan 03:26 og hinn klukkan 14:35 í Sveifluhálsi og suðvestur af Keili. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfæðings hjá Veður- stofu Íslands, er virknin enn bundin við sömu svæði og skulfu á miðviku- daginn og virkjuðust þegar stóri skjálftinn reið yfir. Virknin hefur því ekki færst nær Reykjavík eins og ótt- ast var í fyrstu. „Við fylgjumst áfram með. Það er ennþá að koma inn svolít- ið af smáskjálftum og við fylgjumst vel með hvar þeir eru að koma og ef sjáum eitthvað óvenjulegt þar þá reynum við að vakta það sérstaklega, svona í nótt allavega,“ segir Einar. Hann segir hrinuna smám saman fjara út. Í dag er von á gervihnatt- armyndum sem notaðar verða til að skoða hvort greina megi landris eftir hrinuna á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan stað- bundin og tekin að fjara út  Mögulegt landris verður greint með gervihnattarmyndum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skjálftahrina Hitamælingar voru framkvæmdar í Seltúni í fyrradag. Í dag klukkan 9:00 hefja Dagmál göngu sína, en það eru viðtals- og um- ræðuþættir um hið helsta í íslensku samfélagi. Þættirnir eru opnir öllum áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast þá á mbl.is/dagmál. Í fyrsta þættinum ræðir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um efna- hagslífið, stöðu bankans og væntanlegar tugmilljarða arðgreiðslur. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Mogensson Dagmál hefja göngu sína er birtir í dag Ný þjónusta við áskrifendur Morgunblaðsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita hver stóð fyrir sprengjuhótunum í garð nokkurra stofnana í gær. Lögregla veitti ekki aðrar upplýsingar um hinn grunaða að öðru leyti en því að hann væri staddur erlendis. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins er um Íslending að ræða. Snemma í gærmorgun voru lög- reglu- og sérsveitarmenn kallaðir að Menntaskólanum við Hamrahlíð vegna hótunar um að þar innan dyra væri sprengja. Var skólinn rýmdur og kennsla felld niður á meðan mögulegrar sprengju var leitað með aðstoð leitarhunda. Engin sprengja fannst. Í kjölfarið bárust fregnir um fleiri sprengjuhótanir fá sama manni. Morgunblaðið/KHJ Sprengjuhótun Lögreglan á vett- vangi við MH í gærmorgun. Brugðist við sprengju- hótunum  Lögreglan telur sig vita hver hótaði HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.