Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Tryggvi Gunn-
arsson, umboðs-
maður Alþingis,
hefur beðist lausn-
ar frá störfum og
hefur forsætis-
nefnd þingsins fall-
ist á beiðnina frá
og með 1. maí. Frá
þessu greindi
Steingrímur J. Sig-
fússon, forseti Al-
þingis, við upphaf þingfundar í gær.
Tryggvi hefur verið umboðs-
maður í 22 ár og starfað hjá embætt-
inu í alls 33 ár. Þakkaði Steingrímur
honum fyrir störf sín og greindi
einnig frá því að hafin væri vinna við
tilnefningu næsta umboðsmanns.
Stofnuð hefði verið sérstök undir-
nefnd innan forsætisnefndar með
það hlutverk.
Á vef umboðsmanns er haft eftir
Tryggva að hann vilji huga betur að
því sérstaka áhugamáli sínu að vinna
fræðsluefni fyrir starfsmenn stjórn-
sýslunnar, bæði um starfshætti og
gildandi reglur.
Tryggvi segir starfi
sínu lausu frá 1. maí
Tryggvi
Gunnarsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Einar Logi Vignisson, framkvæmda-
stjóri RÚV sölu, segir það alrangt
sem haldið er fram að RÚV hafi
lækkað verð útvarpsauglýsinga.
Tilefnið er frétt í Morgunblaðinu í
gær en haft var eftir sérfræðingi að
RÚV hefði lækkað verðskrána um
27%. Þá áætlaði Heiðar Guðjónsson,
forstjóri Sýnar, í samtali við Við-
skiptaMoggann sl. miðvikudag að
verðlækkunin væri um 20%.
Einar Logi segir það algengasta
fyrirkomulagið á markaðnum að
veita afslátt eftir veltu. Að þeir sem
auglýsi mikið fái lægra verð.
„Við ákváðum fyrir nokkrum ár-
um að breyta þessu. Við breyttum
þessu í sjónvarpinu með því að inn-
leiða svokallaða áhorfspunkta og af-
nema um leið veltutengda afslætti;
að gera ekki upp á milli viðskiptavina
eftir stærð heldur skyldu allir við-
skiptavinir, stórir og smáir, ganga að
sömu kjörum. Svo ákváðum við að
innleiða þetta kerfi í útvarpinu líka,“
segir Einar Logi.
Ræðst af hlustun
RÚV hafi innleitt verðskrá sem
taki ekki aðeins mið af eftirspurn á
ákveðnum tímum heldur hlustun.
Þ.e. svonefnda CPM-verðskrá en þá
er verðlagt eftir því hversu mörg
þúsund hlustendur eru að hlusta. Í
fyrstu hafi sekúnduverðskráin áfram
verið við lýði samhliða nýju verð-
skránni sem ræðst af hlustun. Að
sögn Einars Loga
var algengt að
viðskiptavinir
fengju 20-30% af-
slátt eftir veltu í
gamla sekúndu-
kerfinu „og þegar
verið er að taka
upp nýtt kerfi er
mikilvægt að það
endurspegli al-
gengustu kjör“.
„Þegar öllu er á botninn hvolft
vilja menn ekki að miklu muni á
þessum tveimur verðskrám í slíku
umbreytingarferli. Hjá meginþorra
auglýsenda er niðurstaðan svipuð
hvað varðar verðið sem þarf að
greiða fyrir birtingar. Því er það frá-
leitt sem haldið er fram í Morgun-
blaðinu að um sé að ræða verðlækk-
anir. Því þessi breyting hafði lítil
áhrif á meginþorra auglýsenda,“
segir Einar Logi og víkur næst að
gjaldskrá Sýnar fyrir auglýsingar í
útvarpi. Hann viti ekki til þess að
Sýn hafi þurft að breyta verðskrá út
af innleiðingu CPM-kerfisins hjá
RÚV í desember.
Urðu ekki ódýrari fyrir vikið
„Ég veit ekki af hverju Sýn ætti að
gera það enda urðu útvarpsauglýs-
ingar hjá RÚV ekki ódýrari fyrir
vikið. Það er fullkomlega rangt.
Þetta er smjörklípa. Menn eru að
bera saman sekúnduverðskrá án af-
sláttar og hina verðskrána,“ segir
Einar Logi um samanburðinn.
Næsta skref í innleiðingunni hjá
RÚV sé að fella niður sekúnduverð-
skrána 1. mars og hækka jafnframt
CPM-verðskrána um 6%. Þá rétt
eins og RÚV hafi hækkað áhorfs-
punktaverðskrána í sjónvarpi um
síðustu mánaðamót en í sjónvarpi er
verðlagt eftir áhorfi.
„Það getur því ekki verið – sama
hvað líður tilraunum manna til að
koma höggi á RÚV – að þetta teljist
vafasamir viðskiptahættir hjá okkur.
Það er auðvitað okkar markmið að fá
sem hæst verð fyrir hverja sekúndu
sem fer í loftið í sjónvarpi og útvarpi.
Ég veit ekki hvernig í veröldinni það
ætti að þjóna hagsmunum okkar að
lækka verð hjá okkur eða gera út-
varpsauglýsingar ódýrari svo að
munaði tugum prósenta,“ segir Ein-
ar Logi.
Smjörklípa til að koma höggi á RÚV
Framkvæmdastjóri sölu hjá RÚV vísar á bug fullyrðingum um að verð auglýsinga hafi verið lækkað
Verðið hafi verið óbreytt hjá meginþorra viðskiptavina RÚV vilji fá sem mest fyrir auglýsingasölu
Einar Logi
Vignisson
Bingóþyrstir landsmenn gátu tekið gleði sína á ný í gærkvöldi þegar bingó-
þáttur Mbl.is, K100 og Morgunblaðsins fór aftur af stað eftir nærri tveggja
mánaða pásu. Sigurður Þorri Gunnarsson bingóstjóri og Eva Ruza sáu um
að draga út æsispennandi vinninga og var þátttakan framar vonum.
Líkt og í fyrri bingóþáttum fengu þau Siggi Gunn og Eva til sín góða
gesti, og tók stórsöngvarinn Valdimar lagið, meðan gítarleikarinn Örn
Eldjárn spilaði undir. Haldið verður áfram með bingóið næstu vikurnar og
verður það næst haldið á fimmtudaginn eftir viku.
Morgunblaðið/Eggert
Glatt á hjalla þegar bingóið sneri aftur
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa
kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Suð-
vesturkjördæmi
fyrir komandi al-
þingiskosningar í
haust.
Hún segir mik-
ilvægt að fram
verði boðinn
sterkur og sigur-
stranglegur listi
á vegum flokks-
ins, sem endur-
spegli þverskurð
samfélagsins. Sjálfstæðisstefnan sé
best til þess fallin að takast á við
áskoranir eftir farsóttina, lækka
þurfi skatta og létta á íþyngjandi
reglum og veita þannig fólkinu í
landinu svigrúm til frelsis. „Með
dugnaði landsmanna, skýrri sýn á
framtíðina og stefnu flokksins
byggjum við aftur upp sterkt sam-
félag. Ég vil leggja mitt lóð á vogar-
skálarnar til þess að stefna flokksins
verði höfð að leiðarljósi í þeirri veg-
ferð sem framundan er og býð því
fram krafta mína.“
Kristín er 52 ára Hafnfirðingur,
bæjarfulltrúi og formaður fræðslu-
ráðs og hafnarstjórnar þar í bæ.
Hún er jafnframt varaþingmaður í
Suðvesturkjördæmi og formaður
sjálfstæðisfélagsins Fram í Hafnar-
firði. Kristín er BA í ferðamálafræði
og lauk MBA-námi frá Háskóla Ís-
lands árið 2019. Hún á fjögur börn
með Steinari Bragasyni.
Kristín Thoroddsen
vill 3. sæti í Suð-
vesturkjördæmi
Kristín
Thoroddsen