Morgunblaðið - 26.02.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vinna
nú að því að koma á samningum við
sjúkraþjálfara og talmeinafræð-
inga,“ segir í fréttatilkynningu sem
stofnunin sendi út síðdegis í gær.
Þar segir og að Sjúkratryggingar
bindi vonir við að samningar við
bæði talmeinafræðinga og sjúkra-
þjálfara náist sem fyrst svo hægt sé
að byrja að starfa samkvæmt nýjum
viðmiðum um veitingu þessarar
mikilvægu þjónustu.
Í núverandi samningi SÍ við tal-
meinafræðinga er krafist tveggja
ára starfsreynslu. SÍ telur koma til
greina að endurskoða þetta ákvæði
og bendir á þá leið að semja við fyrir-
tæki talmeinafræðinga en ekki ein-
staka veitendur. Viðræður við
sjúkraþjálfara standa yfir og segir
SÍ að stjórnvöld vilji hverfa frá
heildarsamningi við hagsmunafélag
og semja beint við fyrirtæki sjúkra-
þjálfara um ákveðið magn þjónustu.
Morgunblaðið greindi 24. febrúar
frá óánægju fjögurra sveitarfélaga
sem öll höfðu sagt upp samningum
um rekstur hjúkrunarheimila. Eins
var sagt frá óánægju Félags sjúkra-
þjálfara og Félags talmeinafræðinga
á Íslandi vegna samskipta þeirra við
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Af
því tilefni var leitað viðbragða hjá
Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ.
Svör hennar fara hér á eftir. Greina-
skil og millifyrirsagnir eru Morgun-
blaðsins.
Sveitarfélögin og rekstur
hjúkrunarheimilanna
„Okkur þykir mjög leitt að bæjar-
stjórar hafi þessa upplifun. Sjúkra-
tryggingar Íslands hafa leitast við að
gefa eins skýr svör og upplýsingar
og unnt hefur verið á hverjum tíma
til þeirra sveitarfélaga sem sagt hafa
sig frá rekstri hjúkrunarheimila. Því
miður höfum við ekki alltaf getað
veitt þau svör sem óskað hefur verið
eftir og ljóst er að það hefur skapað
ákveðna óþreyju af hálfu þessara að-
ila. Við viljum gera okkar besta til að
mæta því.
Það er fullur skilningur á því hjá
Sjúkratryggingum að þarna er oft
um þungan rekstur að ræða og um
leið mikilvæga þjónustu sem líður
mjög fyrir óvissu. Um er að ræða
fjögur sveitarfélög en samningavið-
ræður við þau hafa tekið mið af mis-
munandi forsendum á hverjum stað
og Sjúkratryggingar hafa viljað leita
ólíkra lausna á vanda hvers og eins.
Það er líklega þetta sem vísað hefur
verið til sem „misvísandi skilaboð“.
Skilaboðin eru ólík vegna þess að
aðstæður eru ekki alls staðar með
sama hætti. Sjúkratryggingum ber
ávallt, lögum samkvæmt, að leita
hagstæðustu leiða fyrir ríkið til að
fjármagna veitingu þessarar þjón-
ustu eins og annarrar. Það hefur í för
með sér að samningsaðilar geta
þurft að takast á um einstök atriði,
rétt eins og í öllum öðrum samning-
um þar sem hundruð milljóna eða
jafnvel milljarðar króna eru undir.
Sjúkratryggingar nálgast þessar
viðræður, eins og aðrar, með hag
notenda þjónustunnar og ábyrga
meðferð á opinberu fé í fyrirrúmi.“
Samningarnir við
Félag sjúkraþjálfara
„Sjúkratryggingar Íslands hafa
um langt skeið unnið að því að koma
á breyttu skipulagi í samningum við
sjúkraþjálfara, þar sem horfið er frá
heildarsamningi við eina stétt, en
þess í stað samið um þjónustu beint
við sjúkraþjálfarana. Markmiðið er
að kostnaður ríkisins af niður-
greiðslu þessarar þjónustu falli inn-
an þeirra marka sem fjárlög hvers
árs segja til um. Þá er einnig unnið
að því að samningarnir tryggi for-
gangsröðun þjónustu við þá notend-
ur sem mesta þörf hafa. Þessi mark-
mið koma fram í gildandi lögum um
heilbrigðisþjónustu og samþykktri
heilbrigðisstefnu Alþingis. Í eldri
samningum var hvorugt þessara
markmiða nægilega vel tryggt.
Sjúkraþjálfarar hafa mótmælt því
að þessi stefnumörkun og lagaskylda
endurspeglist í ákvæðum nýs samn-
ings og leituðu til heilbrigðisráðu-
neytisins með það erindi. Þar hefur
kröfugerð þeirra einnig verið hafnað
að þessu leyti, líkt og fram kemur í
nýlegu svarbréfi ráðuneytisins sem
SÍ hefur fengið afrit af og sem Félagi
sjúkraþjálfara er frjálst að gera op-
inbert. Sjúkraþjálfarar eru mikilvæg
heilbrigðisstétt og það er ríkur vilji
til að ljúka samningi við þá og eiga
nánara samstarf um þróun þeirrar
heilbrigðisþjónustu sem þeir geta
veitt.“
Samningar við
talmeinafræðinga
„Það var að tillögu talmeinafræð-
inga í síðustu samningalotu að gerð
var krafa um tveggja ára starfs-
reynslu. Þessari kröfu hefur nú verið
mótmælt af þeirra hálfu. Sjúkra-
tryggingar Íslands telja vel koma til
greina að endurskoða þetta ákvæði
en benda á að það myndi að öllum
líkindum leiða til þess að greiðslur
vegna þjónustu talmeinafræðinga
myndu ekki lengur rúmast innan
þeirra fjárveitinga sem Alþingi hef-
ur ákveðið. Því þyrfti að grípa til ein-
hverra annarra aðgerða til að fjár-
veitingarnar hrökkvi til.
Það mætti gera með því að semja
við fyrirtæki talmeinafræðinga um
skilgreint umfang þjónustunnar.
Það er breyting frá því sem verið
hefur þar sem eldri samningar um
þjónustu talmeinafræðinga (og einn-
ig sjúkraþjálfara og sérgreina-
lækna) hafa verið án takmarkana á
umfangi þjónustu og því hefur
kostnaður vegna þeirra iðulega ver-
ið umfram það sem fjárlög segja til
um.
Þetta hefur verið harðlega gagn-
rýnt af Ríkisendurskoðun. Auk þess
gera lög um heilbrigðisþjónustu og
heilbrigðisstefna Alþingis ráð fyrir
því að samið sé um að tryggja bæði
eðlilega forgangsröðun og að kostn-
aður sé innan marka fjárlaga.
Loks er rétt að benda á að samn-
ingar um greiðsluþátttöku hins op-
inbera í kostnaði við heilbrigðisþjón-
ustu fjalla ekki um réttindi heil-
brigðisstarfsmanna, ólíkt kjara-
samningum sem eru í höndum
kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Þetta eru þvert á móti verktaka-
samningar um veitingu tiltekinnar
þjónustu sem báðir aðilar bera
ábyrgð á að uppfylli lög og markmið
með greiðsluþátttökunni.“
Skýrsla KPMG frá 2019
„Það gætir því miður ýmiss konar
misskilnings í þessari skýrslu en
Sjúkratryggingar Íslands fengu
hana ekki til yfirlestrar áður en hún
var kynnt. Þarna eru einnig mörg at-
riði sem snúa ekki beint að SÍ og enn
önnur sem höfðu þegar komið fram í
skýrslu Ríkisendurskoðunar frá
2018. Síðustu tvö ár hefur verið
brugðist við þeim ábendingum.
Frá því að skýrsla Ríkisendur-
skoðunar kom fram hefur bæði verið
samþykkt heilbrigðisstefna og
stefna Sjúkratrygginga Íslands, sem
er í fyrsta sinn sem slík stefna hefur
verið sett fyrir stofnunina. Í fram-
haldinu voru gerðar skipulagsbreyt-
ingar sem miðuðu m.a. að því að
bregðast við ábendingum í skýrsl-
unni. Skipulag stofnunarinnar var
lagað að lögboðnu hlutverki hennar,
sem er annars vegar að semja um
heilbrigðisþjónustu sem hið opin-
bera hefur ákveðið að falla skuli und-
ir sjúkratryggingar og hins vegar að
meta og afgreiða umsóknir einstak-
linga um greiðsluþátttöku hins op-
inbera. Skipulagseiningum hefur
verið fækkað og búnar til stærri og
öflugri starfseiningar til að geta veitt
betri þjónustu. Sérstök áhersla var
lögð á styrkingu samningadeildar,
aukna þekkingu á opinberum inn-
kaupum, aukna fagþekkingu á heil-
brigðisþjónustu og þá var sérstakri
eftirlitsdeild komið á fót. Hins vegar
þarf að halda áfram á þessari braut
og gera frekari úrbætur.“
Sjúkratryggingar vilja semja
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands svarar gagnrýni Ábyrg meðferð á opinberu fé er í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjúkratryggingar Íslands Þær heyra undir heilbrigðisráðherra og annast
framkvæmd sjúkratrygginga og semja um og borga heilbrigðisþjónustu.
Staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga var rædd í sérstakri umræðu á
Alþingi í gær. Málshefjandi var Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður.
Hún sagði að talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar hefðu tjáð sig um
neikvæðar afleiðingar breytinga heilbrigðisyfirvalda á starfsumhverfi
þeirra. Breytingarnar vegi annars vegar að starfsöryggi fagfólks í heil-
brigðiskerfinu og fagþekkingu þess. Hins vegar leiði þær til lengri biðar
eftir þjónustu, ekki síst á landsbyggðinni. Hanna Katrín sagði þetta ekki
vera einu sjálfstætt starfandi fagstéttirnar í heilbrigðisþjónustu sem
ættu undir högg að sækja „vegna ríkisvæðingarstefnu stjórnvalda“.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði m.a. að mestu máli
skipti í þessu samhengi að þegar starfsstétt hefði ekki náð samningum
við Sjúkratryggingar um veitingu þjónustu yrðu stjórnvöld að forgangs-
raða fjármagni til viðkomandi málaflokks á faglegum forsendum.
Líða sakir ríkisvæðingarstefnu
SJÚKRAÞJÁLFARAR OG TALMEINAFRÆÐINGAR
Áform eru um að byggja hótel við
golfvöll Leynis við Garða á Akra-
nesi. Málið var rætt á fundi í skipu-
lags- og umhverfisráði Akraness á
mánudag og gerðu Snorri Hjaltason
byggingameistari og Rakel Ósk-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Golf-
klúbbsins Leynis, grein fyrir hug-
myndunum og farið var yfir
mögulega staðsetningu á fyrirhug-
aðri byggingu golfhótels.
20 herbergja hótel í upphafi
Í samtali við Morgunblaðið segir
Snorri að fyrst hafi slíkar hug-
myndir verið reifaðar við hann
skömmu fyrir hrun, en ekkert hafi
verið aðhafst. Málið hafi verið rætt
aftur á síðasta ári og hafi síðan
þróast áfram. Fyrirhuguð hótel-
bygging hafi verið tekin af deili-
skipulagi og því þurfi að fara í
skipulagsvinnu og finna hótelinu
stað við golfvöllinn.
Snorri segir málið á fyrstu stig-
um, en hann gæti verið tilbúinn að
byrja framkvæmdir um leið og öll
undirbúningsvinna við deiliskipulag,
leyfi og teikningar liggi fyrir. Ef
það gangi allt vel fyrir sig gæti hót-
elið hugsanlega tekið til starfa sum-
arið 2022.
Í undirbúningsvinnu miðar hann
við 20 herbergja hótel og með
mögulegri stækkun í 40-50 her-
bergi. Miðað sé við rekstur í sam-
vinnu við golfklúbbinn, en slíkur
rekstur ætti að geta styrkt starf-
semi klúbbsins. Snorri á Hótel B59
í Borgarnesi og hefur átt í sam-
starfi við Leyni á Akranesi síðustu
misseri. aij@mbl.is
Áform um byggingu golfhótels
Hugað að staðsetningu við golfvöll Leynis á Akranesi
Ljósmynd/Golfklúbburinn Leynir
Frístundamiðstöð Ný aðstaða var tekin í notkun við Garðavöll 2019.
Ljósmynd/Oscar Bjarnason
Forstjóri María Heimisdóttir tók við embætti forstjóra Sjúkratrygginga Ís-
lands árið 2018. Hún var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA