Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is
Samkeppnisyfirvöld hér á landihafa alla tíð haft horn í síðu
landbúnaðarins og hefur mjólkur-
iðnaðurinn ekki farið varhluta af
því. Í samtali Morgunblaðsins í gær
við dr. Ragnar Árnason hagfræði-
prófessor kemur fram að hagrætt
hafi verið um milljarða á ári í
mjólkuriðn-
aðinum hér
á landi á
undan-
förnum ár-
um, bændum
og almenn-
ingi til hags-
bóta.
Ragnar segir tækifæri til að násvipuðum árangri í slátrun og
kjötvinnslu með því að veita kjöt-
iðnaðinum hliðstæða undanþágu
frá ákvæðum samkeppnislaga og
mjólkuriðnaðurinn hafi hlotið árið
2004 með fyrrgreindum árangri.
En Samkeppniseftirlitið þvælistfyrir þessu og Ragnar segir
það vanhugsað. „Með því að fá
heimild til sameiningar og verka-
skiptingar er hægt að lækka fram-
leiðslukostnað í kjötvinnslu mjög
mikið. Ástæða er til að ætla að ef
þessi heimild fæst yrði svipuð fram-
leiðniaukning í kjötiðnaði og hefur
orðið í mjólkuriðnaði. Kjötiðnaður-
inn gæti þá færst á braut aukinnar
hagræðingar og yrði miklu sam-
keppnishæfari í framtíðinni,“ segir
hann.
Og hann bendir á að miklu víð-tækari heimildir til samvinnu,
sameiningar og verkaskiptingar
séu til staðar hjá Evrópusamband-
inu og hafi verið frá stofnun þess.
„Það skýtur skökku við að Sam-
keppniseftirlitið skuli berjast fyrir
því að samkeppnisstaða kjötvinnslu
á Íslandi sé miklu lakari hvað þetta
snertir en sambærileg fyrirtæki
njóta í Evrópu,“ segir Ragnar
Árnason.
Fjármunum sóað
að kröfu yfirvalds
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Willum Þór Þórsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir úrskurð
Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS)
vegna alþjónustubyrði Íslandspósts
vera endanlegan.
Forsaga málsins er sú að PFS
ákvarðaði að Íslandspóstur skyldi fá
509 milljónir vegna óhagræðis af al-
þjónustubyrði fyrir árið 2020.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
PFS, sagði í kjölfarið við Morgun-
blaðið í gær að mögulega yrði slík
ákvörðun árviss viðburður. Þá að því
gefnu að regluverkinu eða tilhögun
alþjónustutilnefningar verði að öðru
leyti ekki breytt.
Spurður hvort umrætt framlag,
509 milljónir, sé í hendi fyrir Ís-
landspóst svarar Willum Þór:
„Úrskurður Póst- og fjarskipta-
stofnunar er endanlegur fyrir utan
kæruleið til úrskurðarnefndar póst-
og fjarskiptamála. Sú staða kemur
væntanlega ekki upp í þessu tilfelli.“
Ráðherra upplýsir nefndina
Spurður hvort fjárlaganefnd hefði
tekið afstöðu til málsins vék Willum
Þór að hlutverki ráðherra.
„Samkvæmt
24. grein laga um
opinber fjármál,
um almennan
varasjóð, þá ber
ráðherra, þ.e.
fjármála- og efna-
hagsráðherra, að
gera fjárlaga-
nefnd grein fyrir
nýtingu fjár úr
sjóðnum þegar
ákvörðun liggur fyrir. Ellegar verð-
ur ráðherra að fjármagna þessar 259
milljónir króna með ósk um fjárveit-
ingu í fjáraukalögum 2021, þ.e.
vegna 2020, en slík ósk hefur ekki
borist fjárlaganefnd.“
Mega ekki leggja sjálfstætt mat
Willum Þór benti svo á að „ráðu-
neytin hvorki geta né mega leggja
sjálfstætt mat á ákvörðunina“ hjá
PFS í málefnum Íslandspósts.
Spurður hvort fjárheimildir séu til
fyrir framlaginu til Póstsins sagði-
Willum Þór „að fjárheimildir hafi
verið til fyrir 250 milljón króna
framlagi vegna alþjónustukvaðar og
því vanti 259 milljóna króna fjár-
heimild til að fullnusta 509 milljóna
króna greiðslu“.
Ákvörðun í máli
Póstsins endanleg
Ekki reiknað með kæru í málinu
Willum Þór
Þórsson
Yfirskattanefnd hefur staðfest þá
ákvörðun Skattsins að hafna umsókn
einkahlutafélags sem staðið hefur að
viðburðahaldi og skipulagningu
mannamóta um lokunarstyrk vegna
samkomutakmarkana í veirufaraldr-
inum. Þótt starfsemi fyrirtækisins
hafi þurft að sæta fjölda- og nálægð-
artakmörkunum sl. vor hafi því ekki
verið skylt að láta af þeirri starfsemi
vegna faraldursins. Hægt hefði verið
að viðhalda starfseminni í einhverri
mynd og laga að hertum sóttvörnum.
Viðburðafyrirtækið kærði ákvörð-
un Skattsins til yfirskattanefndar og
krafðist þess að hún yrði felld úr gildi
þar sem starfsemin félli undir ákvæði
auglýsingar um samkomutakmark-
anir. Því hafi það látið af allri starf-
semi og þjónustu á þessu tímabili og
aflýst öllum viðburðum og manna-
mótum á vegum þess.
Í bréfi heilbrigðisráðuneytisins til
yfirskattanefndar kemur fram að
ekki verði talið að starfsemi félagsins
sé þannig í eðli í sínu að hún krefjist
snertingar eða feli í sér hættu á
snertingu milli fólks þannig að hún
falli undir þá starfsemi sem við sé átt
í umræddri grein auglýsingarinnar
um takmarkanir á samkomum. Kær-
andinn svaraði þessu með bréfi og
hélt því fram að í ummælum ráðu-
neytisins komi fram hreinar getgát-
ur, auk þess sem þær styðjist ekki
við staðreyndir.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir
m.a. að starfsemi félagsins verði ekki
lögð að jöfnu við þá sem talin er upp í
auglýsingunni, heldur frekar jafnað
til starfsemi sem sæta þurfti fjölda-
og nálægðartakmörkunum, sem
hægt sé að viðhalda í einhverri mynd,
þótt nefndin efist ekki um að með
fjöldatakmörkunum hafi grundvelli í
reynd verið kippt undan ýmsum við-
burðum á vegum félagsins.
omfr@mbl.is
Staðfesti neitun um lokunarstyrk
Viðburðafyrirtæki kærði ákvörðun Skattsins til yfirskattanefndar