Morgunblaðið - 26.02.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Framboðsmál sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi komust á nýtt – en
ekki fyllilega óvænt – stig á miðviku-
dagskvöld þegar Guðrún Hafsteins-
dóttir sagði félögum sínum í Sjálf-
stæðisfélaginu í Hveragerði frá því
að hún hygðist sækjast eftir 1. sæti á
lista flokksins fyrir þingkosningarn-
ar í haust. Kunnugir segja að þar
geti orðið sögulegar sviptingar í
prófkjörinu í lok maí, jafnvel svo tala
megi um Suðurlandsskjálfta.
Þau verða því a.m.k. þrjú sem
sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæð-
isflokksins í kjördæminu, sem þar
hefur jafnan átt miklu fylgi að fagna.
Þar er Eyjamaðurinn Páll Magnús-
son á fleti fyrir, en auk Guðrúnar
hefur Vilhjálmur Árnason, sem nú er
í þriðja sæti listans, lýst yfir áhuga á
1. sætinu í þessu víðfeðmasta kjör-
dæmi landsins. Þau sækja öll kjarna-
fylgi á sitt hvert svæði kjördæmis-
ins, en úrslitin ráðast að miklu leyti
af því hvernig þeim tekst að höfða til
annarra svæða.
Líkt og sjá má á kortinu má skipta
kjördæminu í þrennt: Suðurnes,
Suðurland og Skaftafellssýslur.
Jafnræði má heita með Suðurnesjum
og Suðurlandi í íbúafjölda, um 27
þúsund á hvoru svæði, en þó þarf að
hafa í huga að 4.400 af Sunnlending-
unum eru í Vestmannaeyjum, sem
jafnan hafa nokkra sérstöðu. Í Mýr-
dal og Skaftafellssýslum eru svo um
3.800 manns.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún kemur úr atvinnulífinu og
er óhrædd við að leggja áherslu á at-
vinnuþróun og verðmætasköpun í
málflutningi sínum. Þrátt fyrir að
hún hafi ekki sömu pólitísku reynslu
og keppinautarnir, þá er hún enginn
nýgræðingur. Hún var um árabil for-
maður Samtaka iðnaðarins og hefur
átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífs-
ins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa
Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna. Af því einu blasir við að hún
er ekki óvön þjóðmálaumræðu í
fremstu röð og hefur tengsl langt út
fyrir Flóann. Þá sakar ekki pólitísk
reynsla systur hennar, Aldísar bæj-
arstjóra í Hveragerði.
Páll Magnússon
Staða Páls er veikari en ella vegna
klofnings sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum í bæjarstjórnarkosn-
ingunum 2018, þar sem Páll þótti
snúast á sveif með klofningsfram-
boðinu. Við það féll hinn áður ósigr-
andi meirihluti sjálfstæðismanna í
Eyjum, einhverju sterkasta vígi
flokksins til áratuga. Það hafa marg-
ir átt erfitt með að fyrirgefa, það er
enn hiti í mörgum í Eyjum vegna
þessa en á fastalandinu gramdist
líka ýmsum að oddvitinn stæði ekki
með framboðslista á vegum flokks-
ins. Á hinn bóginn þykir Páll hafa
látið til sín taka á þingi og verið öfl-
ugur málsvari Sjálfstæðisflokksins
út á við, með skírskotun langt út fyr-
ir kjördæmið.
Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur er vel liðinn þingmaður
og hefur sinnt kjördæminu ágæt-
lega. Hann er úr Grindavík og sækir
stuðning suður með sjó og austur
Suðurstrandarveg. Hann hefur lagt
mikla áherslu á löggæslumál og sam-
göngumál, en situr nú í velferðar-
nefnd Alþingis, sem nokkuð hefur
reynt á í heimsfaraldrinum. Hann
kann hins vegar að gjalda þess að
hann hefur ekki verið ýkja áberandi í
þjóðmálaumræðu, þó hann hafi verið
tvö kjörtímabil á þingi. Það mun því
vekja spurningar um leiðtogahæfi-
leika hans, ekki síður þar sem sjálf-
stæðismenn í Suðurkjördæmi telja
sig í krafti kosningaárangurs eiga
tilkall til ráðherrastóls. Svona að
öðru jöfnu og oddvitinn þykir efni-
legur í ríkisstjórn.
Atkvæðamaðurinn Ási Friðriks
Þingmaðurinn Ásmundur Frið-
riksson gæti hins vegar ekki skipt
minna máli um það hvernig raðast á
listann en þeir sem sækjast eftir 1.
sæti. Ásmundur leitar kjörs í 2. sæti
listans líkt og áður, en öllum ber
saman um að staða hans sé mjög
sterk. Hann á rætur í tveimur svæð-
um kjördæmisins, Suðurnesjum og
Eyjum, en er vel kynntur á öðrum
svæðum, enda fádæma duglegur að
rækta tengsl við kjósendur í kjör-
dæminu öllu. Það gæti því miklu ráð-
ið hvern Ásmundur styður í efsta
sætið.
En reynist atkvæðadreifing í 1.
sætið mikil og Ásmundur með yfir-
burðastöðu í 2. sæti, þá gætu fall-
kandídatarnir í 1. sæti sópast niður í
3. og 4. sæti, jafnvel lengra, fái ein-
hver annar sterka kosningu í þau.
Reynslan af oddvitaslag sem þessum
er að stuðningsmenn eins eru ekki
líklegir til þess að setja keppinaut-
ana ofarlega á blað. Fái nýliðinn
Guðrún góðar viðtökur, eins og
margir telja líklegt, gæti það hæg-
lega kostað þingmann eða þingmenn
sæti við Austurvöll í haust.
Suðurlandsskjálfti í kortunum
Þrjú hafa gefið kost á sér til forystu á lista Sjálfstæðisflokksins Hart sótt að Páli Magnússyni, nú-
verandi oddvita Guðrún Hafsteinsdóttir talin í sterkri stöðu Ásmundur Friðriksson í lykilstöðu
Páll
Magnússon
Vilhjálmur
Árnason
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Ásmundur
Friðriksson
Suðurkjördæmi
Svæði, sveitarfélög og byggðakjarnar
Grindavík
Sandgerði
Garður
Höfn
VestmannaeyjarÞorlákshöfn
Stokkseyri og Eyrarbakki
Reykjanesbær
Vogar
Hvolsvöllur
Vík
Hella
Selfoss
Hveragerði
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is