Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir því semkosningarnálgast
aukast líkur á kosn-
ingaskjálftum. Þeir
eru mun fyrir-
sjáanlegri en frændur þeirra í
iðrum jarðar. Lýðskrumið á Al-
þingi fer þess vegna vaxandi um
þessar mundir og var þó af nógu
að taka fyrr á kjörtímabilinu.
Nú hefur utanflokka-
þingmaðurinn Andrés Ingi
Jónsson til dæmis fengið pírat-
ann Jón Þór Ólafsson, formann
stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar, til að kalla dóms-
málaráðherra á fund til að ræða
símtal ráðherrans við lög-
reglustjóra. Upplýst hefur ver-
ið að ráðherrann hafi óskað eft-
ir upplýsingum um verklags-
reglur lögreglunnar um
upplýsingagjöf til fjölmiðla, og
skyldi engan undra miðað við
hvernig upplýsingagjöfinni
hafði verið háttað og miðað við
það að ráðherranum höfðu bor-
ist fyrirspurnir um málið. Lög-
reglustjórinn og ráðherrann
hafa staðfest að þetta hafi verið
umræðuefnið og ekkert sem
bendir til að samtöl hafi verið
óeðlileg, en þegar kosningar
nálgast og þingmenn fara að
óttast um þingsæti sín þarf ekki
endilega efnislegar ástæður til
að þyrla upp moldviðri.
Annað dæmigert lýðskrums-
mál kom fram í fyrirspurn for-
manns Viðreisnar til fjár-
málaráðherra í gær þar sem
formaður Viðreisnar lagði í enn
eina atlöguna að íslenska gjald-
miðlinum, krónunni. Reyndi
hún að gera tortryggilegt að ís-
lenska ríkið tæki erlend lán og
tíndi í því sambandi til tölur
sem fjármálaráðherra upplýsti
að væru fjarri öllu lagi, meðal
annars vegna þess
að formaður Við-
reisnar horfði að-
eins á skuldahlið en
ekki eignahlið rík-
isins.
Tilgangurinn með þessari
vafasömu æfingu var sá sami og
jafnan hjá Evrópusambands-
flokkunum, að grafa undan
gjaldmiðlinum og reyna þannig,
óbeint að minnsta kosti, að fá
fólk til að trúa því að hann sé
ónýtur og að nauðsynlegt sé að
skipta yfir í evru og þar með að
ganga í Evrópusambandið.
Viðreisn, líkt og Samfylk-
ingin, vinnur að því leynt og
ljóst að undirbúa jarðveginn í
þeirri von að hér ríði einn dag-
inn yfir nýtt efnahagsáfall svo
að reyna megi að endurvekja
aðildarumsóknina sem nú ligg-
ur ofan í skúffu í Brussel. Nú er
það notað að krónan hafi lækk-
að, sem þó eru eðlileg viðbrögð
gjaldmiðilsins við efnahags-
áfalli og er um leið til þess fallið
að þjóðarbúið komist fyrr upp
úr öldudalnum en ella væri.
Rétt eins og eftir fall bankanna.
Ísland rétti hratt úr kútnum
vegna krónunnar, en mörg
evruríki voru lengi að jafna sig
og hafa jafnvel ekki gert það
enn.
Lýðskrumararnir á Alþingi
treysta því líklega að lands-
menn sjái ekki í gegnum skrum-
ið. Það er ólíklegt. Niðurstaðan
af ómálefnalegum árásum af því
tagi sem hér eru nefndar er
miklu fremur að grafa undan
tiltrú fólks á þeim stjórn-
málamönnum og þeim stjórn-
málaflokkum sem slíka pólitík
stunda. Það er alls óvíst að þeim
verði þökkuð þessi framkoma
þegar kjósendur fá færi á þeim í
kjörklefunum í haust.
Traust til þingsins
batnar ekki nema
þingmenn bæti sig}
Kosningaskjálfti
Það sem er aðgerast í Hong
Kong hefði verið
óhugsandi fyrir
ári,“ segir pólitíski
grínleikarinn Sam
Ng, sem ríkis-
útvarpið í Hong
Kong tók af dagskrá í fyrra en
er enn með 250.000 fylgjendur
á YouTube. Víst er að sigið hef-
ur hratt á ógæfuhliðina í Hong
Kong, mun hraðar er ætla
mátti þegar bresk stjórnvöld
afhentu kínverskum stjórn-
völdum í Peking yfirráðin yfir
borgríkinu. Sjálfstæði þess og
grundvallarmannréttindi áttu
að vera tryggð, en nú er lítið
eftir af þessu, ef nokkuð.
Tilkynnt var í vikunni að ætl-
unin væri að herða tökin á
stjórnmálamönnum og emb-
ættismönnum. Þeir sem teldust
ekki trúir Kínverska komm-
únistaflokknum
skyldu engin emb-
ætti fá. Gagnrýni á
Kommúnistaflokk-
inn er meðal þess
sem ekki má og
fulltrúi hans sagði:
„Þú getur ekki
sagt að þú elskir landið en elsk-
ir ekki forystu Kínveska
kommúnistaflokksins eða að þú
virðir hana ekki. Það er órök-
rétt.“
Með þessu, og fjölda annarra
ógeðfelldra aðgerða frá því síð-
asta sumar, er gerð tilraun til
að útrýma frjálsri hugsun í
Hong Kong og allt kapp lagt á
að eyða þeim mun sem hingað
til hefur verið á Hong Kong og
meginlandinu. Þetta er ömur-
leg þróun sem lýðræðisríki
heimsins og þeir sem eiga sam-
skipti og viðskipti við Kína
geta ekki horft framhjá.
Kínversk stjórnvöld
halda áfram að út-
rýma þeirri litlu
sjálfstæðu hugsun
sem eftir er}
Tökin hert í Hong Kong
S
kipulögð brotastarfsemi hefur verið
að færast í aukana hér á landi á síð-
ustu árum. Við því þarf að bregðast.
Að mati lögreglunnar eru nú starf-
andi 15 hópar í landinu sem má
flokka sem skipulagða brotahópa. Margir
þeirra stunda löglegan rekstur af ýmsu tagi
samhliða lögbrotunum. Löglega starfsemin er
þá nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla
að frekari glæpum. Hóparnir eru af ýmsu þjóð-
erni og starfa flestir bæði innanlands og utan.
Á allra síðustu árum hefur verulegum fjár-
munum verið varið til lögreglunnar til að
bregðast við þessari ógn. Miklar framfarir hafa
einnig orðið á lagaumgjörð og framkvæmd í
tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti,
sem er órjúfanlegur hluti hvers kyns glæpa-
starfsemi. Síðastliðið haust fól ég ríkislög-
reglustjóra að efla samstarf og samhæfingu
innan lögreglu í því skyni að vinna markvisst gegn skipu-
lagðri brotastarfsemi. Nauðsynlegt er að samnýta
mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skil-
virkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þarf að hafa getu
og þekkingu til að takast á við umfangsmikil, flókin og
þaulskipulögð mál.
Sérstakur stýrihópur hefur unnið ötullega undanfarna
mánuði að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli
lögregluembætta, alþjóðlegri samvinnu og gagnkvæmu
samstarfi við önnur stjórnvöld og stofnanir. Í stýrihópnum
sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna sem hafa
skuldbundið sig til að setja málaflokkinn í for-
gang og verja til þess nauðsynlegum mannafla
og búnaði. Þá hefur ríkislögreglustjóri sett
verklagsreglur um samvinnu og samstarf lög-
reglu um aðgerðir gegn skipulagðri brota-
starfsemi. Loks má nefna að 350 milljónum
króna hefur verið ráðstafað í sérstakan lög-
gæslusjóð til að efla lögregluna í aðgerðum
gegn skipulagðri brotastarfsemi. Lögreglan
hefur nú þegar greint ítarlega og forgangs-
raðað þörf fyrir ýmsan búnað til að standa eins
vel og kostur er að slíkum rannsóknum.
Framangreint samstarf er einn liður í þeirri
stefnumörkun sem lá að baki stofnunar lög-
regluráðs sem ég lagði áherslu á að yrði sett á
fót í upphafi síðasta árs. Það felur í sér að lög-
reglan í landinu komi í auknum mæli fram sem
ein samhæfð liðsheild. Undir forystu ríkis-
lögreglustjóra fundar ráðið nú reglulega um
mál lögreglunnar.
Brýnt er að íslenska lögreglan – og í raun íslenska
réttarkerfið – hafi burði, getu og þekkingu til að takast á
við þau flóknu verkefni sem við blasa í harðnandi heimi
skipulagðrar glæpastarfsemi. Viðfangsefnin eru fjölbreytt
og eftir tilvikum flókin. Þetta er verkefni sem verður að
nálgast af alvöru og festu, það er það sem við erum að gera
– ekki aðeins til skemmri tíma heldur einnig þegar til
lengri tíma er litið.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Verkefni sem við tökum alvarlega
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sprengigosið mikla sem varð íÖræfajökli 1362 var öfl-ugasta eldgos Íslandssög-unnar og ólíkt flestum eld-
gosum á sögulegum tíma. Það er
vegna þess hve ákaft það var og eins
vegna umfangs gjóskuflóða sem því
fylgdu. Gjóskuflóð og gusthlaup voru
fyrstu flóðin sem mynduðust í eld-
gosinu. Brýnt þykir að aðlaga
áhættugreiningu og rýmingaráætl-
anir í samræmi við það, samkvæmt
nýútkominni skýrslu um þetta eld-
gos. Sjá nánar í fylgifrétt.
Tvö eldgos hafa orðið í Öræfa-
jökli á sögulegum tíma, 1362 og 1727.
Um fyrra eldgosið eru mjög tak-
markaðar samtímaheimildir. Þess er
getið í annálum sem flestir voru rit-
aðir að gosinu loknu. Eldgosið hófst í
byrjun júní og stóð fram á haust,
samkvæmt Skálholtsannál. Annálar
segja að allt Litlahérað hafi þá lagst í
eyði vegna gjóskufalls og jökul-
hlaupa sem fylgdu eldgosinu óg-
urlega.
„Svo mikill vikur barst til sjávar
að vart var skipgengt fyrir Vest-
fjörðum. Eldgosið árið 1362 er
stærsta sprengigos Íslandssögunnar
og er mat á heildarrúmmáli gosefna
á bilinu 2-10 km3,“ segir í skýrslunni.
Góðar samtímaheimildir eru um
eldgosið 1727 sem Jón Þorláksson
prestur í Sandfelli skráði. Það var
annars eðlis og mun minna í sniðum
en eldgosið 1362. Gosið hófst 4. ágúst
1727 og því var ekki að fullu lokið
fyrr en 23. maí 1728. Eldgosinu
fylgdi gjóskufall og jökulhlaup úr
Kotárjökli og Virkisjökli-Falljökli.
Hættuleg fyrirbæri gosa
Í skýrslunni segir að gjóskuflóð
og gusthlaup séu ein hættulegustu
fyrirbærin sem geta myndast í eld-
gosum. Þau eru samansett úr gjósku,
kvikugösum og andrúmslofti og
myndast þegar gosmökkur fellur
saman og leggst út frá gosopi.
„Gjóskuhlaup eru sökum eðlis-
þyngdar og massa háð landslagi þeg-
ar þau geysast niður fjallshlíðarnar
og geta ferðast með yfir 150 km/klst.
hraða. Gusthlaup eru ríkari af loft-
tegundum en gjósku sem veldur því
að þau eru eðlisléttari og massa-
minni en gjóskuflóð,“ segir í skýrsl-
unni. Þar kemur einnig fram að gust-
hlaup geti myndast án gjóskuflóða,
en gusthlaup séu ávallt fylgifiskur
gjóskuflóða. „Þessar tvær tegundir
af gjóskuflóðum eru hættulegustu
fyrirbrigði samfara eldgosum sökum
þess hve heit þau geta orðið, hversu
hratt þau streyma niður hlíðar eld-
fjallanna og vegna þess að ekki er
unnt að spá fyrir um leið gusthlaupa
eftir landslagi.“
Gagngerar greiningar voru
gerðar árin 2015 og 2016 á þeirri
áhættu sem myndast vegna hugs-
anlegra jökulhlaupa niður hlíðar
Öræfajökuls ef eldgos verður. Í kjöl-
far greiningarinnar voru lögð drög
að viðbragðsáætlun ef til jarðhrær-
inga kæmi í Öræfajökli.
Vettvangsvinna vegna jarðsjár-
mælinga fór fram sumarið 2018. Ár-
angur þeirra mælinga þótti harla
góður. Þá voru mæld 80 snið með
jarðsjá á tíu stöðum láglendinu suður
af Öræfajökli. Jarðlagaskipan kom
vel fram í flestum sniðum sem mæld
voru. Einnig voru gerðar snið-
mælingar í vikurinn frá 1362 á
Sandfellsheiði sama sumar.
Um leið var litið eftir
gosmenjum frá eldgosinu
1727. Gosstöðvarnar frá
því eldgosi staðsettar með
óyggjandi hætti í fyrsta
sinn. Gígaröðin stefnir ANA
frá Sandfellsheiði og
upp til öskju Öræfa-
jökuls.
Gjóskuflóð og gust-
hlaup úr Öræfajökli
Skýrslan Eldgos í Öræfajökli
árið 1362, greining á röð at-
burða er nýlega komin út. Hún
var unnin fyrir GOSVÁ, sem er
heildaráhættumat vegna eld-
gosa á Íslandi, Veðurstofu Ís-
lands og Ofanflóðasjóð. Þar er
sagt frá upplýsingum sem
fengust með rannsókn á
gjóskulaginu sem gosið mynd-
aði.
Höfundar skýrslunnar eru
þau Ármann Höskuldsson, Þor-
valdur Þórðarson, Ingibjörg
Jónsdóttir, Muhammad Auf-
aristama, Alma Gytha Hunt-
ington Williams, Helga Kristín
Torfadóttir, Þóra Björg
Andrésardóttir, Daníel
Þórhallsson, Alan Wood-
land, Maria Janebo og
Catherine R. Gallagher.
Útgefandi er Jarð-
vísindastofnun
Háskóla Ís-
lands.
Greining á
gosinu 1362
ÖRÆFAJÖKULL
Ármann
Höskuldsson
Morgunblaðið/RAX
Öræfajökull Megineldstöðin er hulin ís og askjan er full af ís. Ef þar brýst
út eldgos er hætta á ferðum samkvæmt því sem saga eldfjallsins sýnir.