Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 ✝ Elías Gunn-laugsson fæddist á Gjá- bakka í Vest- mannaeyjum 22.2. 1922. Elías lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 5.2. 2021. For- eldrar hans voru Gunnlaugur Sig- urðsson, f. 28.9. 1883, d. 20.4. 1965, og Jóna Elísabet Arn- oddsdóttir, f. 26.8. 1890, d. 22.2. 1951. Systkini: Að- alsteinn, f. 14. júlí 1910, d. 27. febrúar 1991, maki Tómasína Elín Olsen, látin. Þórarinn, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002, maki Jóhanna Sigurðardóttir, látin. Sigurbjörg, f. 27. sept. 1914, d. 25. ágúst 1998, maki Vigfús Guðmundsson, látinn. Arnoddur, f. 25. júní 1917, d. 19. okt. 1995, maki Anna Pál- ína Halldórsdóttir, látin. Guð- björg, f. 21. apríl 1919, d. 1 mars 1983, maki Björn Krist- jánsson, látinn. Jón, f. 20. nóv. 1921, d. 13. okt. 2007. Guðný, f. 6. mars 1928, maki Jens Kristinsson, látinn. Ingvar, f. 13. mars 1930, d. 15. júní 2008, maki Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir. Hálfbróðir samfeðra var Gunnlaugur Skólaganga Elíasar var ekki margbrotin frekar en annarra alþýðubarna á þessum tíma. Hann lauk barnaskólanámi og tók síðan mótornámskeið og stýrimannanámskeið. For- eldrar Elíasar áttu bát og verkuðu aflann þannig að Elí- as fór snemma að breiða út og taka saman saltfisk. Árið 1938 byrjaði Elías í sinni fyrstu launuðu vinnu. Hann fór þá til síldveiða norður í land, þá 16 ára gamall. Elías varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu þann 12. apríl 1952 að Veiga VE sökk vestur af Eyjum en þá var Elías skipstjóri. Með Veig- unni og fórust tveir menn, en hinir björguðust í gúmmí- björgunarbát. Ekki hætti Elías til sjós eftir þetta áfall. Hann var á hinum ýmsu bátum en lengst var hann með Bjarn- héðni á Elíasi Steinssyni VE. Hann var líka um tíma á Gylfa VE með Grétari Gilsa. Hann var lengi á síðutogurum sem gerðir voru út frá Eyjum. Eft- ir að Elías lauk sjómennsku 45 ára fór hann að vinna í vél- smiðjunni Magna, fór þaðan í Skipalyftuna þar sem hann lauk sínum starfsferli áramót- in 1999-2000. Útför fer fram frá Landa- kirkju 26. febrúar 2021 kl. 14. Streymt verður frá athöfn: https://www.landakirkja.is Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Scheving, f. 1906, d. 1992, maki Sig- ríður Ketilsdóttir, látin. Þann 14.10. 1944 kvæntist Elías Margréti Sigur- jónsdóttur frá Brekkuhúsi í Vest- mannaeyjum, f. 20. des. 1923, d. 21. nóv. 2016. For- eldrar hennar voru Sigurjón Sigurðsson, f. 6. mars 1890 í Landeyjum, d. 8. júní 1959, og Kristín Óladóttir verkakona, f. 17. mars 1889 í Mjóafirði, d. 1 sept. 1975. Börn Elíasar og Margrétar eru 1. Hjördís, f. 14. okt. 1946. Eiginmaður er Hannes G. Thorarensen, f. 10. maí 1945, eiga þau Elías og Harald og uppeldisdótturina Ingunni Erlu. 2. Viðar, f. 1. júlí 1956. Eiginkona Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, f. 8. sept. 1956. Eiga þau börnin Bjarna Geir, Sindra, Margréti Láru og El- ísu. 3. Björk, f. 1. júlí 1956. Eiginmaður hennar er Stefán Örn Jónsson, f. 27. ágúst 1953, eiga þau börnin Jón Viðar og Önnu Fríðu. Í dag eru barnabarnabörnin 21 talsins og barnabarnabarna- börnin tvö. Í dag kveðjum við ástkæran föður og tengdaföður, Elías Gunn- laugsson, betur þekktan sem Ella á Gjábakka. Elli hóf ungur sinn starfsferil. Hann byrjaði að beita 14 ára gam- all og stundaði sjóinn frá 15 ára aldri á hinum ýmsu bátum, bæði sem skipstjóri og vélstjóri. Hann stundaði sjóinn grimmt og var oft langtímum saman að heiman, en heima beið „Maggý mín“ eins og hann sagði svo oft en hann var kvæntur Margréti Sigurjónsdótt- ur í rúm 70 ár. Elli var skipstjóri á Veigu VE þegar hún fórst suðvestur af Vest- mannaeyjum á vetrarvertíð 1952. Áhöfn Veigu var fyrsta áhöfnin á Íslandi sem bjargað var með gúmmíbjörgunarbáti. Þessi lífs- reynsla sat lengi í Ella en þrátt fyrir það stundaði hann sjó- mennsku í um 30 ár áður en hann hóf störf í Vélsmiðjunni Magna og síðar í Skipalyftunni. Elli var mikill útivistarmaður, gekk um Eyjuna sína og naut þess að segja okkur frá því sem fyrir augu bar. Þessa iðju stundaði hann langt fram eftir aldri, því hann var sérlega heilsuhraustur. Elli var mikill sóldýrkandi og mátti varla sjá sólarglætu þá var hann farinn út, oftast ber að ofan. Veðrið var eitt af áhugamálum hans og var síðasta verk hans fyr- ir svefninn að fara út á stétt og gá til veðurs. Hann stundaði sund daglega og var góður félagi í Lions-hreyfingunni. Við hjónin og börnin okkar vor- um svo heppin að ferðast með þeim hjónum jafnt innanlands sem utan og þá var oft líf og fjör. Þrátt fyrir að Elli hafi stundað sína vinnu vel og verið langtímum saman frá fjölskyldunni þá var ekki hægt að hugsa sér betri föður og kærleiksríkari og hjálpsamari mann var varla hægt að finna. Elli hafði sérstaklega góða nærveru og bar mikla umhyggju fyrir öll- um, stórum sem smáum. Við viljum þakka ástkærum föður og tengdaföður fyrir hjálp- semina, traustið og að vera frá- bær fyrirmynd barna okkar. Hans er sárt saknað, en við erum viss um að „hann eigi vini á báðum stöðum, sem þar bíða hans í röð- um“, eins og segir í textanum. Síðustu æviárin dvaldi Elli á Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra í Vestmannaeyjum, og viljum við þakka starfsfólki Hraunbúða fyrir frábæra umönnun. Guð geymi þig. Viðar Elíasson, Guðmunda Á. Bjarnadóttir. Elsku pabbi minn, nú er komið að leiðarlokum, ævi þín hefur ver- ið löng og í flestum tilfellum áfallalaus. Þú hófst ungur að vinna eða um 16 ára aldur og vannst sleitulaust til næstum 78 ára aldurs. Þú hafðir gaman af vinnu og fannst það bara hluti af lífinu, ekki kvartaðir þú. Stærsta áfallið var þegar þú varst skip- stjóri á Veigu VE og hún fórst og með henni tveir menn, en þið hinir voruð þeir fyrstu sem komust í gúmmíbjörgunarbát á Íslandi. Síðan hafa margir sjómenn bjarg- ast á þennan hátt. Þegar ég var lítil varstu á sjó og fórst stundum í siglingar og þá var sko veisla þeg- ar þú komst heim, prinsessan fékk fullt af fallegum gjöfum, t.d. græna saumavél, dúkkur og ým- islegt fleira sem ekki var til hér í búðum. Síðan lá leiðin í Magna og svo Skipalyftuna. Allir sem hafa unnið með þér hafa dásamað þig og þótt vænt um þína samfylgd. Þegar gosið kom í Eyjum 1973 misstir þú æskustöðvar þínar og það held ég að hafi verið þér mikið áfall. Þér þótti vænt um aust- urbæinn og þína heimaslóð. Á hrauninu í dag þar sem Bakkastígur hófst ert þú búinn að rækta falleg grenitré og við fór- um oft í okkar bíltúrum að skoða og njóta saman. Þú og mamma áttuð langt og farsælt hjónaband eða 72 ár. Mamma var húsmóðirin og þú að vinna, okkur systkinin skorti ekki mikið, fengum mikla ást og alúð eins og tíðkaðist þá. Eftir að þið fóruð á Hraunbúðir misstir þú mikið til áhuga á öllu. Fram að því eftir að þú hættir til sjós varstu mikill sundmaður og göngumaður. Þú slepptir ekki úr sunddegi og flesta daga fórstu á fjöll eða langa göngutúra um eyj- una. Þú varst mikil og góð fyr- irmynd og í okkar ætt hafa flestir tekið þetta í sína daglegu rútínu. Þú varst duglegur að fara í messu í Landakirkju í mörg ár og áttir þinn fasta samastað þar. Heilsa þín var alltaf góð og þú fílhraustur, ekki þurftirðu að vera á lyfjum eða slíku. Þú og mamma voruð mínar fyrirmyndir og gáfuð mikið til okkar barnanna, það var unun að horfa á ykkur dansa. Þegar mamma kvaddi árið 2016 varstu sorg- mæddur og leiður og svo varstu orðinn svo heyrnarskertur að þú einangraðist mikið. Við fjölskyldan reyndum að stytta þér stundir og fara með þig í bíltúra og heim til okkar. Þú fræddir mig um margt, við stopp- uðum á milli fella og horfðum á Dyrhólaey ef skyggni var gott og svo talaðir þú alltaf í áttum og leist upp í skýin til að sjá hvaðan vindurinn blés. Þitt stóra áhuga- mál var veðrið alveg fram á síð- asta dag. Svona ca. 12 dögum áð- ur en þú kvaddir spurðir þú mig um veðrið og það var það síðasta sem þú sagðir. Mig langar að þakka starfsfólki Hraunbúða fyr- ir dásamlega umönnun og um- hyggju fyrir pabba. Elsku pabbi minn, takk fyrir lífið sem þú gafst mér. Takk fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina í húsinu okkar Stebba og bara að vera þú. Takk fyrir að vera góður vinur sem ég gat alltaf leitað til. Ég mun sakna þín óendanlega. Þín dóttir Björk. Elías Gunnlaugsson HINSTA KVEÐJA Í hvíldinni fannstu friðinn, þín lífsins saga er liðin. Rúllandi fingrum með þitt fallega bros, hikaðir aldrei né sýndir á þér los. Fótgangandi þú fórst flest með stæl, þoldir illa volæði og væl. Dugnaður var þér í blóð borinn þá stundum þú varst rúnum skorinn. Viðkvæmur, hógvær og hlýr, sú minning um þig í hjarta mér býr. (IEÆ) Biðjum að heilsa ömmu, ástarkveðja, Ingunn, Elísabet Birta og Sunna Margrét.  Fleiri minningargreinar um Elías Gunnlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ásmundur Eyj-ólfsson fæddist í Reykjavík 20. apríl 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 17. febr- úar 2021. Foreldrar hans voru Eyjólfur Jóns- son, fæddur í Bol- ungavík 5. maí 1904, d. 12. des. 1988 og Kristín Hjaltadóttir, fædd á Markeyri við Skötufjörð 7. júní 1905, d. 30. maí 1995. Systur Ásmundar: Ragnheið- ur, fædd 27. júlí 1925, d. 8. nóv. 2016, Þuríður, fædd 4. janúar 1931, d. 1. mars 2004, og Elísabet Auður, fædd 3. október 1934. faðir hennar er Björn Már Bollason, sonur Kristínar Birnu er Viktor Orri, fæddur 13. júlí 2020. 3) Ísólfur, fæddur 6. júní 1975, maki Íris Björk Jóns- dóttir. Synir Ísólfs eru: Ísólfur, fæddur 2. mars 2005 og Hannes Thor, fæddur 11. október 2008, móðir þeirra er Elín Þórðardóttir. Ásmundur hóf flugnám 7. júlí 1958 og lauk því 1962, varð þá flugkennari og flugmaður hjá flugfélaginu Þyt þar til hann var ráðinn til Loftleiða 18. febrúar 1965, seinna hjá Flugleiðum og Icelandair til starfsloka 20. apríl 2006. Útför Ásmundar fer fram frá Seljakirkju 26. febrúar kl. 13. Streymi verður frá www.seljakirkju.is, stytt slóð: https://tinyurl.com/3vjqayss Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Ásmundur gift- ist hinn 2. mars 1968 Þuríði Ísólfs- dóttur, f. 29. júní 1943, foreldrar hennar Ísólfur Ís- ólfsson, f. 21. des. 1913, d. 23. júlí 1946 og móðir Alie Rita Ísólfsson, f. 30. sep. 1917, d. 8. jan. 2002. Börn þeirra eru: 1) Hjördís, fædd 26. desember 1968, maki Ágúst Sigurðarson, þau eiga dæturnar Rebekku og Henríettu. 2) Ríta Kristín, fædd 6. maí 1972, maki Kjartan Norðdahl. Dóttir Rítu Kristínar er Kristín Birna, fædd 13. nóvember 1996, Elsku besti afi minn, nú hefur þú kvatt okkur í síðasta skipti og ert kominn á betri stað. Ég er svo heppin að eiga svona margar góðar og skemmtilegar minningar með þér elsku afi minn og er ég svo ævinlega þakk- lát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu svona lengi. Þakklát fyrir allar góðu stund- irnar okkar saman og fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegn- um árin. Afi kom mér í föðurstað og passaði alltaf vel upp á mig. Heima í Hléskógum hjá ömmu og afa þar sem ég ólst upp helm- inginn af barnsárum mínum geymi ég mínar bestu æsku- minningar. Afi passaði alltaf upp á það að mig skorti ekkert og ef það var eitthvað, þá var hann búinn að redda því. Afi kenndi mér að hjóla, fór með mig í sund, hjálpaði mér við heimalærdóminn og var alltaf til staðar þegar ég þurfti á honum að halda. Afi var mikið úti í garði og hann naut þess mikið að vera úti í náttúrunni, það var alltaf eitt- hvað sem hann fann upp á að gera bæði úti og inni, hlaupandi um í sama vinnugallanum sem að var köflótt skyrta og gallasmekk- buxur. Ég man hvað mér þótti hann alltaf vinnusamur, vand- virkur og duglegur, allt sem hann tók sér fyrir hendur var upp á tíu. Mér þótti alltaf svo gaman þegar amma var að útbúa eitthvað með kaffinu eða að búa til kvöldmatinn, að þá beið ég alltaf spennt eftir því að fá að kalla á afa inn í mat, því ég vissi hvað honum þótti gott að koma inn eftir langa daga úti í garð- inum og fá sér eitthvað gott í gogginn, eins og vöfflur, og með því. Það er svo gaman að rifja upp allar óteljandi bústaðaferðirnar sem ég fór með ykkur ömmu, hlustuðum alltaf á sömu geisla- diskana á leiðinni, sungum sam- an og borðuðum nestið okkar. Ég man hvað mér þótti gaman þegar þú leyfðir mér að hjálpa þér að vinna í garðinum og kenndir mér hvernig ætti að reyta arfa, bera á grasið og að slá túnið bæði uppi í bústað og heima í Hléskógum. Mér fannst svo gaman hvað þú treystir mér fyrir öllu sem ég gerði með þér og hrósaðir mér alltaf fyrir það hvað ég væri dugleg og sagðir oft að ég gerði þetta mikið betur en þú sjálfur og það var sko gaman að heyra það frá þér. Ég og afi vorum miklir vinir og þótti okkur ofboðslega vænt um hvort annað, alveg frá því ég man eftir mér hvíslaði hann því að mér að ég væri besti vinur sinn. Það þótti mér svo vænt um. Þú stóðst alltaf með mér í einu og öllu og það var alltaf svo gott að tala við þig og fá ráðleggingar frá þér. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur en minning þín mun lifa með mér alla ævi og veit ég að þú munt vaka yfir okkur Viktori Orra, og ég trúi því að við munum hittast aftur einn daginn. Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að sjá Viktor litla nokkrum sinnum áð- ur en þú kvaddir þennan heim og hlakka ég til þess að geta sagt honum margar góðar sögur af langafa sínum. Takk fyrir allt, elsku afi minn, án þín væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag, guð geymi þig. Þín Kristín Birna (Stína). Ásmundur Eyjólfsson ✝ Birna GuðrúnJóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1952. Hún lést 14. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Guð- rún Flosadóttir, f. 14. maí 1934, og Jó- hann Ársælsson, f. 15. mars 1931. Finnbjörn Finn- björnsson, f. 9. jan- úar 1931, eiginmaður Guðrúnar, gekk Birnu í föðurstað. Systkini Birnu eru Finnbjörn, f. 1957, Guðbjartur, f. 1961, Jón- as Flosi, f. 1962, og Sjöfn, f. 1964. Birna giftist Magnúsi Magn- ússyni, f. 4. maí 1950, og eign- uðust þau dreng, f. 10. sept- ember 1971, d. 16. desember sama ár. Þau slitu samvistum. Birna giftist Jóni Vigni Sigurmundssyni, f. 10. janúar 1952, og eignuðust þau soninn Róbert Örn, f. 20. maí 1982. Ró- bert býr í Danmörk með sam- býliskonu sinni Juhulie Møller Lorensen og syn- inum Arthuri Erni sem fæddist 24. jan- úar 2021. Birna og Jón Vignir slitu sam- vistum. Árið 1988 kynnt- ist Birna Sigurði Rúnari Valtýssyni, f. 16. oktober 1951, og hófu þau sam- búð. Árið 2020 voru þau gefin saman í hjónaband. Birna starfaði lengst af við bókhald hjá ýmsum fyrirtækj- um, síðustu 20 árin hjá Síman- um þar sem hún vann, meðan að heilsa og kraftur leyfðu eða þangað til hún greindist með krabbamein árið 2017. Birna verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju 26. febrúar 2021 kl. 13. Verður útförinni streymt á, stytt slóð: https://tinyurl.com/5b8w24xz Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Sorg og söknuður eru í huga okkar þegar við kveðjum góða vin- konu og fyrrverandi samstarfs- konu hjá Símanum, Birnu Jó- hannsdóttur, eftir hetjulega baráttu hennar við krabbamein. Í stóru fyrirtæki eru störfin mörg og afar margvísleg. Árin eftir aldamótin voru einkar spennandi í upplýsingatækni og ýmsum nýj- ungum. Þetta voru mikil lærdómsár fyrir okkur öll, sér- hæfing oft á tímum nauðsynleg og allt þetta skilaði okkur fram á veg. Birna var einn af sérfræðingun- um, fyrst í fjárreiðum og síðar í reikningshaldi. Hún var afar tö- luglögg sem kom sér vel í starfi hennar, m.a. við afstemmingar af ýmsu tagi sem vinna þurfti reglu- lega, skila á réttum tíma og krafð- ist vandvirkni, nákvæmni og þol- inmæði. Að leiðarlokum eru það einnig aðrir mannkostir Birnu sem við viljum svo gjarnan minnast og þakka. Birna var greind, glaðleg, sér- lega orðheppin og einstaklega greiðvikin. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og breiddi út hlýjan faðm fyrir stórfjölskylduna sína sem henni þótti afar vænt um. Það er ekki á neinn hallað þeg- ar við segjum að líklega hafi eng- inn glatt fjölmarga starfsmenn Símans jafn oft og jafn ríkulega með einstökum heimagerðum veitingum og góðgæti og Birna gerði og reiddi jafnan fallega fram á veisluborð. Óeigingjarn vináttu- vottur sem seint mun gleymast. Birna var líka höfðingi heim að sækja. Hún átti afar fallegt heimili og bauð starfsmönnum iðulega heim. Eftirminnilegastar eru lík- lega aðventuferðirnar til hennar þegar hún hafði af mikilli smekk- vísi breytt heimilinu í undraland jólanna. Í mörg ár hafði hún safn- að fjölbreyttu jólaskrauti og hlut- um af ýmsu tagi, reist jólaþorp, fléttað og föndrað. Síðari árin hennar Birnu hafa um margt verið ævintýri lík. Þau Siggi áttu þess kost að ferðast víða um veröldina og vinkona okk- ar var afar flink við að uppgötva skemmtilega og áhugaverða staði og finna bestu og hagkvæmustu leiðirnar. Kæru Siggi, Róbert og fjöl- skylda, systkini Birnu og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur ein- lægar samúðarkveðjur. Megi ljúfar minningar ylja ykkur á erf- iðum tímum. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Við kveðjum kæra vinkonu með þakklæti og trega. Ester Jónatansdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ásdís Björgvinsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Sigrún Ósk Ingadóttir. Birna Guðrún Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.