Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 ✝ GunnhildurFriðþjófsdóttir var fædd í Reykja- vík 30. október 1961. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 14. febrúar 2021. Hún er dóttir hjónanna Friðþjófs Péturssonar tösku- gerðarmanns frá Akureyri, f. 25. júlí 1909, d. 27. júlí 2000, og Soffíu Jónsdóttur versl- unarmanns frá Ásum í A- Húnavatnssýslu, f. 16. apríl 1916, d. 22. nóvember 1991. Maki Gunnhildar var Guð- mundur R. Sighvatsson, f. 12. október 1951, d. 19. mars 2018. Bróðir Gunnhildar sammæðra er Sigurður Harð- arson rafeindavirki, f. 20. júní 1944, maki Harpa Ágústsdóttir geislafræðingur, f. 28. júní 1948. Dóttir Gunnhildar er Soffía Tinna Gunnhildardóttir, f. 25. september 1988, maki Einar Gíslason húsasmiður, f. 14. maí 1983. Börn þeirra eru Garðar, f. 1. apríl 2014, og Saga Karitas, f. 24. mars 2018. Fyrir átti Einar dótturina Magn- eu, f. 10. maí 2003. Faðir Soffíu Tinnu er Kári Elíasson. Útför fer fram frá Fossvogs- kirkju 26. febrúar 2021 klukkan 15. Elsku besta Gunnhildur er nú farin í draumalandið þar sem Gummi, pabbi hennar, öll heims- ins fallegu blóm, kræsingar, góða veðrið og heilsan taka á móti henni opnum örmum, alveg eins og hún tók alltaf á móti mér þegar ég var lítil stelpa. Sú tilhugsun er huggun harmi gegn þar sem eftir sitja allir þeir sem elskuðu hana, ekki síst elsku Soffía sem var gim- steinninn í mömmu sinnar lífi, tengdasonur og barnabörnin sem hún elskaði svo heitt. Þegar ég var 10 ára og byrjaði í Fossvogsskóla varð ég svo heppin að eignast Soffíu fyrir vinkonu. Að vera vinkona Soffíu fylgdu margir kostir. Sá sem upp úr stendur er þó augljós, hún átti yndislega góðu mömmu, hana Gunnhildi. Ég á óteljandi minningar með Soffíu og Gunnhildi. Í Huldulandinu fengum við að leika okkur eins það væri okkar eigin prinsess- ukastali, dansa í gluggakistunni, spila tónlist og borða eins mikið ristað brauð með smjöri og okkur lysti. Þar fékk ég að gista nánast hverja helgi og Gunnhildur leyfði okkur að leigja spólur og kaupa sælgæti, gott ef við fengum ekki ís líka. Þvílíkar gæðastundir og allt þetta gerðum við meðan Gunnhildur horfði á með bros á vör. Gunnhildur leyfði mér líka alltaf að koma með á Eir að heim- sækja afa hennar Soffíu. Við Soffía lékum okkur eins og prins- essum sæmir, fengum að taka línuskautana okkar með og þjóta um ganga hjúkrunarheimilisins, sippa, lita og perla. Þetta voru yndislegar ferðir sem oft voru farnar í strætó og oftast var stoppað á veitingastað á leiðinni. Einni slíkri ferð mun ég aldrei gleyma. Við stoppuðum á Subway á leiðinni. Ég var nýbyrj- uð að nota góm vegna tannrétt- inga en var svo óvön honum að ég henti honum óvart í ruslið á Subway í Ártúnsbrekkunni. Þessi mistök uppgötvaði ég ekki fyrr en við vorum komnar áleiðis á Eir og ollu þau mér miklu hug- arangri, enda voru gómar rán- dýrir. Gunnhildur tók ekki annað í mál en að stoppa á veitinga- staðnum á leiðinni heim og finna góminn. Nokkrum klukkustund- um síðar eftir að hún hafði leitað með mér í öllu ruslinu fannst hann! Hjá Gunnhildi var ekki til æsingur eða önugheit vegna þessarar ferðar, í ruslið í Ártúns- brekku, hún var bara glöð að við skyldum hafa fundið góminn. Þannig var hún alltaf. Ég er svo þakklát fyrir að hafa hitt Gunnhildi fyrir nokkrum vik- um, átt gott spjall við hana og séð að þrátt fyrir veikindin þá var gamla góða Gunnhildur ennþá al- veg eins og hún átti að sér að vera. Glöð og góð, vel gefin, ráða- góð og snjöll. Elsku Gunnhildur, án þín, þessarar góðu mömmu og ömmu, verður erfitt að halda áfram fyrir Soffíu, Einar, Garðar og Sögu. Við sem eftir erum lofum þér því að passa þau og halda vel utan um þau. Eftir lifir minningin um yndislega mömmu, ömmu og fyr- ir mig „vinkonu-mömmu“, sem ég ætla að halda á lofti með því að muna að vera meira eins og þú þegar börnin mín koma heim með vini sína. Þangað til næst. Edda Björk Ragnarsdóttir. Æskuminningar mínar eiga margar rætur sínar að rekja í Huldulandið þar sem Gunnhildur tók okkur vinkonunum alltaf opn- um örmum. Einstök góðmennska og fórnfýsi voru eiginleikar sem auðvelt var að sækjast í sem barn enda þýddi það oft að þá máttu hlátrasköllin vera óheflaðri og skrækirnir hærri. Ef Gunnhildur var heima þá var nóg fyrir hana að vera með góða sakamálasögu og við vinkonurnar máttum haga okkur að vild. Gunnhildur var ósérhlífin og hjálpsöm og fengum við Fannar að kynnast því á okkar erfiðustu tímum sem foreldrar. Gunnhild- ur, sem þá sjálf var að berjast við krabbamein og afar kvalin, rétti þá fram einstaka hjálparhönd sem ég á seint eftir að gleyma og verðum við henni ævinlega þakk- lát fyrir. Gunnhildur hafði að geyma einstakan persónuleika sem lifir áfram í afkomendum hennar; dóttur og barnabörnum. Dóttur sem Gunnhildur sá ekki sólina fyrir og fór það ekki fram hjá neinum sem þekkti fjölskylduna að hún var einstaklega stolt af Soffíu sinni sem ég er það heppin að fá að eiga að sem bestu vin- konu. Elsku Soffía mín, Einar og börn, megi Guð veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Anna Gréta Oddsdóttir. Ég vil með örfáum orðum minnast Gunnhildar. Við Gunnhildur höfum oft átt góðar stundir saman frá því ég kynntist henni. Hún bjó með Guðmundi Sig- hvatssyni skólastjóra. Hún varð fyrir áfalli þegar Guðmundur lést af hjartaáfalli í mars 2018. Það gekk henni svo nærri að hún átti erfiðan tíma lengi á eftir. Guðmundur var henni ekki að- eins sambýlismaður heldur var hann hennar besti vinur. Í júlí 2018 flutti dóttir hennar hún Soffía Tinna og hennar mað- ur til okkar í Fögrubrekku með börnin og bjuggu hér niðri meðan þau voru að byggja. Gunnhildur kom um haustið og bjó hjá okkur og fjölskyldu Soffíu Tinnu. Þann- ig gat hún aðstoðað með börnin og notið samvista við sína. Við hjálpuðumst að í sorginni því ég missti son í júlí 2018. Áttum við því mikið sameiginlegt og studd- um hvert við annað hér. Í þeim efnum var Gunnhildur afar góð. Hún gaf mikið af sér og þannig tengdumst við nánari böndum. Ég lærði að í henni bjó mikil gæska og henni var sér- staklega umhugað um sína ætt- ingja, vinkonur og fjölskyldu. Hún hafði einstakt lag á ömmu- börnunum og greinilegt að hún og Garðar voru mjög náin. Gunn- hildur varð alltaf að vera viss um að allir fengu pakka á réttum tíma þegar voru afmæli. Fór og verslaði fallega eigulega hluti til að gefa og föt á barnabörnin í þau skipti sem hún ferðaðist til ann- arra landa. Samviskusemin náði alveg til Svíþjóðar en þar býr aldraður frændi hennar sem hún sinnti vel alla tíð. Og ekki má gleyma Gunnari bróðursyni hennar en þangað fór hún í þrjá mánuði um haustið 2018 og átti góðan tíma enda uppalin eins og systkini. Gunnhildur var mikið á heimili bróður síns sem ungling- ur. Við lifðum Covid-tímann sam- an hér og verð ég að segja að Gunnhildur pússaði og sótt- hreinsaði á hverju kvöldi. Það var sko ekki ónýtt að fá þessa miklu aðstoð. Hún hætti ekki fyrr en allt húsið var nánast hreingert. Ekki nokkur leið að stoppa hana. Við þrjár, Gunnhildur, Soffía Tinna og ég, áttum oft gleði stundir síðdegis þegar börnin voru komin heim líka. Ég naut smekkvísi hennar hér eins þegar hún færði mér fallega hluti sem ég held mikið upp á. Þegar bróðir hennar og ég vor- um að ferðast um landið þessi tvö sumur sá hún um húsið og þær mæðgur áttu góðan tíma saman með börnin í sumrinu. Jólin voru einstaklega vel heppnuð þessi tvö ár. Pakkaflóð og allir prúðbúnir. Barnabörnin hennar yndisleg og glöð að hafa ömmu sína hjá sér. Það má segja að síðustu árin hafi fært okkur þétt saman og lífið lék við okkur öll ekki síst vegna þátttöku henn- ar sem lagði sitt af mörkum. Við áttum sannarlega góðan tíma. Oft var skrafað og hlegið saman margar góðar stundir sem við áttum á kvöldin þegar allt var komið í ró enda Gunnhildur glað- lynd í eðli sínu. Gunnhildur lifði að komast af sjúkrahúsinu og á sjúkrahótelið aftur og gat þess vegna heimsótt dóttur sína í nýja húsið, það var dásamlegt og hún var mjög ánægð ásamt því að koma hingað þar sem hún kunni svo vel við sig í Fögrubrekkunni á gömlu slóð- unum sagði hún. Fljótlega eftir það veiktist Gunnhildur aftur og meira sem leiddi til þess að hún lést 14. febrúar. Dóttir hennar og tengdasonur voru hjá henni til hinstu stundar. Veikindi hennar voru erfið en nú er hún komin til Guðmundar, trúi ég. Ég kveð mágkonu mína og systur Sigga míns með söknuði. Hvíl í friði elsku Gunnhildur. Harpa Ágústsdóttir. Gunnhildur Friðþjófsdóttir ✝ Júlíus RúnarHögnason fæddist 5. janúar 1945 og bjó í Fljóta- vík. Hann lést á heimili sínu 13. febrúar 2021. For- eldrar hans voru Högni Sturluson frá Látrum í Að- alvík, f. 15. apríl 1919, d. 27. maí 2008, og Júlíana Guðrún Júlíusdóttir húsmóðir frá Atlastöðum í Fljótavík, f. 24. júlí 1921, d. 1. september 1960. Systkini Júlíusar eru: Ingibjörg, f. 1941, Jónína Ólöf, f. 1942, drengur, f. 1948, d. 1948, Sturla Valdimar, f. 1949, Guðleifur, f. 1951, d. 1972, og Guðrún Elísa, f. 1954. Seinni kona Högna var Jó- hanna Friðriksdóttir, f. 10. febr- úar 1914, d. 1. september 2008. Júlíus kvæntist á Ísafirði þann 5. janúar 1966 eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðmundu Kristínu Reimarsdóttur, f. 20. ágúst 1944. Foreldrar hennar voru Reimar Marteinsson, f. 7. ágúst 1916, d. 15. október 1999, og Jóhanna Gísladóttir, f. 9. ágúst 1918, d. 16. júní 1972. Börn Júlíusar og Guðmundu eru: 1) Júlíana Guð- rún, f. 24. ágúst 1966. Dóttir og börn þeirra eru Alexandra Sól og Ísabella Rós. Júlíus Högnason, eða Júlli Högna eins og hann var kall- aður, ólst upp í Hnífsdal. Júlli var alla tíð vinnusamur. Hann var ungur að árum þegar hann hóf að vinna við stokkun og beitningu með föður sínum í Hnífsdal. Hann fór einnig á síld með frænda sínum og sinnti al- mennri sjómennsku fram á full- orðinsár. Segja má að sjómanns- eðlið hafi fylgt honum fram á síðasta dag. Fyrst eftir að þau Munda hófu búskap starfaði hann sem verkamaður hjá Njarðvíkurhreppi. Samhliða því stofnaði hann teppahreinsi- fyrirtæki með bróður sínum. Júlli starfaði einnig til fjölda ára hjá Slökkviliði Keflavíkur. Sjó- mennskan togaði þó alltaf í hann og færði hann sig yfir í störf því tengd. Síðan kom að því að hann elti Mundu til Pósts og síma og var þar í 12 ár. Á þeim tíma sinnti hann talstöðvaráhuga sín- um af fullum krafti. Hann var formaður FR til fjölda ára og rak einnig fjarskiptaverslunina Talco í Njarðvík. Enn kallaði sjómennskan og hóf hann störf hjá Keflavíkurhöfn þar sem hann þjónustaði bátana. Júlli lauk svo starfsferli sínum sem eigandi og forstjóri Atlastaða- fisks. Útför Júlíusar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 26. febr- úar 2021, og hefst athöfnin klukkan 11. hennar er Hulda María Einarsdóttir. Unnusti Huldu Maríu er Einar Már Atlason. Börn þeirra eru Thelma Lind og Bergur Snær. Maki Júlíönu er Árni Jens Ein- arsson. Börn þeirra eru: a) Jóhann Auð- unn, b) Guðmundur Kristinn, unnusta Íris Ósk Bjarnadóttir, c) Árni Rúnar. 2) Jóhann Reimar, f. 23. nóvember 1967. Maki Jóhanns er María Jóhannesdóttir. Börn þeirra eru: a) Aron Freyr, b) Sunneva, unnusti Gunnar Egill Benonýsson, c) Agata, unnusti Jón Helgi Jónsson. 3) Guðmunda Regína, f. 5 ágúst 1969. Maki Regínu er Alexander Eugene Buchanan. Börn þeirra eru: a) Kristína Marie Barnes, maki Brandon Barnes. Börn þeirra eru Thorin og Freyja. b) Róbert Eugene. Fyrir átti Alexander börnin a) Bethany, börn hennar: Charlotte, Roman, Francesca og Gracie, b) Zachary, maki Alisha. Börn þeirra eru SaRay, Damen, Maya og Zachary. 4) Högni Þor- steinn, f. 25. september 1970. Maki Högna er Amy Greenberg Elsku afi Júlli. Það er svo óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért ekki hérna lengur. Að í fjölskylduboðum munir þú ekki spyrja ítarlega út í allt sem við erum að gera. Að þú munir ekki lengur krefjast þess að við fáum okkur minnst einn skammt í viðbót af hverju sem var í boði og segja öllum frá afrekum okkar á Facebook og gera okkur smá vandræðaleg með því. Það var allt þetta og svo miklu, miklu meira sem pirraði mann kannski smá stundum en maður mun sakna svo mikið. Það var hægt að vita að þú varst alltaf stoltur af okkur, það stoltur að þú vildir eiga til myndir af okkur sama hvernig við litum út þann daginn. Við munum sakna þess að heyra ekki hvernig alls staðar leynast frændur okkar og sjá myndir af fjarskyldum ættingj- um og bátum á Facebook. Heyra af nýjasta bílnum eða öðru áhugamáli sem var efst á baugi hjá þér í það skiptið. Mest af öllu munum við þó sakna þín. Takk fyrir allar stundirnar, minningarnar, matarboðin og allt þar á milli. Takk fyrir að vera afi okkar. Barnabörnin þín, Aron, Sunneva og Agata. Í dag kveð ég ástkæran afa minn í hinsta sinn. Júlli afi var svo miklu meira en afi minn. Hann var mín fyrsta og helsta föðurímynd. Hann tók mig strax í fangið og hélt mér þétt fram á síðasta dag. Það má sko ekki rjómahúða hann afa minn. Hann var litríkur og engum líkur. En hann var ávallt með hjartað á réttum stað. Afi var mikill grínisti og hafði reglulega gaman af sprelli. Hann var líka með sterkar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Hann var þrjóskur og óþolinmóður með eindæmum og hafði sjaldan tíma til að bíða. Afi var líka baráttujaxl sem barðist í verkalýðshreyfing- unni og víðar. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klædd- ur og var aldrei að sykurhúða eða tala undir rós. Hann var einlægur og sannur í alla staði enda tóku flestir honum eins og hann var. Núna saknar maður þessara sér- kenna. Ég sakna símtalanna þar sem hann bað um aðstoðina og varð að fá hana strax. Ég sakna sérviskunnar sem við áttum oft sameiginlega. En mest af öllu sakna ég afa míns sem sýndi mér svo vel hvað hann elskaði mig og var stoltur af mér. Ég mun alltaf vera stolt af afa mínum og þakk- lát fyrir að hafa fengið að alast upp hjá honum og ömmu. Minningarnar eru margar og spanna ólík tímabil. Sem lítil stelpa man ég vel eftir bryggj- urúntunum með afa og körlunum. Hann tók mig oft með í alls konar bras. Ég fór líka oft með ömmu og afa í heimsóknir út á land og á margar skemmtilegar minningar þaðan. Svo voru það allar veisl- urnar, fjölskyldupartíin, við- skiptabrasið og hversdagslífið. Á unglingsárunum man ég eftir fyr- irmyndinni og stoðinni sem hann var. Hann lagði mér línurnar þegar ég hóf mitt fyrsta starf. Hann leiddi mig inn í fullorðins- árin og kenndi mér þau gildi sem skipta mig máli í dag. Eftir að ég eignaðist börn man ég mest eftir honum sem yndislegum langafa fyrir börnin mín. Hann og amma tóku virkan þátt í okkar lífi og fylgdust vel með öllu. Þau voru dugleg að mæta á viðburði, skutl- ast með börnin í tómstundir, bjóða í mat og allt hitt. Síðustu minningarnar mínar einkennast af virðingu og þakklæti. Afi var orðinn lúinn og veikur en hann stóð beinn fram á síðasta dag. Hann var duglegur að finna verk- efni fyrir okkur fjölskylduna og bjóða okkur í mat að launum. Þannig bjó hann til skemmtilega samveru og hélt uppi reglulegum samskiptum sem er svo dýrmætt núna. Á tímum Covid hafa að- stæður verið erfiðar. Á tímabili var sárt að komast ekki alltaf til ömmu og afa. Þá hittumst við daglega á netinu eftir blaða- mannafundinn á RÚV og fórum yfir stöðuna. Elsku amma mín, missir þinn er mikill. Þú varst stoð hans og stytta í lífinu. Eins og afi sagði oft „ég er nú ekkert án hennar ömmu þinnar“. Þú hefur staðið sterk á þessum erfiðu tímum og þú veist að við fjölskyldan verð- um hjá þér þegar þú þarft á að halda. Nú komið er að leiðarlokum og leiðir okkar skilur hér. Hvíldu í friði elsku afi minn og hafðu það gott á nýjum slóðum. Þú munt pottþétt halda stóra veislu með fólkinu þínu þar. Þín afastelpa Hulda María Einarsdóttir. Ástvinir þínir eiga sér í brjósti hljóminn sem kveikti þín hjartans tryggð. Brúður þín leiðir börnin í anda með þér um helga heimabyggð. Vertu sæll, vinur. Vertu margblessaður. Hljóður er dalur því haust er nú. Þér verður eigi þakkað með orðum. En bak við fjöllin brosir þú. (Guðmundur Guðbrandsson) Afi minn. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá Því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda. Vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima En eitt vil ég þó að vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth Þorgeirsdóttir) Elsku Júlli afi. Við munum aldrei gleyma minningunum sem við áttum saman. Við munum sakna þín mjög mikið og allra kvöldanna sem við eyddum sam- an. Hvíldu í friði, elsku besti afi. Þín langafabörn, Thelma Lind Einarsdóttir og Bergur Snær Einarsson. Látinn er í Reykjanesbæ frændi minn Júlíus Högnason, fæddur í Fljótavík í Sléttuhreppi. Júlíus starfaði meðal annars sem sjómaður á Páli Pálssyni frá Hnífsdal. Sem barn minnst ég þess í eitt skiptið þegar Júlíus kom í heimsókn til okkar á Ei- ríksgötuna í Reykjavík, og Páll Pálsson lá við Ægisgarð, hvað hann stökk fimlega um borð í skipið, að hér væri mikið efni í góðan frjálsíþróttamann, fallegt stökk. Þegar vantaði góðgæti úr haf- inu var gott að eiga góðan að. Ég minnist fiskbollanna sem voru þær bestu, hvar sem var leitað. Júlíus og Munda launuðu alltaf vel væri þeim rétt smá hjálpar- hönd. Hvíl í friði kæri frændi. Sævar Geirsson. Júlíus Rúnar Högnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.