Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
60 ára Jón er frá
Stærri-Bæ í Grímsnesi
en býr á Selfossi. Hann
er pípulagningamaður
að mennt frá Iðnskól-
anum í Hafnarfirði og
vinnur hjá Veitum á
Suðurlandi.
Maki: Kristín Petrína Birgisdóttir, f. 1963,
leikskólakennari.
Börn: Baldvin, f. 1982, Kjartan Gunnar, f.
1984, Unnur Hlín, f. 1987, Auður Ýr, f.
1991, og Birgir Einar, f. 1999. Barnabörn-
in eru Sigurbjörn f. 2016, og Helga Sóley,
f. 2020, Kjartansbörn, og Rúnar Frans
Jónsson, f. 2020, sonur Unnar.
Foreldrar: Gunnar Ágústsson, f. 1926, d.
2014, og Halldóra Jónsdóttir, f. 1930, d.
2012. Þau voru bændur á Stærri-Bæ.
Jón Rúnar Gunnarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Góðvild þín er eitthvað sem vinir
þínir mega ekki taka sem sjálfsögðum
hlut. Láttu til þín taka í forvarnastarfi.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki gott að láta tilfinning-
arnar hlaupa með sig í gönur. Einhver læð-
ist að þér eins og þjófur að nóttu. Farðu
varlega í ástamálunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert afar þrautseig/ur, það er
bæði blessun og bölvun. Makinn er eitt-
hvað úti á þekju, reyndu að komast að af
hverju.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gættu þess að hugsa ekki svo
mikið um eigin hag að þú gleymir þeim
sem næst þér standa. Barn reynir á þolrif-
in.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt eiga ánægjuleg samskipti í
dag. Kauptu eitthvað sem þér líst vel á og
kemur að notum heima hjá þér. Það má
alltaf réttlæta þannig kaup.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sumt er of gott til að vera satt.
Taktu ákvarðanir fljótt og án þess að hika.
Þú bíður frétta með öndina í hálsinum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nýttu þér meðbyrinn í verkefnavinnu
en mundu að skjótt skipast veður í lofti.
Einhver vinur hefur áhyggjur af þér sem er
hinn mesti óþarfi og það veistu best.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt á hættu að hitta ein-
hvern sem nær tökum á þér og heillar þig
upp úr skónum. Til að eignast nýja vini
þarftu fyrst og fremst að sýna öðrum vin-
semd.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert vinsæl/l meðal vina
þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir
þurfa á að halda. Hugsaði um hvað
barninu er fyrir bestu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu flókinn málatilbúnað
því einfaldleikinn er oft áhrifamestur. Ekki
ráðast í framkvæmdir sem þú veist að þú
ræður ekki við.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Bjartsýni, kraftur og áhugi á líf-
ið og tilveruna einkennir þig. Einhver send-
ir þér skilaboð en þú veist ekki hverju þú
átt að svara.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Lífið leikur við þig þessa dagana og
rómantíkin blómstrar. Einhver gerir þér
greiða sem þú kannt mjög vel að meta.
ævintýri fyrir ferðalangana, enda
bæði París og Versalir heimsótt.
Þriðja ferðin var með Karlakór
Reykjavíkur þar sem í byrjun febr-
úar 1953 var lagt upp frá Reykjavík í
mánaðarlanga ferð með Gullfossi til
Miðjarðarhafsins. Auk kórfélaga og
maka voru eitthvað um 100 góðborg-
arar með í ferðinni. Fyrsta landtaka
var í Alsírborg, en toppur ferð-
arinnar var heimsóknin í Vatíkanið,
þar sem sjálfur páfinn Pius X tók á
móti kórmönnum og mökum og gaf
þeim öllum katólskan minjapening.“
Komið víða við
Það má með sanni segja að
Werner hafi komið víða við á ævinni.
Að loknu námi vann hann fyrsta árið
í Reykjavíkur Apóteki, en fljótlega
bauðst honum staða yfirlyfjafræð-
ings í Apóteki Austurbæjar og þar
vann hann árin 1956-1963. Þá tók
hann við stöðu yfirlyfjafræðings í
Laugavegs Apóteki og gegndi henni
til 1972, er hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra í Pharmaco til 1.10.
1976 er hann tók við sem apótekari í
Ingólfs Apóteki. Það var þá til húsa í
Fischersundi. en Werner flutti apó-
tekið í Hafnarstræti 5 og þar var
opnað 4.4. 1977. Tíu árum seinna var
til þess að sjá fyrir bónda sínum.
Gjaldeyrir til náms var naumt
skammtaður á þeim árum.
Ungur fór Werner í þrjár minnis-
stæðar utanlandsferðir. „Fyrsta
ferðin var til Kaupmannahafnar árið
1936, þegar ég var fimm ára. Siglt
var út með Íslandinu og heim með
Drottningunni, en ég átti bæði
ömmusystur og móðursystur þar.
Önnur ferðin var á Alheimsfriðar-
mót skáta, sem haldið var í Bou-
logne-skóginum skammt frá París í
ágúst 1947. Níutíu íslenskir skátar
flugu með Skymaster-flugvél Loft-
leiða til Parísar. Ferðin var eitt stórt
W
erner Ivan Rasmus-
son fæddist 26.
febrúar 1931 á
Landspítalanum.
Æskuheimilið stóð
við Þingholtsstrætið í miðbæ
Reykjavíkur og var hann leiksvæðið.
Sex ára gamall var hann settur til
náms í Landakotsskóla. „Það var
drjúgur spotti fyrir litla fætur að
trítla þangað án fylgdar, en það hafði
líka kosti, því með fylgdi frelsi til
þess að flakka um nágrennið eft-
irlitslaust. Mest spennandi staðirnir
voru Höfnin, Lækjartorgið og
Tjörnin enda oftast eitthvað um að
vera þar, einkum við Höfnina. Eng-
inn rak okkur strákana í burt, enda
kunnum við þá list að flækjast ekki
fyrir, þótt forvitnir værum. Ekki var
frelsið alveg ókeypis, því það fylgdi
nefnilega sú kvöð að við bærum
ábyrgð á okkur sjálfum, sem full-
orðnir værum.
Ég tengdist snemma skátahreyf-
ingunni. Móðir mín var skáti og áhrif
hennar urðu til þess að ég gekk í
Skátafélagið Erni árið 1938. Sumrin
á Skátaskólanum á Úlfljótsvatni árin
1942 og 1943 veittu uppbyggilegt
veganesti til framtíðar og bý ég að
því enn – einu sinni skáti, ávallt
skáti.“
Að loknu fullnaðarprófi lá leið
Werners í Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga og þar tók hann árið 1946 fyrsta
Landsprófið, sem haldið var og árið
1950 varð hann stúdent við Mennta-
skólann í Reykjavík. Werner vann
ýmis störf á sumrin. Hann var send-
ill, í byggingavinnu, verkamaður, er-
indreki BÍS og kennari við Skáta-
skólann. „Ég hafði ætlað að nema
læknisfræði, en forlögin tóku í taum-
ana og lyfjafræðin varð fyrir valinu.
Ég hef aldrei séð eftir því, enda átt
bæði farsæla og ánægjulega starfs-
ævi.“ Námsvistun fékk Werner í
Reykjavíkur Apóteki og lauk fyrri-
hlutaprófi í lyfjafræði (exam.pharm)
frá Lyfjafræðingaskóla Íslands í
október 1953. Nýkvæntur Önnu
Kristjönu flugu þau hjónin til Kaup-
mannahafnar þar sem Werner hóf
nám við Danmarks Farmaceutiske
Højskole þaðan sem hann lauk can-
didatus pharmacie-prófi 1955, en
unga konan hélt á vinnu-markaðinn
enn flutt og nú í Kringluna og þar
var opnað glæsilegt nýinnréttað apó-
tek í ágúst 1987. Hann lét af starfi
sem apótekari 1999. Hann vann ár-
um saman ýmis hliðarstörf. Nýkom-
inn frá námi gerðist hann kennari
við Lyfjafræðingaskóla Apótek-
arafélags Íslands í þau tvö ár, sem
hann var starfræktur. Enn fremur
starfaði hann sem lyfjakynnir fyrir
Lövens Kemiske Fabrik 1957-1963
og fyrir Schering AB 1963-1967.
Félagsstörf áttu stóran þátt í lífi
Werners og má segja að þau og
rekstur fyrirtækja hafi einnig verið
áhugamálin um miðbik ævinnnar.
Hér skal nefna nokkur félög, sem
hann var félagi í og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir: Skátafélag
Reykjavíkur, Skátasamband
Reykjavíkur, Lyfjafræðingafélag Ís-
lands, Apótekarafélag Reykjavíkur,
Apótekarafélag Íslands, Verslunar-
ráð Íslands, Sparisjóður Kópavogs,
fjármálaráð Sjálfstæðisflokksins,
Rotaryklúbbur Kópavogs og Frí-
múrarareglan á Íslandi. Werner sat í
sambandsstjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands 1980-1998 og var
skoðunarmaður reikninga þess
1987-1999. Hann átti sæti sem
fulltrúi Lyfjafræðingafélags Íslands
í stjórn Lífeyrissjóðs apótekara og
lyfjafræðinga 1963-1976 og fulltrúi
Apótekarafélags Íslands í sama sjóði
og formaður stjórnar 1980-1990.
Hann sat sem fulltrúi apótekara í
lyfjaverðlagsnefnd 1977-1996, í
lyfjaverðsnefnd 1996-2000 og í
stjórn Lyfsölusjóðs frá stofnun 1979
til loka hans 1996. Werner varð heið-
ursfélagi í Rotaryklúbbi Kópavogs
árið 2011 og var sæmdur Gullmerki
Lyfjafræðingafélags Íslands 2002.
Um tíma var Werner allumsvifa-
mikill í viðskiptalífi landsins. Hann
tók þátt í stofnun og rekstri fjölda
hlutafélaga og sat hann í stjórn og
var stjórnarformaður margra félaga.
Þeirra þekktust eru trúlega
Pharmaco hf., Delta hf. og Kringlan
hf.
„Eftir að ég lét af störfum ánetj-
uðumst við Kristín, seinni kona mín,
golfíþróttinni og stunduðum hana í
ein 20 ár. Eins ferðuðumst við mikið
erlendis og áttum lengi dvalarstað í
Werner Ivan Rasmusson apótekari – 90 ára
Einu sinni skáti, ávallt skáti
Hjónin Kristín og Werner.
Börn Werners og Önnu Steingrímur, Ingunn,
Karl Emil, Anna Margrét og Ólafur Ivan.
50 ára Matthildur er
fædd í Eyjum en ólst
upp á Höfn í Horna-
firði. Hún býr á Hofs-
nesi í Öræfum og er
framkvæmdastjóri
Öræfaferða og rekur
kaffihúsið Kaffi Vatna-
jökul á Fagurhólsmýri.
Maki: Einar Rúnar Sigurðsson, f. 1968,
eigandi Öræfaferða.
Börn: Aron Franklín Jónsson, f. 1991, og
Ísak, f. 2002, og Matthías, f. 2003, Ein-
arssynir. Barnabarnið er Trausti Franklín
Aronsson, f. 25.2. 2015.
Foreldrar: Guðný Helga Örvar, f. 1946,
handverkskona og fv. starfsmaður á póst-
húsi, og Þorsteinn Matthíasson, f. 1943,
fv. Baader-maður. Þau eru búsett á Höfn.
Matthildur Unnur
Þorsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is