Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott,
hollt
og næringar
ríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
„EN SVO ERU ÞAÐ AÐ SJÁLFSÖGÐU
UMHVERFISÁHRIFIN – EN VIÐ GETUM
UNNIÐ Í KRINGUM ÞAU.”
„VIÐ ERUM Í OKKAR ANNARRI BRÚÐ KAUPS-
FERÐ. PASSAÐU AÐ HERBERGIN OKKAR SÉU
EKKI OF NÁLÆGT HVORT ÖÐRU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... skuldbinding.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER MEÐ SVAKA
BEITTAR TENNUR
JÁ. ÉG MYNDI EKKI ÞORA
AÐ LOKA SKOLTINUM
HARKAÐU AF ÞÉR,
SVEINN! EKKI
YFIRGEFA OKKUR!
ÞAÐ GERI ÉG EKKI!
ÉG HELD AÐ ÉG SÉ
FÓTBROTINN!
Bandaríkjunum, fyrst í Alabama og
síðar í Orlando, nánar tiltekið í Vent-
ura, þar sem margir Íslendingar
eiga sér afdrep. Þar líður tíminn
þægilega í góðum félagsskap í golfi,
sólbaði og löngum bílferðum. Einnig
dveljum við mikið í sumarbústað
okkar í Bláskógabyggð.“
Fjölskylda
Fyrri eiginkona Werners var
Anna Kristjana Karlsdóttir fram-
kvæmdastjóri, f. 2.1. 1932, d. 5.1.
1994. Þau gengu í hjónaband 17.10.
1953. Banamein Önnu var krabba-
mein. Foreldrar hennar voru hjónin
Margrét Tómasdóttir húsfreyja, f.
31.5. 1899, d. 5.11. 1982, og Karl Guð-
mundsson sýningastjóri, f. 30.12.
1898, d. 15.4. 1977. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Börn Önnu og Werners eru: Ólaf-
ur Ivan tæknifræðingur, f. 17.12.
1957, Anna Margrét kennari, f. 21.8.
1960, Karl Emil viðskiptafræðingur,
f. 24.10. 1962, Ingunn hjúkrunar-
fræðingur, f. 30.4. 1964, og Stein-
grímur lyfjafræðingur, f. 1.4. 1966.
Barnabörnin eru átta og barna-
barnabörnin fimm.
Seinni kona Werners er Kristín
Sigurðardóttir frá Úthlíð, f. 18.3.
1940. Foreldrar hennar voru hjónin
Sigurður Tómas Jónsson bóndi, f.
25.2. 1900, d. 10.10. 1987, og Jónína
Þorbjörg Gísladóttir húsfreyja, f.
19.10. 1909, d. 19.2. 1979. Fyrri mað-
ur Kristínar var Greipur Sigurðsson
frá Haukadal, landgræðsluvörður, f.
17.5. 1938, d. 19.9. 1990. Börn þeirra
eru Sigurður líffræðingur, f. 9.6.
1962, og Hrönn viðskiptafræðingur,
f. 18.5. 1966.
Bróðir Werners er Carl Bjarni
Rasmusson flugvélstjóri, f. 30.11.
1940. Hann er búsettur í Reykjavík
ásamt eiginkonu sinni, Eddu Kling-
beil.
Foreldrar Werners voru hjónin
Ólína Bjarnadóttir Rasmusson hús-
freyja, f. á Þingeyri við Dýrafjörð
8.8. 1904, d. 18.4. 1981, og Ivan Hugo
Rasmusson rennismiður, f. í Kaup-
mannahöfn 21.9. 1903, d. 3.8. 1977.
Þau bjuggu alla sína hjúskapartíð í
Þingholtsstræti eða í 50 ár.
Werner Ivan
Rasmusson
Dagbjört Sveinsdóttir
húsfreyja í Arabæ í Reykjavík
Egill Gunnlaugsson
póstur í Arabæ
Margrét Egilsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Bjarni Pétursson
kennari og verkstjóri í Reykjavík
Ólína Bjarnadóttir Rasmusson
húsfreyja í Reykjavík
Kristín Briem
húsfreyja í Hákoti
Pétur Bjarnason
útvegsbóndi í Hákoti í Njarðvíkum
Ingrid Pihlstrand
húsfreyja í Åhus í Svíþjóð
O.P. Pihlstrand
úrsmiður í Åhus
Betty Andriette Pihlstrand Rasmusson
húsfreyja í Kaupmannahöfn
Carl Emil Rasmusson
slátrarameistari í Kaupmannahöfn
Kristina A. Rasmusson
húsfreyja í Halmstad
Lars Peter Rasmusson
bjó í Halmstad í Svíþjóð
Úr frændgarði Werners Rasmusson
Ivan Hugo Rasmusson
rennismiður í Reykjavík
Á Boðnarmiði kveður Maðurinnmeð hattinn:
Ekkert vill minn anda þrúga,
allt er hér í sinni röð.
Hendingarnar frjálsar fljúga
frá mér inná Boðnarmjöð.
Sigurlaug Ólöf yrkir skemmti-
legt og gott ljóð og kallar „Mót
vetrar og vors“:
Góa hefur geisað hér með grimmum
éljum.
Púðursnjó hún píreyg lyfti
er pilsunum hún ákaft svipti.
Öskudagur eignast getur átján bræður.
Ef sá fyrsti illur reynist,
ekkert gott með hinum leynist.
Loksins þegar lokið hefur leiðri Góu,
augu sín hún aftur lætur,
Einmánuður rís á fætur.
Yngispiltur okkur færir ylríkt vorið,
lindahjal og ljósar nætur,
lífsins dögg á jörðu grætur.
Vorið sem með varma sínum vekur
þrána
ástarblossa einatt sendir,
enginn veit þó hvar hann lendir.
Magnús Halldórsson segir um
Kára:
Þar greinir enga gáfumenn,
né gagnlega í fári.
Hundskammar og hamast enn,
í heimspekingum Kári.
Friðrik Steingrímsson kveður
um lengri afgreiðslutíma veit-
ingastaða:
Magnast kæti, minnkar böl
mikill er sá fengur,
að mega kátur kneyfa öl
klukkutíma lengur.
Alltaf er gott að rifja upp Örn
Arnarson:
Ei mun hraun og eggjagrjót
iljum sárum vægja.
Legg ég upp á Leggjabrjót.
Langt er nú til bæja.
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök
sá, er ekkert skilur.
Herðir frost og byljablök.
Ber mig vetur ráðum.
Ævi mín er vörn í vök.
Vökina leggur bráðum.
Sigurður Breiðfjörð orti „Sólskin
í Vestmannaeyjum“:
Þegar ég fæ sól að sjá,
svo ég þykist skilja:
Hún skín þennan hólma á
af hlýðni en ekki vilja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vetur á förum
og vorið í nánd