Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 29

Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skáldsögurnar Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur hafa verið til- nefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í gær. Landsbundnar dómnefndir tilnefna í ár samtals 14 verk til verðlaunanna, en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega at- höfn í Kaupmannahöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlauna- gripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur sem samsvarar tæp- um 6,2 milljónum íslenskra króna. Hljóðlátur ólgandi heimur Frá Álandseyjum er tilnefnd skáldsagan Broarna eftir Sebastian Johans. Frá Danmörku er tilnefnd skáldsagan Penge på lommen. Scandinavian Star. Del 1 eftir Astu Oliviu Nordenhof og ljóðabókin Mit smykkeskrin eftir Ursulu Andkjær Olsen. Frá Finnlandi er tilnefnd skáldsagan Bolla eftir Pajtim Statovci og ljóðabókin Autofiktiv dikt eftir Heidi von Wright. Frá Færeyjum er tilnefnd ljóðabókin Eg skrivi á vátt pappír eftir Lív Mariu Róadóttur Jæger. Frá Grænlandi er tilnefnd skáldsagan Naasuliardarpi eftir Niviaq Korneliussen. Frá Noregi eru tilnefndar skáld- sögurnar Er mor død eftir Vigdisi Hjorth og Det uferdige huset eftir Lars Amund Vaage. Frá samíska málsvæðinu er tilnefnd ljóðabókin Gáhttára Iðit eftir Ingu Ravna Eira. Frá Svíþjóð er tilnefnd skáldsagan Strega eftir Johanne Lykke Holm og smásagnasafnið Renheten eftir Andrzej Tichý. Íslensku dómnefndina skipa Sunna Dís Másdóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Kolbrún Berg- þórsdóttir, sem er varamaður. Í um- sögn þeirra um um bók Andra Snæs segir: „Um tímann og vatnið fjallar um jörðina okkar og framtíð barna okkar og annarra afkomenda. Bókin er skrifuð af jafnvægi, þekkingu, skilningi á viðfangsefninu og sterk- um vilja til þess að gera heiminn betri en hann er.“ Um bókina Aðferðir til að lifa af segir: „Guðrún Eva sýnir hér á listilegan hátt þá miklu næmni sem hún býr yfir sem rithöfundur. Hún færir okkur heim hljóðlátan en ólgandi heim þar sem þrá eftir tengslum, sá djúpstæði kraftur, brýst upp á yfirborðið á ferskan hátt.“ Umsagnirnar má lesa í heild sinni á vefnum mbl.is. Auki menningarsamkennd Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem sam- ið er á einu af norrænu tungumál- unum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og list- rænt gildi. Eins og fram kemur í samþykktum fyrir bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs er markmið verðlaunanna að auka áhuga á menn- ingarsamkennd Norðurlanda og að veita viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi starf á sviði lista. Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs eru árlega veitt um leið og önnur verðlaun Norðurlandaráðs, þ.e. barna- og unglingabókaverðlaun, tónlistarverðlaun, kvikmyndaverð- laun og umhverfisverðlaun. Þess má geta að allar tilnefndar bækur ársins eru aðgengilegar á frummálunum á bókasafni Norræna hússins. Þar má einnig nálgast allar vinningsbækur frá upphafi. Skrifstofa hvorra tveggja bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur verið til húsa í Norræna húsinu frá 2014. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glöð Andri Snær Magnason og Guðrún Eva Mínervudóttir í Gunnarshúsi í gær þegar upplýst var um tilnefningarnar. Andri Snær og Guðrún Eva tilnefnd fyrir Íslands hönd  Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021  Samtals eru 14 verk tilnefnd í ár  Verðlaunin verða veitt í Kaupmannahöfn 2. nóvember Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og tónlistarmað- urinn Bruce Springsteen tilkynntu fyrr í vikunni að þeir hefðu tekið höndum saman að gerð nýrra hlað- varpsþátta sem nefnast Renegades: Born in the USA. Fyrstu tveir þætt- irnir af átta eru nú þegar aðgengi- legir á streymisveitunni Spotify. Í kynningu á þáttunum segir að þeir félagar hyggist ræða bakgrunn sinn, tónlistina og ævarandi ást sína á Bandaríkjunum. „Við fyrstu sýn virðumst við Bruce ekki eiga margt sameiginlegt,“ segir Obama í kynn- ingu á þáttunum, en þeir Obama og Springsteen hafa verið góðir vinir síðan þeir kynntust í forsetakosn- ingabaráttu Obama árið 2008. AFP Samvinna Barack Obama og Bruce Springsteen árið 2016 þegar sá síðar- nefndi fékk heiðursmerki forsetans. Nýir hlaðvarps- þættir í loftið Hafdís Helga- dóttir, gestalista- maður Gilfélags- ins í febrúar 2021, sýnir afrakstur dvalar sinnar með sýn- ingunni Litvörp í Deiglunni á Akureyri. Til sýnis verða ný verk; málverk, bókverkasíður og fjölfeldi. „Megináherslan í minni vinnu síðastliðin ár eru litir. Rannsóknir sem leiða smám saman að málverki, um samspil lita í náttúrunni eins og þeir birtast á ákveðnum tíma dags, í mismunandi árstíðum og veðri,“ segir Hafdís um sköpun sína. Sýningin er opin í dag, föstudag, milli klukkan 20 og 22 og á morgun, laugardag, milli klukkan 13 og 17. Sýnir Litvörp í Deiglunni á Akureyri Hafdís Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.