Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Reglugerð um bann við álaveiði var
sett 2019, en takmörkuð veiði til eig-
in neyslu er leyfð. Leyfi til veiðanna
hafa verið auglýst síðustu tvö ár og
hefur Fiskistofa nú auglýst álaveiði-
leyfi í þriðja sinn. Árið 2019 var eitt
leyfi veitt og tveir álar veiddir, en í
fyrra var ekkert leyfi veitt til ála-
veiða. Árin 2015-2019 voru 0-6 álar
skráðir árlega.
Í auglýsingu Fiskistofu kemur
fram að ef áll veiðist í lax- eða sil-
ungsveiði sé skylt að sleppa honum.
Öll sala og markaðsfærsla á íslensk-
um ál og álaafurðum er bönnuð.
Fiskistofa getur veitt leyfi til tak-
markaðra veiða á ál til eigin neyslu
þar sem veiðar hafa verið eða verða
stundaðar sem búsílag. Leyfi eru
bundin því skilyrði að allur afli sé
skráður og Fiskistofu verði sendar
árlega skýrslur um sókn og afla.
Umsóknarfrestur er til og með 1.
apríl.
Lítill áhugi og rýr eftir-
tekja af veiðum á álum
Fiskistofa aug-
lýsir veiðileyfi á
ál til eigin nota
Ljósmynd/Wikipedia
Áll Um margt sérstakur fiskur, en er víða vinsæll til matar.
Sigurður Bogi Sævarsson
Freyr Bjarnason
„Jarðhræringar á Reykjanesskag-
anum nú eru þess eðlis að við þurf-
um að vera við öllu búin,“ segir Sal-
óme Jórunn Bernharðsdóttir,
náttúruvársérfræðingur á Veður-
stofu Íslands. Vísindamenn þar
fylgjast grannt
með jarðhrær-
ingum á landinu
og sú vakt hefur
verið efld frá því
skjálftahrina
hófst laust eftir
klukkan 10 á mið-
vikudagsmorgun.
Nokkrir öflugir
skjálftar hafa
mælst síðan þá og
ljóst þykir að at-
burðarás þessi gæti haldið áfram.
Gos líklegast við Trölladyngju
Jarðskjálftahrinan hélt áfram í
gær og voru upptök skjálftanna
nærri Fagradalsfjalli við Grindavík.
Stærsti skjálftinn varð á ellefta tím-
anum í gærkvöldi og mældist 4,9 að
stærð. Hátt í tíu aðrir skjálftar
mældust yfir 4 stigum að styrkleika.
Skjálfta þessara hefur orðið víða
vart, svo sem í byggðum á Suður-
nesjum, á höfuðborgarsvæðinu, í
Borgarnesi og á Hellu.
Eldfjallafræði- og náttúruvár-
hópur Háskóla Íslands, sem metur
líkur á eldgosi á Reykjanesskaga,
telur að miðað við jarðskjálftana frá
hádegi í fyrradag og fram til klukk-
an 17 í gær sé líklegast að gos komi
upp á yfirborð við Trölladyngju, ef
af því verður á annað borð.
Hópurinn hefur skoðað eldgosavá
á Reykjanesskaga frá árinu 2001 og
leitað lausna við að meta slíka vá.
Hópurinn getur metið líkur á eldgosi
og helstu leiðir sem hraun rennur ef
til eldgoss kemur.
Líklegast þykir að hraun muni
renna um miðjan Reykjanesskagann
miðað við þá útreikninga, að því er
segir í tilkynningu sem hópurinn
sendi út í gærkvöldi. Mesta virknin í
skjálftahrinunni á Reykjanesskaga
var þá norðaustan við Fagradals-
fjall.
Aftur fundað í hádeginu
Fannar Jónasson, bæjarstjóri
Grindavíkur, sagði í samtali við
mbl.is í gærkvöldi að íbúar bæjarins
væru tiltölulega rólegir miðað við
aðstæður.
„Þetta fór í gang með talsverðum
krafti á miðvikudaginn, svo rénaði
þetta á milli og síðan kemur þetta
núna á nýjan leik,“ segir Fannar.
Tveir fjarfundir voru haldnir með
vísindamönnum í gær varðandi stöð-
una og þar kom fram að hún væri lít-
ið breytt frá því sem verið hefur.
Aftur verður fundað í hádeginu í
dag. „Þessu er stjórnað af almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra. Við
erum að fræðast um það sem er nýj-
ast að gerast og bera saman bækur
okkar.“
Getum ekkert útilokað
Salóme Jórunn er jarðeðlisfræð-
ingur og hefur starfað á Veðurstof-
unni sl. sex ár. „Hræringarnar við
Grindavík eiga sér vissulega nokkr-
ar hliðstæður í jarðfræðinni. Þó
verður að taka fram að á Reykjanes-
svæðinu eru bæði jarðskjálftar og
eldvirkni. Af síðastnefndu ástæð-
unni fylgjumst við því vel með flek-
unum, kvikuútstreymi og svo land-
risi, með GPS-mælingum. Alla
jarðskjálfta á landinu sem koma inn
á skjána hjá okkur þarf að mæla,“
segir Salóme Jórunn og bætir við:
„Við þekkjum og vitum að um
Reykjanessvæðið ganga skil jarð-
flekanna miklu sem eru á hreyfingu
og rekast saman. Eins og staðan er
núna bendir ekkert til annars en að
skjálftarnir séu vegna flekanna. Við
getum samt ekkert útilokað; og í ein-
hverri framtíð verður eldgos á þess-
um slóðum. Hvenær nákvæmlega
get ég auðvitað ekki sagt neitt um.“
Allt er í augnsýn
Viðsjár í náttúru landsins kalla á
viðbrögð og vöktun. Upplýsingar
eru vegnar og vísindamenn Veður-
stofunnar og fleiri voru í gær á stöð-
ugum fundum vegna stöðu mála.
„Svona atburðir kalla á samtöl, að
fólk skiptist á upplýsingum, meti
stöðuna og reyni að sjá framhaldið
fyrir. Að þessu koma vísindamenn,
almannavarnir og fleiri. Allir eru á
sömu blaðsíðu. Það gefur okkur
jarðvísindamönnum talsvert, að
jarðskjálftana á Reykjanesskag-
anum sjáum við ekki bara á mælum.
Við finnum þá líka á eigin skinni og
héðan úr Veðurstofuhúsinu við
Öskjuhlíð sjáum við til upptaka-
svæðanna við Keili og Fagradals-
fjall. Héðan frá borðinu okkar er
þetta allt í augsýn,“ segir Salóme
Jórunn.
Fylgst er með flekum og kviku
Reykjanessvæðið vaktað Mæla
landris og skjálfta Staðan metin
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Flugsýn Horft til Keilis síðastliðinn miðvikudag. Þá hófst yfirstandandi skjálftahrina en upptökin eru þarna nærri.
Salóme Jórunn
Bernharðsdóttir
Fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands,
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu og slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins þáðu skeggsnyrtingu frá
rökurum rakarastofunnar Herra-
mönnum í húsakynnum slökkviliðs-
ins í tilefni formlegrar setningar
Mottumars í gær. Þrátt fyrir að enn
sé febrúar var árvekniátakinu
hleypt af stokkunum með form-
legum hætti í gær. Eins og flestir
þekkja er átakinu ætlað að vekja at-
hygli á og safna fé til rannsókna á
krabbameinum í körlum, til ráð-
gjafar og stuðnings þeim sem grein-
ast með krabbamein og aðstand-
endum þeirra og forvarna gegn
krabbameinum.
Með því að safna í yfirvaraskegg,
eða mottu, sýna karlmenn stuðning
og samstöðu í verki, þó ef til vill sé
það einhverjum mökum þeirra til
ama. Átakið hefur farið fram á
hverju ári frá árinu 2011.
Fram kemur í tilkynningu frá
átakinu að á hverju ári greinast hátt
í 900 karlmenn með krabbamein og
um 320 látast af völdum krabba-
meina. Þó eru fyrir 7.100 karlar sem
greinst hafa með krabbamein enn á
lífi og hafa lífshorfur batnað mikið
undanfarna áratugi.
„Um 26% karla sem greindust
með krabbamein fyrir 40 árum lifðu
í fimm ár eða lengur eftir greiningu
en nú geta 68% vænst þess að lifa
svo lengi eða lengur,“ segir í til-
kynningu. karitas@mbl.isMorgunblaðið/Kristinn Magnússon
Motturnar verða
sýnilegar í mars
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.