Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 4

Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Ræktunin í gróðurhúsunum í Sól- byrgi á Kleppjárnsreykjum í Borg- arfirði hefur tekið vinkilbeygju, eins og loftmyndin gefur til kynna. Í stað jarðarberjaplantnanna sem gáfu góðan ávöxt allt árið er búið að fylla gróðurhúsin með hjólhýs- um og tjaldvögnum. Einar Pálsson garðyrkjubóndi segir að mikill kostnaður sé við raflýsingu á plönt- unum yfir veturinn en ekki þurfi neina raflýsingu á hjólhýsin. Hann segir þó að þau ætli að rækta jarð- arber í gróðurhúsinu í sumar og langi til að rækta ber allt árið þeg- ar aðstæður skapist til þess. Þau tóku 4.000 fermetra gróð- urhús undir geymslu tjaldvagna, hjólhýsa og fellihýsa. Koma þau 200 ferðavögnum fyrir í húsinu og ekki ber á öðru en vel fari um þá þar inni. Það er aðeins brot af þeim tæplega 20 þúsund ferðavögnum sem skráðir eru í landinu. Slíkum vögnum hefur fjölgað mjög í land- inu á síðustu árum og er því mikil ásókn í að koma þeim í vetrardvöl. Ýmis mannvirki hafa verið tekin undir geymslur, meðal annars af- lögð gróðurhús, minkahús og ýmis gripahús í sveitum, fyrir utan geymslur í bæjum. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Nýtt hlut- verk jarðar- berjahúsa Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nú styttist í að vinnsla loðnuhrogna hefjist í fiskiðjuverum víða um land og þá kemur til kasta Arnars Ey- steinssonar, bónda í Stórholti 2 í Saurbæ í Dalabyggð. Sauðfjár- bóndinn smalar sínu fólki saman og heldur til starfa hjá Brimi hf. á Akra- nesi, þar sem hrognin verða unnin á næstunni. Arnar áætlar að um 30 manns taki þátt í törninni, en hann heldur utan um hópinn. Í ár eru 20 ár liðin frá því að hann fór fyrst á hrognavertíð og segir það alltaf skemmtilegt. „Þessu fylgir stemning og törnin skilar ein- hverjum krónum. Ég viðurkenni þó að maður er aðeins farinn að eldast þannig að þetta er ekki alveg eins spennandi og fyrstu árin,“ segir Arn- ar. Í Stórholti 2 eru Arnar og Ingveld- ur Guðmundsdóttir, kona hans, með um 600 fjár. Í fjarveru Arnars sér Ingveldur um gegningar og önnur bústörf. Hún er fyrir löngu orðin öllu vön í þeim efnum, en starfar einnig á heilsugæslunni í Búðardal. Arnar segir að heldur hafi hægst um hjá henni þar sem hún starfi ekki lengur í sveitarstjórn. Mörg tengjast landbúnaði Arnar segir að upphafið á þessari vinnu megi rekja til þess að árið 2000 hafi verið auglýst eftir mönnum til að landa úr frystitogurum á Akranesi. Þeir hafi farið fjórir úr Dölunum í landanir hjá fyrirtækinu Djúpakletti, sem einnig sá þá um hrognavinnslu á loðnuvertíð á Skaganum. Eftir 2005 hafi hann haldið að ævintýrinu væri lokið, en þvert á móti. Hann kom lít- illega að skipulagningu 2006 og hefur séð um hana síðan, en ekki var vertíð 2009 og heldur ekki tvö síðustu ár vegna loðnubrests. „Það má segja að það hafi aðeins teygst úr þessu,“ segir Arnar. „Ein- hver endurnýjun verður á hverju ári, en margir koma ár eftir ár og mörg okkar tengjast landbúnaði í Döl- unum, Snæfellsnesi, Hrútafirði, Borgarfirði og víðar og svo er fólk frá Akranesi. Það hefur gengið ótrúlega vel að fá fólk til þessara starfa, það var helst í góðærinu 2007 að aðeins þyngra var að fá fólk. Núna hefur líka aðeins kvarnast úr hópnum eftir tveggja ára hlé og fólk hefur áttað sig á því að það er hægt að gera ým- islegt annað í mars, en að fara í loðnu.“ Þurfa að sinna fleiri störfum Auk bústarfa og hrognaloðnunnar er Arnar með gröfu og vagn og hefur unnið sem verktaki, meðal annars fyrir Minjavernd við uppbyggingu í Ólafsdal í Gilsfirði. „Það er því miður þannig að margir bændur þurfa að sinna fleiri störfum en einu. Ef fólk ætlar að leyfa sér eitthvað þarf að vinna mikið, en svo hefur maður ekki tíma til að gera neitt vegna vinnu,“ segir Arnar að lokum. Loðna og landbúnaður Arnar Eysteinsson við heyskap heima í Stórholti. Bóndinn undirbýr hrognavinnsluna  20 ár síðan hann fór fyrst á vertíð Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Bikiní með spöngum Skálastærðir DD-H Bikiní toppur 9.650,- Bikiní buxur 5.650,- Kjóll 10.950,- Kotu frá Fantasie Falleg lína fyrir sumarið Minniháttar skemmdir hafa komið í ljós á nokkrum stöðum á Landspít- ala, aðallega minni sprungumyndan- ir í veggjum, eftir jarðskjálftana sem riðið hafa yfir suðvesturhorn lands- ins undanfarna daga. Í kjölfar stærsta skjálftans sem varð á miðvikudag kom vatnsleki upp á einum stað og loftplötur losn- uðu. Ekkert rof varð á virkni grunn- kerfa spítalans og ekkert alvarlegt tjón varð á byggingum. „Starfsmenn fasteignaþjónustu og öryggisdeildar hafa gengið um og kannað stöðu húsnæðis og tækni- kerfa. Auk þess hafa starfsmenn deilda verið hvattir til að láta vita ef þeir verða varir við skemmdir á hús- næðinu eftir skjálftana,“ segir í svari Birnu Helgadóttur, forstöðumanns aðfanga og umhverfis á Landspítal- anum, við fyrirspurn mbl.is. „Verið er að yfirfara og meta ábendingar. Við munum bregðast við þeim, lagfæra og fyrirbyggja frekari skemmdir eins og hægt er. Ná- kvæmt mat á tjóni liggur því enn ekki fyrir,“ segir einnig í svarinu. Skemmdir á Landspítala eftir jarðskjálfta á Reykjanesskaga  Vatnsleki og sprungumyndanir  Ekkert alvarlegt tjón Morgunblaðið/Árni Sæberg Landspítali Virkni grunnkerfa rofnaði ekki hjá stofnuninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.