Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið sagði frá því ígær að stjórnvöld hefðu uppi
áform um að skera upp herör gegn
glæpahópum sem hér hefðu hreiðr-
að um sig. Fimmtán slíkir hópar
eru taldir starfandi hér á landi, sem
er ærið fyrir ekki stærra land eða
fjölmennara lögreglulið.
Páll Vil-hjálms-
son víkur að
þessu á
blog.is og
segir: „Um
leið og lög-
reglan fær
styrk til að
verja landið
ásókn er-
lendra glæpagengja þarf almenn-
ingur að hafa auga með tals-
mönnum glæpahópa á Alþingi.
Málpípur glæpavæðingar kynna sig
ekki sem slíka. Þeir fara fjallabaks-
leið, tortryggja störf lögreglunnar
annars vegar og hins vegar krefjast
opinna landamæra til að misindis-
menn geti vaðið inn í landið á skít-
ugum skónum.
Það stendur upp á Alþingi aðsamþykkja lög með ótvíræðri
heimild yfirvalda að vísa úr landi
útlendingum sem setjast hér að til
að stunda glæpi. Hvers vegna
skyldi það ekki hafa verið gert?“
Því miður er töluvert til í þessu.Allt of oft finna einstaka þing-
menn tilefni til að tortryggja lög-
regluna og beita sér gegn því að
hún verði efld.
Ísland þarf á öflugri löggæslu aðhalda ekki síður en önnur lönd –
og jafnvel enn frekar. Og lögreglan
þarf að sjálfsögðu öflugar heimildir
til að taka á erlendum glæpahóp-
um, uppræta þá sem hér eru og
koma í veg fyrir að nýir skjóti rót-
um.
Lögreglan þarf
fullan stuðning
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Í Lögbirtingablaðinu í gær eru aug-
lýst laus til umsóknar embætti skrif-
stofustjóra Hæstaréttar og Lands-
réttar. Í raun er um að ræða
framkvæmdastjóra við réttina.
Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu-
stjóri Hæstaréttar, lætur af störfum
fyrir aldurs sakir frá og með 1. ágúst
2021. Hann hefur gegnt embættinu
frá 1. apríl 2004.
Björn L. Bergsson var skipaður í
embætti dómara með fyrsta starfs-
vettvang hjá Héraðsdómi Reykja-
víkur frá 14. janúar 2021. Björn hafði
starfað sem skrifstofustjóri Lands-
réttar frá stofnun réttarins.
Fram kemur í auglýsingunni að
skrifstofustjóri stýri daglegum
rekstri í umboði forseta Hæstaréttar
og beri ábyrgð á að stefnumarkandi
ákvörðunum sé hrint í framkvæmd.
Viðkomandi mun vinna að innleið-
ingu á rafrænni málsmeðferð auk
annarra breytinga er lúta að tækni-
málum og stafrænni þróun sem fram
undan eru. Embættispróf í lögfræði
eða grunnnám ásamt meistaraprófi í
lögum er skilyrði. Umsóknarfrestur
er til og með 15. mars. Skrifstofu-
stjóri Landsréttar skal sömuleiðis
hafa embættispróf í lögfræði eða
grunnnám ásamt meistaraprófi í lög-
um. Umsóknarfrestur er til og með
14. mars. sisi@mbl.is
Embætti skrifstofustjóra laus
Hæstiréttur og Landsréttur auglýsa
Stafræn þróun innleidd í Hæstarétti
Morgunblaðið/Eggert
Opnað verður fyrir framtalsskil ein-
staklinga 2021, vegna tekna ársins
2020, á mánudaginn kemur, 1. mars.
Lokaskiladagur er 12. mars, sem er
lengri frestur en í fyrra. Ekki verður
veittur aukafrestur í ár eins og tíðk-
ast hefur til þessa heldur fá allir
lengri tíma til framtalsskila.
Þeir sem taka að sér framtalsskil
að atvinnu eins og t.d. löggiltir end-
urskoðendur og bókarar fá lengri
skilafrest fyrir sína viðskiptavini eft-
ir sérstöku samkomulagi.
Á árinu 2020 voru framteljendur
313.338 talsins en verða að þessu
sinni liðlega 311 þúsund. Má það
væntanlega rekja til Covid.
Vegna sóttvarnaráðstafana verð-
ur ekki boðið upp á framtalsaðstoð í
afgreiðslum skattsins eins og verið
hefur undanfarin ár. Þess í stað
verður boðið upp á að panta símtal
og fá aðstoð við að skila í gegnum
síma. Eins verður hægt að senda
tölvupóst til Skattsins og fá aðstoð.
Framtalið verður aðgengilegt frá
og með næsta mánudegi á þjón-
ustuvef Skattsins, www.skattur.is og
ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára
aldri í lok árs 2020 að skila skatt-
framtali og telja fram tekjur sínar
og eignir, að því er fram kemur á vef
Skattsins. Notast þarf við rafræn
skilríki til auðkenningar við inn-
skráningu eða veflykil.
Upplýsingar um t.d. launatekjur,
skuldir, fasteignir og aðrar eignir,
dagpeninga, hlutabréf, greiðslur og
styrki eru forskráðar á framtölin.
„Fyrir allan þorra framteljenda
eru framtalsskilin einföld og því
ástæða til að hvetja fólk til að skoða
leiðbeiningar og upplýsingar vel á
vefsíðu Skattsins, skatturinn.is, og
ganga frá sínum málum fljótt og
vel,“ segir Kristín Gunnarsdóttir,
sérfræðingur hjá Skattinum.
sisi@mbl.is
Skatturinn opnar
fyrir framtalsskil
Ekki veittur auka-
frestur í ár eins og
tíðkast hefur áður
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framtalið Telja þarf fram allar
tekjur og eignir, þar á meðal íbúðir.
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.