Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Hér er ég líka með Safn til sögu Ís- lands, sem er mikið spurt eftir af grúskurum,“ segir Bjarni. Hann nefn- ir líka Íslenzkt fornbréfasafn, Bænda- rímu Haraldar á Jaðri í Svarfaðardal frá 1936 og nýrri ljóðabækur á borð við Fyrir Laugavegsgos eftir Dag Sig- urðarson frá 1985. Slíkt er verðlagt á um 20.000 krónur. Kommúnismi og önnur antík Kommúnisminn er einnig viðeig- andi antíkvarningur á vettvangi sem þessum. Bjarni er með til sölu eintak af fyrstu þýðingu Komm- únistaávarps Marx og Engels, prentað á Akureyri 1924, og einnig er hann með bók sem ber þann ein- falda titil Lenínismi, og er auðvitað eftir engan annan en sjálfan Jósef Stalín, prentuð á Akureyri 1930, 120 síðna bók. Sú bók er þó ekki úreltari en svo að þetta var skyldulesning hjá Bjarna í kommúnistahreyfingu sem hann tilheyrði á síðustu öld, sem Ari Trausti Guðmundsson leiddi. Bjarni telur markaðinn með gamlar bækur á Íslandi lifandi miðað við allt og allt. „Við getum sagt að fólk sem er áhugasamt um þessi efni sé vissulega færra að tiltölu en áður fyrr en ekki endilega færra að tölu,“ segir Bjarni. Hann hefur trú á rekstrinum, sam- anber það einfaldlega að hann sé enn að stækka við sig. „Það eru auðvitað áskoranir á öllum tímum en nú er tómarúm hér í Reykjavík, þar sem Lundabúðum fækkar allt í einu. Þá göngum við inn í það og bjóðum eitt- hvað annað. Við erum ekkert að velta neinu stórfé og maður veit aldrei hvað gerist í viðskiptum en það er ekkert fararsnið á okkur. Menn hafa spáð dauða bókarinnar mjög lengi en nú er svo komið að margir þeirra sem fyrst- ir spáðu dauða bókarinnar eru sjálfir dánir. En bókin lifir enn.“ Snorri Másson snorrim@mbl.is Gamlar bækur og nýjar eru til sölu á Bókakaffinu í Ármúla, sem Bjarni Harðarson útgefandi hefur veg og vanda af. Þetta er útibú númer tvö, höfuðstöðvarnar eru enn á Selfossi eins og þekkt er. Nú vill Bjarni leggja enn meiri áherslu á gömlu bækurnar eða í öllu falli gera þeim sérstaklega hátt undir höfði á vettvangi höfuð- borgarinnar. Hann hefur opnað betri stofu fyrir betri bækur. „Ég er búinn að vera að safna í sarpinn í töluverðan tíma til að eiga nógu mikið af fágætari bókum til að koma þarna fyrir,“ segir Bjarni í sam- tali við Morgunblaðið. Magnkaup málið Bjarni hefur verið umsvifamaður í bókmenntalífinu um langt skeið og kaupir helst heilu bókasöfnin af fólki þegar hann metur þau þannig að í þeim leynist verðmæti. „Menn hringja síðan í mig og spyrja hvort ég vilji ekki kaupa þessa eða þessa bók, því hún sé svo merkileg. Ég tek undir, jú, hún er það, en ég hef ekki tíma til að kaupa hana. Ég tel það ekki hag- stætt.“ Magnkaupin skila meiri árangri og er afraksturinn sá að í Ármúla eru til sölu bækur allt frá 18. öld, þó að fleiri séu þær frá 19. öld og þeirri tutt- ugustu. „Ég á eitthvað af Hólaprenti og Hrappseyjarprenti og frá Viðey en ég er ekki svo ríkur að eiga Skálholts- prent eða annað af því alsjaldgæfasta. Þeir dánir sem fyrstir spáðu dauða bókarinnar  Lundabúðir út, bókabúðir inn  Ferskar fornbækur Morgunblaðið/Eggert Sunnlenskt bókakaffi Jóhannes Ágústsson og Bjarni Harðarson bóksalar. Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Glæsileg ferð eldri borgara til Færeyja og hringferð um Ísland dagana 21.-27. apríl. Íslensk fararstjórn. Siglt er með nýuppgerðri Norrænu og gist á glænýju Hótel Brandan 4* í Þórshöfn. Glæsilega dagskrá sem hægt er að kynna sér nánar á www.hotelbokanir.is. Innifalið í verði ferðarinnar er morgunverður alla daga, kvöldverður á leið til Færeyja og á Hotel Brandan og veitingar á leið til Seyðisfjarðar. Íslensk fararstjórn allan tímann og akstur með íslenskum bílstjóra. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.hotelbokanir.is Niko ehf | Austurvegi 3 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 FÆREYJAR ferð fyrir eldri borgarar með nýrri Norrænu 21.-27. apríl 2021 Sóttvarnarlæknir hefur gefið út að bólusetningum 70 ára og eldri eigi að ljúka fyrir 1. apríl og hjá næstu aldurshópum fljótlega eftir það. Ekkert á því að vera til fyrirstöðu að ferðast til Færeyja þar sem ástandið er ekki síður gott þar en á Íslandi. Verð 194.500 kr. á mann (m.v. einbýli eða tvíbýli) Dómstóll ÍSÍ felldi á fimmtudag úr gildi úrskurð aganefndar Landssam- bands hestamanna um að Fredrica Fagerlund hefði brotið gegn lögum félagsins. Forsaga málsins er sú að á Skeiða- leikum II sem haldnir voru í júní á síðasta ári, af Skeiðafélaginu á Brá- völlum, var keppt í þremur greinum; 250 metra skeiði, 150 metra skeiði og 100 metra flugskeiði. Fredrica hafði skráð sig í tvær þessara greina, 250 metra skeið og 150 metra skeið, og keppti sannarlega í þeim á mótinu á Snæ frá Keldudal. Ekki voru gerðar athugasemdir við þátttöku hennar eða skráningu á mótinu. Í nóvember síðastliðnum barst henni póstur frá aganefnd Lands- samtaka hestamanna þess efnis að atvik er tengdist henni væri til skoð- unar hjá nefndinni. Þar kom fram að keppni á sama hesti í bæði 150 metra skeiði og 250 metra skeiði stangaðist á við lög sambandsins. Aganefnd kvað svo upp úrskurð í desember þess efnis að Fredrica hefði brotið lög Landssambands hestamanna með þátttöku sinni í tveimur grein- um á sama hesti. Var árangur henn- ar á Skeiðaleikunum um leið felldur niður. Kærði Fredrica úrskurðinn til dómstóls ÍSÍ. Í málatilbúnaði sínum viðurkennir hún að hún hafi gert mistök með því að skrá sig í báðar keppnir mótsins en segir að sér hafi sömuleiðis ekki verið ljóst að slíkt væri bannað. Regluna sem dæmt var eftir í úrskurði aganefndar var ekki að finna í reglum laga LH sem fjalla um skeiðakappreiðar heldur einung- is í viðauka reglnanna og laga. Dómstóll ÍSÍ féllst á rökstuðning Fredricu þar sem viðaukinn hafði verið lítt kynntur. Einnig fann dóm- stóllinn að því að ekki mætti finna skýra heimild stjórnar LH til að beina málum til aganefndar, sem hún gerði, né að fella niður keppn- isárangur án sérstakrar kæru, löngu eftir að móti lauk. Morgunblaðið/Eggert Hestamannamót Dómstólnum fannst heimild stjórnarinnar ekki skýr. Felldi úrskurð aga- nefndar úr gildi  Hafði fellt niður árangur keppanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.