Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Fyrrverandi leiðtogi skosku heima- stjórnarinnar, Alex Salmond, gagn- rýndi harðlega í gær stjórn fyrrver- andi skjólstæðings síns, Nicola Sturgeon. Deilur flokksmanna eru taldar geta haft miklar afleiðingar fyrir tilraunir Skota til að kljúfa sig frá Bretlandi og öðlast sjálfstæði. Salmond sat fyrir svörum í dag við vitnaleiðslur um rannsókn heima- stjórnarinnar á meintu kynferðislegu áreiti hans frá 2018. Sú rannsókn klúðraðist og dómstóll dæmdi síðar að rannsókn heimastjórnarinnar hefði verið ólögleg og hlutdræg og Salmond saklaus af 13 ákærum níu kvenna, þar á meðal um nauðgun. Sakaði Salmond Sturgeon um að hafa villt um fyrir heimaþinginu um hlut hennar í rannsókninni á hendur honum og samsæri hennar og nán- ustu samstarfsmanna um að koma honum í steininn. Eldheitar deilur stjórnmálaleið- toganna gætu stórlega rýrt vonir Sturgeon um sjálfstæði Skota en það gæti ráðist af útkomu skoska þjóð- arflokksins (SNP) í sveitarstjórnar- kosningum í maí í vor. Verði sýnt fram á að Sturgeon hafi villt um fyrir þinginu gæti það þýtt að hún ætti engra annarra kosta völ en að segja af sér. agas@mbl.is Salmond skýtur föst- um skotum AFP Nefndarfundur Salmond situr fyrir miðju á fundi stjórnskipunarnefndar skoska heimaþingsins í Edinborg í gær. Deilurnar gætu rýrt vonir um sjálfstæði. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hlýnun loftslagsins hefur leitt til þess að Golfstraumurinn er nú mátt- minni en nokkru sinni í rúmlega eitt- þúsund ár að sögn vísindamanna sem hafa endurskapað flæðisögu öflug- asta sjávarstraums veraldar. Sér hann fyrir mildri tíð í Bandaríkjun- um austanverðum og í Norðvestur- Evrópu. Straumurinn hefur mikil áhrif á veðurfar og þykir geta leitt til ákaf- lega harðrar vetrarveðráttu að óbreyttu og aukinnar loftslagshlýn- unar og vaxandi og tíðari flóða á aust- urströnd Bandaríkjanna. Án áhrifa Golfstraumsins er talið að lofthiti í t.d. Bretlandi væri að jafnaði 5°C lægri. Vísindamenn frá Írlandi, Bretlandi og Þýskalandi fundu „mótsagnalaus- ar“ vísbendingar sem skjóta frekari stoðum undir kenningar þess efnis að veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), öðru nafni Golfstraumur- inn, hafi hægt meira á sér en nokkru sinni áður á undanförnum áratugum. Gögn um forsögulegt veðurfar voru unnin úr botnseti á djúpsævi og úr ískjörnum allt að 1.600 ár aftur í tímann og gerðu mönnunum kleift að reikna út hvernig straumkraftur Golfstraumsins hefur þróast undan- farnar aldir. Um rannsóknina er fjallað í nýjasta jarðfræðiritinu Nat- ure Geoscience í fyrradag. Þar segir að straumurinn hafi ver- ið tiltölulega stöðugur öldum saman en veikst kringum 1850 og síðan hafi harkaleg dýfa átt sér stað um miðja tuttugustu öldina. Sannanir um þverrandi styrk straumsins á 20. öldinni verða ekki misskildar segir Stefan Rahmstorf, einn af höfundum rannsóknarskýrsl- unnar, en hann starfar hjá loftslags- fræðistofnun í Potsdam í Þýskalandi. „Þetta er eitthvað sem veðurfarslí- kön hafa lengi spáð sem afleiðingu hinnar hnattrænu hlýnunar. Hér er um fordæmislausa veikingu að ræða eftir að straumkrafturinn hafði verið tiltölulega jafn og stöðugur um ald- ir,“ sagði Rahmstorf við frönsku fréttastöðina RFI. Risastórt færiband Golfstraumurinn virkar eins og „ógnarstórt færiband“ er hann flytur sjó úr hitabeltinu upp í Norður-Atl- antshafið. Meðan hlýr saltur sjór er sendur til norðursins sekkur kaldara og saltminna vatn og streymir suður á bóginn. Þetta er risavaxið fram- leiðslukerfi sem flytur um 20 millj- ónir rúmmetra af sjó á sekúndu með djúpstæðum afleiðingum og áhrifum á loftslag í Norður-Atlantshafi – og hefur þegar leitt af sér þrákelkna „kuldakúlu“ skammt suður af syðsta odda Grænlands. Loftslagsbreytingar af manna- völdum valda ekki aðeins hlýnun sjávar heldur og auka á flutning ferskvatns til Norður-Atlantshafsins í formi úrkomu og ísbráðnunar frá íshellu Grænlandsjökuls. „Við það þynnist yfirborðsvatnið þar og það gerir þeim erfiðara fyrir að sökkva,“ útskýrir Rahmstorf. Rannsóknin er „sterkasta og tær- asta“ sönnun þess að styrkur Golf- straumsins hefur minnkað um 15% frá því á miðri tuttugustu öldinni, segir Rahmstorf. Og bætir við að ólíklega sé hér um hluta náttúrulegs breytileika loftslags að ræða. „Það er staðreynd að selta Norður-Atl- antshafsins er að minnka. Við vitum að ísbráðnunin er af völdum hnatt- rænnar hlýnunar og það er engin náttúruleg útskýring til á fyrirbær- inu.“ Í nýlegu mati ríkjaráðstefnu SÞ á loftslagsbreytingum var því spáð að Golfstraumurinn myndi halda áfram að veikjast. Vísindamenn ræða einn- ig um „veltiás“ en við þau mörk myndi straumurinn slökkva algjör- lega á sér. Afleiðingar þess yrðu sorglegar fyrir lönd sem liggja í veð- urlegu áhrifasvæði Golfstraumsins. Golfstraumurinn missir máttinn AFP Fjör í frosti Fyrir tveimur vikum hrelldi ofurkuldi Breta. Í Aberdeen-skíri fór frostið niður í 23 stig og hafði ekki mælst meira í Bretlandi í 25 ár.  Straumurinn hefur mikil áhrif á veðurfar  Veikingin sögð fordæmalaus  Selta hafsins minnkar Bandaríkin sendu „ótvíræð skila- boð“ með loftárás sinni í gær gegn uppreisnarmönnum í austurhluta Sýrlands sem njóta stuðnings frá Íran, að sögn Jen Psaki, blaðafull- trúa Hvíta hússins í Washington. Hún sagði að Joe Biden myndi gera sitt besta til að verja banda- ríska þegna, og þegar þeim væri ógnað væri það réttur hans að bregðast við. Að sögn sýrlenskra samtaka sem fylgjast með framgangi átaka í Sýrlandi féllu 22 uppreisnarmenn í árásinni. Það stangast á við stað- hæfingar bandaríska hersins um að einn maður hafi fallið. Árásin í Sýrlandi var svar Bandaríkjamanna við fjölda eld- flaugaárása á bandaríska hermenn og fjölþjóðaliðið í Írak. Í einni þeirra á hernaðarleg mannvirki í höfuðstað kúrda í Ar- bil 10. febrúar féllu óbreyttur borgari og erlendur verktaki í þjónustu hersveita bandamanna auk nokkurra verktaka. Psaki sagði þessar árásir upp- reisnarmanna hafa verið af ásettu ráði gerðar og takmark Bidens væri að draga úr spennu og þar með fækka hernaðaraðgerðum bæði í Sýrlandi og Írak. Nokkrir þingmenn í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings gagnrýndu herförina og forsetann fyrir að hafa ekki sóst eftir samþykki þingsins áður en látið var til skar- ar skríða. Psaki sagði að ítarlega hefði ver- ið fjallað um lagalegu hliðina í æðstu röðum og útfærslu loftárás- arinnar. Hún er fyrsta hernaðar- aðgerð í stjórnartíð Bidens. Varn- armálaráðuneytið sagði að varpað hefði verið sprengjum á fjölda skotmarka í austurhluta Sýrlands skammt frá landamærum Íraks. Hefðu aðgerðirnar verið í hlutfalls- legu samhengi við árásir uppreisn- armanna. Sýrlensk yfirvöld fordæmdu árásina og sögðu hana „slæman fyrirboða“ frá nýjum ráðamönnum í Hvíta húsinu. agas@mbl.is Fyrsta herför Joes Bidens AFP Forsetahjónin Joe Biden og Jill Bi- den lentu í Houston í Texas í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.