Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lesblindahefurreynst
mörgum fótakefli
og í áranna rás
hefur gætt mik-
illar blindu í
skólakerfinu á hana. Á
fimmtudagskvöldið var frum-
sýnd í Ríkissjónvarpinu
heimildarmynd um lesblindu
sem gerð var með stuðningi
mennta- og menningar-
málaráðuneytisins og Sam-
taka atvinnulífsins þar sem
vakin er þörf athygli á les-
blindu og um þessar mundir
er ný menntastefna til með-
ferðar hjá allsherjar- og
menntamálanefnd þingsins.
Það er tímabært að les-
blinda fái þessa athygli og
brýnt að tekið verði á málinu
af krafti.
Heimildarmyndin nefnist
Lesblinda og átti Sylvía Erla
Melsteð frumkvæði að gerð
hennar. Sylvía var lesblind
og þurfti að leggja mikið á
sig í námi. Lesblindan
greindist ekki fyrr en við lok
grunnskóla. Í viðtali í Morg-
unblaðinu á fimmtudag lýsir
hún þeim stuðningi, sem hún
naut heima fyrir. Áhuginn á
að gera myndina hafi hins
vegar vaknað þegar hún fór
að hugsa um alla þá krakka
sem eru lesblindir en fá ekki
aðstoð heima.
„Þegar ég fór að rannsaka
þetta betur og tók öll við-
tölin, þá virkilega braut í mér
hjartað að komast að því
hversu margir lesblindir upp-
lifa að þeir passi ekki inn í
skólakerfið og ekki heldur
inn í atvinnulífið,“ segir
Sylvía í viðtalinu. „Þeim
finnst þeir vera einskis virði,
því sjálfstraustið er nið-
urbrotið. Þeir upplifa mikla
höfnun, aftur og aftur í sam-
félaginu, sama hvað þeir
leggja á sig. Boðskapur
myndarinnar hjá mér er að
það skiptir ekki máli þótt þú
sért lesblindur, þú getur allt
sem þú ætlar þér. Eina sem
þú þarft eru réttu verkfærin
til að ná árangri, með réttri
aðstoð sem hentar fyrir
hvern og einn.“
Í Morgunblaðinu var einn-
ig talað við Ingibjörgu Ösp
Stefánsdóttur, forstöðumann
samkeppnishæfnissviðs Sam-
taka atvinnulífsins. Hún seg-
ir að þar á bæ hafi mikilvægi
boðskapar Sylvíu strax blas-
að við og leggur áherslu á að
mikil verðmæti liggi í að
styðja verkefnið. Í myndinni
sjáist dæmi um einstaklega
skapandi og lausnamiðaða
lesblinda einstaklinga, sem
séu einmitt það sem atvinnu-
lífið kalli eftir.
Allt að 20%
manna séu les-
blind og atvinnu-
lífið hafi ekki efni
á að missa þetta
fólk út vegna þess
að ekki sé gripið inn í nógu
snemma.
Einnig var rætt við Lilju
Dögg Alfreðsdóttur, mennta-
og menningarmálaráðherra,
sem segir að markmiðið sé að
börn og ungmenni fái aðstoð
og stuðning við hæfi sem
fyrst og áður en vandi þeirra
ágerist, ná þurfi utan um
þarfir hvers og eins.
Það hefur tekið langan
tíma að ná utan um þennan
vanda hér á landi, allt of
langan. Félag lesblindra á Ís-
landi var stofnað árið 2003 til
að vinna að hagsmunum les-
blindra. Félagið hefur síðan
þá gert ýmislegt til að vekja
athygli á lesblindu og auka
skilning, bæði í skólakerfinu
og einnig meðal fullorðinna.
Staðreyndin er sú að ýmis-
legt er hægt að gera til að
hjálpa fólki að yfirvinna les-
blinduna eða ná árangri þrátt
fyrir hana.
Rannsókn, sem félagið lét
gera, sýndi að um 18% íbúa
landsins glíma við lesblindu.
Á heimasíðu þess er vísað í
að lesblindir nái oft miklum
árangri í athafnalífinu. Í
könnun frá 2007 hafi komið
fram að yfir 30% frumkvöðla
í Bandaríkjunum eru les-
blindir, en lesblindir þar í
landi eru á milli 10% og 20%.
Bubbi Morthens tónlist-
armaður er lesblindur og
reynir ekki að fela það. Það
eitt og sér hefur gert mikið
til að kveða niður fordóma
gegn lesblindu. Thomas Alva
Edison, Alexander Graham
Bell, Bill Gates og Steven
Spielberg teljast einnig til
þessa hóps.
Það ætti ekki að þurfa að
segja það, en lesblinda kem-
ur greind nákvæmlega ekk-
ert við. Hún getur hins vegar
haft áhrif á frammistöðu og
komið í veg fyrir árangur á
prófum ef ekki er rétt á mál-
um haldið.
Ef ekki er brugðist við les-
blindu snemma getur þjóðfé-
lagið farið mikils á mis og
sem meira er getur það einn-
ig orðið til þess að fólk fari a
mis við sjálft sig. Þess vegna
á Sylvía Erla Melsteð hrós
skilið fyrir að hafa ráðist í
gerð heimildarmyndarinnar
Lesblindu og vonandi verður
ný menntastefna til þess að
lesblindir njóti sín í mennta-
kerfinu í stað þess að rekast
á. Það er tími til kominn.
Það þarf að tryggja
að lesblindir fái að
njóta sín í íslensku
menntakerfi}
Tímabær stuðningur
Á
dögunum spurði ég heilbrigðis-
ráðherra út í það dæmalausa
ástand sem uppi er vegna skim-
unar á leghálskrabbameini. Þessi
tilfærsla þjónustu frá Krabba-
meinsfélaginu hefur staðið yfir í tvö ár og ekki
tekist betur til en svo að upplýsingaveita er
óboðleg og framkvæmdin óskiljanleg hvort
tveggja fagaðilum sem almenningi. Heilbrigð-
isstarfsfólk stígur fram eitt af öðru og lýsir
furðu sinni yfir framkvæmdinni og ber þá að
geta að það á ekki annarra hagsmuna að gæta
en faglegrar þekkingar og reynslu.
Við í velferðarnefnd Alþingis höfum beðið
minnisblaðs um framkvæmd skimana í á annan
mánuð og í nokkrar vikur eftir afhendingu
samninga vegna rannsókna erlendra rannsókn-
arstofa á íslenskum sýnum. Ég tel mikilvægt að
fá útskýringar á hvers vegna ekki er notast við innlenda
rannsakendur enda meginreglan að sýni séu rannsökuð
hér á landi. Sérfræðingar segja slíkt fyrirkomulag tryggja
skjótari afgreiðslu, meira öryggi og hagkvæmni. Með
þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að færa rannsóknir út
fyrir landsteinana er gengið fram hjá innlendu fagfólki og
ný og góð tæki heilbrigðiskerfisins vannýtt.
Ég spurði heilbrigðisráðherra um það í þinginu hvers
vegna væri farin sú leið að sniðganga íslenskt heilbrigð-
isstarfsfólk hvað þetta varðar, hvort hún treysti ekki ís-
lensku heilbrigðiskerfi til að framkvæma þessar rann-
sóknir með fullnægjandi hætti.
Heilbrigðisráðherra svaraði því til að mikilvægt væri að
tala ekki niður opinbera heilbrigðiskerfið [!] en
sagði þetta snúast um öryggi. Vert er að benda
á að við undirbúning flutnings þjónustunnar
var leitað til skimunarráðs sem sagði veiru-
rannsóknir þessar geta verið gerðar á veiru-
fræðideild Landspítala enda sé þar „fullkom-
inn búnaður og þekking til HPV-greininga“.
Sama lagði verkefnisstjórn sem kom að flutn-
ingnum til. Í viðtali við yfirlækni meina-
fræðideildar Landspítala kom fram að biðtími
eftir niðurstöðu þar sé styttri en á sambæri-
legum rannsóknarstofum á Norðurlöndum.
Það sé því óþarfi að senda sýni úr landi þegar
hægðarleikur sé að sinna þessu hér. Meina-
fræðideildin hafi hins vegar ekki verið spurð
enda virðast stjórnvöld frekar vilja nýta er-
lenda rannsakendur með tilheyrandi óhag-
ræði.
Við eigum mikinn mannauð í íslenska heilbrigðiskerfinu
með yfirgripsmikla þekkingu sem heilbrigðisráðherra vel-
ur að líta fram hjá við þjónustu af þessu tagi. Þetta eru
ekki góð skilaboð til íslensks fagfólks eða ungs fólks sem
nú hugar að framtíðarmenntun sinni. Til hvers að mennta
sig í flóknum fræðum þegar stjórnvöld velja að ganga
fram hjá fagfólki innanlands? Fagfólki sem við höfum tek-
ið þátt í að mennta, tækjum sem við höfum í sameiningu
greitt. Hvers vegna velja stjórnvöld að leita annað með til-
heyrandi óvissu og óhagræði?
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Að velja að nýta ekki
mannauð heilbriðgiskerfisins
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Borgarar allra landa Evr-ópusambandsins og landainnan Evrópska efnahags-svæðisins hafa nú í bráð-
um fjögur ár getað notið þess að
borga sama verð fyrir símanotkun og
gagnamagn á ferðalögum í þessum
löndum og þeir greiða heima hjá sér.
Reikigjöldin sem greidd voru áður
fyrir símtöl og gagnaflutninga í far-
símum í Evrópu voru felld niður að
fullu með reglugerð Evrópusam-
bandsins um miðjan júní 2017, sem
tekin var inn í EES-samninginn og
innleidd hér á landi. Þetta fyr-
irkomulag er þó tímabundið og á að
renna út að óbreyttu á næsta ári.
Litlar sem engar líkur eru þó á að
svo verði. Framkvæmdastjórn ESB
hefur nú þessi mál til endurskoðunar
og lagði til síðastliðinn miðvikudag
að núverandi fyrirkomulag um bann
við að sérstök gjöld verði lögð á
reikiþjónustu verði framlengt í tíu
ár.
Frá því að reikigjöldin voru
felld niður hefur farsímakostnaður
neytenda lækkað stórlega á ferða-
lögum á EES-svæðinu og símnotk-
unin þar af leiðandi stóraukist. Far-
símanotkunin í löndum ESB var t.d.
sautjánfalt meiri sumarið 2019 en
sumarið 2016.
Fram kom hér í blaðinu þegar
breytingin átti sér stað á árinu 2017
að reikigjöld hefðu lækkað í þrepum
á árunum á undan en gátu engu að
síður hækkað símreikning fjar-
skiptanotenda mikið þegar þeir ferð-
uðust til annarra landa. Með afnámi
reikigjaldanna gátu íbúar EES-
landanna ferðast hvert sem er á
svæðinu án þess að þurfa að greiða
aukagjöld fyrir að taka á móti símtöl-
um, hringja á milli landa innan svæð-
isins eða nýta gagnaflutninga, heldur
borga það sama og þeir gera í heima-
landi sínu skv. áskriftarpökkum og
gjaldskrá þess fjarskiptafyrirtækis
sem þeir eru hjá, upp að ákveðnu há-
marki. Ef farið er umfram það sem
kallað er eðlileg notkun gagna-
magnsins á farsímanetunum er lagt
á reikiálag upp að ákveðnu hámarki.
Það hámarksálag á einingaverð
reikisímtala umfram eðlilega notkun
hefur nú verið lækkað skv. reglugerð
sem kynnt var á samráðsgátt stjórn-
valda fyrr á þessu ári.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, gerir
mjög fastlega ráð fyrir að núverandi
fyrirkomulag um afnám reikigjalda
verði framlengt og verði áfram við
lýði í Evrópu. Framkvæmdastjórn
ESB hafi litið á breytinguna 2017
sem eina af skrautfjöðrunum í sínum
hatti á sínum tíma sem þátt í því að
jafna lífskjör íbúa aðildarlandanna.
Ísland er aðili að þessu sam-
starfi ESB-þjóðanna á sviði fjar-
skipta í gegnum Berec-samtökin og
er innleiðing breytinganna samhæfð
í gegnum þau samtök. Hrafnkell seg-
ir endurmatið sem nú stendur yfir
bara eðlilegan feril hjá fram-
kvæmdastjórninni.
Hrafnkell segir að afnám reiki-
gjalda í Evrópu hafi gerbreytt mark-
aðinum. Margir kveiki ekki lengur á
wifi í farsímunum þegar þeir ferðast
innan Evrópu. Þá séu farnetin orðin
svo öflug hér á landi að sumir kveiki
aldrei á wifi hér innanlands. Nú sé
líka 5G-háhraðatengingin komin í
loftið á höfuðborgarsvæðinu. Auk
þess sem búið er að byggja upp 5G-
net á nokkrum þéttbýlisstöðum á
landsbyggðinni er Nova komið með
um 20 5G senda á höfuðborgarsvæð-
inu.
Sama verð og heima
verði framlengt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Símanotkun Reglur um afnám reikigjalda farsímanotenda renna út 2022
en framkvæmdastjórn ESB leggur til að þær verði framlengdar um tíu ár.
Með útgöngu Bretlands úr Evr-
ópusambandinu er Bretland
ekki lengur aðili að samkomu-
lagi Evrópulandanna um afnám
reikigjaldanna. Símtöl þeirra
sem þangað ferðast hafa þó
ekki orðið dýrari. „Reikigjöld í
Bretlandi hafa ekkert breyst þó
að Bretar hafi yfirgefið Evrópu-
sambandið. Þannig að kostn-
aður fyrir íslenskan ferðalang
sem er staddur í Bretlandi er sá
sami og fyrir Brexit,“ segir Guð-
mundur Jóhannsson, sam-
skiptastjóri Símans.
Þau gætu þó breyst að sögn
hans þar sem þau eru ekki leng-
ur tengd reiki í Evrópu „Roam
like home“-fyrirkomulaginu í
ESB, „en ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess að það
gerist. Ef slíkt myndi gerast yrði
það tilkynnt sérstaklega eins og
vanalega þegar verðskrárbreyt-
ingar eiga í hlut,“ segir hann.
Verðið hefur
ekki breyst
BRETLAND EFTIR BREXIT