Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Skipting Fram, sem leikur í 1. deild, neitaði að gefast upp á móti FH á Framvelli í Safamýri en FH komst í 2:0. FH tókst að jafna á sex mínútum skömmu fyrir leikslok og þar við sat. Eggert Í janúar 1933 hófu Bandaríkjamenn að byggja „Golden Gate“- brúna sem er dæmi um kraft og framfarir og tóku hana í notkun hinn 28. maí 1937 á undan áætlun og undir kostnaðaráætlun. Gol- den Gate-brúar- framkvæmdin er dæmi um hverju er hægt að áorka ef þjóðir hugsa stórt og til langs tíma í innviðaframkvæmdum. Núna 84 árum seinna erum við Ís- lendingar ennþá að reyna að hefja innviðaframkvæmdina „Sunda- braut“ sem telst ein arðbærasta inn- viðafjárfesting sem hægt er að ráð- ast í á eftir Hvalfjarðargöngum. Nú þarf að hafa rétt hugarfar og vilja og byrja öld innviða á Íslandi sem eyk- ur verðmætasköpun fyrir alla Ís- lendinga. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um að fara í miklar innviðafjárfestingar sem eru arðsamar við núverandi að- stæður þar sem atvinnuleysi er mik- ið og uppsöfnuð viðhaldsþörf talin nema um 450 ma.kr. Auk þess er tal- ið að hægt sé að kort- leggja nú þegar arð- samar innviðafjárfestingar að fjárhæð 750 ma.kr. Það er talið að Co- vid-19-heimsfarald- urinn hafi aukið þjóð- arskuldir verulega sem leiðir hugann að því hvort ekki sé snjallt að gefa út ríkisskuldabréf til 50 ára á lágum vöxt- um á bilinu 0,5%-1%. Lengd lánstímans myndi falla vel að því að líkur á heimsfaraldri eru kannski tvisvar á öld. Gera má ráð fyrir því að eft- irspurn eftir ríkisskuldabréfum sé mikil í umhverfi 0% vaxta bæði inn- anlands og erlendis. Lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og aðrir stofn- anafjárfestar með langtímaskuld- bindingar eru örugglega áfjáðir í að kaupa traust skuldabréf með hag- stæðri raunávöxtun. Ekki er ólíklegt að erlendir fjárfestar m.a. seðla- bankar og fjárfestar myndu sýna áhuga. Með slíkri útgáfu væri hægt að fjármagna höggið af heimsfar- aldri og auka verulega fjármagn til nauðsynlegra innviðafjárfestinga um allt land í höfnum, innlands- flugvöllum, vegaframkvæmdum, brúarframkvæmdum, gangagerð, hátæknisjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, íþróttamannvirkjum og menntastofnunum. Tækifærið er að festa lága vexti sem eru sögulega séð mjög lágir. Þegar vextir hækka í framtíðinni þarf ekki að hafa áhyggjur af að fjár- magna þessar skuldir á tvisvar til þrisvar sinnum hærri vöxtum en í dag. Austurríki, Írland, Belgía og Mexíkó hafa meðal annars gefið úr skuldabréf til 100 ára á und- anförnum árum. Með útgáfu á skuldabréfum er hægt að slá á verð- bólguvæntingar sem endurspeglast í háu verði á gulli. Með þessari aðferð er hægt að slá á ótta um að Seðla- bankinn prenti of mikið af fjármagni auk þess að koma í veg fyrir að seðlabankar fari að kaupa það síðan til baka yfir langan tíma. Innviða- fjárfestingar auka samkeppnishæfni og styðja við aukinn hagvöxt með aukinni framleiðni, fjölga atvinnu- tækifærum auk þess að bæta lífskjör til framtíðar. Líftími fjárfestinga í innviðum er langur og hentar vel langtíma- fjárfestum eins og lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum með langar skuldbindingar. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um velheppnaða innviða- fjárfestingu fyrir langtímafjárfesta og eru um 25 ár síðan ráðist var í fjármögnun þeirrar framkvæmdar. Íslenskir lífeyrissjóðir geta aukið verulega við sig í innviðum en 1% af eignum lífeyrissjóðakerfisins er t.a.m um 60 ma.kr. Með fjárfest- ingum í innviðum eins og heilbrigð- iskerfi, vegum, flugvöllum og sam- göngumannvirkjum væri hægt að ná góðri áhættudreifingu og arðsemi til lengri tíma. Talið er að uppsöfnuð þörf og fjárfesting á næstu fimm ár- um nemi yfir 1.000 ma.kr. sem eru miklir fjármunir en nú er rétti tím- inn til slíkra fjárfestinga þar sem vextir eru í lágmarki og því frábært tækifæri til fjármögnunar á slíkum verkefnum. Margföldunaráhrif inn- viðafjárfestinga eru gríðarleg þar sem oft er um að ræða mannafla- frekar framkvæmdir sem skapa verðmæt störf og auka hagvöxt um allt land. Rétti tíminn til innviða- fjárfestinga Nú er rétti tíminn til að ráðast í innviðafjárfestingar þar sem vextir eru sögulega lágir eða við núllið víða í heiminum. Skortur er á arðsömum fjárfestingavalkostum sem geta skil- að ásættanlegri ávöxtun til langs tíma og þess vegna er rétti tíminn að hefja „innviðafjárfestingar á Ís- landi“ á stórum skala þar sem horft er til langrar framtíðar og leysa þannig úr læðingi gríðarlega krafta í íslensku atvinnulífi. Verkefnin eru fjöldamörg og arðsemi þeirra margra augljós eins og Sundabraut, uppbygging á Keflavíkurflugvelli og hátæknisjúkrahús á Vífilsstöðum og Keldum sem dæmi. Fjárfestingar í samgöngum gætu verið vegir, brýr, jarðgöng, flugvellir og bílastæði. Í orkufjárfestingum væru t.a.m. veitu- fyrirtæki, orkuvinnsla, vatn og sorp. Nú þarf að hefja stórsókn í innviða- fjárfestingum og útrýma atvinnu- leysi og hugsa stórt fyrir Ísland. Eftir Albert Þór Jónsson »Nú þarf að hafa rétt hugarfar og vilja og byrja öld innviða á Ís- landi sem eykur verð- mætasköpun fyrir alla Íslendinga. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Innviðafjárfestingar auka verðmætasköpun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma er haldinn hátíðlegur síðasta dag febrúarmánaðar ár hvert og er hann til þess fallinn að minna okkur öll á þá sem þjást af sjaldgæfum kvillum sem oft eru mjög íþyngjandi fyrir einstaklinga sem í hlut eiga og fjölskyldur þeirra. Flestir sjaldgæfir sjúkdómar eru arfgengir og því gleður það alla sem sinna þessum málaflokki að um þessar mundir eiga sér stað byltingar- kenndar framfarir í erfðafræði. Í fyrsta lagi er um að ræða bætta greiningu sjaldgæfra erfðasjúkdóma með öflugri raðgreiningartækni, í öðru lagi ný og oft framsækin með- ferðarúrræði og í þriðja lagi betri nýtingu flókinna gagnasafna til þess að auka skilning á þróun og grunn- orsökum ýmissa erfðasjúkdóma. Á Íslandi erum við þegar farin að sjá árangur af framþróun í greining- artækni, ekki síst vegna samstarfs Landspítala við Íslenska erfðagrein- ingu sem hefur framkvæmt heilrað- greiningu á erfðamengi fjölmargra einstaklinga samfélaginu að kostn- aðarlausu og ber að þakka Kára Stefánssyni og samstarfsfólki hans fyrir þetta lofsverða framtak. Með þessari samvinnu við Íslenska erfða- greiningu ásamt áframhaldandi upp- byggingu á erfðaheilbrigðisþjónustu á Landspítala hafa fjölmargir ein- staklingar fengið greiningu á sínum erfðasjúkdómi. Greiningarvinnan fer aðallega fram á erfða- og sam- eindalæknisfræðideild Landspítala og er það mat okkar að sú þjónusta sé sambærileg við það sem best þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Við höfum þó ákveðna sérstöðu hér á landi því sökum fámennis er sjald- gæft að margir greinist með sama erfðasjúkdóminn en nú eru þekktar yfir 6.000 arfbundnar orsakir sjald- gæfra sjúkdóma (samkvæmt OMIM, febrúar 2021). Á hinn bóginn er brýnt að efla verulega þjónustu við þennan hóp, bæði meðferð og eftir- fylgd, og á það ekki síst við fullorðna einstaklinga með arfgenga sjúk- dóma. Vegna þessa hefur undanfarið verið unnið að skipulagningu nýrrar einingar á Landspítala sem kallast Miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma og verður hún staðsett í göngudeildar- húsi á Eiríksstöðum sem verið er að taka í notkun um þessar mundir. Hugmyndin er að þessi miðstöð verði þverfagleg og að teymi heil- brigðisstarfsmanna annist þjónustu við einstaklinga með flókna sjald- gæfa sjúkdóma. Fyrst í stað verður lögð áhersla á eftirfarandi hópa: 1) Meðhöndlanlega æðasjúkdóma, t.d. Marfan-heilkenni; 2) Sjúkdóma með tilhneigingu til að valda æxlisvexti; og 3) efnaskiptasjúkdóma. Jafn- framt verður lögð áhersla á að styðja við tilfærslu á þjónustu Barnaspítala Hringsins til sérgreina Landspítala sem sinna fullorðnum þegar börn með sjaldgæfa sjúkdóma ná fullorð- insaldri. Það er von okkar að Mið- stöð sjaldgæfra sjúkdóma geri okk- ur kleift að veita þjónustu sem er sambærileg við það sem fyrirfinnst í öðrum vestrænum ríkjum ásamt því að hagnýta framfarir í erfðavís- indum í þágu okkar sjúklinga. Með tilkomu miðstöðvarinnar skapast sóknarfæri til að byggja upp vís- indalega þekkingu og innviði sem nauðsynleg eru til að geta tekið þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum um prófun og innleiðingu nýrra lyfja fyrir íslenska sjúklinga með sjald- gæfa erfðasjúkdóma. Það er von okkar að þessi þróun muni skila betri þjónustu við þennan viðkvæma hóp sem oft finnst hann hvergi eiga heima innan heilbrigðisþjónust- unnar. Á þessum tímamótum hvetj- um við alla til að kynna sér nýja fræðslumynd um sjaldgæfa sjúk- dóma á Íslandi sem gerð var á veg- um Einstakra barna og var sýnd á RÚV 24. febrúar síðastliðinn. Við teljum líklegt að flestir landsmenn sem hafa kynnt sér málið vilji að vel sé staðið að þjónustu við ein- staklinga með sjaldgæfa sjúkdóma sem oft stríða við alvarleg veikindi frá fæðingu. Miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma á Landspítala Eftir Hans Tómas Björnsson og Run- ólf Pálsson » Það er von okkar að þessi þróun muni skila betri þjónustu við þennan viðkvæma hóp sem oft finnst hann hvergi eiga heima innan heilbrigðisþjónust- unnar. Hans Tómas Björnsson Höfundar eru læknar við Landspítala og prófessorar við Háskóla Íslands. Runólfur Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.