Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 26

Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Ég þurfti nýlega aðkoma því til skila ítölvupósti að égvildi þiggja dálítið, sem mér hafði verið boðið, og tiltaka tímasetningu. Þá vafð- ist allt í einu fyrir mér vh.þt. sagnarinnar að þiggja, svo ég fletti upp í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, sem óhætt er að mæla með við alla sem brýna vilja mál- fræðitökin eða efla yfirsýn (bin.arnastofnun.is). Og viti menn, tvær beygingar voru gefnar upp. Ég gat skrifað hvenær ég þæði boðið, eða þægi það – en varð þá allt í einu svo viss um að viðtak- andinn hefði akkúrat öfuga máltilfinningu, sama hvorn kostinn ég veldi, að ég reit hið örugga „myndi þiggja“ … Þarna fór ég á svig við reglu sem ég reyndi að temja mér þegar ég starfaði sem blaðamaður. Þá komu upp ýmis álitamál um orðalag, þegar verið var að setja saman greinar, og félagar af næstu bás- um oft kallaðir til skrafs. Þetta voru frjóar samræður, og vonandi spör- uðum við prófarkalesurum einhver spor, en um tvo kosti þótti helst að velja: 1) Umorða setninguna til að forðast sjald- gæfa orðmynd sem virkaði skrýtin. 2) Birta sjaldgæfu orðmyndina til að venja les- endur við hana. Við höfðum greinilega háar hugmyndir um hlutverk okkar því oft völdum við seinni kostinn – en nú finnst mér (sbr. eigið dæmi) sem hugrekki okkar í þessa veru fari dvínandi. Með okkar á ég þá við almenna málnotendur. Við stytt- um okkur ótrúlega oft leið til að þurfa ekki að hugsa eða taka ábyrgð. Þannig verður málið á endanum flatara (eða einfaldara, segðu einhverjir, veit ekki hverjir). Þekkt er sú hneigð sem farið hefur um sem sótt síðustu ár og gengur út á að nafnháttur leysi allan vanda. Setningin „Ertu að sjá þetta?“ er erki- dæmi þessarar tísku, sem náði hámarki í kímnu ádeilukvæði Bjarka Karlssonar, Ég er ekki að skilja (Ást í dvalarhorfi). Síst er svo betra er þegar einfaldur framsöguháttur er kominn í ból bjarnar í setningum sem eiga að tjá efa, ósk eða möguleika. Dæmi úr samtali við tólf ára: Ég held það var þarna. Dæmi af netmiðli: Það er ennþá hætta á að fólk getur smit- ast. Þessa hneigð hljóta fræðingar líka að vera langt komnir með að rann- saka, mín tilfinning er að hún sé ekki lengur bundin við börn. Það hlýtur sumsé að mega auglýsa eftir fjölbreyttari sagnbeygingum, fyndnum og fáheyrðum. Síðast þegar ég sá beygingarmyndina yllu var það t.d. í fjörutíu ára gamalli blaðagrein um Engihjallaveðrið þegar „mörg dæmi voru þess að járnplötur fykju inn um glugga og yllu meiðslum á fólki og miklu tjóni“. BÍN er reyndar með athugasemd um sögnina að valda, hún veldur mörgum erfiðleikum, og kannski ósanngjarnt dæmi. En: Þó ég skæri niður brauð hér í allan dag hnytu engir molar af borðinu. Er þetta rétt? Þyrfti ég að fletta upp? Ha? … Til þrautavara auglýsi ég eftir því að sjálfur viðtengingarhátturinn lifi af, svo hin ómissandi mannlega kennd, efinn, varðveitist! Ef ég [er/væri] ríkur Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Ívikunni skilaði starfshópur undir formennskuHaralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæð-isflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanrík-isráðherra skilagrein um ljósleiðaramálefni og útboð ljósleiðaraþráða. Þar er um að ræða ráðstöfun á tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverf- is landið sem oft er kallaður NATO-ljósleiðarinn og lagður var á árunum 1989 til 1991 vegna ratsjárstöðv- anna á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út til borgaralegra nota og snúast tillögur starfs- hópsins einkum um aðferð við það. Á NATO-ljósleiðaranum hefur frá upphafi verið póli- tísk hlið. Þegar unnið var að lagningu hans var Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, samgönguráðherra (1988-1991). Þá var Alþýðu- bandalagið andvígt aðild Íslands að NATO eins og VG er nú en þann flokk stofnaði Steingrímur J. árið 1999 þegar ætlunin var að sameina alla vinstri menn í einn flokk, Samfylkinguna. Steingrímur J., Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherrar Al- þýðubandalagsins, vildu ekki ganga til slíks samstarfs og beittu sér fyrir flokki lengra til vinstri, meðal annars vegna andstöðu við NATO og ann- arrar sérstöðu í utanríkismálum. Þessi sérstaða hefur horfið smátt og smátt í áranna rás. Hjörleifur Guttormsson talaði manna harðast gegn aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) fyrir tæpum 30 árum. Eftir aldarfjórðung innan EES er hann enn þeirrar skoðunar að að- ildin brjóti í bága við stjórnarskrána. Steingrímur J. stóð hins vegar að myndun ríkisstjórnar með samfylkingarkonunni Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009 og sóttu þau saman um aðild að Evrópusam- bandinu. Þá var ekki talað um að stjórnarskráin truflaði þau áform. ESB-umsóknin rann út í sandinn eins og fleira hjá þessari ríkisstjórn, þar á meðal Icesave- samningarnir sem Svavar Gestsson gerði. Engin rík- isstjórn hefur fengið verri útreið í kosningum en eina „hreina vinstristjórnin“ vorið 2013. Eftir að Alþýðubandalagið og síðar VG féll í verki frá því að gera NATO-aðildina eða varnarsamstarfið við Bandaríkin að úrslitaatriði við stjórnarmyndun hafa þingmenn flokksins gjarnan minnt á sérstöðu sína í ut- anríkis- og öryggismálum með því að fetta fingur út í einstakar framkvæmdir í þágu varna landsins. Því var þó ekkert andmælt þótt á vegum NATO væri lagður ljósleiðari umhverfis landið árin 1989 til 1991 þegar Steingrímur J. var samgönguráðherra. Í skilagrein Haralds Benediktssonar er rætt um fleira en tæknilega hlið ljósleiðaramála og bent á að ör- yggi fjarskipta séu grundvallaratriði í öryggi og vörn- um hvers ríkis. Þá hafi öryggi íslenskra fjarskiptakerfa áhrif á öryggi okkar nánustu vina- og bandalagsríkja. Minnt er á að á NATO-leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 hafi NATO-ríkin skuldbundið sig til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að efla varnir innviða og netkerfa. Fjarskipta- og netkerfi yrðu að geta staðið af sér hættuástand. Við þetta verkefni verða íslensk stjórn- völd að glíma. Meginstef skilagreinar starfshópsins endurspeglar þá staðreynd að á sviði stafrænnar tækni treystir rík- isvaldið á samstarf við einkaaðila. Markmiðið er að einkaaðilar fái afnot af tveimur strengjum af þremur sem falla undir forræði NATO. Þetta verði til þess að auka innri styrk samfélagsins. Þráðunum tveimur verður þó ekki ráðstafað til mark- aðsaðila nema farið sé að sameiginlegum örygg- iskröfum NATO-ríkjanna. Krafist er öryggisvottunar á búnað og að hann sé framleiddur í samstarfsríki Íslendinga í öryggis- málum eða ríki innan EES. Er gert ráð fyrir að kröfur um þetta verði settar í útboðsgögn vegna strengjanna. Mikilvægt sé að hafa í huga að útboðið og niðurstaða þess geti haft mikil áhrif á fjar- skiptamarkaðinn, segir starfshóp- urinn, og leggur áherslu á að efla verði þekkingu innan stjórnsýslunnar á gæslu öryggis á þessu sviði. Minnt er á öryggisáskoranir sem fylgja tilkomu 5G- farneta og sagt: „Í því samhengi er nauðsynlegt að taka mið af þeirri staðreynd að mörkin á milli borgaralegs og hernaðarlegs öryggis og innanríkis- og utanrík- ismála eru að verða sífellt óskýrari. Kallar það á öfluga samstöðu og samstarf milli hins opinbera og einkageir- ans.“ NATO-ríkin líta á 5G-tækni frá kínverska fyrir- tækinu Huawei sem ógn við öryggi farkerfa. Nú er boð- aður svo hár þröskuldur í öryggismálum net- og fjar- skiptakerfa hér að viðskipti við Huawei vegna 5G eru úr sögunni. Nágrannaþjóðir okkar, Grænlendingar og Færeyingar, hafna 5G-viðskiptum við Huawei. Líklegt er að fjarskiptafyrirtækin hér sem skipta við Huawei fái umþóttunartíma til að taka upp viðskipti við selj- endur innan EES á 5G-tækni en þar eru Ericsson og Nokia í fremstu röð. Samstarf ríkisvaldsins og einkafyrirtækja er árang- ursríkt í fjarskiptum, netnotkun og dreifingu alls efnis hljóðvarps og sjónvarps. Þar ríkir meira jafnvægi en við gerð efnis til dreifingar. Sjö milljörðum króna á ári er varið í ríkisútvarpsstöð í stað þess að nota féð til að styðja efnisgerð einkaaðila. Þarna ætti að skilgreina þátt ríkisins á alveg nýjan hátt og stofna til allt annars konar verkaskiptingar milli ríkis og einkaaðila. Frekja ríkisins á fjölmiðlamarkaði gengur einfaldlega af einka- rekstri þar dauðum. NATO-strengir gegn Huawei Ætlunin er að bjóða þessa þræði út til borg- aralegra nota með ströngum öryggiskröfum. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Firrur eru hugmyndir, semstandast bersýnilega ekki, ganga þvert gegn þeim veruleika, sem við höfum fyrir augunum, eða gegn röklegri hugsun. Nokkrar slíkar firrur getur að líta í verkum Jóns Ólafssonar heimspekikennara um sögu íslensku kommúnista- hreyfingarinnar. Ein þeirra er, að þeir 23 Íslendingar, sem komm- únistaflokkurinn íslenski sendi á leyniskóla Kominterns, Alþjóða- sambands kommúnistaflokka, í Moskvu árin 1929-1938 hafi ekki fengið neina teljandi hernaðar- þjálfun. Rök Jóns fyrir þessu eru, að engin gögn séu til um það. En sú ályktun hans er röng af tveimur ástæðum. Samkvæmt námskrám og frásögnum annarra hlutu allir nemendur í þessum skólum þjálfun í undirbúningi byltingar, þar á meðal í vopnaburði, skipulagningu götuóeirða, fölsun vegabréfa og annarra gagna, meðferð ólöglegs fjarskiptabúnaðar og notkun dul- máls. Þurft hefði sérstaka heimild um undanþágu íslensku nemend- anna frá því námi til að rökstyðja ályktun Jóns. Í öðru lagi greindu nokkrir íslensku nemendanna ein- mitt frá því, að þeir hefðu fengið þjálfun í vopnaburði, þar á meðal Andrés Straumland, Benjamín H.J. Eiríksson og Helgi Guð- laugsson. Tók einn nemandinn meira að segja þátt í borgarastríð- inu á Spáni, Hallgrímur Hall- grímsson. Önnur firra Jóns er, að haustið 1938 hafi Sósíalistaflokkurinn verið stofnaður í andstöðu við Kom- intern. Heimild hans er minnisblað, sem einn starfsmaður Kominterns sendi yfirmanni sínum, þar sem hann lýsti efasemdum um stofnun flokksins. En þetta innanhússplagg jafngilti ekki neinni ákvörðun Kominterns. Allt bendir til þess, að Komintern hafi látið sér vel líka stofnun Sósíalistaflokksins. Komm- únistaflokkar Danmerkur og Sví- þjóðar sendu heillaóskaskeyti við stofnunina, og ég fann í skjalasafni Sósíalistaflokksins bréf frá Al- þjóðasambandi ungra kommúnista í Moskvu til Æskulýðsfylking- arinnar, sem tók við af Sambandi ungra kommúnista, þar sem lýst er ánægju með stofnun fylkingarinnar og starfsskrá. Óhugsandi hefði ver- ið, að allt þetta hefði verið gert í andstöðu við Komintern, sem laut öflugu miðstjórnarvaldi. Engin merki neins ágreinings sjást held- ur í samskiptum íslenskra sósíal- ista við hina alþjóðlegu komm- únistahreyfingu frá öndverðu. Um er að ræða augljósa ofályktun. Ein fjöður verður að fimm hænum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Firrur Jóns Ólafssonar VERTU MEÐ BINGÓGLEÐ Í OPINNI DAGSKRÁ FYR BINGÓGLAÐA ÍSLEND ALLA FIMMTUDAGA K Á MBL.IS/BING Í INNI IR ALLA INGA L. 19:00 O TAKTU ÞÁTT Af innlendum vettvangi fellur niður Föst grein Styrmis Gunnarssonar, Af innlendum vettvangi, fellur niður í dag vegna veikinda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.