Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 28

Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Það var þann 12. nóv- ember 2019 að rann- sóknarblaðamennska Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wiki- leaks var opinberuð um starfsemi Samherja í Namibíu. Umfjöllunin var ítarleg og studd með gögnum um mútu- greiðslur, skattsvik og peningaþvætti. Og okk- ur brá. Með umfjölluninni var dregin upp dökk mynd af starfsemi Samherja, eins stærsta fyrirtækis á Íslandi. Fyrirtækis sem hafði hagnast um meira en 100 milljarða á innan við ára- tug og teygt arma sína inn í fjölmarga aðra geira en fiskvinnslu á Íslandi. Viku síðar, þann 19. nóvember, hélt ríkisstjórnin fund og setti niður að- gerðir til að efla traust á íslensku at- vinnulífi. Í því plaggi kom m.a. fram að sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra myndi hafa frumkvæði að því að Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna ynni út- tekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir, þar á meðal í þróunarlöndum. Á grundvelli úttekt- arinnar ynni stofnunin tillögur til úr- bóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mút- um og peningaþvætti. Heilbrigðir viðskiptahættir Síðan þessi ríkisstjórnarfundur var haldinn eru liðnir næstum því fimm hundruð dagar. Samningar við stofn- unina hafi dregist vegna Covid-19 og gagnasöfnun stendur yfir en ekki er búið að semja um úrvinnslu og tillögu- gerð um aðgerðir gegn spillingu, mút- um og peningaþvætti. Við vitum ekki hvenær eitthvað kemur frá stofnun- inni. Á meðan beðið er eftir tillögum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna virðist fátt vera gert innan sjávarútvegsráðuneytisins sem ætlað er að vinna gegn spillingar- hættunni sem fólgin er í því að útgerð- armenn fái aðgang að stórum hluta fiskveiðiauðlindarinnar og öðlist með honum völd í samfélag- inu og mikla fjármuni. Samþjöppun Í plagginu frá ríkis- stjórninni, sem var birt fyrir næstum 500 dög- um, er talað um að ráð- ast þurfi í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða svo reglur um hámarks- aflahlutdeild séu skýrar. Eins og lögin hafa verið túlkuð þá má einn aðili ráða yfir 12% kvót- ans og því til viðbótar eiga 49% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Í stað þess að einn aðili þurfi að eiga meirihluta í öðrum til að teljast tengdur aðili, ætti að miða við 25% líkt og viðmiðið er í lögum um skrán- ingu raunverulegra eigenda. Upplýs- ingar um raunverulega eigendur eru aðgengilegar almenningi. Auk þess að vinna gegn samþjöppun mun þessi breyting auðvelda til muna eftirlit Fiskistofu með tengdum aðilum og mat á því hvort 12% hámarkinu sé náð. Og jafnvel þó að meirihlutavið- miðið sé almennt viðmið, þá er hér um að ræða sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar sem sérstöku máli gegnir um. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra aðila yfir fisk- veiðiauðlindinni þýddu meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt gæti talist og staða þeirra sé of sterk gagn- vart stjórnvöldum. Völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg, að áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórn- kerfinu og á vettvangi stjórnmála geti unnið gegn almannahag. Samherjaskjöl og samþjöppun Eftir Oddnýju G. Harðardóttur » Yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlind- inni gefa meiri völd til þeirra í samfélaginu en heilbrigt gæti talist og geta unnið gegn al- mannahag. Oddný G. Harðardóttir Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. oddnyh@althingi.is Í fjórtán mánuði hef- ur það ástand ríkt á póstmarkaði að verðskrá ríkis- fyrirtækisins Íslands- pósts fyrir pakkadreif- ingu er langt undir raunkostnaði við að veita þjónustuna. Það vegur að rekstrar- grundvelli keppinauta fyrirtækisins, vöru- flutninga- og póstdreifingarfyrirtækja sem ýmist þjónusta allt landið eða sitt heimasvæði, þá gjarnan í samstarfi við önnur einkafyrirtæki. Lagabreyting um eitt verð á pakkadreifingu fyrir allt landið, sem Pósturinn hefur hengt hatt sinn á, var sögð í þágu byggða- stefnu. Það er skrýtnasta byggða- stefna sögunnar að grafa undan rekstri fyrirtækja víða um land með undirverðlagningu ríkisfyrirtækis. Gjaldskrá Póstsins brýtur gegn því skýra ákvæði póstlaganna að verðskr- ár fyrir alþjónustu skuli miða við raun- kostnað við veitingu þjónustunnar, að viðbættum hæfilegum hagnaði. Alþingismenn átta sig ári síðar Í Morgunblaðinu á miðvikudag tjáðu formaður og varaformaður um- hverfis- og samgöngunefndar Alþingis sig um stöðuna. Báðir tala þeir um að bjóða eigi út alþjónustu á póst- markaði. Það er ekki galin hugmynd, en gerir ekkert til að bæta úr stöðunni sem lýst er hér að ofan. Það þarf að stöðva undirverðlagn- ingu Íslandspósts áður en hún veldur enn meira skaða á póstmarkaði en orðið er. Bæði Bergþór Ólason og Jón Gunnarsson segj- ast vera steinhissa á að verðskrá Póstsins skekki samkeppnisstöðuna á póstmarkaðnum. Félag atvinnurek- enda (FA) hefur þó bent á verðskrána, ólögmæti hennar og afleiðingar, síðan í janúar í fyrra. Það er út af fyrir sig jákvætt að alþingismenn eru að byrja að átta sig rúmu ári síðar, en það virð- ist enn djúpt á hugmyndum um hvernig stjórnvöld geti gripið í taum- ana. Jón segist í blaðinu telja að Póst- urinn sé í erfiðri stöðu, þar sem hærri verðskrá „myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu Póstsins á höf- uðborgarsvæðinu og skilja fyrirtækið eftir með dýrasta reksturinn.“ Hér hefur grundvallaratriði farið framhjá varaformanni samgöngunefndar, sem var þó bent á í minnisblaði sem FA sendi nefndinni fyrir fund hennar 21. janúar síðastliðinn. Þar kom fram að pakkaþjónusta Póstsins var þegar undirverðlögð á árinu 2019; þorra 527 milljóna króna taps af samkeppn- isrekstri innan alþjónustu á því ári mátti rekja til pakkasendinga innan- lands, samkvæmt því sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) staðfesti við Morgunblaðið 11. desember sl. Með öðrum orðum var pakkadreif- ingin undirverðlögð um hundruð millj- óna króna á árinu 2019 og ætla má að þótt Pósturinn hefði reiknað út með- alverð fyrir þjónustuna á landinu öllu í ársbyrjun 2020 hefði verðskráin á höf- uðborgarsvæðinu áfram verið undir raunkostnaði. Lagaákvæðið sem gleymdist Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt makalausa ákvörðun sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu, þar sem Íslandspósti eru reiknaðar 509 millj- ónir króna í greiðslur vegna alþjón- ustubyrði, þar á meðal 126 milljónir króna vegna áðurnefnds lagaákvæðis um eitt verð um allt land og 181 millj- ón í viðbót vegna þjónustu á svæðum sem PFS hefur tekið sér fyrir hendur að skilgreina sem „óvirk markaðs- svæði“ jafnvel þótt þar hafi lengi verið samkeppni í pakkadreifingu. Samtals er því niðurgreiðsla skattgreiðenda á undirverðlagðri pakkaþjónustu Ís- landspósts líklega vel á þriðja hundrað milljóna króna. Í grein undirritaðs hér í blaðinu 16. febrúar síðastliðinn var lýst furðu á fréttum af því að „samtal“ ætti sér stað á milli samgöngu- og fjár- málaráðuneytis, PFS og Póstsins um greiðslur vegna alþjónustubyrði. Þetta vakti óneitanlega spurningar um hvort rétt væri að verki staðið, því að útreikningar á alþjónustubyrði eru ekki pólitískt viðfangsefni. Sú virðist þó hafa orðið raunin. Eftir að FA vakti fyrst athygli á ólögmæti pakkagjaldskrár Póstsins í janúar í fyrra sýndi Póst- og fjar- skiptastofnun viðleitni til að sinna eft- irlitshlutverki sínu og krafðist þess að fyrirtækið sýndi fram á að hún upp- fyllti það ákvæði póstlaganna að verðskrár fyrir alþjónustu taki mið af raunkostnaði. Það gat Pósturinn aug- ljóslega ekki gert. Þetta ákvæði er lykilatriði í póstlögum, ekki bara hér á landi heldur í Evrópulöggjöfinni, og er ætlað að koma í veg fyrir skaðlega undirverðlagningu og óréttmæta samkeppnishætti alþjónustuveitenda. Ekki þarf að fletta lengi í ákvörð- unum PFS til að sjá að þetta ákvæði hefur árum saman verið rauður þráð- ur í umfjöllun um gjaldskrár Íslands- pósts. Nú bregður hins vegar svo við að í 41 bls. ákvörðun PFS um niður- greiðslu skattgreiðenda á kostnaði Íslandspósts er þetta lagaákvæði ekki nefnt einu orði – eins og það hafi bara gufað upp úr lögunum sem stofnunin á að hafa eftirlit með! Þetta bendir sterklega til þess að Póst- og fjarskiptastofnun sé alls ekki sjálfstæð í störfum sínum eins og hún á að vera, heldur láti hún stjórn- málamenn segja sér fyrir verkum. Skeytingarleysi, seinagangur og meðvirkni Viðbrögð ráðuneyta, Alþingis og eftirlitsstofnana við þeirri stöðu sem lýst var hér í upphafi, ólögmætri und- irverðlagningu þjónustu ríkis- fyrirtækis á kostnað einkarekinna keppinauta, hafa einkennzt af skeyt- ingarleysi, seinagangi og því sem verður líklega bezt lýst sem með- virkni. Undirritaður hefur spurt áður og spyr nú enn – það mætti til dæmis beina spurningunni til formanns og varaformanns samgöngunefndar Al- þingis fyrst nú örlar loks á skilningi hjá þeim – hver ætlar að taka í taum- ana og stöðva þetta framferði Pósts- ins? Eftir Ólaf Stephensen »Hver ætlar að taka í taumana og stöðva þetta framferði Pósts- ins? Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Undirverðlagning á undirverðlagningu ofan Í bók minni Þegar heimurinn lokaðist. Petsamo-ferð Íslend- inga 1940 sem kom út fyrir síðustu jól fjalla ég um atburði sem áttu sér stað sem afleiðing af hernámi Þjóðverja í Danmörku og Noregi í apríl 1940. Við hernám- ið og hernaðarátök suð- ur á meginlandi Evr- ópu lokaðist mikill fjöldi Íslendinga inni og komst hvergi og áttu raunar sumir eftir að sitja fastir allt til styrj- aldarloka 1945. 258 Íslendingar kom- ust þó heim á einu bretti í október 1940, þegar íslensk stjórnvöld sendu skip, Esjuna, gagngert til Petsamo (sem þá var í Finnlandi en tilheyrir nú Rússlandi) til að sækja alla þá sem nota vildu þetta einstaka tæki- færi til að komast til síns heima á Ís- landi. Í bókinni rek ég meðal annars sögu Gunnars Guðmundssonar (1917-2010) frímerkjasala og síðar heildsala í Danmörku en Gunnar var einn Petsamo-faranna svokölluðu. Hann hafði hrifist af hugmyndafræði nasismans og ætlaði sér að njósna fyrir Þjóðverja á Íslandi. Í bókinni segi ég frá því að Gunnar hafi rekið frímerkjasölu í Reykjavík fram til 1938 en þá haldið í víking og m.a. ferðast um meginland Evrópu, England, Holland og Þýskaland, áð- ur en hann endaði í Kaupmannahöfn. Tók hann þar að versla með frímerki á nýjan leik. Allt er þetta satt og rétt. Ég segi hins vegar einnig frá því í bókinni að Gunnar hafi vet- urinn 1938-1939 dvalið um skeið í Frakklandi og þá skrifað nokkrar greinar heim til birt- ingar í Tímanum, þar sem hann lýsti ástandi og horfum í Evrópu, sem og dvöl sinni við nám í Abbagé de Pontigny, um 200 km suðaustur af París, þar sem franski blaðamaðurinn Paul Desjardins starfrækti skóla. Þetta er ekki rétt. Gunnar Guð- mundsson frímerkjasali var aldrei við nám í Abbagé de Pontigny og hann skrifaði heldur engar greinar heim í Tímann þennan vetur. Það gerði hins vegar alnafni hans, Gunn- ar Guðmundsson (1913-1996). Þessa meinlegu villu tel ég mikilvægt að leiðrétta um leið og ég biðst velvirð- ingar á þessum nafnaruglingi, en hann á m.a. rætur í því að þeir al- nafnar stunduðu nám við Samvinnu- skólann á svipuðum tíma. Líkt og ég rek í Þegar heimurinn lokaðist vitna greinarnar í Tímanum fyrst og fremst um trú höfundar á samvinnuhugsjónina. Þær eru skrif- aðar af hófsemd og hafa ekkert með nasisma að gera. Það kemur ekki á óvart þegar fyrir liggur að allt annar Gunnar Guðmundsson hélt þar á penna, þ.e. ekki sá sem var á þessum tíma að verða dyggur stuðnings- maður nasismans. Saga Gunnars Guðmundssonar, þess sem sannarlega var við nám og landbúnaðarstörf í Frakklandi vet- urinn 1938-1939, er áhugaverð út af fyrir sig. Hann var fæddur á Hóli á Langanesi, yngstur þriggja systkina en bróðir Gunnars, Gísli Guðmunds- son (1903-1973), var þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn 1934-1945 og 1949-1973 og raunar einnig ritstjóri Tímans 1930-1940. Þar höfum við tenginguna við unga manninn sem um skeið dvaldi í Frakklandi 1938- 1939 og skrifaði heim í Tímann um ástand og horfur í Evrópu í aðdrag- anda heimsstyrjaldar. Systir Gísla og Gunnars hét Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) og var hún bæði kennari og rithöfundur. Gunnar mun hafa ritað minn- ingabrot af því þegar hann hélt frá Pontigny í Frakklandi á reiðhjóli í síðari hluta júlímánaðar 1939 og var ferðinni heitið til Helsingör í Dan- mörku. Níu daga var hann á leiðinni þangað, fór frá Pontigny að landa- mærunum við Lúxemborg, í gegnum Lúxemborg og um Þýskaland og þaðan til Danmerkur. Í nágrenni við Helsingör var hann svo veturinn 1939-1940 og starfaði á svínabúi skv. upplýsingum frá sonum Gunnars. Í mars 1940 hélt hann yfir til Svíþjóð- ar, var þar öll stríðsárin, fyrst við landbúnaðarstörf í nágrenni við Helsingborg en seinna lá leið hans norður í land til Västeräs. Hann flaug síðan heim til Íslands með Loftleið- um 1947 ásamt fyrri eiginkonu sinni, Margit Berg frá Svíþjóð, og syni þeirra, Poul, sem skírður var í höfuð Pauls Desjardins sem áður var nefndur. Seinni kona Gunnars hér heima hét Sólveig Kristjánsdóttir og áttu þau þrjá syni, Guðmund, Sigurð Daníel og Odd. Leiðrétting Eftir Davíð Loga Sigurðsson » Gunnar Guðmunds- son frímerkjasali var aldrei við nám í Abbagé de Pontigny og skrifaði engar greinar heim. Það gerði hins vegar alnafni hans. Davíð Logi Sigurðsson Höfundur er rithöfundur. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.