Morgunblaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 ✝ Binna Hlöð-versdóttir fæddist í Reykja- vík 29. október 1946. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 17. febrúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Hlöðver Kristjánsson raf- vélavirki, f. 11. desember 1925, d. 12. febrúar 2003, og Kristjana Esther Jónsdóttir sjúkraliði, f. 5. mars 1927, d. 29. apríl 2020. Systkini Binnu eru: Erna, f. 1948, maki Niels Christian 1966, maki Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir. Binna giftist 17. júlí 1974 Torfa Haraldssyni vigtar- manni, f. 5. apríl 1950. Börn þeirra eru:1) Ívar, skipstjóri á Herjólfi, f. 1977, maki Sirrý Björt Lúðvíksdóttir sjúkraliði og eiga þau sex börn, Ísalind, Ilse, Oktavíus, Ísis Binnu, Lúð- vík Hafstein og Tíberíus Torfa. 2) Ester heilbrigðisgagnafræð- ingur, f. 1979, maki Jónas Logi Ómarsson matreiðslumeistari og eiga þau þrjár dætur, Magdalenu, Maríönnu og Vikt- oríu. Binna starfaði rúma tvo ára- tugi á afgreiðslu Herjólfs og síðar sem ráðgjafaþroskaþjálfi hjá Vestmannaeyjabæ til starfsloka. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 27. febrúar 2021. Nielsen; Róbert, f. 1950, maki Ingi- björg Garð- arsdóttir; Valþór, f. 1952, maki Guð- rún Gunnarsdóttir; Jódís, f. 1958, sam- býlismaður hennar er Gunnar Gunn- arsson; Bryndís, f. 1960, sambýlis- maður hennar er Stefán Valgarð Kalmannsson; Jón Hrafn, f. 1962, sambýliskona hans er Elsa Dóróthea Gísladóttir; Orri Vignir, f. 1964, maki Helga Dagný Árnadóttir; Hlöðver, f. Elsku hjartans systir mín hún Binna er dáin. Það er enn svo sárt og óraunverulegt að segja þetta, en svona er það nú samt. Binna var elst í systkinahópnum okkar en enn allt of ung til að kveðja líf- ið. Hún ætlaði að verða 86 plús eins og hinar konurnar í okkar ætt, enda svo margt eftir að lifa fyrir og njóta. Fjölskyldan stækk- aði ört, barnabörnin orðin níu og nú síðast nýkomnir tvíburar í hóp- inn. Og elsku Binna, fjölskyldu- manneskjan sem hún var, átti erf- itt með að sættast við hlutskipti sitt – að geta ekki fylgt fólkinu sínu eftir aðeins lengur. Fyrir okkur systkinin er skarð rofið í hópinn. Í níu systkina hópnum voru það eldra hollið, Binna, Erna, Robbi og Valli og svo yngra hollið, Jódís, ég, Krummi, Orri og Toddi. Binna fór snemma að heiman en ræktaði fólkið sitt vel. Ung fer hún til Reykjavíkur að vinna hjá Landssímanum, senni- lega hefur hún ekki haft allt of mikið á milli handanna á þeim tíma en alltaf kom hún færandi hendi í sveitina, með föt og dót handa barnaskaranum. Mér er minnisstætt eitt sinn, líklega á 6 ára afmælinu mínu, þar sem hún renndi í hlað með risastóran pakka í fanginu. Sem ég vissi að væri til mín og innihélt forláta bollastell! Áður en Binna stofnaði fjöl- skyldu ferðaðist hún mikið, meðal annars til vinkonu sinnar í Dallas í Texas. Eftir ferðalagið fengum við krakkarnir alls kyns góss frá Ameríku, sígarettutyggjó, pyngj- ur með súkkulaðipeningum, skammbyssur, kúrekahatta og indíánaskó. Þá var veisla í Ey II! Og sjálf var Binna systir í nýjasta stæl frá Ameríku, með sixpensara úr lakki, í kanínupels og hvítum kúrekastígvélum. Plötum með Hank Williams var skellt á fóninn og sögur frá Texas flutu með. Binna flutti til Vestmannaeyja í gosinu til að vinna á símanum þar. Þar kynnist hún Torfa sínum og nokkrum árum seinna koma Ívar og síðar Ester í heiminn. Hún sótti sér menntun þegar hún hafði komið krökkunum á legg, lærði þroskaþjálfun og vann við það um skeið. Þá sá maður þrautseigjuna sem hún bjó yfir ef hún ætlaði sér eitthvað. Í tvígang dvaldi ég um skeið hjá Binnu og Torfa í Eyjum og við systkinin nutum alltaf gest- risni þeirra ef á þurfti að halda og vorum velkomin á þeirra heimili. Brynja (Brenda) dóttir Guðnýjar vinkonu Binnu dvaldi hjá henni og Torfa um skeið og þar mynduðust tengsl sem héldu alla tíð. Binnu var það ómetanlegt að bæði Ívar og Ester skyldu búa í Vestmanna- eyjum með sínar fjölskyldur og hún naut hverrar stundar með þeim. En nú er sól hnigin til viðar og systir mín hefur horfið á braut, tæpu ári eftir að mamma kvaddi okkur. Þegar þá gerðum við okk- ur grein fyrir því í hvað stefndi hjá Binnu, en samt gaf maður ekki upp vonina um að hún fengi aðeins meiri tíma. Við systkin fórum nokkur saman að heimsækja hana daginn áður en hún kvaddi og sú stund var ómetanleg. Þar gafst tóm til að tjá tilfinningar sínar og þakka fyrir allt. Góðar minningar munu alltaf lifa í hjarta mér um elsku Binnu, megi hún hvíla í friði. Torfa, Ívari, Ester og fjölskyld- unni allri votta ég samúð mína. Bryndís Hlöðversdóttir. Nú hnígur sól að sævar barmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Það er þyngra en tárum taki að Binna systir mín skuli nú vera öll, aðeins 74 ára að aldri. Upp í hug- ann koma minningabrot um þessa einstöku konu; móður, eiginkonu og leiðtoga systkinahópsins alla tíð. Brottför Binnu úr þessari jarðvist finnst okkur í senn vera óbætanleg og ósanngjörn. Og auðvitað ótímabær með öllu. En enginn forðast sitt skapadægur og úr því sem komið er vil ég fremur en að gráta þakka Binnu systur góðar og gefandi stundir og óska henni góðrar ferðar inn í eilífðarlandið. Binna var elst í stórum hópi systkina og allt frá því ég man eft- ir mér var hún okkur hinum fyr- irmynd. Og hún kom okkur oft í móðurstað framan af aldri þótt ung væri því mamma hafði mörg- um hnöppum að hneppa þegar fjölgaði í hópnum. Þegar svo Binna, langt innan við tvítugt, fór að heiman og flutti til Reykjavík- ur, var það auðvitað hún sem fóstraði okkur yngri systkinin þegar dvalið var í höfuðstaðnum. Binna var á unglingsárunum minn helsti trúnaðarvinur og ef eitthvað bjátaði á var það hennar öxl sem maður gat hallað sér að. Fyrir það mun ég ávallt vera þakklátur. Eldgosið í Vestmannaeyjum varð örlagavaldur í lífi systur minnar. Þá starfaði hún sem tal- símakona hjá Pósti og síma í Reykjavík og var send til Eyja þegar eldgosið stóð sem hæst. Þar hitti hún Torfa sinn og stofnaði fjölskyldu, eignaðist með honum tvö börn og níu barnabörn, menntaði sig frekar og tók þátt í lífi og athafnasemi eyjaskeggja. Hún skaut rótum; varð sannköll- uð Vestmannaeyjamær og unni eyjunni sinni alla tíð. Í Vest- mannaeyjum eignaðist Binna fjölda vina sem sakna hennar að leiðarlokum eins og við hin. Og þar er hún nú lögð til hinstu hvílu. Þegar hreinsunarstörf hófust fyrir alvöru í Eyjum sumarið 1974 fórum við Guðrún þar til starfa. Í kjallaranum á Sóleyjargötunni fengum við inni hjá Binnu og Torfa og stofnuðum okkar fyrsta heimili. Hjá þeim var gott að vera, margt brallað og böndin treyst. Mér hlotnaðist þetta sumar sá heiður að vera svaramaður í brúð- kaupi þeirra hjóna og gat vottað að ekkert væri fyrirhuguðu hjóna- bandi til fyrirstöðu. Það gerði ég með glöðu geði. Þetta var látlaus athöfn í Landakirkju þaðan sem við nú kveðjum Binnu með trega og eftirsjá, 46 árum síðar. Elsku Binna. Takk fyrir elsk- una og umhyggjuna alla tíð. Megi moldin á leiði þínu verða þér létt sem fiður. Valþór bróðir. Elsku besta Binna systir mín! Hjartans þakkir fyrir samfylgd- ina öll árin sem við áttum saman. Það er svo sárt að þú sért farin en samt gott að þessu erfiða stríði við vágestinn er lokið. Ég kveð þig að sinni með einu af mínum uppá- haldsljóðum. Það kom söngfugl að sunnan Það kom söngfugl að sunnan, Hann var sendur af þér. Hann bar gullblað í goggi sem var gjöf handa mér. Já, þú baðst mig að bíða eftir bjartari tíð. Nú er sól, nú er sumar og ég syrgi og bíð. Því þú hímir enn heima svo ég hef ekki þig. Hvorki Kátur né Kisa vilja kannast við mig. Góði söngfugl minn, svífðu aftur suður með koss. Hvað ég fylgdi þér feginn! Ég legg fingur í kross. (Þorsteinn Gylfason) Hvíl í friði, elsku Binna, og Guð geymi þig. Innilegar samúðar- kveðjur til okkar allra sem syrgja. Ég trúi því að Binna vaki yfir og blessi öll litlu barnabörnin sín sem eru henni svo kær. Góða ferð í sumarlandið, Erna og Niels. Komið er að kveðjustund. Með miklum trega og söknuði kveð ég elsku Binnu vinkonu mína. Sam- leiðin var góð, vörðuð minningum mörgum og góðum, og fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Missir okkar allra er mikill, en langmest- ur þó Torfa, Esterar, Ívars og fjölskyldna þeirra. Binna elskaði barnabörnin sín níu, sem nú sjá á eftir ömmu sinni. Hún geislaði jafnan þegar barnahópinn hennar bar á góma. Hún var sterkur per- sónuleiki, örugg og föst fyrir, til hennar leitaði ég ráða sem reynd- ust mér dýrmæt. Ég gat treyst á réttsýni hennar og heilindi og gat alltaf verið viss um að hún réði mér heilt. Hún hlífði mér heldur aldrei við sannleikanum. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Binna og Torfi voru samhent og samrýnd hjón. Heimili þeirra stóð ávallt opið, hvenær sem var, og alltaf jafn gott að koma til þeirra. Ég tel það til forréttinda að hafa átt Binnu fyrir bestu vin- konu. Veikindum sínum tók hún eins og hetja, það kom best í ljós þegar ég heimsótti hana á sjúkra- húsið fyrir stuttu og hún lék á als oddi, vitandi þó hvað var fram undan. Í veikindum Binnu sást líka hvaða mann Torfi hefur að geyma, en hann vék ekki frá sjúkrabeði hennar þar til yfir lauk. Allar góðu minningarnar hrannast upp nú þegar komið er að kveðjustund. Við kynntumst 16 ára gamlar í Skógaskóla og vorum æ síðan bestu vinkonur. Eftir Skógaskóla leigðum við saman íbúð ásamt Róberti bróður henn- ar í Reykjavík, þegar við ungar dömur fórum að vinna í höfuð- borginni. Það var alltaf svo skemmtilegt að fara í heimsókn með Binnu til foreldra hennar í Hjallabrekku, þegar öll systkinin voru þar samankomin og þjóðmál- in rædd af miklum móð. Ester mamma Binnu varð mikið góð vin- kona mín, og seinna urðum við ná- grannar í Hveragerði. Á heimili okkar Binnu í Mið- túninu var miðpunktur vina okkar og oft glatt á hjalla, einkum þó um helgar áður en farið var út á lífið. En meðan við bjuggum þar varð ég einnig fyrir miklu áfalli, þegar bróðir minn dó af slysförum. Þá var sannarlega gott að eiga hana Binnu að. Og svo varð eldgos í Vestmannaeyjum og hún, síma- stúlkan, var send frá Landsíma- num út í Eyjar að sinna neyðar- þjónustu og kom ekki til baka. Þetta þótti hættuför, en var fyrir hana gæfuspor því þar kynntist hún honum Torfa sínum. Margar ferðirnar hef ég farið til þeirra í Eyjum. Oft þegar við Binna vorum komnar á trúnó lét Torfi sig hverfa og þegar hann kom svo heim aftur og við spurð- um hvar hann hefði verið var svarið „Ég vildi bara láta ykkur vera í friði, af því ég veit að þið þurfið svo mikið að tala saman.“ Ég hugga mig við að nú líður Binnu betur, komin á betri stað þar sem við munum örugglega hittast heilar. Elsku Torfi, Ester, Ívar og fjölskyldur, megi forsjón- in veita ykkur styrk í sorginni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Khalil Ghi- bran) Oddný Runólfsdóttir. Elsku Binna mín. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ég kveð þig með sorg og sökn- uði. Þín vinkona, Sigurrós. Binna Hlöðversdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGVALDI GUÐBJÖRN LOFTSSON frá Vík, Selströnd í Strandasýslu, Stekkjarholti 22, Akranesi, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi mánudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 5. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Innilegar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir alúð og hlýju. Ágústína Hjörleifsdóttir Loftur Smári Sigvaldason Ingibjörg Sólmundardóttir Guðrún Sigvaldadóttir Aðalsteinn Hafsteinsson Helga Sigvaldadóttir Guðmundur Friðriksson Hilmar Sigvaldason Hildur Sigvaldadóttir Guðmundur Magnússon afabörn og langafabarn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, REBEKKA GÚSTAVSDÓTTIR sjúkraliði, Hrafnagilsstræti 37, Akureyri, lést á heimili sínu 19. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. mars klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyrar. Birgir Karlsson Garðar Már Birgisson Björk Sigurðardóttir Auður Birgisdóttir Michael Andersen Björg Eir Birgisdóttir Hrannar Kristjánsson Teitur Birgisson Helena Marta Stefánsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, OLAV FORBERG ELLERUP frá Seyðisfirði, búsettur í New York, BNA, lést á heimili okkar í New York mánudaginn 22. febrúar. Bálför fer fram í Bandaríkjunum að ósk hins látna, haldin verður minningarathöfn á Íslandi þegar aðstæður leyfa. Anna Lárusdóttir Johan Ellerup Eun Sook Ellerup Anna Lára Ellerup Astri Forberg Ellerup David W. Bryce og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR blaðamaður, Skipalóni 25, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 20. febrúar. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 8. mars klukkan 13. Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en einnig verður streymt frá athöfninni á https://promynd.is/gudrunhelga Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Ljósið. Friðrik Friðriksson Aldís Eva Friðriksdóttir Nebo Kospenda Dagur Páll Friðriksson Timeea Durubala Emelía Rut Viðarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖSKULDUR MÁR HARALDSSON, Hóli í Fljótsdal, lést á heimilil sínu föstudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey. Örn Úlfar Höskuldsson Vigdís Hrefna Pálsdóttir Jökull Breki Arnarson Úlfhildur Ragna Arnardóttir Ugla Arnardóttir Örn Úlfar Arnarson Kolbeinn Hugi Höskuldsson Franziska Zahl Lára Aradóttir Viggó Davíð Briem Viktor Breki Briem Ísabella Briem Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÖRN GUNNARSSON, Bói, pípulagningameistari, lést mánudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram í Garðakirkju fimmtudaginn 4. mars klukkan 13. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður athöfninni streymt á promynd.is/gunnarorn og hægt verður að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat Ágústa Magnúsdóttir Guðmundur Magnússon Rannveig Halldórsdóttir Gunnar Heiðar Gunnarsson Hulda Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.