Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 35

Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 ✝ Sigurður IngiGuðmundsson fæddist í Reykja- vík 16. janúar 1957. Hann lést á heimili sínu, Syðri-Löngumýri í Blöndudal, 13. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson bóndi á Leifsstöðum í Svartárdal og Sonja Sigurð- ardóttir Wiium, þau eru bæði látin. Sigurður Ingi átti fjögur systkini, þau eru Sonja Guð- ríður Wiium, Óskar Leifur, Daníel Smári og Sólveig Gerð- ur en hún lést á barnsaldri. Fósturbræður Inga eru Ketill og Pétur Kolbeinssynir. Árið 1979 giftist Sigurður Ingi eftirlifandi konu sinni, Birgittu Hrönn Halldórsdóttur, og eiga þau tvö börn;Halldór og var hann formaður Veiði- félags Blöndu og Svartár síð- ustu ár og til dauðadags. Hann var einnig núverandi fjallskila- stjóri Auðkúluheiðar og hafði mikinn áhuga á því sem sneri að landinu og gæðum þess. Ingi sat í nefndum fyrir sveit- arfélagið sitt og sinnti vel öllu því sem hann tók að sér. Ingi hafði ýmis áhugamál, hafði gaman af að ferðast um hálendið, spila bridge og lesa bækur, svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði sérstakan áhuga á ræktun og tamningu fjárhunda og átti alltaf góða hunda sjálf- ur. Útför Sigurðar Inga fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 27. febrúar 2021, klukkan 14. Vegna aðstæðna verða ein- ungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd en hægt verður að nálgast vefstreymi frá útför á facebooksíðu Blönduóskirkju. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/56fyeug4 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Jarðsett verður í Svínavatns- kirkjugarði. Inga, f. 13.10. 1992, og Guð- björgu Pálínu, f. 1.1. 2000. Sam- býliskona Halldórs er Vala Björk Óla- dóttir, f. 4.2. 1992, og eiga þau saman soninn Óskar Óla, f. 15.10. 2017. Sigurður Ingi ólst upp á Leifs- stöðum í Svartár- dal og eftir venjulega grunn- skólagöngu fór hann að stunda búskap með föður sínum á Leifsstöðum. Árið 1986 flutti hann með konu sinni að Syðri- Löngumýri, en hún er uppalin þar. Á Syðri-Löngumýri stund- uðu þau hjónin blandaðan bú- skap, enda var Ingi, eins og hann var oftast kallaður, bóndi af lífi og sál. Ingi hafði mikinn áhuga á veiðifélags- og fjallskilamálum, „Ho maður, allt úr stáli“ er orðatiltæki sem við gátum alltaf hlegið að saman. En mitt stál mátti sín lítils þegar ég fékk símtalið um fráfall þitt kæri mágur. Í hugann streymdu minningar, já minningarnar eru nefnilega það eina sem við skilj- um eftir, og mikilvægt að skapa þær. Uppátækjasamur varstu alla tíð og alltaf léttleiki með í för. Þegar við ræddum saman, þá varð ég að leggja vel við hlustir því oft var broddur í því sem þú sagðir. Og það sem við gátum hlegið, þú áttir auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum. En umfram allt varstu vandaður og góður mað- ur. Ég er þakklátur fyrir okkar vináttu og það hversu góður þú varst ávallt mínu fólki. Stelp- urnar mínar elskuðu að koma til ykkar Birgittu á Löngumýri og Birtu mína hugsaðir þú um eins og þína eigin dóttur enda Guð- björg og hún einstakar vinkon- ur. Elsku Ingi, þín er sárt sakn- að. Hugur reikar hjartað bærist, héðan saknar dalurinn. Tómleiki og stálið tærist, tekinn frá mér vinurinn. Góður Guð í faðminn takir, gengin er hans ævisaga. Vertu sæll og yfir vakir, vegferð okkar alla daga. Stari í horn á helgan stólinn, stöðug þaðan fjallasýn. Birtir upp og baðar sólin, bætir hugans vítamín. (ÞG/2021) Elsku systir, Halldór og Guð- björg, megi okkar sameiginlegi styrkur. Hjálpa okkur á þessum tímum. Guð á himni geymi okk- ur. Ykkar Þorbjörn Guðrúnarson. Frá því ég var barn var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að heimsækja Syðri-Löngumýri reglulega um helgar og í löngum fríum ásamt foreldrum mínum. Þegar mér stóð til boða að dvelja þar sumarlangt sem ung- lingur þurfti ég ekki að hugsa mig um. Ég var ekki mikið fyrir að fara út fyrir þægindaram- mann á þeim tíma, en í mínum huga var Langamýri nánast mitt annað heimili og fáir staðir sem mér leið betur á. Birgitta og Ingi höfðu einstakt lag á að láta manni alltaf líða eins og heima hjá sér. Ég kunni frá upphafi vel við Inga. Hann var svo einstak- lega rólegur og yfirvegaður í fasi og tók sjálfan sig aldrei of hátíðlega. Ég var feimin sem barn og fáir fullorðnir sem ég hafði kjark til að tala við en með Inga skipti það ekki máli. Ég fékk stundum að fylgja honum út til að sinna hinum ýmsu verk- um í sveitinni. Hann kenndi mér margt og gerði að gamni sínu eins og svo oft, án þess að gera nokkurn tíma kröfu um að ég talaði meira eða væri á einhvern hátt öðruvísi en ég var. Ég dvaldi í þrjú sumur á Löngu- mýri sem unglingur. Frá þeim tíma er ofarlega í minningunni ferð á Vestfirðina sem ég fékk að fylgja fjölskyldunni í. Frá Löngumýri lagði af stað Lada Sport-jeppi og innanborðs voru þau hjón, Ingi og Birgitta, Hall- dór Ingi, Dóri tengdafaðir Inga og ég. Heim komum við nokkr- um dögum síðar í öðrum og stærri jeppa sem dró tengivagn sem Ladan sat á. Stuttu eftir að við lögðum af stað kom í ljós að smjörstykki, sem gripið hafði verið á síðustu stundu og gleymst í hanskahólfinu, hafði bráðnað í hitanum og lekið um allt. Þetta atvik var einungis það fyrsta í röð ýmissa skakkafalla sem á eftir fylgdu. Þrátt fyrir það er þetta eitt eftirminnileg- asta og skemmtilegasta ferðalag sem ég hef nokkurn tíma farið í. Viðbrögð Inga þá sýndu vel þann mann sem hann hafði að geyma og einstakt lífsviðhorf þeirra hjóna. Þrátt fyrir að hafa vakað heila nótt, í tilraunum til að laga bílinn, var Ingi jafn ró- legur og yfirvegaður og alltaf og gerði að gamni sínu. Það hefði verið auðvelt að gera þetta að minningu um misheppnað sum- arfrí en þess í stað varð þetta ævintýraferðin mikla sem ávallt hefur verið minnst með hlátri og gleði í huga. Ég mun ávallt minnast Inga með hlýhug og þakklæti fyrir allt sem hann kenndi mér. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar, elsku Birgitta, Guðbjörg Pálína, Halldór Ingi og fjölskylda, frá okkur fjöl- skyldunni í Hafnarfirði. Linda Björk Oddsdóttir. Þegar sveitarhöfðingi og kær vinur fellur frá setur okkur hljóð. Það er erfitt að finna orð sem lýsa þeim tilfinningum og hugsunum sem fara af stað, en fyrst og fremst er það djúp sam- úð með hans nánustu skyld- mennum og stórfjölskyldu og hjartkærar óskir um það að góð- ur Guð styrki þau öll og styðji í þessari miklu sorg. Þær Sorg og Gleði eru af- skaplega sérstakar systur. Eins mikið og við syrgjum öll hann Inga sem hafði hjarta úr gulli og skilur allt gott eftir sig, þá gleðj- umst við yfir því að hafa kynnst honum og eiga ótal minningar og sögur til þess að rifja upp. Orð eins og heiðarleiki, hrein- skilni, hugmyndaauðgi, prakk- araskapur og meðlíðan koma upp í hugann þegar við minn- umst þessa stórbrotna vinar okkar. Ingi hafði einlægan áhuga á alls konar málefnum innan sveitarinnar okkar og í víðara samhengi og þó svo að málefni bænda, fjallskiladeilda, íþróttafélaga, afrétta og veiði- félaga væru honum hugleikin þá bar hann hag barna og ungs fólks sérstaklega fyrir brjósti, enda sótti unga fólkið mikið til hans og fékk góð ráð og hlýlegt spjall. Því hann Ingi hafði ein- hvern veginn alltaf tíma fyrir okkur hin, því þótt það hafi oft- ast verið alveg meira en nóg að gera hjá honum og þeim Birg- ittu á stóru búi, þá var hægt að finna þennan tíma sem skipti máli fyrir aðra. Það var óhætt að treysta honum fyrir hverju sem var, hann var eins og klett- urinn í hafinu fyrir alla sem hon- um þótti vænt um. Inga fannst gaman að krydda tilveruna og einu sinni um haust sendi hann Óskar bróður sinn með pakka hingað yfir til mín og bað hann fyrir afmæliskoss frá sér. Óskar skilaði þessu öllu með virktum og varð frekar skrýtinn á svipinn þegar ég hló og sagðist eiga afmæli í júní og sagðist ætla að gefa bróður sínum orð í eyra fyrir að plata hann svona. Þegar gólf undan stórgripum gaf sig hér fyrir nokkrum árum þá komu þeir feðgar og óðu drullu upp í mitti ásamt heima- fólki til að koma gripunum út og alltaf var Ingi boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, hvort sem þurfti aðstoð við búskap, akstur á einhverjar æfingar eða afmæli og svo líka við fermingarveislur og alls konar gleði. Þau eiga það sameiginlegt, Ingi og Birgitta eftirlifandi kona hans, að hafa alltaf viljað hag fólks sem bestan og hafa látið verkin tala fyrir betra samfélag. Hann Ingi á það hjá okkur öllum að við hjálpumst að, trú- um á hvert annað og nýtum tím- ann vel. Minning þín lifir með okkur að eilífu kæri vinur. Mikið vor- um við heppin að fá að kynnast þér og eiga fyrir nágranna og fjölskylduvin alla tíð. Mikið gát- um við af þér lært. Elsku Birgitta, Halldór, Guð- björg og öll fjölskyldan. Góður Guð blessi ykkur og styrki. Hjartans kveðjur frá Jóhönnu, Brynjólfi og fjölskyldum. Hann Ingi á Löngumýri verð- ur til grafar borinn frá Blöndu- óskirkju og jarðsettur í Svína- vatnskirkjugarði í dag, 27. febrúar 2021. Ég get fullyrt að enginn af okkur vinum hans og nágrönnum vorum tilbúin að meðtaka þessi hörmulegu tíðindi sem okkur bárust um svo ótíma- bært og óvænt andlát hans laug- ardaginn 13. febrúar og kom raunar eins og þruma úr heið- skíru lofti og setti tilveruna hér í þessu sveitarsamfélagi okkar á óvissustig. Hvernig verður lífið í sveit- inni án Inga á Löngumýri? Í mínum huga verður það tóma- rúm sem myndast, ekki fyllt í bráð. Í hvern á ég að hringja til að segja allt sem ég var vanur að ræða við hann um? Búskap- inn, lífið og tilveruna, smala- mennsku og allt það skemmti- lega sem gerist í mannlegum samskiptum sem við höfðum svo gaman af að skiptast á skoð- unum um. Um alla þessa hluti gat ég rætt við Inga á allt annan hátt en við nokkurn annan. Minnisstæðar eru mér allar þær fjölmörgu ferðir sem við fórum saman fram á Auðkúlu- heiði í göngur, eftirleitir og óteljandi skotferðir eftir göngur til að sækja kindur. Það má því segja að kindur hafi öðru fremur tengt okkur saman og myndað þá vináttu sem með okkur þróaðist og ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Ingi var mikill dýraunnandi og hafði óvenjugott lag á skepn- um. Það voru þó hundarnir sem líklega áttu mestan hug hans af þeim dýrum sem hann hafði í sinni umsjá enda lengi í seinni tíð með betur þjálfaða hunda en aðrir hér í nágrenninu. Hann var því eftirsóttur við smala- mennsku sérstaklega í seinni leitum og við handsömun alls kyns eftirlegufénaðar. Af þeim fjölmörgu smala- mennskum sem ég tók þátt í með Inga er mér hvað minn- isstæðast atvik úr seinni göng- um þar sem við ásamt fleirum horfðum á eftir kind sem var bú- ið að eltast lengi við leggjast til sunds út í Þrístiklu á Auðkúlu- heiði. Ingi reyndi þá að fá Gló- koll, sem var allra besti hundur sem hann nokkurn tímann átti, til að synda fyrir rolluna. Þegar það gekk ekki í hvelli þá var áhuginn í mínum manni svo mik- ill að hann reif sig úr fötunum og synti með hundinum fyrir rolluna. Einhvern veginn var það svo að mér þótti eftirsóknarvert að leita eftir skoðunum Inga á fjöl- mörgu sem maður var að fást við hverju sinni og ég hygg að svo hafi verið um fleiri. Ástæðuna fyrir því tel ég vera að hann var sérlega glöggur á fjölmarga hluti sem sneru að sameiginlegum áhugamálum okkar og ekki spillti fyrir að hann sá gjarnan spaugilegu hlið- arnar á hlutunum. Ingi var umfram allt fjöl- skyldumaður og bar hag fjöl- skyldunnar og sinna nánustu fyrir brjósti öðru fremur. Hann var ákaflega heimakær og leyfði sér ekki mikla fjarveru frá fjöl- skyldu og búi enda veit ég að þar leið honum eflaust best. Minningin um vin minn Inga á Löngumýri og okkar góðu samverustundir munu gleðja hugann áfram þótt ekki geti ég skilið af hverju við sem eftir stöndum fengum ekki að njóta hans lengur. Elsku Birgitta, Halldór, Guð- björg, Vala og Óskar Óli, guð gefi ykkur styrk til að vinna úr sorginni og ykkar mikla missi. Þess óskum við fjölskyldan á Stóra-Búrfelli ykkur af heilum hug. Jón Gíslason. Sigurður Ingi Guðmundsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GESTS GUÐMUNDSSONAR, rafvirkjameistara og söngvara, Melabraut 7, Blönduósi. Hlýhugur ykkar og kveðjur hafa verið góður stuðningur. Sigrún Sigurðardóttir Guðbjörg Gestsdóttir Daníel Magnússon Anna Rósa Gestsdóttir Eiríkur Halldór Gíslason Sunna Gestsdóttir Héðinn Sigurðsson Eyþór Ingi Sigrúnarson Kärstin Irene Trygg barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskaðs sonar, bróður, mágs, frænda og vinar, GUÐNA PÉTURS GUÐNASONAR, Sólheimum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsmanna gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi og sjúkrahúspresta fyrir einstaklega hlýlegt viðmót og natni sem og vina okkar og vandamanna sem sýndu okkur einstaka hlýju, umhyggjusemi og stuðning. Guðni Heiðar Guðnason Sigrún Drífa Annieardóttir Edgar Smári Gerður Steinarsdóttir Bjarki Enok bróðurbörn, frændfólk og vinir Ragnheiður Þor- valdsdóttir, mín elskulega tengda- mamma. Nú þegar ég kveð þig hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti til þín fyrir að taka mér vel inn í fjöl- skylduna og vera mér líkt og móðir. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og hvattir mig áfram í öllu. Ég man þegar ég hitti þig fyrst eftir að ég og Ragnheiður Lilja kynntumst þegar ég kom í matarboð til ykkar. Þú tókst á móti mér með mikilli hlýju og fann ég strax hve einstök nær- vera þín var. Þú varst einstak- lega skemmtilegur karakter, stríddir þínu helsta fólki óspart og við hlógum síðan saman eftir á. Það ríkti mikil gleði í kringum þig og á ég margar góðar minn- ingar með þér. Ómetanlegar stundir á ég að geyma þegar við fórum saman í göngutúra, sveitaferðir, spilakvöldin, trúlof- unarferðin á Hótel Rangá þegar ég bað Ragnheiðar Lilju og fleiri dýrmætar stundir. Þú kenndir mér margt, til dæmis að Ragnheiður Þorvaldsdóttir ✝ RagnheiðurÞorvaldsdóttir fæddist 28. júlí 1957. Hún lést 7. febrúar 2021. Útför Ragnheið- ar fór fram 16. febrúar 2021. baka kleinur, búa til sultu, gera heitt súkkulaði þar sem þú gafst mér leyni- uppskriftina þína. Okkur Ragnheiði Lilju þótti ótrúlega gott að koma heim til þín þar sem þú veittir okkur mikla ást og væntum- þykju. Við eyddum ófáum stundum með þér og fluttum inn til þín þegar þú veiktist. Þú stóðst eins og klettur við okkur í fæðingu dóttur okkar Ragnheiðar Lilju hinn 29. jan- úar síðastliðinn. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir það. Það reyndist ekki erfitt að ákveða nafn á dóttur okkar sem var skírð í höfuðið á þér og heit- ir Ragnheiður Rósa. Enda var hún skírð í höfuðið á sómakonu sem vildi allt fyrir okkur gera. Við Ragnheiður Lilja munum heiðra minningu þína, sýna Ragnheiði Rósu myndir af þér og segja henni margar góðar sögur af þér. Ég mun passa upp á stelpurnar okkar Ragnheiði Lilju og Ragnheiði Rósu alla ævi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og minningarnar sem við eigum um þig, guð veri með þér. Þinn tengdasonur, Arnór Bjarki Grétarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.