Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 36

Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 ✝ Dýrleif Andr-ésdóttir fædd- ist á Þórshöfn 8. nóv. 1922. Hún lést á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, 18. febr. 2021. For- eldrar hennar voru Arnfríður Gam- alíelsdóttir, f. 5. sept. 1894, d. 21. jan. 1928, og Andr- és Ferdínand Lúð- víksson, f. 4. maí 1898, d. 19. sept. 1977. Dýrleif var næstelst systkina sinna, eldri var Jón Gunnlaugur, f. 18. des. 1921, d. 14. mars 1922, en yngri var Soffía Oddný, f. 8. nóv. 1925, d. 17. des. 1992. Frá fimm ára aldri ólst Dýr- leif upp ásamt systur sinni hjá fósturforeldrunum, Margréti Halldórsdóttur, f. 19. des. 1889, d. 21. des. 1979, og Guðmundi Björnssyni, f. 10. jan. 1892, d. 20. júlí 1948. Hinn 4. maí 1947 giftist Dýr- leif Jóhanni Helgasyni í Leirhöfn á Melrakkasléttu, f. 20. júní 1924, d. 15. apríl 2007. Foreldrar hans voru Andrea Pálína Jóns- dóttir frá Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu, 17. jan. 1902, d. 18. júlí 1990, og Helgi Krist- jánsson, bóndi í Leirhöfn, f. 28. um einn vetur. Hún flutti í Leir- höfn og hóf búskap með Jóhanni manni sínum 1947 en hann bjó þá þegar félagsbúi með föður sínum og Sigurði föðurbróður. Dýrleif gekk inn í heimilið og deildi daglegum störfum með tengdamóður sinni framan af og gekk það samstarf mjög vel. Síð- ar tók hún yfir stjórn heimilisins. Í Leirhöfn var símstöð og tók Dýrleif við sem stöðvarstjóri af Andreu tengdamóður sinni. Hún sá um jarðskjálftamæla Veð- urstofunnar sem settir voru upp í tengslum við Kröfluelda. Dýrleif var virk í félagsstörf- um, var í Kvenfélaginu Stjörn- unni alla tíð, einnig var hún í sóknarnefnd Snartarstaðakirkju árum saman og formaður um tíma. Hún hafði mikið yndi af tónlist og söng í kirkjukórnum í mörg ár. Hún hafði mikinn áhuga á íþróttum. Hún æfði fim- leika á æskuárum með ÍR í Reykjavík. . Jóhann og Dýrleif fluttu á Hvamm haustið 2006, en hann lést í apríl 2007. Hún söng í Kór eldri borgara á meðan hún hafði þrek til, spilaði bridge, vist og botsja en alla ævi var hún upp- tekin af gildi hreyfingar og þjálfunar. Útförin fer fram frá Snartar- staðakirkju í dag, 27. febrúar 2021, klukkan 14. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/52785kw Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat des. 1894, d. 17. sept. 1982. Dætur Dýrleifar og Jóhanns eru: 1) Andrea, f. 23. des. 1947. 2) Margrét, f. 15. okt. 1949, maki Steinar Matthías- son, f. 10. sept. 1946, sonur hans Grétar Mar, f. 1970, maki Halldóra Rannveig Blöndal, f. 1971, börn Þórdís Helga, f. 2006, og Arnar Dagur, f. 2008. 3) Arnfríður, f. 3. apríl 1953, dóttir Dýrleif Pétursdóttir, f. 1980, maki Þorvaldur Snorri Árnason, f. 1976, börn Jóhann, f. 2009, Arnfríður, f. 2012, og Guðrún, f. 2017. 4) Hildur, f. 27. júní 1958, maki Jón Þór Guðmundsson, f. 22. jan. 1956, dætur María, f. 1981, maki Andri Hnikarr Jóns- son, f. 1978, synir Heimir, f. 2006, d. 2006, Jón Andri, f. 2007, og Hjörvar Þór, f. 2010, og Jó- hanna, f. 22. ág. 1985, í sambúð með Þorvaldi Erni Finnssyni, f. 1989. Dýrleif ólst upp á Hallgils- stöðum á Langanesi hjá fóstur- foreldrum sínum, við hefðbundin sveitastörf, utan tveggja ára er fjölskyldan bjó á Akureyri. Hún fór í Húsmæðraskólann á Laug- Elsku Dýrleif uppeldismóðir mín, kveðjustundin er komin. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðinn faðir hvað ég var í raun ríkur að eiga ykkur Jóhann sem annað sett af foreldrum. Ég var fimm ára þegar ég kom í Leirhöfn til ykkar með mömmu. Eftir það var ég bara einn hjá ykkur á sumrin. Þið óluð mig því upp að stórum hluta og undirbjugguð mig fyrir lífið. Takk fyrir það og ég tel að ykkur hafi bara tekist vel til þó að sumar dætur ykkar vilji kannski halda öðru fram. Mínar fyrstu minningar úr Leirhöfn eru þegar ég lá úti á rafmagnskeflinu og fékk ekki að vera með í fallinni spýtu. Þá komst þú og náðir í mig, tókst mig inn í gömlu stofu og lést mig sýna þér bílinn minn. Dýrleif, þú varst hjartahlý glæsikona, hörkukona og lést í þér heyra ef þú taldir þess þurfa. Þú varst á undan þinni samtíð með mjög margt. Þú taldir að konur væru alveg jafnar körlum í einu og öllu. Þú predikaðir að grænmeti og hreyfing væri hollt. Hafðir gufu- bað í kjallaranum. Sennilega hafa margir sagt að þú værir bölvuð frekja. Ég held að þú hafir bara verið frumkvöðull eins og það er kallað í dag. Þú kenndir mér og okkur öllum að það yrði hver og einn að standa með sjálfum sér, maður yrði bara að gera hlutina sjálfur. Þú lést okkur Hildi ryk- suga þurrka af, hengja út þvott- inn og maður talar nú ekki um að vaska upp eftir alla tuttugu til þrjátíu sem voru í mat alla daga. Þetta var ekkert sérstakt meðan á því stóð en mikið kom þetta sér vel síðar á lífsleiðinni. Eins var þetta með útiverkin þar sem Jó- hann réð ríkjum, maður var sett- ur í allt og ég lærði því að vinna og kom því vel undirbúinn út í lífið. En í kartöflugarðinn fer ég samt aldrei aftur. Ég man líka þegar þú fórst með mig niður í herbergi í Vanabyggðinni eftir útförina hans pabba og fórst yfir hvernig lífið væri stundum ósanngjarnt og sagðir að ég ætti enn mömmu mína og svo auðvitað ykkur Jó- hann og þannig yrði þetta eitt- hvað áfram og ég yrði bara að vera sterkur og duglegur en ég mætti alveg gráta samt. Það væri bara gott og hjálpaði manni. Það er þó eitt sem þér tókst ekki, elsku Dýrleif, en það var að kenna mér að stjórna skapinu. Þú reyndir og reyndir en það náðist enginn árangur að ráði í skap- stjórnun fyrr en hún Stella mín kom inn í líf mitt. Þegar ég kom með þær Stellu og Söndru í fyrsta skiptið til þín í heimsókn það var magnað. Það fór strax vel á með ykkur og þegar við vorum að fara aftur þá fékk ég að vita það að þér litist vel á þessa stúlku og ég ætti að halda mig við hana og vera eins og maður. Örstuttar leiðbeining- ar til elsku drengsins á íslensku í nesti. Takk fyrir það og ég hef farið eftir þessu. Það rifjaðist upp fyrir mér fyrir nokkuð mörgum árum hvað þið Jóhann voruð alla tíð ástfangin og miklir vinir. Þannig man ég ykkur og ætla að muna ykkur. Það gerir mér og mínum líka svo gott. Elsku Dýrleif og Jóhann, ykk- ar er sárt saknað, hafið þökk fyrir allt og allt. Eyþór (elsku drengurinn) Eyþór Jósepsson. Okkur langar með fáum orðum að minnast einstakrar konu, Dýr- leifar Andrésdóttur, eða Dillu eins og hún var kölluð. Tengsl okkar við Leirhöfn og Dillu eru í gegnum pabba okkar, Stefán Óla Árnason, sem var einungis nokk- urra ára gamall þegar hann var fyrst sendur í sveit til sumardval- ar til ungra hjóna norður í Leir- höfn. Ungu hjónin, Dilla og Jó- hann, tóku á móti pabba sem sínum eigin og kallaði pabbi Dillu jafnan fóstru sína þegar hann tal- aði um hana. Dvaldi pabbi öll sumur norður í Leirhöfn þangað til hann var orðinn stálpaður ung- lingur. Við skynjuðum hlýhug, virðingu og væntumþykju pabba í garð Dillu og var hann henni og þeim hjónum afar þakklátur fyrir sumardvalirnar sem hafa vafa- laust mótað hann sem einstak- ling. Dilla var dugleg að fylgjast með okkur fjölskyldunni og hringdi einatt á afmælisdögum okkar og spurði frétta. Við eigum góðar minningar frá heimsóknum okkar í Leirhöfn. Við, borgar- börnin, nutum þess að kynnast lífinu á Melrakkasléttu. Fengum að taka þátt í heyskap, fylgjast með hænunum, sprækum kálfum, leika í búinu upp í fjalli, laumuð- umst til að hlera sveitasímann og margt fleira. Okkur þótti bóka- safnið á Leirhöfn heillandi og ótrúlega stórt. Á fullorðinsárum höfum við kíkt við á Leirhöfn og hin síðari ár á Húsavík þegar við höfum átt leið um. Það var alltaf ljúft og gott að hitta Dillu. Við minnumst fóstru pabba með ástúð og vottum dætrum hennar, mökum, barnabörnum og barnabarnabörnum samúð okkar. Stella, Lára og Karólína Stefánsdætur. Þau lágu mörg sporin úr Mið- túni upp í Leirhöfn. Þar var geng- ið inn í hjarta hússins og sest þar við eldhúsborð Dýrleifar sem hér er kvödd; sú síðasta af kynslóð- inni sem byggði upp samfélagið við Leirhöfn um miðbik síðustu aldar. Langt og farsælt líf að baki og hvíldin kærkomin. Hún hefur nú verið boðin velkomin í sinn gamla vinahóp. Æskusporin kalla á minningar og þeim fylgja tár – gleðitár og þakklæti fyrir að hafa fengið að alast upp á þessum stað. Þegar við hjónin ákváðum að byggja upp Nýhafnarhúsið var Dýrleif sú fyrsta til að lýsa ánægju sinni með það framtak - og þau Jóhann mættu með blóm sem ræktuð voru í stóra gróður- húsinu hennar Dýrleifar í Leir- höfn og fögnuðu því innilega að aftur kæmi ljós í Nýhöfn - nógu margir væru farnir. Fyrir stuttu rifjaði Dýrleif það upp fyrir mér er kærastinn henn- ar, Jóhann, bóndasonurinn í Leir- höfn, kom á jeppanum og sótti hana austur í Þistilfjörð; mikið að gera í Leirhöfn. Hún fann sig fljótt í húsmóðurstarfinu og varð mikið glöð er Andrea, tengda- móðirin, hældi henni fyrir dugnað og hve vel hún kunni til verka í sláturgerðinni, sem var mikil törn er stór hluti matarforða sveita- býla var búinn til. Nógur var maturinn í Leirhöfn enda margir munnar að metta. Fjölmenn fjöl- skylda, sveitakrakkar og vinnu- fólk og aðeins meira - Leirhöfn hafði alla tíð verið áningarstaður ferðafólks. Þar stoppaði rútan, þar var afgreiðsla Pósts og síma, bókasafnið og þar rak Helgi tengdafaðir Dýrleifar lands- fræga Húfugerð. Þá kallaði við- urkennd sauðfjárrækt Jóhanns á marga til fundar. Leirhöfn var að verulegu leyti miðstöð þessa samfélags. Þessi umsvif lentu mikið á húsmóðurinni og þótt hún fengi aðstoð var ábyrgðin henn- ar. Dýrleif var létt í skapi og hlát- urmild og var virk í öllu fé- lagsstarfi; saumaklúbbi, kvenfélagi, kórastarfi, þorrablót- um og hjónaböllum og þegar um fór að hægjast og aðrir teknir við búinu tóku fern vinahjón sig til, þ. á m. foreldrar mínir og Jóhann og Dýrleif, og spiluðu bridge og borðuðu veislumat hvert hjá öðru. Fólk á Leirhafnartorfu var vel lesið og félagslega sinnað og orðið einangrun hvergi að finna í þeirra orðabók. Er búskap lauk í Leirhöfn og framtíð jarðarinnar óviss fagnaði Dýrleif því er uppá- haldsstrákurinn hennar, Grímur í Miðtúni, keypti jörðina sem er áfram innan ættarinnar og skráð- ar og óskráðar reglur sem langamma setti um nýtingu og umgengni standa áfram. Þótt ég sakni liðinna daga er þakklætið miklu meira; fyrir að hafa fæðst inn í þetta heilbrigða samfélag sem Dýrleif átti sinn þátt í að móta; alast þar upp innan um elskulegt fólk sem var sem ein fjölskylda. Glaðst saman um jól og áramót; afmæli og fermingar og stóð saman þegar eitthvað bjátaði á. Nú þakka ég Dýrleifu allar hennar stundir og allt það sem hún var Miðtúnsfjölskyldunni. Guð blessi og varðveiti þig, Dýrleif mín, á brautum eilífðar- innar. Miðtúnsbræður og fjöl- skyldur þeirra senda afkomend- um Dýrleifar innilegustu samúðarkveðjur. Einn af þínum Miðtúnsstrák- um, Níels Árni. Dýrleif Andrésdóttir Elsku mamma, þá er komið að kveðju- stund. Á stundu sem þessari er svo margt sem kemur upp í hugann og erfitt að finna réttu orðin. Það sem einkenndi þig umfram annað var fallega brosið þitt og hvernig þú ljómaðir öll þegar við og börnin komum í heimsókn. Það var yndislegt að fylgjast með þér og hversu mikið þú naust þess að sitja með allan hópinn í kringum þig, hlusta á skrafið, hlæja með okkur og njóta stundarinnar til fullnustu. Þú umvafðir okkur með ást þinni og kærleika. Það var svo gaman að fylgjast með þér hlusta á tónlistina sem þér þótti svo kær og skemmtileg- ast af öllu að fara með þér á tón- leika og í leikhús því þar ljómaðir þú svo bjart. Okkur fannst yndislegt að ræða við þig um bækur, kvikmyndir og almennan fróðleik og komum við aldrei að tómum kofanum þar. Þú varst svo fróðleiksfús og opin fyrir öllu og við gátum endalaust spjall- að um heima og geima. Þú kenndir okkur umfram allt Gunnhildur Magnúsdóttir ✝ GunnhildurSteinunn Magnúsdóttir fæddist 18. október 1947. Hún lést 17. febrúar 2021. Útför Gunn- hildar fór fram 26. febrúar 2021. að vera með opinn huga, tilbúin að upp- lifa eitthvað nýtt og ávallt reiðubúin að finna nýjar leiðir ef þörf væri á. Æðru- leysi þitt og góð- mennska var með eindæmum og við hefðum viljað hafa þig svo miklu lengur hjá okkur en þú varst kölluð á annan og betri stað. Elsku mamma, hjörtu okkar eru full af söknuði en við munum ylja okkur við dýrmætar minning- ar um sterka og frábæra móður. Takk fyrir allt! Ingunn Lára og Magnús Þór. Elsku fallega amma Gunna, hvar á ég að byrja? Konu eins og þér er erfitt að lýsa í fáum orðum. Það reynist mér svo dýrmætt að hafa átt svona ótrúlegt eintak af ömmu til þess að líta upp til. Það er svo margt sem þú kenndir mér án þess að segja það beint við mig með orðum. Fordómaleysi, virð- ing og jákvæðni var svo einkenn- andi þáttur í þínu fari sem þú náð- ir í spjalli, sögum og frásögnum af tímabilum og aðstæðum í þínu lífi að kenna manni að tileinka sér. Þegar ég var yngri man ég hvað mér fannst amma mín alltaf svo klár, þú hafðir gert svo margt og lært svo margt og mér fannst þú alltaf svo mögnuð og finnst það enn. Í huga mínum kunnir þú að tala meir en þrjú hundruð tungu- mál og ég man svo vel hvað það heillaði mig. Við spjölluðum svo oft um öll tungumál heimsins og lönd sem okkur langaði að heim- sækja og þau sem við höfðum heimsótt. Það er gefandi að fara yfir ævi þína og mína og sjá hvað það var margt í þínu fari sem hefur haft áhrif á mig og hvað við áttum sam- eiginlegt. Þó mun ekkert í veröld- inni trompa ást okkar á púslum. Við gátum púslað saman í ótelj- andi klukkutíma og enginn og ekkert gat stoppað okkur. Mín uppáhaldsminning af öllum og sú sem mér þykir mest vænt um var þegar við vorum saman tvær alla helgina í gistipartýi í Garða- bænum að púsla langt fram á nótt. Oftar en ekki þegar ég kom í heimsókn til þín var púsl í vinnslu á borðstofuborðinu og í nokkur skipti baðstu mig vinsamlegast um að sitja sem lengst frá púslinu svo ég myndi ekki klára það án þín. Nokkrum dögum eftir að ég kvaddi þig í síðustu viku mundi ég eftir því að allan þann tíma frá því ég hitti þig síðast var ég með eitt púsl í veskinu mínu sem þú hafðir látið mig fá sem þú vissir að vant- aði í púsl sem þú hafðir gefið mér. Mér hefur aldrei þótt jafn vænt um eitt púsl. Amma, þú varst ótrúleg kona. Svo einstaklega falleg, sterk, hug- ljúf, tókst öllum eins og þeir eru, kvartaðir aldrei yfir þínum veik- indum og bjóst yfir einhverri óyf- irnáttúrulegri seiglu. Þú varst svo ljúf og góð og svo mikil baráttu- kona. Á svo ótrúlegan hátt skildir þú fólk svo vel og ég trúi því að öll- um sem einhvern tímann voru í kringum þig hafi liðið vel. Það var alltaf svo auðvelt að sitja með þér tímunum saman og tala við þig og hlæja saman og smitast af já- kvæðni þinni sem alltaf einkenndi þig. Það er mér algjörlega óskilj- anlegt að þú sért farin, elsku amma Gunna. Ég mun hugsa til þín alla daga með miklum söknuði og hlýju. Ég mun tileinka mér þína bestu kosti í mínu daglega lífi og sjá til þess að mín börn viti frá hverjum þeir koma. Ef til væri uppskriftarbók fyrir bestu ömmu sem þessi heimur hefur að gefa væri Amma Gunna titillinn, efnis- yfirlitið og allir kaflarnir. Ég mun alltaf elska þig, amma mín. Þín, Kolbrún Edda. Elskulega tengdamóðir mín, þú tókst mér opnum örmum og gekkst mér nánast í móðurstað þegar ég var nítján ára gamall, fluttist frá Vopnafirði til Reykja- víkur. Yndislegri tengdamóður er ekki hægt að hugsa sér. Þú reynd- ist mér alltaf svo vel og alltaf varstu með hjartað á réttum stað. Elsku Gunnhildur, þú varst stór persóna og minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Þótt þjáningar þaki og þverri lífsins kraftur. Dýrð Drottins yfir vaki uns dvel ég hjá þér aftur. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Jón Kr. Gíslason. Elsku ömmudrottningin mín. Þú gafst mér dýrmætustu gjöf sem ég hef fengið, að takast á við lífið af eins mikilli jákvæðni og hægt er og að lifa í sátt við það sem lífið býður upp á. Með aldr- inum verð ég færari, en jafn fær og þú í jákvæðnilistinni verð ég aldrei. Ég hef ekki hitt aðra mann- eskju sem sér heiminn eins og þú, allir jafnir, engir fordómar og þú sást alltaf það fallegasta í hverjum og einum. Hjartað þitt svo tært og hugur þinn demanti líkastur, hreinn og glitrandi. Skapgerðin bjartari en sólin og bros þitt geisl- andi. Góðvild þín snerti mörg hjörtu og Pollýönnuboðskap þinn munum við halda áfram að bera út. Sárasjaldan kom það fyrir að þér mislíkaði eitthvað, en þú varst iðulega fljót að afgreiða það og finna jákvæða ástæðu til að verja ekki neikvæðri orku í það meir. Amma var staðföst og ákveðin kona, en í hljóði, við vissum það öll hennar fólk að við fengum hana aldrei til að skipta um skoðun. Það er stórmerkilegt að geta verið eins ákveðin og amma, en ekki taka eina einustu ákvörðun upphátt. Hún var drottningin okkar, hún stjórnaði púslinu og við, fólkið hennar, sáum um að finna réttu kubbana og setja þá á sinn stað í púslinu. Þannig var það fram á síðasta andardrátt allt eftir upp- skrift drottningarinnar. Hvert smáatriði skipulagt, án ákvarðana eða skipana, allir vissu sitt hlut- verk og gerðu sitt. Amma var lillableikasta konan, ég færði henni helgarblóm eins oft og ég gat. Því ég vissi að þau veittu henni hamingju og kveiktu vorneistann. Vorin og sumrin voru uppáhaldstíminn hennar, hún var iðulega búin að gera sólarolíuna tilbúna á vetrarmánuðum svo hún myndi ekki missa af fyrstu vor- geislum sólarinnar. Henni leið best með ilminn af bóndarósar- runnanum, grasinu og gulrótar- sólarolíunni sinni í bland. Innst inni varstu örlítill upp- reisnarseggur, mikil B-mann- eskja, elskaðir skyndibita og að spila tölvuspil. Elskaðir að poppa og horfa á þrjár bíómyndir í einu. Þú gast alveg týnst í heimi æv- intýra og sci-fi-mynda einsog þú gast týnt tímanum yfir góðu púsli líka eða farið í gegnum gamlar myndir og sagt mér frá unglings- árunum ykkar afa. Þegar ég varði tíma með þér, fór ég alltaf heim með nýjan reynsluheim, þú varst svo góð í því að færa heiminn nær manni. Þú varst demanturinn minn, með geislum þínum lýstir þú minn veg alla tíð og við vorum bundnar órjúfanlegum ósýnilegum bönd- um. Þú hafðir óbilandi trú á getu minni til að takast á við lífið og sýndir mér að ég var og er megn- ugri en ég hélt. Við erum öll þakklát að hafa fengið lengri tíma með þér en við héldum. Með þinni seiglu, þraut- seigju og baráttuhug fengum við fleiri gæðastundir saman, dýr- mætar minningar sem verða fest- ar í hjörtu okkar. Ég verð ævin- lega þakklát fyrir að ég hafi gefið þér sex ár sem langamma. Ég er svo þakklát að hafa feng- ið mér húðflúr með þinni hand- skrift í upphafi árs, ég verð merkt þér að eilífu. Ég veit að þegar söknuðurinn kemur, þá veit ég að við sjáum sömu stjörnurnar. Ég elska þig alltaf elsku besta amman mín. Dísin þín, Hildur Dís Jónsdóttir Scheving.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.