Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 42

Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 42
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ætli það sé ekki vegna nálægðar við fjöruna á mínum bernskuárum, en húsið okkar stóð skammt frá fjörunni í Hvanneyrarkróknum og ég lék mér mikið þar á vorin og sumrin. Allt um- hverfið iðaði af fuglalífi og æðar- fuglinn er mér ofarlega í minni,“ segir Sigurður Ægisson prestur á Siglufirði þegar hann er inntur eftir því hvaðan hún komi ástríða hans fyrir fugl- um, en hann er höfundur bókarinnar Íslensku fugl- arnir og þjóðtrúin, sem nýlega var tilnefnd til Hagþenkisverðlauna. „Ein allra fyrsta minning mín er sú að ég hélt að lóa og spói væru hjón. Ég var smápolli þegar ég uppástóð það og hélt þetta lengi, sennilega vegna þess að þegar ég var að læra vísur um fugla þá var iðulega minnst bæði á lóu og spóa, hvort af sínu kyninu og ég var því sannfærður um þeirra hjónaband.“ Sigurður segist helst muna eftir því sem tengist fuglum og þjóðtrú frá bernskuárum að hrafninn hafi verið talinn boðberi válegra tíðinda, eftir því á hvaða húsi hann stóð eða hvernig hann krunkaði. Þjófóttur og skemmtilegur En hvað er það við fuglana sem verður til þess að svo margt í þjóð- trúnni tengist þeim? „Fólk fór að pæla í þeim af því þeir voru nær himninum en önnur dýr og þá var stutt í hugmyndir um að fuglar bæru skilaboð að ofan. Fólk fór að lesa í hegðun fugla, sér- staklega þeirra sem voru oft nálægt því, og ef þeir hafa mannlega eigin- leika eða atferli, þá tengir fólk við þá. Gott dæmi þar um er hrafninn, hann er þjófóttur og skemmtilegur og oft nærri fólki, hoppandi á jörð- inni. Litur fugla skiptir miklu máli, svartur litur fugls virðist ekki vera góður og sama er að segja um hvíta litinn. Á Bretlandseyjum þótti grái, hvíti og svarti liturinn ekki góð blanda á fugli, og það eimir eftir af þessu hjá sandlóunni, hún er gráhvít og svört og það fór ekki vel í fólk. Skjórinn sem er svartur og hvítur, hann hefur ekki heldur gott orð á sér. Margt í þjóðtrú fugla er trúar- tengt, til dæmis að rjúpan sé loðin um fætur af því María mey tók fæt- ur hennar í lófa sinn og fór um höndum, svo ekki sakaði þegar hún þurfti að vaða eld eins og aðrir fugl- ar. Það kom mér á óvart þegar ég var að vinna bókina hversu mikið af þjóðtrú er til um suma fugla en nán- ast ekkert um aðra.“ Fjórar maríuerlur saman í fyrsta sinn á vori boða feigð Sigurður hefur verið að sanka að sér heimildum fyrir bókina undan- farin 25 ár, í leit sinni að sögum um fugla í þjóðtrúnni. „Þetta hefur kostað dálitla leit, ég var mikið á fornbókasölum víða um heim á netinu til að viða að mér efni. Ég ákvað að hafa með í bókinni minni erlenda þjóðtrú sem tengist fuglum sem eru hér, enda dvelja sumarfuglarnir okkar miklu lengur í öðrum löndum. Ég er með út- breiðslukort í bókinni með hverjum fugli, til að sýna hversu víða hver fugl dvelur. Oftast er þjóðtrúin sam- bærileg milli landa, en þó ekki alltaf, til dæmis er maríuerlan góð í einu landi en í öðru er hún ekki boðberi góðra tíðinda. Í Þýskalandi er sú trú að sjái maður fjórar maríuerlur saman í fyrsta sinn á vori, þá er hann feigur. Ég fann texta frá sautjándu öld þar sem segir að mar- íuerla hafi verið eitruð og hefnifugl. Seinna varð hún einn mesti uppá- haldsfugl Íslendinga og er enn. Hér innanlands getur líka verið munur á með sama fuglinn, það er ekki sama hvar á landinu lesið er í hegðun hans. Hjá Jónasi Hallgríms- syni er skógarþröstur vorboðinn ljúfi, en á Jökuldal og víða annars staðar á landinu var honum ekki eins vel tekið ef hann kom snemma á vorin, þá var hann orðinn persónu- gervingur óveðurs og var fyrir vikið ekki vel séður. Vorboðar geta verið ólíkir fuglar, margir kannast við að lóan sé í því hlutverki en víða í sjáv- arbyggðum er ritan vorboði, í Vest- mannaeyjum eru tjaldurinn og langvían vorboðar.“ Sigurður segir að það hafi komið honum verulega á óvart hvað maríu- erlan er rík í erlendri þjóðtrú. „Mjög mikið af þjóðtrú er tengt maríuerlu í Eystrasaltslöndunum og í allri Skandinavíu. Sennilega af því að hún hefur verið sterk í norræn- um átrúnaði áður en kristni kom til sögunnar, hún hefur væntanlega verið helguð Frigg, því gamalt nafn á henni er friggjarelda.“ Óseðjandi snjótittlingar Sigurður hefur fjölmörg alþýðu- heiti fugla neðan við hvert nafn fugls í bókinni og segir hann að sér finnist það fyrirbæri mjög spenn- andi. „Í Reykhólasveit voru hrafnar til dæmis kallaðir urragurra, kvenfugl- inn, og arrimarr, karlfuglinn. Önnur dæmi eru alþýðuheitið hryggjar- stykki yfir svartbak, seiðkonu- hænsni yfir stormsvölu og fjallafæla yfir sendling. Skógarþröstur var kallaður harðindamóri, en mikið í þjóðtrú fugla tengist veðri, enda áttu bændur allt sitt undir veðrinu og þeir kunnu að lesa í náttúruna. Ég hef eftir Guðmundi Einarssyni frá Miðdal að afi hans hafi tekið meira mark á himbrimanum og lóm- inum heldur en loftvog. Þetta finnst mér stórmerkilegt, en auðvitað segir hegðun dýra oft til um veður, ég þekki það sjálfur. Þegar vont veður er í aðsigi og spáir stormi og snjó- komu, þá eru snjótittlingarnir alveg óseðjandi fyrir utan hjá mér, þeir finna á sér veðrið sem er í vændum, þá hugsa þeir um það eitt að ná sér í eitthvað í gogginn og koma sér í skjól.“ Mávurinn er gáfaður fugl Þegar Sigurður er spurður að því hvort honum finnist af áratuga kynnum sínum við fugla að þeir séu misgáfaðir, þá játar hann því með þeim orðum að þeir séu vissulega misskynsamir. „Ég tek eftir að mávurinn leitar svolítið í fuglafóðrið sem ég gef snjótittlingunum, hann virðist ekki hafa nóg. Þeir koma í hópum hér mávarnir og eru klárir og varkárir, þeir taka fyrst stóran hring í kring- um húsið, þrengja svo hringinn og skjóta sér snöggt niður og tína upp allt sem hægt er og fara. Greinilega stórgáfaðir fuglar.“ Eftirtektarvert er að í bók Sig- urðar er mikið af teikningum, göml- um myndum úr öðrum bókum og ýmislegt fleira sem gæðir bókina lífi. „Ég lagði mikið upp úr því að hafa fuglamyndirnar ekki aðeins ís- lenskar, heldur líka frá fólki úti í löndum. Um tíu myndir voru sér- staklega gerðar fyrir bókina, ég fékk listamenn til þess, bæði hér heima og úti í heimi. Ég lagði mikið upp úr því að fá listaverk sem víðast að, til dæmis er ein teikning frá listakonu á Havaí, önnur frá lista- konu frá Ítalíu og önnur frá Ísrael. Ljósmyndararnir eru ekki heldur allir íslenskir, en ég vildi hafa breiddina, til að tengja þetta við all- an heiminn. Til að undirstrika að hún er sameiginleg ábyrgð okkar á fuglum heimsins.“ Urragurra, fjallafæla og harðindamóri  Sumir tóku meira mark á himbrimanum og lóminum heldur en loftvog þegar ráða þurfti í veður  Sigurður Ægisson hefur unnið í 25 ár að bók sinni um íslensku fuglana og þjóðtrúna Ljósmynd/Mikael Sigurðsson „Að eta ugluhjarta eða hrátt egg þótti sumstaðar einboðið við áfengissýki. Belgar gengu skrefinu lengra, gerðu sér ommelettu úr branduglueggjunum og átu í þessum sama tilgangi. Og við minnisleysi skyldi höfuð af uglu lagt undir kodda manns.“ (úr bók Sigurðar, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin) Sigurður Ægisson 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 „Hrafninn hefur löngum verið tal- inn fugla vitrastur og eigi ósjaldan sagt til um óorðna viðburði. Hefur það og þótt gæfumerki að búa vel að bæjarhrafninum, sem gjarna launaði fyrir sig með því að vísa á húsdýr heimilisins í hættum. Til voru menn áður fyrr, sem taldir voru næmir á mál fugla, næstum eins og manna, og kom það þeim oft vel [einn slíkur var bóndinn Jósef sem skildi krunk hrafnsins eins og töluð orð]. Þegar Jósef lézt, sátu bæjarhrafnarnir hnípnir á hlaðinu, og við jarðarför hans voru þeir flognir til kirkjunnar og sátu á kirkjumæninum meðan at- höfnin fór fram. Þegar greftrun var lokið, settust þeir umhverfis leiðið og sungu hver með sínu nefi annan útfararsöng bóndanum, sem hafði skilið þá og verið þeim vinur. Þótti mörgum þessi læti hrafnanna óhugnanleg, en heim- ilisfólk Jósefs vissi, að ekki voru aðrir fylgjendur þeim látna kær- komnari en hrafnarnir hans. Þann- ig geta tengsl manna og dýra náð út yfir gröf og dauða.“ (Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. Þjóð- legar sagnir og ævintýri, I, 1974, 140–141). Hrafnamál , sögn úr Hrútafirði TENGSL MANNA OG DÝRA GETA NÁÐ ÚT YFIR GRÖF OG DAUÐA Hrafnakall/Vatnslitamynd e. Sigríði Huld Ingvarsdóttur Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.