Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Daníel Þorsteinsson safnar nú fyrir sjöundu plötu TRPTYCH en svo nefnist tónlistarverkefni hans sem hófst árið 2016. Daníel var áður í hljómsveitunum Sometime og Maus en tónlist TRPTYCH er af öðrum toga og skilgreind sem elektrónískt teknó. Fyrri plötur hans hafa aðeins komið út rafrænt á netinu en nú vill Daníel breyta til. „Núna er komið að sjöundu plöt- unni og hún er á öðru plani, hún mun bera nafnið Spawn Apart og á skilið að verða eitthvað meira en rafmagn á internetinu,“ skrifar Daníel í tölvupósti og að hann safni nú fyrir útgáfunni, veglegum vínyl og hljómjöfnun, á hópfjármögn- unarsíðunni Karolinafund. Daníel er einnig búinn að hanna stutt- og langermaboli fyrir þá sem styrkja hann á meðan á söfnun stendur. Daníel er höfundur allra laga og flytjandi en einnig kemur við sögu Roger O’Donnell, hljómborðsleikari The Cure, sem vann með Maus á Lof mér að falla að þínu eyra árið 1997. Tvær vinkonur Daníels ljá plötunni svo raddir sínar, þær Natasha Zeytseva og Rebekah Dhar. „Eftir mikla vinnu í tónlistarsköpun og grafískri hönnun í tengslum við plötuna er hún orðin eitt af mínum bestu listaverkum og finnst mér hún eiga það skilið að verða áþreifanleg. Því ef rafmagnið færi af í dag þá hef ég enga sönnun á því að TRPTYCH hafi nokkurn tímann verið til,“ skrifar Daníel og bætir við broskalli. Ekki eins að gefa út stafrænt Daníel segir í samtali við blaða- mann að hann sé orðinn afar ánægður með afraksturinn, tónlist- ina sem verði á sjöundu plötunni. Afköstin hafa verið mikil hjá TRPTYCH og nefnir hann að þrjár plötur hafi komið út á einu og hálfu ári. „En það er bara ekki það sama að gefa út digital, rafmagn á int- ernetinu, og að gefa út í föstu formi. Tilfinningin er bara allt önnur,“ segir Daníel um ástæðu þess að hann vill nú gefa út plötu í gam- aldags og upphaflegu formi, þ.e. á vínyl. Hann segist hafa lagt mjög mikið bæði í tónlistina og sjónræna hlutann og þar með talið umslagið sem sjá má hér fyrir ofan. Daníel segist nánast hafa verið hættur að tromma þegar hann var fenginn til liðs við Maus. Hann er sjálflærður trymbill og finnst tónlist vera æðsta listformið. „Maður sér tveggja mánaða börn dilla sér við tónlist, þetta er svo frumstætt, eitt- hvað svo „tribal“ og það er bara ekki fyrir mig að læra það og láta móta sig. Ég vil að þetta komi al- gjörlega frá mér þótt ég sé auðvitað undir ýmsum áhrifum, frá tónlist, kvikmyndum og fleiru.“ Hvað áhrifavalda varðar nefnir Daníel svartmálm og líka raftónlist- armanninn Richie Hawtin sem hef- ur verið iðinn við kolann allt frá lok- um níunda áratugarins. „Gott fyrir mann“ Daníel segist kunna vel að meta hversu tímalaust teknóið sé. „Þú getur sett eitthvað teknólag á sem kom út ’91 og það hefði getað komið út í gær eða eftir 50 ár. Það er svo tímalaust og teknó er fyrir mér bara tónlist framtíðarinnar. Það tengist líka svo mörgu sem fólk er að gera, þetta er bara hugleiðsla eða jóga,“ segir Daníel. „Maður sónar inn í þetta og þetta er svo gott fyrir mann.“ Hvað aðkomu Rogers O’Donnell varðar, hljómborðsleikara hinnar merku hljómsveitar The Cure, segir Daníel að hann hafi unnið með Maus árið 1997, sem fyrr segir. „Við tölum mikið saman og höfum oft tal- að um að gaman væri að gera eitt- hvað saman. Svo spurði ég hann bara hvort hann væri ekki til í þetta, sendi honum nokkur lög og hann var að fíla þetta,“ segir Daníel. Þeir sem vilja hlusta á fyrri út- gáfur TRPTYCH geta gert það á vefslóðinni trptych.com/releases. Teknóið er tímalaust  Daníel Þorsteinsson stefnir að útgáfu hljómplötu á föstu formi undir nafni TRPTYCH  Tónlist framtíðarinnar Glæsileg Daníel hefur lagt mikið í hönnun vínylplötunnar. TRPTYCH Daníel Þorsteinsson. Bítillinn Paul McCartney mun varpa ljósi á ævi sína út frá laga- textum í bók sem er væntanleg í tveimur bindum og rituð af írska Pulitzer-verðlaunahöfundinum Paul Muldoon. Bókin verður titluð The Lyrics eða Textarnir og verður kafað djúpt í hugarheim bítilsins, að því er segir í frétt á vef The Guardian. Muldoon skrifar bókina út frá samtölum við McCartney og er bókinni lýst sem portretti sam- settu úr textum 154 dægurlaga. Bókin kemur út 2. nóvember og verður frásögnin ekki í tímaröð, að sögn útgefanda, Allen Lane. Meðal laga sem rætt verður um í bókinni eru fyrstu lög McCartney sem hann samdi þegar hann var 14 ára. Mun McCartney segja frá fólki, stöðum og viðburðum sem veittu honum innblástur við textasmíðina og áliti sínu á textunum nú. Muldoon segist hafa komist að því í samtölum sínum við bítilinn að hann sé mikill hugsuður. Merkismaður Viðskiptavinur plötuversl- unar virðir fyrir sér plötu Paul McCartney, McCartney III, sem kom út í fyrra. 900 bls. bók um texta McCartney AFP Píanóleikarinn og tónskáldið Hjörtur Ingvi Jóhannsson heldur tónleika í Mengi í kvöld undir yfir- skriftinni 24 myndir, sem felur í sér bæði tónleika- og útgáfuröð. „Öll músík verður til á staðnum og engir tveir tónleikar eru eins; 24 myndir eru ferðalag um 24 tón- tegundir, mismundandi stíla og til- finningar,“ segir Hjörtur í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að Hjörtur hafi á síðastliðnu ári einnig gefið út fyrstu sex lögin í lagabálkinum 24 myndir/24 pictures sem inni- heldur 24 lög. Tónleikar kvöldsins hefjast kl. 21, en húsið opnar kl. 20.30. Hægt er að bóka sæti með því að senda tölvupóst á booking- @mengi.net. Tónskáld Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Hjörtur með 24 myndir í Mengi Tveir viðburðir eru í boði í Hann- esarholti um helgina. Í dag, laugar- dag, kl. 14 leika Mathias Halvorsen píanóleikari, Ragnar Jónsson selló- leikari og Hulda Jónsdóttir fiðlu- leikari verk eftir Grazynu Bace- wicz, Claude Debussy og Ludwig van Beethoven. Á morgun, sunnudag, kl. 14 stýra mæðgurnar og kórstjórarnir Þór- unn Björnsdóttir og Þóra Marteins- dóttir samsöngstund undir yfir- skriftinni Syngjum saman. „Þær hafa báðar gert það að ævistarfi sínu að rækta sönghefðina meðal íslenskra ungmenna, og eiga samanlagða um fimmtíu ára reynslu af kórastarfi, lengst af á Kársnesi,“ segir í tilkynningu frá Hannesarholti og rifjað upp að Syngjum saman hafi hafist undir stjórn Þórunnar vorið 2013. Mæðgur Þórunn Björnsdóttir og Þóra Mar- teinsdóttir eru báðar starfandi kórstjórar. Tveir tónlistar- viðburðir í boði Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) var í vikunni opnaður í stúkubyggingunni á Laug- ardalsvelli. Í fyrsta sinn í um 70 ára sögu markaðarins er boðið upp á sérstaka léttlestrarbókadeild. Þeir 6.300 titlar sem á markaðnum eru skiptast þannig að um 30% þeirra eru barnabækur, 35% skáldverk og 35% fræðibækur, handbækur og ævisögur. Sú nýbreytni er einnig tekin upp í ár að öllum glæpasögum, hvort heldur eru íslenskar, þýddar, í kilju, innbundnar eða hljóðbækur, er raðað saman upp og fylla samtals 16 metra enda um 600 titla að ræða. Að sögn skipuleggjenda Bókamarkað- arins hafa glæpasögur og barna- bækur verið vinsælastar hjá gestum markaðarins á síðustu árum. Einkennandi fyrir markað ársins er nýr flokkur sem nefnist „Síðustu eintökin“. „Nýi flokkurinn kemur til vegna tiltektar nokkurra útgefenda á lagerum sínum á Covid-ári þar sem fundust eintök af bókum sem allir héldu að væru löngu upp- seldar,“ segir Bryndís Loftsdóttir, hjá Fíbút. Segir hún útivistar- og gönguleiðabækur hafa verið vinsæl- ar á Covid-tímum, en það sama megi einnig segja um bækur um matjurtir og pottaplöntur. Til samanburðar nefnir hún að í kjölfar bankahruns- ins á sínum tíma voru það hins vegar hannyrða- og matreiðslubækur sem mest juku við sig í sölu. Bókamark- aðurinn stendur til 14. mars og er opinn alla daga milli kl. 10 og 21. Morgunblaðið/Eggert Lestrarhestar Í fyrsta sinn í sögu Bókamarkaðsins er í ár boðið upp á sérstaka léttlestrarbókadeild. 16 metrar af glæpasögum Einkasýning Eddu Jónsdóttur, Hægra/vinstra, verður opnuð í Ásmundarsal í dag, laugardag, kl. 12 og stendur opnunin yfir til kl. 17 en á Mokka verða sýnd eldri grafík- verk eftir Eddu og ber sú sýning tit- ilinn Vinstra/hægra. Sýningar- stjórar eru Anna Júlía Friðbjörns- dóttir, Auður Jörundsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir og skrifa þær m.a. um Eddu að hún þjóni sköpunarþörfinni sem aldrei fyrr og hafi vart undan í framleiðslu á allt að því þráhyggjukenndum verkum sem unnin séu á pappír, úr leir eða postulíni. „Undirritaðar stóðu frammi fyrir því verkefni að velja úr ógrynni verka Eddu sem hafa orðið til síðasta áratuginn, heilu flokk- unum af gersem- um sem óðs manns æði væri að gera skil. Fyrr en varði voru tvær sýningar óumflýjanlegar, í Ásmundarsal og á Mokka, sýning- arstaðir sem hæfa verkunum einhvern veginn svo fullkomlega vel,“ skrifa sýningarstjórarnir. Hægra / vinstra og Vinstra / hægra eru fyrstu einkasýningar Eddu frá árinu 1994 og segir í til- kynningu að vel sé við hæfi að sýn- ingin skiptist á milli sýningarstað- anna Ásmundarsals, þar sem Edda tók sín fyrstu skref í myndlistarnámi undir handleiðslu Hrings Jóhanns- sonar, og Mokka þar sem ófá hita- mál hafa verið rædd yfir kaffibolla. Hægra/vinstra og Vinstra/hægra Edda Jónsdóttir Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að veita styrki til kaupa á minnisvarða um Hans Jónatan og gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson. Sveitarstjórn Múlaþings fær þriggja milljóna króna styrk til kaupa á verkinu „Frelsi“ eftir Sigurð Guðmundsson sem sett verður upp á Djúpavogi og er minnisvarði um Hans Jón- atan, bónda og verslunarmann sem fæddist sem þræll í nýlendu Dana í Vestur-Indíum árið 1784, strauk til Íslands frá Kaupmanna- höfn 1802 og lifði hér sem frjáls maður á Djúpavogi. Þá verður áhugamanna- félaginu Afreks- hug heim veittur fjögurra millj- óna króna styrk- ur til gerðar af- steypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson og er ætlunin að finna höggmyndinni stað á Hvolsvelli. Frumgerð verksins stendur yfir anddyri Waldorf Astoria-hótelsins í New York. Styrkja „Frelsi“ og „Afrekshug“ Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.