Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 48

Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 48
Sýningin Myndir ársins 2020 stendur nú yfir í Ljós- myndasafni Reykjavíkur og lýkur um helgina. Á morg- un, sunnudag, kl. 14 munu nokkrir verðlaunahafar árs- ins 2020 segja frá ljósmyndum sínum á sýningunni en þeir eru Þorkell Þorkelsson sem á mynd ársins og myndaröð ársins, Kjartan Þorbjörnsson (Golli) sem á bestu portrettmynd ársins og Kristinn Magnússon sem hlaut verðlaun fyrir fréttamynd ársins og bestu tíma- ritamynd ársins. Þorkell, Golli og Kristinn segja frá LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti í gærkvöld nýtt Ís- landsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp vegalengdina á 7,46 sekúndum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll. Bætti hún metið sem hún deildi með Tiönu Ósk Whitworth um 0,01 sekúndu. Guðbjörg á nú ein Íslandsmet í 100 og 200 metra hlaupum utanhúss og 60 metra hlaupi innanhúss. Silja Úlfarsdóttir á enn metið í 200 metra hlaupi inni. »41 Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet í Laugardalnum ÍÞRÓTTIR MENNING Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Anna Selbmann er fædd og uppalin í Suður-Þýskalandi, fjarri nokkru hafi. Hún barði sjóinn ekki augum fyrr en hún varð sextán ára og segir það hafa verið ást við fyrstu sýn. Þrátt fyrir það segist Anna samt hafa haft alla tíð mikinn áhuga á hafinu og hvölum. Í dag vinnur hún að doktorsverk- efni sínu við líf- og umhverfisvísinda- deild Háskóla Íslands um hegðun hvala, nánar tiltekið um hrekki grind- hvala gagnvart háhyrningum. Stríða rándýrum hafsins Háhyrningar eru stundum kallaðir úlfar hafsins. Þeir eru almennt taldir efstir í fæðukeðjunni í hafinu og veiða skipulega í hópum. Það kann því að skjóta skökku við að reglulega sést til grindhvala hrekkja háhyrninga í Norður-Atlantshafi, þrátt fyrir að þekkt sé að grindhvalir geti verið bráð háhyrninga en ekki öfugt. Kenning Önnu gengur út á að hljóð gegni meginhlutverki í samskiptum grindhvala og háhyrninga og rann- sakar hún meðal annars hvort breyt- ingar verði á köllum háhyrninga í nánd við grindhvali og hvort munur sé á hljóðum og hljóðröðum háhyrn- inga á ólíkum stöðum í kringum land- ið. „Að fylgjast með samskiptum grindhvala og háhyrninga er töfrandi að mörgu leyti. Það kann að hljóma óhugsandi að háhyrningar, helstu rándýr hafsins, forðist aðra hvali og flýi þá jafnvel á harðaspretti. Það vekur margar spurningar; hvers vegna hrekkja grindhvalir háhyrn- inga svona? Er það samkeppni um fæði, eða er þetta eineltishegðun? Hvers vegna hræðast háhyrningarnir grindhvalina, hvað kallar á þessi við- brögð? Hver eru áhrif þessara sam- skipta á háhyrninga? Vitandi það að hljóðmerki eru mikilvæg báðum teg- undum rannsaka ég nú hvaða hlut- verki hljóðmerki gegna í þessum samskiptum og hvort þau valdi þess- um viðbrögðum hjá háhyrningum,“ útskýrir Anna í samtali við Morgun- blaðið. Samskipti dýra breytast Anna segir atferlisfræði dýra mik- ilvæga ekki síst þegar fram í sækir vegna loftslagsbreytinga. „Vegna þeirra getur dreifing og fjöldi dýra breyst svo heimar tegunda sem áður sköruðust ekki geta farið að mætast á nýjum búsvæðum og þar með mynd- að áður óþekkt sambönd milli dýra.“ Sem dæmi nefnir Anna að grind- hvalir við Vestmannaeyjar hafi áður verið sjaldgæf sjón en í dag eru þeir tíðir gestir yfir sumartímann. Ljósmynd/Nicholai Xuereb Á toppnum Háhyrningar eru stundum kallaðir úlfar hafsins vegna þess að þeir eru efstir í fæðukeðjunni. Grindhvalir hrekkja rándýr Atlantshafsins  Ást við fyrstu sýn þegar hún sá hafið sextán ára gömul Ljósmynd/Anna Selbmann Hljóðmerki Anna rannsakar hljóð- merki hvala við Stórhöfða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.