Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 2
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is T esla Model 3 Long Range er sá rafmagnsbíll á íslenskum markaði sem veitir mesta drægni miðað við verð. Þetta er niðurstaða útreikninga Huga Hlynssonar vefhönnuðar og áhuga- manns um rafbíla en hann hefur safn- að saman hagnýtum samanburð- artölum á vefsíðunni www.- veldurafbil.is Hugi, sem er 29 ára gamall, eign- aðist sinn fyrsta rafbíl fyrir tveim- ur árum þegar barn númer tvö var á leiðinni. Áð- ur höfðu Hugi og unnusta hans látið sér nægja að nota reiðhjólið sem sitt aðalsamgöngutæki. „Fyrsta barnið kom árið 2016 og gekk okkur ágæt- lega að fara áfram allra okkar ferða hjólandi enda búsett í miðbænum. Þegar ljóst var að annað barn væri væntanlegt fannst okkur þó vissara að bæta við nýju og afkastameira sam- göngutæki,“ segir hann. Gerði lista til að einfalda valið Hugi kveðst lengi hafa haft mikinn tækniáhuga og því verið forvitinn um rafbíla þótt það hafi ekki endilega ver- ið markmið út af fyrir sig að kaupa einn slíkan inn á heimilið. Hann lagð- ist einfaldlega í rannsóknarvinnu, setti upp excel-skjal, bar saman áhugaverðustu valkostina á mark- aðnum og varð úr að fjárfesta í not- uðum Nissan Leaf. Er Hugi af- skaplega ánægður með kaupin og segir bílinn þægilegan samvistum og skemmtilegan í akstri. Vefsíðan varð til vegna þess að fréttir af excel-skjali Huga spurðust út á meðal ættingja hans og vina sem vildu glöggva sig betur á rafbílafram- boðinu. Vefsíðan sýnir alla nýja rafbíla sem hægt er að kaupa á Íslandi og hægt að raða þeim eftir nafni, verði, drægni í blönduðum akstri, hröðun og verði á hvern drægniskílómetra. Nýjustu módelin með forskot vegna lækkandi rafhlöðuverðs Niðurstöðurnar eru forvitnilegar en nærri fjórfaldur munur er á þeim bílum sem veita mesta og minnsta drægni fyrir hverja krónu. Þeir bílar sem kosta mest miðað við drægnina eru flestir í lúxusbíla- flokki en á því má þó finna nokkrar undantekningar og lenda t.d. Niss- an e-NV200, Renault Kangoo MAXI II EV og Maxus EUNIQ 5 nokkuð neðarlega á listanum þótt þeir teljist ekki til lúxusbíla. Segir Hugi að íburður og verð haldist yf- irleitt í hendur en þeir rafbílar sem eru ekki í lúxusflokki en sitja samt neðarlega á listanum eigi það marg- ir sameiginlegt að vera ögn eldri módel. Nýjustu gerðir rafbíla njóti góðs af því að rafhlöðuverð hefur farið lækkandi jafnt og þétt og sam- anburðurinn þeim hagfelldari af þeim sökum. „Rafhlaðan sjálf myndar stærsta hlutann af verði bílsins en samkvæmt nýlegri rann- sókn Bloomberg NEF hefur verð á tilbúnum rafhlöðupakkningum fyrir bíla lækkað að jafnaði um 20% ár- lega undanfarna tvo áratugi.“ Allur gangur á hvað drægnin kostar Um fjórfaldur munur er á þeim rafbílum sem kosta minnst og mest miðað við drægni. Citroën ë-C4 er í hópi þeirra bíla sem koma vel út úr samanburðinum. Hann er ekki með mestu drægnina en ódýrari en margir bílar á listanum og fyrir vikið með nokkuð góða hámarksdrægni miðað við verð. Hvaða rafbíll dregur flesta kílómetra fyrir krónurnar? Tegund Verð, m.kr. Drægni, km Þús. kr./km Tesla Model 3 Long Range 6,4 580 11,1 Renault Zoe R110 4,5 395 11,3 Citroën ë-C4 4,1 350 11,7 Volkswagen ID.3 Pro S 6,5 550 11,8 Opel Corsa-e 4,0 330 12,1 Volkswagen ID.3 Pro Performance 5,2 420 12,4 Kia e-Niro 64 kWh 5,8 455 12,7 Renault Zoe R135 5,0 385 12,9 Peugeot e-208 4,4 340 12,9 Volkswagen ID.4 Pro Performance 2WD 6,5 500 13,0 Tesla Model 3 Performance 7,5 567 13,2 Tesla Model 3 Standard Range Plus 5,7 430 13,2 Kia e-Soul 64 kWh 6,0 452 13,3 Hyundai Kona Electric 64 kWh 6,0 450 13,3 Opel Ampera-e 5,3 380 13,9 Volkswagen e-Up! 3,7 260 14,2 Opel Mokka-e 4,6 322 14,3 Nissan Leaf e+ 5,5 385 14,3 Peugeot e-2008 4,8 320 15,0 MG ZS EV 4,1 263 15,6 Mercedes-Benz EQA 250 6,8 426 15,9 Kia e-Niro 39 kWh 5,0 289 17,3 Mercedes-Benz EQA 300 4MATIC 7,6 423 17,9 Hyundai IONIQ Electric 5,6 311 18,0 Kia e-Soul 39 kWh 5,0 277 18,0 Nissan Leaf 4,9 270 18,1 Tegund Verð, m.kr. Drægni, km Þús. kr./km Hyundai Kona Electric 39 kWh 5,3 289 18,3 Tesla Model S Long Range 12,5 663 18,8 Mercedes-Benz EQA 350 4MATIC 8,1 423 19,1 BMW i3 5,9 310 19,2 Honda e 4,3 220 19,5 Mazda MX-30 4,1 200 20,5 Mini Cooper SE 4,8 232 20,6 Honda e Advance 4,7 220 21,3 Jaguar I-PACE EV 320 10,6 470 22,5 Mercedes-Benz EQC 400 4MATIC 9,6 417 23,0 Tesla Model X Long Range 13,7 580 23,7 Jaguar I-PACE EV 400 11,3 470 24,0 Mazus EUNIQ 5 6,7 260 25,7 Renault Kangoo MAXI II EV 5,0 190 26,1 Audi e-tron 50 Quattro 8,9 339 26,2 Lexus UX 300e 8,5 315 27,0 Tesla Model S Plaid 17,2 628 27,5 Audi e-tron 55 Quattro 12,0 436 27,5 Nissan eNV200 5,7 200 28,3 Audi e-tron Sportback 55 Quattro 12,9 446 28,9 Tesla Model X Plaid 17,2 547 31,5 Mercedes-Benz EQV 300 12,0 363 32,9 Porsche Taycan 4s 13,9 407 34,2 Audi e-tron S 16,0 364 43,9 Audi e-tron Sportback S 16,4 370 44,3 Heimild: www.veldurafbil.is Hugi Hlynsson 2 | MORGUNBLAÐIÐ HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Í Bílablaði Morgunblaðsins í jan- úar læddist sú meinlega villa inn í reynsluakstursgrein um Jeep Compass Trailhawk-tengiltvinn að drægni sportjeppans væri 283 km með bensíni og rafmagni. Hið rétta er að drægnin er vel yfir 600 km, enda ferðajeppi með meiru. Í sama blaði misritaðist að nýr Toyota Hilux væri með 150 hest- afla vél en hið rétta er að vinnu- þjarkurinn ódrepandi er með 204 hestafla vél. ai@mbl.is Leiðrétt Drægni Jeep Compass yfir 600 km og Hilux með 204 hestafla vél Norska ríkis- stjórnin hefur sett sér metn- aðarfull markmið varðandi loft- gæði í landinu öllu. Stefnir hún á að frá og með árinu 2025 verði allir nýir bílar hreinorkubílar, að sögn Knuts Arilds Hareide samgönguráðherra Noregs. Hann segir að með því að losa ekkert skaðlegt loft verði ekki lengur þörf fyrir dýran loftræsti- búnað í jarðgöngum. Nefnir hann sem dæmi að hreinsibúnaður í nýjum Rogfast- göngum kosti um 300 milljónir norskra króna, jafnvirði 4,5 millj- arða íslenskra króna. agas@mbl.is Billegri göng vegna rafbíla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.